Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 8
Svava Bjömsdóttir: Nafnlaust 1992. Svava Björnsdóttir: Nafnlaust, 1987. SVÍFANDIOG FORGENGI- LEGT EINS OG AUGNABLIK Sýning á höggmyndum Svövu Björnsdóttur verður opnuð í Listasafni fslands í dag kl. 15. HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON fjallar hér um listakonuna og segir meðal annars að ýmislegt í afstöðu hennar eigi sér óbeina samsvörun í verkum Joseph Beuys. VAVA Bjömsdóttir upplifði ein- stæða tíma í Miinchen þar sem hún dvaldi við nám í Akademie der BOdenden Kúnste, frá 1978 til 1984, og eftir það sem sjálf- stætt starfandi listamaður. Eft- ir áratuga fjarveru var Þýska- land aftur komið inn á heimskort myndlistarinnar, og það svo um munaði. Það var öðru fremur að þakka Joseph Beuys, og athyglisverðu frumkvæði hans, að umheimurinn fór aftur að fylgjast með þýskri list, en Beuys hafði jákvæðari áhrif á afstöðu umheimsins gagnvart þýskri myndlist en nokk- ur annar eldhugi eftirstríðsáranna. A 7. og 8. áratugnum var hann einhver áhrifamesti mynd- listarmaður heims. Sem kennari mótaði hann afstöðu heillar kynslóðar þýskra listamanna, sem lét einmitt til sín taka í þann mund sem Svava var að setjast á skólabekk í Listakade- míunni í Múnchen. Ýmislegt í afstöðu Svövu Bjömsdóttur á sér óbeina samsvörun í verkum Joseph Beuys svo sem ást á pappír og öðrum viðkvæmum og nátt- úrulegum efniviði, sem og sú ríka tilfmning að listsýning sé í sjálfu sér gjömingur sem eigi sér einungis stundlega útgeislun. Segja má að höggmyndin hafi glatað trúverðugleik sínum sem opinbert minnismerki um miðjan 7. ára- tuginn. Áhrif frá almennri vömframleiðslu og innanhússarkitektúr þokuðu burt náttúrulegum giidum og færðu höggmyndalistina nær menn- ingunni. I stað útiverka úr harðgerðum efniviði á borð við stein, torf og stál komu innimyndir úr mun léttara og viðkvæmara hráefni, auk þess sem tilbúnir hlutir - ready-mades, eins og franski listamaðurinn Marcel Duchamp nefndi hversdaglegan vaming þann sem hann upp- götvaði í ýmsum verslunum New York-borgar á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri og nýtti með ýmsum hætti í verk sín - þóttu nú fyllilega eðli- legar í höfundarverkum myndhöggvara. Fínstillt eðlisávísun Þessar öru breytingar í höggmyndalist sam- tímans virðist Svava hafa numið á nefbroddi sín- um með svo finstilltri eðlisávísun að undrum sætir. Þegar tekið er tíllit til þess að hún fór ekki hina hefðbundnu leið gegnum íslenskt listskóla- kerfi heldur hélt beint út í heim eftir stúdent- spróf 1972 og dvaldi næstu tvö árin við listnám í Fagurlistaskólanum í París má það teljast enn merkiiegra að hún skyldi átta sig á köliun sinni með svo skýmm hættí sem raun ber vitni. Skól- inn í París var nefnilega í mikilli og alvarlegri upplausn á þeim tíma sem Svava sótti hann svo ekki var heiglum hent að fóta sig þar innan dyra. Það voru því kærkomin viðbrigði fyrir hana að hefja nám í Akademíunni í Múnchen, 1978, en í millitíðinni hafði hún loldð námi í norrænu við Háskóla íslands. Meðal kennara hennar í Múnchen var breski myndhöggvarinn Eduardo Paolozzi, einn þekktasti frumheiji enskrar og alþjóðlegrar popplistar á 6. og 7. áratugnum. Hann sér fyrir stofnun pappírsdeildar við Aka- demíuna og hvatti nemendur sína til að takast á við vannýtta möguleika þessa margslungna grunnmiðils. Svava hefur getið þess að með henni hafl ávallt blundað annað sjálf eða alter ego íklætt persónueinkennum listmálarans, og pappírinn hafi því svalað þörf hennar fyrir að vinna litrænt með laufléttan efnivið líkt og mál- ari. Af orðum hennar má ráða að leikni og Jiraði hafi skipt hana töluverðu máli og með pappím- um hafi hún fundið þann efnivið sem sættí af- bragðsvel myndhöggvarann og málarann innra með henni. Þá tíundaði hún í viðtali árið 1993 noldcra eiginleika pappírsins sem henni þóttu hentugir. Fyrst nefndi hún hversu ódýr og óhefðbundinn - sögulaus - hann væri sem þrí- víður efniviður. Hún kvað þær eigindir tryggja sér auldð olnbogarými. í beinu framhaldi taldi hún pappímum það til tekna að hann væri for- gengilegur. Þannig væri h'til hætta á því að saga hennar sjálfrar og afrek þvældust fyrir kom- andi kynslóðum. Svava notar tvenns lcyns tegundir pappírs sem hún fær í örkum. í annarri tegundinni era stuttar trefjar en langar í hinni. Löngu trefjam- ar tryggja þol og seigju efniviðarins. Þennan pappír rífur Svava, blandar vatni og lirærir saman í graut. Ekki er hægt að tala um pappa- massa í þessu sambandi því pappírinn er Jireinn og ómengaður. Engu lími er blandað saman við hann. Pappírinn veitti Svövu það frelsi að geta raskað hlutfóllum umhverfisins með því að koma þar fyrir verkum sem ýmist vora sem stæklcuð eða smækkuð mynd af raunveralegum og ímynduðum hlutum, eða kvildndum á mörk- um náttúralegs og tilbúins heims. Hann var auk þess náttúralegur og áþreifanlegur í eðli sínu, þótt auðvelt væri að villa á honum heimildir með því að lita hann og móta utan um fyrirferðar- mikinn massa þannig að höggmyndin virkaði þyngri en hún var í raun. Tvíþætt eðli pappírsins - áþreifanlegur efnis- massi, og lauflétt holrými - virðist hafa hentað Svövu afbragðsvel því þegar í upphafi ferils síns tók hún að virkja veggi og loft sýningastaða sem vettvang fyrir lágmyndir úr pappír sem líktust einna helst frumstæðum lífveram á mörkum plöntu- og dýrarílds. Það var ekld laust við að sýningargestum fyndist sem þessi undarlegu kvikindi væra að gera innrás inn í sýningarrým- ið. Listamaðurinn Ugo Dossi lýstí verkum Svövu við þriðju tegundina, þ.e. geimverarnar úr kvikmynd Steven Spielberg, Close Encount- ers of the Third Kind, frá 1977. Stærðarmunur höggmyndanna jók á framandleik þeirra, en einnig líffræðilegan trúverðugleik. Sumar þeirra vora smáar, aðrar miðlungsstórar, en enn aðrar náðu risastærð. Þær era því einna líkastar þrem lcynslóðum framandi lífvera, sem búa yfir hæfileikanum til að fjölga sér og geta af sér afkvæmi. Jafnframt færði Svava lágmyndir sínar í mismunandi litan búning, rauðbleikan, hvítan, gráhvítan og indigólitan. Dossi orðaði það svo að það væri sem lcvildnd- in eða formin yxu út úr veggjum og skúmaskot- um salanna. Raunar ýttí Svava undir þessa upplifun með nafngiftinni Parasiten - frá 1983 - sem þýðir sníkjudýr. Þessar lágmyndir vora reyndar býsna líkar lindýram - ef til vill blóðsugum - með sogskálum á báðum endum til að soga sig föst við veggi og loft. Þá var einnig nærtækt að skoða þær sem handfong - lífræn rafsegulhöld - eða jafnvel mjúkar, teygjanlegar sogblöðkur. Ekki var heldur fráleitt að skoða þær sem fyrir- bæri úr þeim hluta dýraríkisins sem lítur út eins og jurtagróður; nánar til tekið úr djúpsjávar- flóranni, þar sem kórallar, krossfiskar, ígulker og önnur kalkhúðuð slcrápdýr, holdýr og botn- dýr eiga óðul sín. Sníkjudýrunum var þannig komið fyrir í rým- inu að þau bratu allar formrænar reglur. Þau höfðu óvænt og traflandi áhrif á húsagerð og innanhússarkitektúr þeirra sala og bygginga sem hýstu þau. Hvort sem pappírsformum Svövu var komið fyrir á göngum Listakade- míunnar í Múnchen, eða utan á Konunglegu listakademíunni í Lundúnum, breyttu þau útliti umhverfisins töluvert. Þau grófu þau undan festulegu útliti bygginganna með því að bijóta og þverbijóta lögmál húsagerðarinnar. Það var engu líkara en hlaupin væri ofholdgun í innviði og útveggi bústaðanna svo mjög var samræmi þeirra raskað og hlutfóllum ógnað. Alltof sjaldan hefur þess verið gætt hvílíkur brautryðjandi Svava var í óhefðbundinni virkj- un rýmisins á öndverðum níunda áratugnum. Þegar hún lét Sníkjudýr sín skríða út úr felust- öðum sínum og nema veggi og loft sýningarsal- arins var slík umtumun rýmisins algjör nýl- unda. Verkið Mood Indigo, frá 1984, var róttækt framhald Sníkjudýranna. Það má líkja því við stjömuþoku sem hvelfist um sjálfa sig í sífellt stærri bólstram. Þessi sérkennilega atlaga við jafnhvítt og eggslétt innanhússrýmið var ekki laus við gagnrýni á þá slcipan mála sem sett hafði húsameistarann ofar myndhöggvaranum sem óskoraðum meistara alls menningarlegs rýmis. Síðan hafa öll verk hennar ögrað umhverfi sínu með einum eða öðr- um hætti. Ekki allt sem sýnist A ofanverðum 8. áratugnum urðu talsverðar breytingar á verkum Svövu. Með breyttum að- ferðum, þar sem frauðplast leysti leirinn af hólmi í mótunarferlinu, varð notkun pappírsins henni mun auðveldari og sköpunarferlið hrað- ara. Um leið var eins og verk hennar opnuðust upp á gátt til að hleypa andrúmsloftinu gegnum sig. Þessi opnun var raunveraleg því næstu árin mátti þekkja handbragð Svövu af femingslaga götum sem hún skar reglulega í verk sín og mynduðu reglulegt, tígullaga mynstur. Fyrir vikið urðu þau létt og leikandi, og full af þeim smellna gáska sem fylgir verkum sem minna á hversdagslega nytjahluti án þess að fylgja þeim út í æsar. Ólíkt fyrri verkum - fyrir árið 1986 - vora hinar nýju höggmyndir hennar án titils. í rit- dómi sem birtist snemma árs 1988, í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter, var slíkum verk- * ♦ Svava Björnsdóttir: Nafnlaust, 1992. um eftir Svövu, í Galleri 16 í Stokkhólmi, lýst sem gáskafullum og svífandi. Fyrir utan skær- Utar lágmyndir sem minntu gagnrýnandann á röratengi, grindur, hljóðdempara og sturtu- hausa nefndi hann höggmyndir á fjóram fótum sem honum fannst fara bil beggja, lífrænnar og ólífrænnar formmótunar. Enn önnur breyting varð á list Svövu Bjöms- dóttur á tíunda áratugnum. I stað hinna opnu og svifléttu höggmynda frá seinni hluta níunda áratugarins hóf hún sköpunarstarf sitt á nýjum áratug með því að loka aftur myndum sínum líkt og þær væra öskjur utan um ósýnilegt leyndar- mál. Að vísu vora nokkrar undantekningar á öskjunum því tvær, að minnsta kostí, vora líkari risastóram bökkum hengdum upp á vegg. Þetta var merldlegur kapítuli í list Svövu því nú nálg- aðist hún svo um munar þá geometrísku reglu- festu sem talin var aðal naumhugullar listar. Nærfellt öll verk hennar frá 1991 og 1992 var hægt að fella innan femings þótt sum væra hengd á vegginn sem tíglar. Jafnframt var eins og litnum væri beitt til að laða fram nýja vidd í verkunum; áferð sem minnti á óvenjulegasta efnivið, svo sem marm- ara, gull og flauel. I stað hinnar jafngildu, möttu áferðar sem einkenndu fyrri verk Svövu vora nú sum verkin glasandi, en önnur hálfmött. Verkið sem var líkast djúpfjólubláu flaueli end- urkastaði birtunni eins og yfirborð þess væri snöggt og loðið, og mundi breytast væri því strokið. Þannig virkuðu þessar öskjulaga högg- myndir eins og púðar af ýmsum gerðum með mismunandi mynstri og áferð. Nálgun Svövu er í anda fyrirbærafræðinnar. Listin er fyrirbæri eða fenomen, og henni verð- ur að mæta með opnum hug, skjótum viðbrögð- um og milliliðalausri ályktunargáfu. Fyrirbæri er ávallt ferskt og verður aldrei botnað með fyr- irfram gefnum forsendum. Þetta eru einmitt meginrök listarinnar þegar hún heldur því fram að hún fari ekki í manngreinarálit gagnvart menntun, stöðu eða stétt. Lærður maður stend- ur jafn agndofa frammi fyrir listaverkinu og sá sem ekkert veit. Menntun hans getur fullt eins verið honum fótakefli þegar að því kemur að leysa gátuna sem verkið setur fram. Staðbundið verk Svövu - gjöf Lögfræðinga- félags íslands - í hinum nýlegu salakynnum Hæstaréttar íslands tók af öll tvímæli um vilja hennar til að láta augnabliksáhrifin af vel út- færðri lausn fanga hjörtu nærstaddra. Hið ein- falda op inn í vegginn lýsir betur en mörg orð þeirri hugmyndaauðgi sem einkennir list Svövu Björnsdóttur, og artar sig sem lokkandi svart- hol fullt af fögrum fyrirheitum um óræðar vídd- ir. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.