Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 15
framkvæmda á flugvellinum sem geta eytt öll- um vonum um líívænlega miðborg. Flutningur innanlandsflugsins úr Vatns- mýrinni og nýting flugvallarstæðisins undir miðborgarbyggð mundi tryggja áframhald- andi lífdaga miðborgarinnar og styrkja um leið stöðu Reykjavíkur í alþjóðasamhengi. Þarna höfum við stórkostlega möguleika á að byggja upp fallega, hagkvæma og þróunar- vænlega miðborg í beinum tengslum við gamla miðbæinn. Með þéttri miðborgarbyggð á þessu 300 ha svæði, mætti koma fyrir 20.000 og allt að 40.000 manna íbúðarbyggð með til- heyrandi þjónustu, þar sem fullt tillit yrði tek- ið til bii’tuskilyrða og veðráttu. Auk þess fengi háskólinn aukið rými til uppbyggingar og menningarlífið blandaðist óþvingað íbúðar- byggð, þjónustu og skóla. Sömuleiðis gætu stjórnsýsla og viðskiptafyrirtæki komið sér haganlega fyrir í nánum tengslum við fólkið. Miðað við að byggðin samanstandi af 4-8 hæða blandaðri randbyggð mætti gera ráð fyrir að ca 60% svæðisins færu undir byggð en 40% yrðu opin svæði. Með þéttri miðborgar- byggð í Vatnsmýrinni, væri hægt að fresta um áratugi kostnaðarsamri byggð í útjöðrum borgarinnar. Þess í stað væri unnt að byggja heildstæða og samverkandi höfuðborg með því að vinna skipulega að hagkvæmri þéttingu og tengingu innan höfuðborgarsvæðisins. Stærð og lega flugvallarstæðisins veitir ómetanlegt fækifæri til að reisa þar miðborg sem er nógu stór og fjölbreytt til að þjóna öllu. Miðborgin mundi þá ná þvert yfir nesið í nánum tengslum við græn svæði, tjarnar- svæðið og sjóinn. Nálægðin við eldri byggð og náttúru gefur möguleika á að þróa einstakt borgarumhverfi með fjölbreyttri randbyggð sem myndar skýr og vistleg göturými og opin græn svæði sem leiða náttúrusvæði höfuð- staðarins inn í miðborgina. Svæðið er viðkvæmt í meðförum og sömu- leiðis tengingin við aðliggjandi byggð, þess vegna þarf að vanda sérstaklega skipulag þessa svæðis. Staðurinn hefur sérkenni sem vert er að viðhalda í nýju skipulagi og um leið þarf að vanda vel nýtinguna á verðmætu landi. Með þetta í huga veitir ekki af tímanum og nauðsynlegt að ákvörðun um flutning flug- vallarins verði tekin sem allra fyrst. Mikillar undirbúningsvinnu er þörf, bæði vegna rann- sókna á nýju flugvallarstæði og skipulag- svinnu á nýjum miðborgarhluta sem lifa á 21. öldina. Þótt 16 ár, fram að lokum þessa aðal- skipulagstímabils, séu fljót að líða þá getur margt gerst í skipulagi höfuðborgarsvæðisins á þeim tíma sem gæti torveldað flutning flug- vallarins ef ekki verður strax tekin ákvörðun um framtíð hans. Reykjavík á nýrri öld Uppbygging höfuðborgarinnar á nýrri öld hefur alla burði til að verða mannlífinu og um- hverfinu til farsældar. Með skapandi nýtingu möguleikanna getur Reykjavík orðið sam- hangandi, heildstæð borg sem kemur til móts við mismunandi þarfir borgarbúanna og borg- armenning og mannlíf lifir í sátt við umhverfi sitt. Reykjavík nýrrar aldar er höfuðborg sem mikilvægt er að hlúa vel að, til að tryggja stöðu okkar í alþjóðasamhengi og samkeppni um vinnuafl og lífsgæði. Lifandi borg dregur styrk sinn úr fjölbreytni sinni, bæði í um- hverfi og mannlífi; þétt blönduð miðborgar- byggð, afmörkuð íbúðarbyggð, götur, torg og opin græn svæði gefa umhverfinu ólík gæði og mannlífið einkennist af jafnvægi í blöndun op- inberra og persónulegra athafna. Uppbygging í Vatnsmýrinni getur bæði eflt og flýtt þessari þróun. Miðborg höfuðstaðar- ins mun standa sem sterkur kjarni og gefa borginni andlit út á við, kennileiti sem hefur styrk í heildarmynd sinni. Byggð í Vatnsmýr- inni mun einnig styrkja allt nesið því áhrif- anna frá svo stórri byggð gætir víða. Sam- göngukerfið þarf að aðlaga að nýrri byggð m.t.t. almenningsvagna og einkabíla. Eftir því sem byggðin þéttist og blöndun byggðarinnar eykst styttast akstursleiðir og almennings- tæki verða ákjósanlegri kostur innan borgar- markanna. Þetta leiðir til vistvænna umhverf- is og rólegri umferðar, íbúarnir eyða minni tíma í samgöngur og hafa því meiri tíma til að upplifa það sem borgin hefur upp á að bjóða. Þétting byggðar og meiri borgarbragur þarf þannig ekki að tákna meiri hávaða og meiri mengun, heldur þvert á móti, ef unnið er að markvissu skipulagi. Skipulag miðborgarbyggðar í Vatnsmýr- inni býður upp á nýja valkosti í framtíðar- uppbyggingu borgarinnar þar sem nesið, vestan Elliðaáa, mun styrkja stöðu sína veru- lega sem borgarsvæði. Annar valkostur er þróun byggðar á uppfyllingum úti fyrir nesinu í stuttri fjarlægð frá borgarkjarnanum. Slík byggð mun hafa ýmsa kosti bæði umhverfís- lega og hagkvæma sem vert er að gefa gaum þegar fram líða stundir. Höfundurinn er arkitekt og félagi í Samtökum um betri byggð. ^m^mm^mmmmmm^m^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^mmmmmmmm^^^^^^^^^^^^^^mmmmmmmmmmmmmmm^^^^^^^^^^^^^^^^mmmmmmmmmmmmmmmm^^^x ERLENPAR/BÆKUR UPPHAF ROMANTÍKUR í bókarlok skrifar Berlin: „Við getum þakkað rómantíkerunum frelsi listamannsins og það að hvorki listamaðuri inn né maðurinn almenntverður útlistaður né 1 <ortlagður á þann ein feldningslega hátt sem u| ppi /singamenn iðkuðu á 18. öld. Isaiah Berlin: The Roots of Romanticism, 1990 Rómantík var ný meðvitund sem markar ný viðbrögð í öllu mati manna á listum, bókmenntum, í heimspeki og sögu. Menn sáu umhverfi og náttúru í nýju ljósi. Isaiah Berlin var manna fróð- astur um undanfara þessarar stefnu og upptök á síðari hluta 18. aldar og flutti fræga fyrirlestra um rætur römantísku stefnunnar, Mellon-fyrirlestrana, í Washington 1965. Fyrirlestrarnir voru endur- fluttir í breska útvarpinu og margendurteknir. Nú fyrst eru þeir gefnir út af Henry Hardy, sem hefur séð um útgáfu flestra rita og ritgerða Isaiahs Berlins. Berlin ætlaði sér að auka við þessa fyrirlestra og gefa út sem bók, en úr því varð ekki og því eru fyrirlestrarnir gefnir út eins og hann flutti þá á sínum tíma. Isaiah Berlin ræðir í upphafi fyrirlestranna um þær róttæku breytingar sem orðið hafa í meðvitund og þar með viðmiðunum manna (efnið miðað við vestræna menningu) á sögu- legum tíma, hann tekur nokkur dæmi um við- horf manna og myndir sem þeir gera sér af guðum sfnum. Berlin vitnar í Vico (uppi í upp- hafi 18. aldar) um hugmyndir Grikkja um Seif og Rómveija um Júpíter - setningin „Jovis omnia plena“ úr Virgli og Vico fjallar síðan um hugmyndir fornþjóðanna um hina skeggjuðu alguði samkvæmt goðafræðinni. Eins og kunn- ugt er var viðfangsefni Vicos mismunandi með- vitund manna á hinum ýmsu tímum og skilning- ur á atburðarásinni væri háður því að nálgast meðvitund samtíðar. Það var honum óskiljanlegt hvernig „omnia“ heimurinn gæti virst fullur af skeggjuðum Seifi og Júpíter. Berlin tekur dæmi úr siðfræði Ar- istótelesar um vináttuna, þar sem hann talar um tvær tegundir ástar, ástar í hefðbundnum skilningi og ástar eða vináttu í kaupskap, í því að eiga viðskiptasambönd, kaupa og selja ákveðnum aðila. SamlQdngin er lítt ef ekki óskiljanleg e.t.v. fyrir áhrif kristninnar eða rómantíkurinnar. Berlin tekur þessi dæmi til þess að styðja þá lykilkenningu sína og fleiri sem ritað hafa um breytingar á meðvitund mannsins og fjölbreyti- legum skilningi hugtaka, að menning fortíðar- innar sé mun annarlegri á hinum ýmsu tíma- skeiðum en við álítum við fyrstu sýn. Hugtakið „rómantík" vill verða mjög óná- kvæmt og fljótandi í umfjöllun sumra höfunda. Berlin nefnir til Herbert Read og Kenneth Clark en þeir telja að rómantísk meðvitund sé merkjanleg í ritum fornra höfunda, aðrir nefna Plato og Plotínus. Berlin ræðir þessar kenning- ar ekki frekar, en fjallar um hugtakið bundið vissum tímum, og sem mótast sem stefna við ákveðnar sögulegar aðstæður og að áhrif þess- arar stefnu hafi haft mjög svo djúpstæð áhrif allt fram á okkar tíma. Hann telur að kveikju stefnunnar sé að finna á síðari hluta 18. aldar og þá í Þýskalandi. Rómantíkin var andsvar og ákveðið andóf gegn upplýsingunni. Upphaf upplýsingarinnr var m.a. kenningar Newtons og Lockes Upp- lýsingastefnan mótast síðan á Frakklandi með kenningum Voltaires og frönsku heimspeking- Rómantísk myndlist: Goethe í ítölsku landslagi. Málverkið er eftir Johann Heinrich Wilhelm Tischbein frá árunum 1786-87 en þá fór Goethe til Rómar og málarinn sýnir hann innan um ýms- ar minjar frá dögum Rómverja. Isaiah Berlin anna. Inntakið var trú á skynsemi mannsins og að þekkingin og vísindin gætu leyst allan vanda. Grundvallarlögmál um hegðun manns- ins voru þeim hliðstæða við náttúrulögmálin og með því að kortleggja þau yrði gjörlegt að móta samfélagsform sem byggðist á „dyggðinni og skynseminni". Samkvæmt kenningum upplýsingarinnar var gjörlegt að mynda hið fullkomna samfélag manna, fullkomin þekking á þeim lögum sem mótuðu mannheima yrði til þess að menn vissu allt um eðli mannsins og maðurinn næði full- komnun. Upplýsingin myndi kortleggja allar hvatir hans og getu. Þekkingin myndi endan- lega ákveða stöðu hans í náttúrunni, sem hann var hluti af. Hinn gjörþekkti maður gengi inn í samfélag sem væri í fullkomnu jafnvægi. Berlin fjallar um skoðanir Kents á upplýsingunni og eins og hann sagði við vin sinn Hamann, að nú vissu menn allt um stjörnugeiminn, menn vissu allt um hann sem „þeir gætu vitað“. Sama myndi gilda um alla mannlega þekkingu. Kant var andsnúinn allri rómantík kallaði slíkt „Schwármerei". Rök og skynsemi voru við- fangsefni hans, hann leitaðist við að finna grundvöllinn að vísindalegri raunhyggju. En jafnframt var hann „haldinn hugmyndinni um mennskt frelsi“. Maðurinn er hvorki „tígrisdýr í hlekkjum né api sem óttast svipuna" Shaftes- bury. Maðurinn er frjáls. Kant áleit aðal mannsins vera að geta valið, frjáls og óháður. Kant fordæmdi forsjárhyggjuna og taldi það „að nota fólk“ viðurstyggð. Hér komu skoðanir Kants og Hamanns saman. En Berlin telur Ha- mann upphafsmann að þýskri rómantík. Johann George Hamann var sprottinn upp úr þjóðdjúpinu, faðir hans kráreigandi í Kön- ingsberg. Hann ólst upp í Austur-Prússlandi og mótaðist af pílltismanum. Hamann leit á upp- lýsinguna sem stefnu sem þrengdi svo að manninum að honum lá við köfnum, í augum upplýsingarinnar var maðurinn líflaus starfs- kraftur, persónulaus og handhægt verkfæri í stöðluðu samfélagi „homo economicus“. Ha- mann taldi að stefnan viðurkenndi ekki tilfinn- ingar, smekk og sköpunargáfur. í huga Ha- manns var Guð ekki stjórnandi, ekki stærðfræðingur eða byggingarmeistari, heldur „skáldið". Það var því ekki að undra að Ha- mann hæddi og sproksetti skynsemisguðfræð- inga sem reyndu að útskýra guðdóminn út frá reglum skynsamlegra upplýsingar og rök- leiðslu og skýra út kraftaverkin á þeim grund- velli að Kristur hafi kunnað heilmikið íyrir sér í efnafærði, þegar hann breytti vatni í vín. Djúp mannssálarinnar var dýpsta vatn veraldarinn- ar og þar var uppspretta lifandi andlegs lífs, lista og bókmennta, engum mælistikum varð þar beitt. Maðurinn var frjáls með Guði. Berlin fjallar um fjölda rómantíkera og telur að þeir með tölu hafi tileinkað sér grunnkenn- ingar Hamanns og vart geta dregið andann í heimum upplýsingarinnar, þar sem allt var vís-v indalega sannað og eðli mannsins og heimsins endanlega kortlagt og staðlað. Herder fór til Parísar og var þar eins og fisk- ur á þurru landi, þoldi ekki salonina eða þá snjöllu samræðuhópa sem létu ljós sitt skína, kallaði þá sállausa sanskennara og innantómar túbur. Herder var boðberi þjóðdjúpsins og mótaði hugtakið „Volksgeist“. Skáldin sóttu efniviðinn í tóna þjóðstemmanna og þjóðvís- anna. „Þytur í skógum, brimið við ströndina“ heyrist sem viðlagið í ljóðum þýskra skálda - Spengler: Untergang des Abendlandes -. Óbeisluð náttúran varð þeim kveikjan sem end- urómaði í kvæðum og tónlist þessa tímabils sem er viðfangsefni Berlins. Hann fjallar um einstaklinga og skáld sem vöktu upp rómantíska heimsmynd. I bókarlok skrifar Berlin: „Við getum þakkað ’ rómantíkerunum frelsi listamannsins og það að hvorki listamaðurinn né maðurinn almennt verður útlistaður né kortlaðgur á þann einfeld- ingslega hátt sem upplýsingamenn iðkuðu á 18. öld. Það má einnig þakka þeim að heildarlausn á öllum vandræðum mannanna verður seint fundin og tilraunir til slíkra aðgerða hafa endað með ósköpum." Rómantíkerarnii' lögðu megin áherslu á að ógerningur væri að segja fyrir um tilraunir manna um umsköpun eigin eðlis - sálar. Aileið- ing af kenningum þeiiTa er fjölhyggjan (Berl- in), fijálslyndi og umburðarlyndi og vissan um ófullkomleika mennskra verka. j Þessir fyrirlestrar Isaiahs Berlins eru listi- lega samdir og hann kemur sjálfur nær lesand- anum, þar sem þessi texti er mæltur af munni fram. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.