Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGENBLAÐSINS - MENNING LISTIR
43. TÖLUBLAÐ - 74.ÁRGANGUR
EFNI
Elsa Sigfúss
var íslenzk söngkona sem bæði var þekkt
og vinsæl fyrr á öldinni, en er kannski farin
að fyrnast. Hún fór í tónleikaferð um Norð-
urland sumarið 1933 ásamt með foreldrum
og systkinum og hún hélt dagbók í ferðinni.
Bjarki Sveinbjörnsson hefur unnið uppúr
dagbókinni, en bæði hún og myndirnar úr
ferðinni bregða ljósi á þá miklu breytingu
sem orðið hefur á 66 árum.
Landnámsjörðin
Bessastaðir
í Fljótsdal er umfjölunarefni Helga Hall-
grímssonar náttúrufræðings á Egilsstöðum
og fyrsta grein af þrem sem ijalla um höf-
uðból í Fljótsdal. Hin eru Valþjófsstaður og
Skriðuklaustur, en allar þessar jarðir liggja
saman og mynda kjarna sveitarinnar.
Jean-Babtiste
Simeon Chardin var töframaður nálgunar
og þagnar í hinu hreina, tæra málverki.
Bragi Ásgeirsson skrifar um þennan töfra-
mann
hét ensk myndlistarkona sem lézt nýlega og
hafði oft farið í Islandsferðir þar sem hún
fann myndefni, allra helst uppi á víðáttum
hálendisins. Hafdís Bennet skrifar um
þessa lítt þekktu en góðu listakonu.
FORSÍÐUMYNDIN
er af húsi í göngugötunni á Akureyri sem æviniega vekur athygli gesta.
Þetta er Harnarstræti 96, sem frá upphafi hefur heitið París, en Sigvaldi
Þorsteinsson kaupmaður byggði þaö 1913. Þar hefur alltaf verið verzlun
og nú er þar á jarðhæð veitingahusið Bláa kannan og blómabúð. Breyt-
ingarnar að innanverðu eru svo til fyrirmyndar má telja. Að þeim hafa
staðið hjónin Sigmundur Rafn Einarsson og Guðbjörg inga Jósefsdóttir
sem eiga húsið og búa í því. Hafa þau fengið viðurkenningu Menningar-
málanefndar Akureyrar fyrir endurgerð hússins. Ljósmynd:GS
ÓLAFURJÓNSSON
DRYKKJUSPIL
- UPPHAF -
Hýrgleður hug minn
hásumartíð.
Skæran lofí skapara sinn
öll skepnan blíð.
Skín yfíir oss hans miskunnin.
Hýrgleður hug minn.
Gleður mig enn sá góði bjór,
guði sé þökk og lof;
þó mín sé drykkjan megn og stór
ogmjögviðof,
mun þó ei reiðast drottinn vór.
- Hýr gleður h ug minn.
Mjögleikur nú við manninn ört
hið mæta drottins lán.
En þó með því, að illt sé gjört
og aukin smán,
af því magnast syndin svört.
- Hýr gleður hug minn.
Vond öldrykkjan veldur oft,
að vináttan forgár öll,
sundurþykkja er senn á loft
og sárleg föll.
Sumum ferþað heldur gróft.
- Hýr gleður hug minn.
En þegar dánumenn drekka vel,
sem drjúgum oft hefíir skeð,
þá vex af ölinu vináttuþel
og virðing með.
Veizlu góða eg svoddan tel.
- Hýr gleður hug minn.
Ólafur Jónsson, 15Ó0-1627, ólst upp hjá Eggert Hannessyni hiröstjóra. Prestur
á Söndum í Dýrafirði frá 1596 til æviloka.
KEISARANS
MENN
RABB
Asíðastliðnu sumi’i bauðst
mér þátttaka í dagsferð
innanlands ásamtvin-
konu minni. Þegar við
komum aftur til Reykja-
víkur lauk ferðinni við
Rauðarárstíg og menn
héldu heimleiðis. Vin-
kona mín og ég áttum samleið yfir Hlemm,
þar sem við hugðumst taka bíl heim. Við
urðum þó sammála um að fá okkur bjór í
ferðalokin og gengum inn á fyi-stu krá sem
varð á vegi okkar. Þar inni sat hópur fólks
við borð og ræddist við og mátti heyra á
röddunum að Bakkus væri þar ekki fátíður
félagi. Við hikuðum í bili en ung kona kom á
móti okkur og sagði: „Komið þið bara inn.
Þið verðið ekki drepin!"
Vinkona mín gekk til stúlkunnar við bar-
inn og spurði hana hvort ekki væri í lagi að
setjast og fá sér hressingu og kvað hún það
vera. Hún skyldi hafa auga með okkur.
Við settumst við borð framarlega og brátt
kom unga konan til okkai’, settist og ræddi
við okkur um stund. Hún sagðist vera lista-
kona en sér gengi illa að selja verkin sín.
Eftir stundarkorn fór hún en ungur maður,
snyrtilega til fara, settist og ávarpaði okkur
kurteislega. Hann spurði hverju það sætti
að hjón á okkar aldri kæmu inn á þennan
stað. Við komum af fjöllum og spurðum hvað
væri athugavert við það. Hann spurði hvort
við vissum ekki hvaða staður þetta væri og
þegar við kváðumst ekki hafa hugmynd um
það sagði hann okkur að þetta væri Keisa-
rinn, hvort við vissum ekki hvernig staður
það væri. Við vorum ennþá jafn fáfróð og þá
sagði hann okkur að þetta væri samkomu-
staður undh’heimafólks, versta kráin ekki
aðeins á íslandi heldur í allri Evrópu. Við
ræddum svo áfi-am við hann enda var hann
ódrukkinn. Nú kom annar ungur maður til
sögunnar og spurði okkur sömu spurningar
og voru okkar svör auðvitað á sömu leið.
Okkui’ kom þó ekki til hugar að rjúka á dyr í
skelfingu enda voru þessir ungu menn kurt-
eisir vel, ódrukknir og viðræðugóðir. Við
spjölluðum saman meðan við lukum við
bjórinn, stóðum svo upp og bjuggumst tO að
fara. Síðari maðurinn bað okkur að lofa sér
einu að skilnaði: að koma aldrei á þennan
stað aftur. Við lofuðum því og þá spurði
hann vinkonu mína hvort hann mætti kyssa
hana að skilnaði. Hún kyssti hann á kinnina
og við kvöddumst vinsamlega.
Við tókum bíl heim og sögðum bílstjóran-
um frá heimsókn okkar á krána. Hann
brosti og sagðist þekkja marga af þeim sem
þangað leituðu. Þetta væri ekki slæmt fólk
en það hefði lent utangarðs í þjóðfélaginu,
þetta væri athvarf þess og lögreglan vildi
hafa þennan stað opinn fyrir það, því stund-
um þyrfti hún að tala við einhvern úr hópn-
um og þá væri gott að geta gengið að honum
á vísum stað. Stundum þyrfti eitthvað af
fólkinu að taka bfl og æki hann því umyrða-
laust. Fyrir kæmi að það ætti ekki fyrir far-
gjaldinu og þá lofaði það að borga skuldina
næst þegar það eignaðist peninga. Ög oftast
stæði það við orð sín.
Því segi ég þessa sögu hér að ég hef heyrt
að loka eigi Keisaranum. Nágrannar hafi
kvartað undan því að gestir hans eigi til að
kasta af sér vatni upp við húsveggi þegar
þeir séu þarna á ráfi í annarlegu ástandi og
hafi jafnvel hagað sér ósiðlega á húströpp-
um.
Það minnir mig á að Pétur heitinn Eggerz
sendiráðsfulltrúi sagði frá því í minningabók
sinni að verulegur þáttm’ í starfi sendir-
áðsfólks hefði verið að fara í hreinsun með
rúmdýnur og rúmföt sem næturgestir send-
iráðsins höfðu gert bæði þykkt og þunnt í,
þegar þeir skjögruðu þar inn fullir og skriðu
upp í rúm til að sofa. Ekki voi’u það Keisa-
rans menn.
Eg efast ekki um að umgengni þessa ut-
angarðsfólks hafi stundum ekld verið sem
best og hreinlegust. En einhvers staðar
verða vondir að vera, sagði eigandi kráar-
innar í sjónvarpsviðtali. Og hann taldi ven'i
drullusokka finnast utan Keisarans en innan
hans. Það tel ég líka. Hvað um menn, ef
menn skyldi kalla, sem auðgast af því að
flytja inn og selja eiturlyf, raka saman pen-
ingum með því að leiða ungt fólk út í örlög
sem stundum eru ven’i en dauðinn? Eru
þeir betri þjóðfélagsþegnar en Keisarans
menn? Eða mannskepnur sem misnota
börn, sín eða annarra, og valda þeim óbæt-
anlegu tjóni? Ég segi nei og aftur nei. Þeir
eru hundraðfalt verri drullusokkar en
Keisarans menn og þó njóta margir þeirra
virðingar í samfélaginu og viðurlög sem á þá
eru lögð, ef þeim er ekki sleppt með áminn-
ingu, eru svo lítil að maður kafroðnar við að
heyra urn þau. Þó eru þeir stórglæpamenn
sem suma hverja væri réttast að hneppa í
nauðungarvinnu ævilangt.
En við höfum frásögur af mönnum fyrr á
tíð sem mig grunai’ að hafi sumir hverjir átt
sitthvað sameiginlegt með Keisarans mönn-
um. Þeir áttu heima í Gyðingalandi hinu
forna og fylgdu leiðtoga sem ekki veigi’aði
sér við að umgangast skækjur og toll-
heimtumenn, enda var hann ofsóttur af fína
fólkinu og að lokum píndm’ og drepinn. Ut-
angarðsmenn þem-a tíma löðuðust að hon-
um, því að hann var mildur og kærleiksríkur
og fljótur tfl að fyrirgefa og ég get ímyndað
mér að þeh’ menn hefðu verið velkomnari á
Keisaranum en fínum veitingastöðum í fé-
lagsskap auðmanna. Man nú enginn eftir
sögunni um ríka manninn og Lasarus? Eða
sögunni um hórseku konuna? Eða: Á því
munu allir þekkja að þér ei-uð mínir læri-
sveinar, ef þér berið elsku hver til annars?
En hvers vegna er ég að fjölyrða um þetta
nú? Af því að mér rennur til rifja ef mann-
eskjum sem þurfa á hjálp að halda er fleygt
út í kuldann, nú í vetrarbyrjun. Er ekki
hægt að vísa þeim á einhvern stað þai’ sem
þeir geta hist og - já, jafnvel di’ukkið saman,
úr því að Keisaranum verður lokað? Við get-
um ekki gerbreytt þessu fólki með óskinni
einni og ekki heldur skipað því að lifa eins og
allur almenningur. En við megum ekki níð-
ast á þeim smæstu af þeim smáu. Ef við vflj-
um teljast kristið fólk getum við ekki verið
þekkt fyrir annað en fara eftir orðum Meist-
ara okkar: Það aflt sem þér gerðuð einum
minna minnstu bræðra, það hafið þér gert
mér.
TORFI ÓLAFSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999 3