Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 14
Drög að skipulagi flugvallarsvæðisins. Sýnt er hvernig svæðið gæti litið út sem miðborgarbyggð í grænu umhverfi. Orn Sigurðsson arkitekt hannaði. MIÐBORG í VATNSMÝRINNI EFTIR ÖNNU SIGRÍÐI JÓHANNSDÓTTUR Sameiginlegur miðborgarkjarni fyrir um 200 þúsund manns krefst aukins 1 andrýmis, enn fjölbreyttari upp- li fana og greiðari samgangna en nú er. Þetta landrými eigum við til þar sem Reykjavíkurflugvöllur stendur nú á um 300 ha svæði í Vatnsmýrinni. Ein- stakt tækifæri býðst þar til að byggja höfuðborginni nútímalega miðborg á alþjóðavísu. Einn megintilgangur Samtaka um betri byggð er að vekja vit- und og umræðu almennings um mikilvægi umhverfismót- unar og skipulags. Ég vil í þessari grein draga fram þá þætti sem ég tel vera þýðingar- mikla fyrir mótun höfuðborg- arinnar og velta upp þeim spurningum sem vakna þegar hugsað er um framtíð borgar- innar og þess samfélags sem hana byggir. Borg og skipulag hennar endurspeglar samfélagið, áherslur þess og lifnaðarhætti. Skipulagið er um leið stór þáttur í mótun sam- félagsins. Heilbrigð og gefandi þróun samfé- lagsins krefst umhverfis sem er félagslega þroskandi og gefur margvíslegar upplifanir. Borg byggist upp á löngum tíma og býr þess vegna yfir fjölbreytni í arkitektúr og skipu- lagi. Hún er sá staður þar sem fjölskrúðugt mannlífið þrífst í manngerðu umhverfi. Borg samanstendur af byggingum sem gefa umhverfinu ákveðna eiginleika með afstöðu sinni hverrar til annarrar, útliti, ólíku aðgengi og skjólmyndun. Milli bygginganna myndast götur, torg og iðandi mannlíf verður til þar sem leiðir fólks mætast. Opin útivistarsvæði og skipulagðir grænir reitir veita annars kon- ar upplifanir og andrými í þéttbyggðu borgar- landslagi. Samgönguæðar tengja hin ýmsu svæði saman svo úr verður ein heild. Allt ' þetta þarf að vera til staðar svo borgin geti verið fullnægjandi rammi fyrir fjölskrúðugt samfélag. Lífið í borginni þrífst í nánu samhengi við atvinnu, framleiðslu, þjónustu, verslun, menningu og menntun. Nálægðin við fólkið og athafnir þeirra gefur okkur þá tilfinningu að við séum virkir þátttakendur í því samfélagi sem við ferðumst í. Borgir hafa í tímans rás byggst út frá kjarna sínum, þaðan sem byggð- in og mannlifið dreifist. Kjarninn er miðpun- ktur borgarsamfélagsins þar sem stöðug starfsemi og líf myndar gagnkvæma strauma út í ytri skel borgarinnar. Til þess að borgin f eti lifað og starfað sem ein heild þarf þessi jarni að vera til staðar og fá að þróast í takt við samfélagið. Reykjavík í dag íslenskt samfélag hefur tekið gífurlegum breytingum eins og önnur vestræn samfélög á sl. öld. Frá því að vera nokkuð einangrað eyjasamfélag, óháð mörgum þeim umbylting- um sem urðu úti í hinum stóra heimi er Island nú statt í miðju hringiðunnar. Samtímis því að tengjast umheiminum æ meir hefur Reykja- vík fengið hlutverk sem höfuðborg á alþjóða- vísu. Reykjavík sem höfuðborg er ekki aðeins stolt borgarbúa heldur stolt allra lands- manna. A öld alþjóðavæðingar og alþjóða- samskipta er ekki síst mikilvægt að borgin búi yfir aðdráttarafli í krafti þægilegrar og fal- legrar umhverfismótunar. Á síðustu áratugum hefur hraði tæknivæð- ingar og fjármagnsflæðis orsakað skamm- tímalausnir í uppbyggingu borga víðsvegar um heiminn. Sama á hér við um Reykjavíkur- svæðið. Skipulag hefur að miklu leyti stjórn- ast af möguleikum bílaumferðar og byggðinni verið dreift um stór landsvæði. Petta orsakar nú ýmiskonar vandamál í borginni og má þar nefna m.a. tímafrekar samgöngur, erfiðleika í mótun almenningssamgangna, skort á um- hverfislegu heildarsamhengi og kostnaðar- samar samgöngulausnir. í góðæri síðustu ára hefur atvinnulífið farið í gegnum gróskumikinn tíma og mikil upp- bygging hefur átt sér stað í atvinnu- og þjón- ustuhúsnæði. Þessi uppbygging hefur þó frá skipulagslegu sjónarmiði verið frekar tilvilj- unarkennd og markaðslögmálið fengið að ráða frekar en framtíðarsýn í skipulagi. Brýnt er að horfa til langs tíma og með umhverfis- mótun og skipulagi þarf að tryggja atvinnu- lífinu öruggan grunn í nánum tengslum við samfélagið. Ibúum höfuðborgarsvæðisins hefur stór- lega fjölgað á undanförnum árum og eru nú 168.000 íbúar í þeim sveitarfélögum sem byggja höfuðborgarsvæðið. Miðað við álíka fjölgun á næstu árum má gera ráð fyrir að búsettir verði um 220.000 manns á svæðinu að 20 árum liðnum. Til að umhverfi höfuðborgar- innar geti mætt nýjum þörfum samfélagsins þarf stórátak í skipulagsþróun borgarinnar. Miðborg og þétting byggðar Reykjavík hefur allt til að bera til að geta orðið eftirsóknarverð borg að koma til og búa í. Stór þáttur til að skapa hér samhangandi, hagkvæma og vistvæna miðborg er þétting byggðarinnar og betri nýting lóða. Mikilvægt er að snúa þróuninni við og efla vöxt höfuð- borgarsvæðisins inn á við í stað áframhald- andi útþenslu. Sjálfsögð afleiðing þéttrar byggðar er bætt kerfi almenningssamgangna. Það er viðurkennd aðferð skipulagsfræðinnar að eðlilegast sé að byggja upp þétta byggð og miðborgarkjarna, atvinnu og þjónusu í kring- um aðalstöðvar almenningsvagna. Með því skapast vistvæn borg, með loft- og hljóð- mengun í lágmarki. Þegar byggðin er orðin eins víðáttumikil og fjölmenn og raun ber vitni eykst þörfin á að móta hverjum stað sín séreinkenni. Ein- kennin mótast að miklu leyti af náttúrulegu umhverfi svæðanna sem ber að leggja áherslu á, í hinu manngerða borgarlandslagi. Nálægð borgarinnar við sjó og náttúru gefur Reykja- vík sérstakt gildi sem höfuðborg. Miðborgin með afmarkað svæði þéttrar byggðar sem inniheldur helstu stjórnsýslu, mennta- og menningarsetur, þjónustu og verslun í bland við fjölbreytta íbúðabyggð, þarf að halda þessum tengslum. Með því að þétta byggðina innan núverandi borgarmarka viðhelst ná- lægð náttúrunnar við borgina, aftur á móti með því að teygja byggðina sífellt út í nátt- úrusvæðin veikjast tengslin milli borgar og náttúru. Byggð sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu tengist sífellt meir og með þéttingu byggðarinnar á auðum reitum milli þeirra rennur byggin bráðlega saman í eina órofa heild. Eðlilegt virðist því að höfuðborgin eigi sér einn sameiginlegan grunn og kjarna sem öll ytri svæði borgarinnar geta sameinast um. Gamli miðborgarkjarninn hefur átt undir högg að sækja í kjölfar fólksfjölgunarinnar. Hann er fyrir löngu búinn að sprengja af sér alla ramma og sú verslun, þjónusta og menn- ingarstarfsemi sem tilheyrir miðborg hefur dreift sér ómarkvisst út í nærliggjandi hverfi. í allri umræðu um skipulag höfuðborgarinnar á liðnum mánuðum hafa þau sjónarmið komið fram, bæði hjá borgarfulltrúum og áhuga- og fagfólki um skipulagsmál, að vilji er til að við- halda öflugasta miðborgarkjarna höfuðborg- arsvæðisins í gamla bænum, þ.e. innan Hring- brautar. Þar má lesa sögu gróskumikillar uppbyggingar þessarar þjóðar af húsum og umhverfi og þar ætlum við að halda áfram að skrá sögu okkar. Miðborg í Vatnsmýrinni Sameiginlegur miðborgarkjarni fyrir u.þ.b. 200 þúsund manns krefst aukins landrýmis, enn fjölbreyttari upplifana og greiðari sam- gangna en nú er. Þetta landrými eigum við til, þar sem Reykjavíkurflugvöllur stendur nú á um 300 ha svæði í Vatnsmýrinni. Einstakt tækifæri býðst þar til að byggja höfuðborg- inni nútímalega miðborg á alþjóðavísu. Flug- vallarstaðsetningin hefur ekki einungis or- sakað að byggðin hefur sífellt fjarlægst sinn upprunalega kjarna meir og meir sl. 60 ár, heldur hefur hún einnig hamlað þróun mið- borgarinnar og orsakað ómarkvissar þreifing- ar eftir nýju miðbæjarstæði. Vandamál tengd staðsetningu flugvallarins eru löngu kunn og hafa verið reglulega til umfjöllunar í fjölmiðl- um og á opinberum vettvangi undanfarin 50 ár. Á nýrri öld er þetta mál enn og aftur tilefni mikilla rökræðna um framtíð borgarinnar, ekki síst vegna stórkostlegra og fjárfrekra 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.