Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 16
t' Claude Debussy ásamt annarri eiginkonu sinni, Emmu Bardak. Béla Bartók Maurice Ravel TÓNLIST nútímans, fegurst allra lista, hefur á löngum tíma þróast með hægum en öruggum skrefum til þeirrar fullkomnun- ar sem við öll þekkjum í dag.“ Svo skrifar þýski fræðimaður- inn Georg Kiesewetter í riti sínu um sögu tónlistarinnar laust s fyrir miðja nítjándu öld. „Tónlistin," segir Kiesewetter ennfremur „er slík almenn blessun mannsins, að óviðeigandi er að tengja sögu hennar við brölt stjómmála eða ris og hnig kóngsríkja, saga hennar lýtur eigin lögmálum." Viðhorf til tónlistar þessu lík voru út- breidd á Vesturlöndum fyrir einni öld. Tón- listin var að uppruna til gjöf Guðs, sem mað- urinn hafði með óþreytandi elju og andagift alið og fágað til þess útsprungna blómsturs er birtist í verkum tónskálda samtímans Wagners og Verdis, Tsjækofskís og Brahms. List í vanda Ekki fer milli mála að mikið hefur breyst um hagi fagurrar tónlistar á þeim 100 árum sem síðan eru liðin. Engum dettur nú í hug að tónlist lifi óháð stjórnmálum og samfé- lagsþróun. Þvert á móti virðist hún hreinn leiksoppur markaðsaflanna, sem einkum elta smekk þeirra sem minnstan viðnámsþrótt hafa fyrir sefjunarmætti sölumennskunnar, bama og unglinga. Mörgum sýnist nútíma- maðurinn vera svo upptekinn af hinni al- mennu neyslu og svo plagaður af stöðugu ágnauði auglýsinga og áróðurs að hann hafi hvorki næði eða tíma til að hugsa sjálfur. Hlutverk hans er það eitt að meðtaka hrátt. Fögur tónlist gerir ekki aðeins kröfu um tíma til hlustunar heldur einnig sjálfstæðrar íhugunar og túlkunar hlustandans, enda lifir tónlistin aðeins í þeirri mynd sem hlust- andinn býr sjálfur til í huga sínum. Hraði nú- tímans veitir ekki svigrúm til slíkra kúnsta, segja menn. Nútímatónlist og iðkendur hennar fá einn- ' ig gagnrýni af öðrum toga og illskeyttari. Hún er sú að nútímatónlist sé almennt leiðin- leg og í engu sambærileg fagurri tónlist fyiri tíma. Sumir telja að tónskáld nútímans hafi rofið tengslin við tónlistarunnendur með því að vanvirða eigin list með ævintýramennsku og hroka. Það blasir við að létt tónlist af ýmsu tagi hefur lifað góðu lífi á tuttugustu öld, velt stórum fjárhæðum á markaði og veitt mörgum ánægju. „Madonna er Mozart samtímans,“ segja sumir. Það er aðeins hin svokallaða alvarlega tónlist sem er í vanda. Saga tónlistar á tuttugustu öld er saga umróts og byltingar, en ef til vill einnig plægingar og sáningar fyrir ríkulega upp- skeru síðar. í þessari grein og nokkrum fleiri, sem í kjölfarið fylgja, verða raktar í stórum dráttum helstu uppákomur og stór- tíðindi í tónlist aldarinnar sem er að líða og getum leitt að því hver framtíð bíði hinnar fögru listar, blessunar mannsins, tónlistar- innar. Hin slitna flík, dúr og moll Um þær mundir sem tuttugasta öldin reið í garð voru ýmis gáfuðustu tónskáld Vestur- landa að komast á þá skoðun að tónamál vestrænnar tónlistar fram til þess tíma, sem kennt er við dúr og moll, hefði runnið sitt skeið og ætti að víkja. Dúr og moll kerfið hafði þá ríkt um þijú hundruð ára skeið og verið farvegur fegurstu snilldarverka sem v þekktust í tónlist. Til þess að átta sig á at- * burðum tuttugustu aldar í tónlistinni er nauðsynlegt að kunna nokkur skil á þessu merka tónamáli, sem vegna ágætis síns er óhjákvæmilegur farangur hins tónelska nú- tímamanns hvert sem hann fer og hvað sem hann gerir. BLOMATIMI EÐA HRUN? TÓNLIST Á TUHUGUSTU ÖLDI EFTIR FINN TORFA STEFÁNSSON Menn hafa lengi vitað að tónlist er dular- fullt samspil vísinda og skáldskapar. Forn- Grikkir þekktu helstu grundvallaratriði hljóðeðlisfræði og kunnu stærðfræði til þess að lýsa þeim. Dúr og moll kerfið þróaðist á grunni þessarar þekkingar. Ber þar fyrst að nefna svokallaða yfirtónaröð. Sérhver tónn er í raun samsettur af óendanlega mörgum tónum sem raða sér með ákveðnum hætti upp af grunntóni. Tónninn C er þannig myndaður af þeirri röð tóna sem sjá má neðsta hlutann af í tóndæmi nr. 1. Allir tónar hafa sambærilega yfirtónaröð. Mismunur í lit tóns, sem kemur fram þegar sami tónn er spilaður t.d. á fiðlu og trompet, stafar af mis- munandi styrk innbyrðis sem yfírtónarnir hafa í hinum ýmsu hljóðfærum. Eins og sjá má af dæmi 1 er bilið milli ein- stakra tóna stærst neðst í yfirtónaröðinni en fer minnkandi eftir því sem ofar dregur, þar til mannlegt eyra hættir að greina mismun þeirra. Menn á hinum ýmsu menningarsvæð- um jarðarinnar hafa sýnt mismunandi smekk í vali á þeim tónum úr yfirtónaröð, sem nota mátti til tónlistariðkunar. í Evrópu varð það ofan á að velja aðeins sjö tóna neðarlega úr röðinni. Annars staðar voru fleiri tónar hafð- ir með. Svokallaðar bláar nótur í djasstónlist eru dæmi um slíkt. Höfuðeinkenni dúr og moll Nákvæm lýsing á dúr og moll kerfinu er efni í þykka doðranta, en segja má að mikil- vægustu einkenni þess séu þrjú: 1. Hugmyndin um tóntegund byggist á sjö tóna tónstiga gerðum af stórum og litlum skrefum. Tónlistin heldur sig innan tónstig- ans og fer ekki út fyrir hann nema til þess að fara í annan tónstiga og þar með aðra tón- tegund. Sjá dæmi 2. Lag sem fer ekki út fyr- ir tóna c dúr tónstigans er í tóntegundinni c dúr. Sjá dæmi 3. 2. Hugmyndin um ómblíð og ómstríð tón- bil. Neðstu tónbilin í yfirtónaröðinni áttund, fimmund og þríund eru talin ómblíð og tákna hvíld. Önnur tónbil eru ómstríð og lýsa átök- um. Þegar ómstríð tónbil hljóma þurfa þau að fá lausn í næstu andrá í ómblíðum tónbil- um. Ur hinum ómblíðu tónbilum raðarinnar er myndaður svonefndur þríhljómur, þrír tónar sem hljóma samtímis. Sjá dæmi 1. 3. Hugmyndin um mismunandi forgang tónanna. Mikilvægastur er grunntónninn og þríhljómurinn sem byggist á honum, grunn- hljómurinn. Fimmti tónn tónstigans og jafn- framt efsti tónn grunnhljómsins er svonefnd- ur fortónn. Á honum er byggður forhljómur. Sjá dæmi 4. Forhljómurinn er í senn and- stæðingur og samherji grunnhljómsins. Hann spyr þeirrar spurningar sem grunn- tónninn svarar. Aðrir tónar tónstigans eru í bakgrunni en geta þó tranað sér fram t.d. með því að bregða sér í gervi grunntóns og fortóns. Lengi lifir í gömlum glæðum Dúr og moll kerfið reyndist ótrúlega frjósamur listrænn miðill og sköpun þess tví- mælalaust eitthvert mesta afreksverk mannsandans. Á blómaskeiði þess voru ýmis grundvallaratriði tónmálsins orðin svo inn- gróin í vitund tónelsks fólks að það nægði tónskáldunum að gefa þau í skyn og jafnvel var unnt að spila á þau án þess að þau væru til staðar. Dúr og moll kerfið hefur lifað góðu lífi alla tuttugustu öld og gerir enn þann dag í dag í hvers konar léttri tónlist. Þá nýttist það mönnum til fagurra tónsmíða töluvert lengi framan af öldinni og má nefna nöfn Sibeliusar, Elgars og Rachmaninoffs sem dæmi þar um. Þeir voru þó fleiri sem töldu breytinga þörf. í þeim tilraunum sem hófust við upphaf tuttugustu aldarinnar var dúr og möll kerfið engu síður viðmiðun manna og mælikvarði. Nýir tónstigar Meðal þess fyrsta sem varð fyrir mönnum í leit að nýjum efnivið voru nýir tónstigar. Ef litið er á c dúr tónstigann í dæmi 2 og hann borinn saman við hvítu nóturnar á píanóinu sést að alls staðar eru svartar nótur milli hverra tveggja hvítra, nema á milli þriðja og fjórða tóns (e og f) og milli sjöunda og fyrsta (h og c). Síðarnefndu tónbilin eru kölluð lítil en hin stór. Tónstigi sem notar hvítu nóturn- ar en byrjar á annarri nótu en c, t.d. nótunni d, er frábrugðinn að því leyti að litlu bilin eru á öðrum stað í tónstiganum. Þessi munur gleður mannseyrað og var notaður ríkulega fyrir tíma dúr og moll kerfisins í svonefndum kirkjutóntegundum, sem voru ríkjandi í Evrópu fram um aldamót 1600. Impressionistar í tónlist, með Claude Debussy í fararbroddi, tóku nú að nota kirkjutóntegundir í verkum sínum. Þær er einnig að finna hjá tónskáldum sem almennt eru ekki talin eins ævintýragjörn, t.d. Johannesi Brahms. Áhrif þessara bragða voru einkum að tilfinning fyrir tóntegund varð óvissari og tvíræðari. I framhaldi af þessu fóru menn að leita víðar fanga um tónstiga. Sumir leituðu þeirra í alþýðlegri 1 6 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.