Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 4
Haraldur Níelsson. Myndin er tekin um líkt leyti og hann fór í Bergljót Sigurðardóttir, konuefni Haraldar og sú sem hann skrifaði bréfin til. ferðalagið sem frá er sagt í bréfunum. Hún er hér glæsilega klædd samkvæmt tísku tímans. Haraldur Níelsson cand. theol. var á ferðalögum víðsvegar um Evrópu árið 1899-1900. Hann skrifaðist þá á við unnustu sína,Bergljótu Sigurðardóttur, og birtast hér kaflar úr 19 bréfum sem varðveist hafa frá Haraldi. i. Haraldur Níelsson fæddist á Grímsstöðum í Álftanes- hreppi á Mýrum þann 30. nóvember 1868. Hann varð stúdent frá Lærða skólan- um í Reykjavík vorið 1890 og lauk guðfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla í janúar 1897. Hann var ráðinn haustið 1897 til þess að endurskoða og þýða Gamla testa- mentið, þar sem frummálin yrðu lögð til grundvallar (hebreska og arameiska). Hall- grímur Sveinsson biskup réð Harald til verksins, en umsjón með verkinu höfðu auk biskups þeir Pórhallur Bjarnason lektor og Steingrímur Thorsteinsson skáld. Haraldur kom á fyrsta fund nefndarinnar 20. október 1897. Vorið 1899 hafði Haraldur þýtt tvær fyrstu Mósebækurnar og hálfnað þá þriðju. En þá fór hann utan með styrk úr opinberum sjóðum og lagði stund á hebresku og Gamla testamentisfræði við háskólana í Halle, Kaup- mannahöfn og Cambridge í tæpt ár. Hann leitaði ráða í mestu vandamálunum við Gamla Sixtinska Madonnan eftir Rafael. Eitt fegursta verk þessa ítalska meistara, testamentisþýðinguna hjá einhverjum bestu varðveitt á listasafni í Dresden. ÚRBRÉFUM TIL BERGUÓTAR EFTIR HARALD NÍELSSON hebreskumönnum, sem þá voru uppi: Emil Kautzsch prófessor (1841-1910) í Halle og Frants Buhl prófessor (1850-1932) í Kaup- mannahöfn. II. Haraldur heldur utan með hafskipinu Lauru þann 1. maí 1899 og ritar fyrsta bréf sitt til Bergljótar í Kaupmannahöfn 13. maí 1899. Þar ritar hann henni um sjóferðina. Komið var til Klaksvig í Færeyjum hinn 3. maí, þaðan til Þórshafnar næsta dag og þaðan um kveldið til Trangisvág, sem var síðasti við- komustaður i Færeyjum. Til Leith kom svo skipið þann 7. maí, en til Kaupmannahafnar 12. maí. Mágur Hallgríms Sveinssonar bisk- ups, Kaptejn Secher Fevejle, bauð Haraldi að búa hjá sér meðan hann dveldi í Khöfn, í Pile- allé 3. Haraldur heilsar upp á kunningjana í Khöfn, svo og kennara sína, einkum prófessor Madsen og prófessor Scharling, en meðal ís- lendinganna Finn Jónsson prófessor (1858- 1934), dr. Valtý Guðmundsson (1860-1928) og Ólaf Halldórsson, skrifstofustjóra í hinni ís- lensku stjórnardeild (1855-1930). III. Næsta bréf, sem Haraldur ritar unnustu sinni, er dagsett þann 26. maí 1899 í Geist- strasse 5. Þar segir hann frá ferðinni frá Khöfn til Halle, var 4 daga í Berlín, skoðaði Sans-souci-höllina í Potsdam og hina stór- kostlega fallegu garða þar. Frá Berlín hélt hann svo hinn 23. maí til Wittenberg og ritar: „í Wittenberg var gaman að vera og sjaldan hefi ég verið ánægðari í huga en meðan ég var þar. Þú getur nærri hvort það muni ekki vera gaman að sitja þar sem Luther brenndi páfa- bréfíð („bandbullen") forðum, eða standa á gröfum þeirra Luthers og Melanchtons í Hallarkirkjunni, þar sem Luther festi upp mótmæli sín gegn syndakvittunarsölunni." í bréfi dags. 4. júní lýsir hann Halle þann- ig: „Halle er aftur á móti fremur leiðinlegur bær, fremur lítill eftir því sem hér gerist, en þó eru fleiri íbúar í þessum eina bæ en öllu Islandi, nefnilega 116.200 (skv. manntali á ísl- andi 1901 voru íbúarnir 78.470).“ Haraldur stundar hebreskunámið af kappi, en það háir honum í fyrstu, að þýskukunnátta hans er takmörkuð, enda þýska aðeins kennd í 14 stundir á menntaskólaárum hans, samanborið við 43 stundir í latínu og 25 í grísku. Hann æf- ir sig í þýskunni á verkum Schillers, sem hann kaupir (4 bindi) á 6 mörk (mark = 90 aurar). Þannig lýsir hann m.a. hebreskunáminu: „Af fyrirlestrunum, sem ég hlusta á, hefi ég mest gagn af þeim, sem Licentiat Doctor Beer heldur 4 sinnum í viku. Hann kennir hebr- esku, aðallega hebreska grammatík og hefur svo munnlegar æfingar í að útleggja hebr- esku á þýsku og snúa þýsku á hebresku. Jafn- framt þessu lætur hann okkur gera hebreska stíla heima, sem hann svo tekur heim með sér og leiðréttir. Vanalega gerum við víst 3 hebr- eska stíla á viku.“ Annar kennari Haralds í Halle er Licentiat Doctor Steuernagel, sem heldur fyrirlestra um svonefnda „guðfræði Gamla testamentisins". 18. júní ritar Haraldur enn frá Geiststrasse 5 og er þá að lýsa kveldverði hjá tveim þýsk- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. AAARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.