Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 20
Uppstilling með tveimur skálum og könnu. Morgunblaðið/Jim Smart Pétur Gautur og eitt verkanna á sýningu hans í Hafnarborg, Uppstilling með nokkrum ávöxtum. SKIPTIRMIGI RAUN ENGU AF HVERJU MYNDIN ER Pétur Gautur opnar sína sjöundu einkasýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, í dag. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR hitti lista- „ manninn og komstað því að hann er alltaf að mála sömu könnurnar, skálarnar og ávextina, þótt mikið hafi breyst frá því á síðustu sýningu. SÝNINGUNNI er á fímmta tug málverka, hið elsta er frá því í des- ember 1998 en á hinu yngsta er málningin varla þornuð. Flest bera þau nöfn á borð við „Uppstilling á hvítum dúk“, „Uppstilling með nokkrum ávöxtum11, „Uppstilling með tveimur skálum og könnu“. Pétur Gautur kveðst hlynntur einfaldleika í þessum efnum. „Fyrr á öldum drógu upp- stillingar yfirleitt nafn af því sem var á mynd- jjnum, t.d. pípa, ostur, dauður fugl, þrír fiskar, og mér finnst það mjög heiðarlegt. Þannig að ég læt þær bara heita Skál á borði eða Skál, kanna og flaska og reyni að vera mjög hóg- vær.“ Þótt hann hafi verið að mála uppstillingar í um fimm ár ftnnst Pétri Gauti hann vera rétt að byrja. „Það eru alltaf að opnast nýjar og nýjar leiðir,“ segir hann. Best segir hann sér þykja að hugsa ekki neitt þegar hann málar. Hlusta á góða sögu í útvarpi eða af hljóðbók, góða óperu eða djass. „Ég mála mínar bestu myndir þegar ég gleymi mér. Best er að geta slakað vel á og unnið skipulega, alla daga frá klukkan níu til fimm, jafnvel þótt manni finn- ist ekkert gerast og maður sé í engu stuði,“ segir hann. Myndirnar orðnar yfirvegaðri Pétur Gautur er loksins búinn að koma sér upp góðri vinnustofu, eftir að hafa unnið í pínulítilli kjallarakompu í þrjú ár. Á síðast- liðnu sumri keypti hann gamla sjoppu steinsn- ar frá heimili sínu, þar sem eitt sinn var sölu- turninn Örnólfur. Hann opnaði vinnustofuna með sýningu á menningarnótt í Reykjavík í ágúst síðastliðnum. Hann segir það allt annað líf að vera sinn eigin herra, hafa nóg pláss og nærri fimm metra lofthæð. Þar getur hann líka haldið litlar vinnustofusýningar. „Bestu myndirnar á sýningunni hér hef ég málað á nýju vinnustofunni. Myndirnar breyttust mjög mikið, þær eru einhvern veg- inn orðnar yfirvegaðri. Það hefur gerst heil- mikið síðan á síðustu sýningu, þó svo að sum- um þyki ekkert hafa breyst - þetta eru sömu skálarnar, sömu könnurnar og sömu ávextirn- ir,“ segir Pétur Gautur. Enn sem fyrr segist hann vinna mikið með birtuna og litina. „Það sem einkennii- mínar myndir eru frumformin, femingar og hringir, sterk form og myndbygging - það skiptir mig í raun engu af hverju myndin er. Og svo er þessi ósýnilegi þríhyrningur sem er í öllum myndun- um án þess að maður taki beint eftir því,“ segir hann. Ekki mikið fyrir að hræra upp í fólki Pétur Gautur vill skapa ró með myndum sín- um. „Þær eiga að vera sálarstyrkjandi - ég er ekkert mikið fyrir að hræra upp í fólki. Maður sem keypti af mér mynd sagði einhvemtíma við mig: „Alltaf þegar ég kem þreyttur heim úr vinnunni sest ég niður í stól og horfi á myndina þína, þá næ ég mér niður.“ Ég held að þetta séu bestu meðmæli sem ég hef fengið,“ segir listamaðurinn. Við opnunina í dag kl. 16 leika djassararnir Tómas R. Einarsson á bassa, Ómar Einarsson á gítar og Stefán S. Stefánsson á saxófón. Ekki er ólíklegt að þeir spili afmælissönginn því Pétur Gautur fagnar 34 ára afmæli á opnunar- daginn. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18 og henni lýkur mánudaginn 20. mars nk. UÓSMYNDASÝNING í HAFNARBORG „HORNIN ÍÞYNGJA EKKI KÚNNI" tJÓSMYNDASÝNING mannfræðingsins Kristínar Loftsdóttur verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Sýningin ber heitið „Hornin íþyngja ekki kúnni: Vett- vangsrannsókn Kristínar Loftsdóttur mannfræð- ings meðal WoDaaBe-hirðingja í Níger“. Brugð- ið er upp myndum af lífsháttum WoDaa- Be-fólksins í Níger í Vestur-Afríku. WoDaaBe em hirðingjar sem byggja sjálfsmynd og hag- kerfi á tengslum við nautgripi, en lífshættir þeirra eru vel lagaðir að hirðingjalífi enda búferlaflutningar tíðir. Kristín Lol'tsdóttir stundaði rannsóknir meðal ^oDaaBe-fólksins vegna doktorsnáms við Uni- versity of Arizona og dvaldi í því skyni í Níger á tímabilinu ágúst 1996 til júní 1998. Á meðan á rannsókninni stóð bjó Kristín meðal WoDaaBe- fjölskyldna á hirðingjasvæðinu, en einnig á með- al WoDaaBe-farandverkamanna í höfuðborg landsins. Mikill hluti vettvangsrannsóknar Kri- stínar átti sér stað á meðal sömu stórfjölskyld- unnar, þar sem heimilisfólk tók hana undir verndarvæng sinn. Kristín lauk BA-prófi í mannfræði frá Háskóla íslands árið 1992, en hélt síðan til framhalds- náms við University of Arizona og lauk MA-prófi þar 1994. Hún varði doktorsritgerð sína, „The Bush is Sweet: Identity and Desire among the WoDaaBe in Niger“, 8. desember sl. Nafn sýningarinnar er WoDaaBe-málsháttur sem vísar í að rétt eins og kýrin er vön hornum sínum þá íþyngir það okkur ekki sem við erum vön. Eins og WoDaaBe sjálfir benda á eru lífs- hættir þeirra, sem virðast Vesturlandabúum erf- iðir, þeim eðlilegir og æskilegir. Kristín heldur fyrirlestra í Hafnarborg um dvöl sína meðal WoDaaBe-hirðingja. Fyrri fyrir- lesturinn verður sunnudaginn 5. mars kl. 17 og hinn síðari fimmtudaginn 16. mars kl. 20:30. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18 og stendur til 20. mars. Morgunblaðið/Jim Smaii Kristín Loftsdóttir vinnur að uppsetningu sýningarinnar í Hafnarborg. 20 LESBÓK MORGUNBLADSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.