Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 19
Myndin Kyrralíf eftir Tryggva Ólafsson var með einföldustu og formhreinustu myndum hans á sýningu hans í galleri Krebsen. USTAVIÐBURÐIR í KAUPMANNAHÖFN Þrjár íslenzkar myndverkasýningar hafa verið í gangi í Kaupmannahöfn undanfarnar vik ur og allar vakið góða athygli. Listrýnir Morgunblaðsins, BRAGIÁS- GEIRSSON, var á ferðinni og seg ir hér lítillega af 1 þeim, en öllum lýkur nú um helgina. Einn starfsmanna Gallerí Stalke kátur með málverkið sem seldist meðan á sýningunni stóð. RÝNINUM er efst í huga, kominn tilbaka eftir vel heppnaða ferð til Kaupmannahafnar, Ham- borgar, Kölnar og Bonn, í febr- úarveðri eins og það gerist best og fegurst, að herma af þrem sýningum íslenzkra málara í borginni við sundið. Einungis tilviljanir gerðu það að verkum að þær bar að svipuðum tíma, einnig tilviljun að þær voru uppi er ég hélt í löngu fyrirhugða reisu á vit nokkurra stórviðburða í söfnum og sýningarhöllum nefndra borga. Og þótt þær opnuðu á mismun- andi tímum ræður tilviljun að þeim mun öllum ljúka nú um helgina 4 og 5 mars, verði einhverri þeirra ekki framlengt. En minnsta tilviljunin, að þær hafa allar gengið vel, vakið athygli og feng- ið góða umíjöllun í fjölmiðum, sem er einna þýð- ingarmest nú um stundir, eins og ráða má af ýmsum afkárlegum tilburðum hylissjúkra sem fréttagírugir miðlarnir gína helst við. Þar sem rýnirinn var annaðborð á vettvangi, höfðu þessar sýningar algjöran forgang fyrstu dagana, þótt umfang þeirra og vægi væri ekki í neinu hlutfalli við marga aðra listviðburði í borginni sem meira var borið í og sagt verður írá í næsta pistli. Þá var fjöldi annarra sýninga svo mikill að lítill tími gafst til að setjast niður og gera löndunum verðug skil, hins vegar mikil- vægt að sýningarnai' fái nokkra umfjöllun á síð- um blaðsins, því gengi sýninga hefur öllu meira vægi en fjölmennar og glæstar opnanii- og hér teljast íslenzkir fjölmiðlar engan veginn nægi- lega vakandi né með á nótunum. Það er nefni- lega mesta fréttin ef eitthvað gengur vel á þess- um tímum yfirgengilegs fjölda síbyljusýninga á smærri kantinum, er þjóta hjá og fæstir taka eftir. Flestum lýkur í raun strax eftir opnunina þótt heita eigi að þær standi yfir í 10-15 daga, afar sjaldan vinna þær sig upp með hámarki síð- ustu helgina eins og ósjaldan skeði á árum áður. Það er þannig að mínu viti enn heit írétt, að sýningar málverka Kjarvals í Gammel Holtega- ard, Tryggva Olafssonar á Studiestræde 17 A, og teikningum og vatnslitamyndum Gunnars Arnar í gallerí Stalke á Vesturbrúgötu 14 státa allar af góðu gengi. Eins og vænta má hefur sýn- ing Kjarvals á gamla herrasetrinu í Holtegaard vakið mesta athygli, enda um hálfopinberan framníng að ræða, og að þekktasti málari Dan- merkur í dag, Per Kirkeby, (f. 1938) kemur að framkvæmdinni, bæði í vali mynda og formála í sýningai-skrá. Sýningin fær einkum vinsamlega og ítai-lega umíjöllun hjá hinum þekktu og vii-tu rýnum Henrik Wivel í Weekendavisen og Preben Michael Hornung í Politiken. Báðum er þó ljóst að hér er einungs um að ræða eina af mörgum hliðum Kjarvals, og að mögulegt hefði verið að bregða upp allt annarri mynd af list hans. Afar fróðlegt að fylgjast með hvernig Danir nálgast íslenzka list, en í Ijósi þess hve báglega er staðið að kynningu hennar, jafnt á erlendum sem innlendum vettvangi, megum við einungis vel við una. Allmargt var á Gl.Holtegaard er mig bar að garði á hádegi laugardags og auðséð á öllu að nokkuð þótti um að vera, vel búið fólk fikaði sig hátíðlega um salina, skoðaði Kjarvalsmálverkin vel og gaumgæfilega. Hins vegar bar sýningin full mikinn svip af mörkuðu vali myndanna, sem helst átti að telja til tekna að ríma við list Kirke- bys, og ekki alveg á hreinu hver ætti í þeim sam- anburði að draga lengsta stráið, því þótt mögu- legt sé að benda á einhvern innbyrðis skyldleika er um gjörólíka listamenn að ræða. Kjarval mun fjölhæfari, artisti út í fingurgóma, sótti ekkert til Cobra hópsins sem telja má mestan áhrifa- valdinn í list Kirkebys, leiti hugurinn lengi-a koma upp nöfn eins og Edgai- Weie (1879-1943), og hins sænskfæddi Karl Isakson (1878-1922), sem Kjarval sótti sömuleiðis lítið til. Kii-keby er náttúrusögufræðingur að mennt og sýn hans á náttúruna eðlilega hrárri og giska önnur en Kjarvals. Osjálfrátt sótti sú spurning mjög á, hvort um væri að ræða réttu meðferðina á ís- lenzkri myndlist og í samræmi við sjálfsagðan og eðlilegan metnað um ris íslenzkrar málara- listar, eða undirgefni og minnimáttai'kennd. Álít að Danu þekki lítið til hins rauverulega Kjar- vals, enda tel ég að aldrei hafi verið sett upp sýning á verkum hans í Danmörku sem staðist hefur ströngustu ki'öfur og gefið raunsanna mynd af stærð hans sem listamanns og persónu. Sýningin í Kunstforeningen um árið hneyksli hvað upphengingu og frágang snerti, sem því miður var fyrst og fremst okkar sök, sofanda- hætti og undirgefni. Engin metnaðarfull þjóð setur slíkar gersemar í hendur útlendum eins og hvert annað góss, þær kappkosta hins vegar að senda sína menn á vettvang til að fylgjast með undirbúningi og skipulagi, gefa hér hvergi eftir, þjóðarsómi í húfi. Einfalt mál að gagnrýna Ein af myndum Gunnars Arnar í Gallerí Stalke. valið á myndunum, sem bar öllu meiri svip af sýn Kirkebys á málaralist en list Kjarvals þaP» sem hún rís hæst, við bætist að aflöng sýningar- skráin er líkust fjölskyldualbúmi í laginu, lit- greining málverka vægast sagt afleit, og loks eru sum þeirra skom í sundur á á þann veg að þriðjungur nær yfir á aðra síðu sem er for- kastanleg röskun nema um miðopnu sé að ræða. Hins vegar er sýningin í sjálfu sér um margt mikilsháttar.- Kjarvalssýningin er samstarfs- verkefni Gl. Holtegaard og Kjarvalsstaða og fer síðan til listasafnsins í Gudhjem á Bomhólmi og stendur frá 12 mars til 30 apríl Sýningar Tryggva Ólafssonar og Gunnars Arnai’ hafa hlotið lof gagm-ýnenda, einkiun er nú áberandi að Tryggvi hefur nú ræklega sann- að sig í Danmörku, á þar stórt lið vina og velunn- ara. Hefur gengið hægt og bítandi í gegnum ár- in, en nú hefur hann nóg af verkefnum og getur vel unað sínum hlut, einnig má vera ljóst að^ starfslaun íslenzka ríkisins sem hann fékk í fyrsta sinn (!) á síðasta ári, hafi lyft undir at- hafnasemina. Einnig til vitnis að Danir vilja gera honum vel, að þeir vilja fá hann til liðs við sig í gróna listahópa og á dögunum fékk hann mjög óvænta viðurkenningu eins og fram hefur komið í hérlendum fjölmiðlum. Var ég að borða morgunverð á heimili Tryggva og freyju hans úti á Amákri, er hann fór yfir morgunpóstinn og dró steinhissa út úr bunkanum bréf frá ein- hverjum ókenndum hæstaréttarlögmanni og hristi hissa og mæðulega höfuðið. Og eins og þeir gera sem hugsa að illu sé best fljótt aflokið opnaði hann strax bréfið, átti helst von á ein- hverri fáránlegri kröfu. En þetta reyndist þá til- kynning um viðurkenningu úr sjóði Aage og Yelva Nimb, Tryggvi milljón krónum ríkari og lyftist þá heldur en ekki brúnin á kauða. Þeir^ eru meira en lítið ánægjulegir þessar veglegu viðurkenningar sem listamönnum hlotnast, og eins og detta af himnum ofan, en slíkir munu ófáir í Danmörku. Sýningin hefur hlotið þá um- sögn að vera í senn meitluð sem heildstæð. Gunnar Örn má líka vera afar ánægður með gengi sýningar sinnar, bæði hvað dóma snertir og sölu mynda sem var að nálgast tuginn þegar síðast fréttist. Einungis er um að ræða teikning- ar og vatnslitamyndir, en eitt stærra málverk hafði selst úr myndalagemum, en Gunnar er skjólstæðingur listhússins á sama hátt og Ólaf- m- Elíasson. Vil hér leiðrétta sjálfan mig, en móðir Ólafs er Ingibjörg Ólafsdóttir, og er eins og nafnið bendir til alíslenzk en ekki dönsk, héljf hafði ég einhvers staðar fengið rangar upplýs- ingar. Allar þrjár sýningamar undirstrika með rauðu, að kynning og markaðsetning íslenzki-ai' myndlistar á erlendum vettvangi á fullan rétt á sér. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.