Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 5
•Reykjavík ISLAND NOREGSHAF Haraldur siglir með hafskipinu Laum 1. maí 1899 FÆREYJAR NORE' SKOTLAND Leith 13. mafs. Cautaborg Norðursjór imanna- RLAND Dublino/ ENCLAND, , ös§f 'Cambridge » 23.Ul.-mar3 / Londoh* ' \ 17. nóv. ,Hamborg Bremeríg írwich HOLLAND lerford PotsdamP^ Bielefeld 12.ágúst rBELGÍA Wittenbérg Halle Kassel1 Brussels Havre Eisenach' Weimar lAND FRAKKLAND LUXLMBORG stað, svo þar kemur skýringin. 7. júlí 1899 ritar Haraldur enn frá Moritz- zwinger 17 og er þar ferðasaga frá heimsókn hans og félaga hans til Dresden og skoða þeir þar hið fræga málverkasafn „Staatliche Kunstsammlungen, Gemáldegalerie Alte Meister". Þannig lýsir Haraldur heimsókn- inni: „Það sem togar flesta menn til Dresden er hið nafnfræga málverkasafn þar, og þá framar öllu öðru eitt einasta málverk, fræg- asta málverkið um heim allan að líkindum, nefnilega „hin sixtinska Madonna“ eftir hinn fræga ítalska málara Raphael (1483-1520). Það sýnir Maríu mey með Jesús-barnið á handleggnum. Það er svo stórt (265x196 cm), að það nær hér um bil yflr heilan vegg og er eitt sér í herbergi, náttúrlega í feiknar skrautlegum ramma. Eiginlega á það að tákna sýn og tveir dýrðlingar sjá þessa opin- berun og horfa undrandi á Maríu með barnið, er birtist í skýjunum og bak við hana sjást eins og þunn netský, en þegar betur er að gáð, eru það allt englahöfuð. Neðst á mynd- inni sjást tveir englar. María mey er svo stór- kostlega fallega máluð, að ég hefi aldrei séð neitt slíkt og andlitið á drengnum svo yndis- legt, að þar er ómögulegt að hugsa sér fal- legra barn. Að meira en lítið sé varið í mál- verkið má meðal annars ráða af því, að árið 1753 var það keypt fyrir 60.000 dali og þó myndi miklu, miklu meira verða boðið í það nú, ef það væri fáanlegt. Raphael mun hafa málað það árið 1515, að því er menn ætla sem altaristöflu handa klausturkirkju Benedik- tínarmunka í Piacenza á Ítalíu. Við vorum 3 klukkustundir á málverkasafninu og hefðum gjarnan viljað vera lengur, en það er aðeins opið á sunnudögum frá 11-14.“ King’s Chapel í Cambridge. 26. júlí ritar Haraldur enn frá Halle og er nú að ræða stjómmál, en á þau hafði Bergljót unnusta hans minnst í sínu síðasta bréfi: „Þá minnist þú ofurlítið á pólitík. Sorglega þykir mér hafa farið með kosninguna í Rangárvalla- sýslu. Aðferðin að láta Sighvat (Sighvatur Arnason 1823-1911) bjóða sig fram aftur, ekta benza-leg, refsleg. Hitt var ekki nema nátt- úrulegt, að síra Þórhalli yrði forseti, þar sem flokkarnir standa eins og þeir standa. Máske tekst Benediktsmönnum enn á þessu þingi að hamla framförunum með því að neita stjóm- arbótartilboðinu. Sannleikurinn þolir ofurvel að bíða. Hann er vanastur því að vera rekinn á dyr fyrst þegar hann kemur. Skaðinn er að- eins þeirra, sem njóta eiga þeirra hlunninda, sem honum eru samfara. Hin fátæka íslenska þjóð hefur þegar liðið mikið tjón sakir hinnar misvitm stefnu Benedikts í pólitíkinni. En töl- um ekki meira um það, látum alla pólitík vera langt í burtu frá bréfum okkar.“ (Benedikt f. 1826, dó 2. ág. 1899, viku eftir að Haraldur ritar bréf sitt frá Halle). um stúdentum, sem boð höfðu íyrir félaga sína: „Það sem hér einkennir allt borðhald, er hve litlar kröfur menn gera til matarins. Við heima á íslandi mundum kalla það tarveligt. Á borði þeirra var aðeins sigtebrauð, spege- pölse, ostur, smér og svo te. Auk þess tvenns konar kökur, ekkert annað boðið. Slíkt er mjög algengt hér. Morgun- og kvöldmatur er hér mjög óbreyttur. Við lifum í allt of miklu óhófi heima, held ég.“ Hvað myndi Haraldi þá hafa fundist óhófið árið .1999, einni öld síðar? 30. júní ritar Haraldur svo frá nýjum heim- kynnum, hann er fluttur til Moritzzwinger 17, Halle. Hann fer í langar gönguferðir, ýmist með félögum sínum eða einn. Oftast er gengið meðfram ánni Saale, sem bærinn stendur við. Hann kann vel við sig á nýja staðnum, laus við hávaðann af „hinum elektrisku sporvögn- um“, sem trufluðu hann í Geiststrasse. Prófastsekkjan, sem hann býr hjá heitir frú Kitzig og býr með 3 sonum sínum, einn er cand. theol, tveir í menntaskóla. Þannig lýsir hann húsmóður sinni: „Hún vill gjarnan ann- ast allt fyrir mig, eins og besta móðir. Hún sér að öllu leyti um málamat fyrír mig, lætur gera við föt mín, skó og sokka, eftir því sem þarf og er það mikils virði fyrir mig, ópra- ktískan einstæðing." Furðu vekur, að Hara- ldur fær ísafold senda langt suður í Evrópu, en Björn Jónsson ritstjóri (1846-1912) var kvæntur móðursystur Haralds, Elísabetu Sveinsdóttur (1839-1922) Níelssonar á Staða- Þann 29. júlí 1899 ritar Haraldur frá Leipz- ig: „Leipzig er fremur fallegur bær, göturnar breiðar og asfalteraðar og fjöldi stórhýsa og skrauthýsa að sjá. Þó tekur háskólinn hér þeim flestum fram. Hús háskólans eru alveg nýbyggð. Undanfarin ár hefur hann verið byggður alveg um, og er nú svo skrautlegur, að hann stendur framar öllum öðrum háskól- um á Þýskalandi. Svo stórkostlega háskóla- byggingu hafði ég áður vart getað hugsað mér. Við þennan háskóla eru nú um 3.500 stúdentar og háskólakennararnir eru yfir 200. Leipzig er líka stór bær, hefur alls 430.000 íbúa, er fjórði stærsti bærinn í hinu þýska ríki. Eins og þú hefur e.t.v. heyrt, er það ein- hver frægasta verslunarborg í heimi. Þú kannast að minnsta kosti við Mey & Ethlich, en einkum er bærinn frægur fyrir bókaversl- un sína. I dag hefi ég skoðað hér ýmislegt og í 3 tíma hlustaði ég á fyrirlestra á Háskólanum. Ég ætlaði að heimsækja M.phil. Carl Kuchler (fæddur 1869), vin Bjarna Jónssonar frá Vogi (1863-1926) sbr. myndina í „Baldursbrá". Leitaði ég lengi að bústað hans og fékk að lokum að vita, að hann er fluttur héðan og býr í þorpi eigi mjög langt héðan, en ekki nenni ég að ferðast þangað, eingöngu til að hitta hann. Ég er honum ekki svo kunnugur, eins og þú veist. Hefur hann skrifað heilmikið um ísland og útlagt „Kærleiksheimilið" eftir Gest Pálsson meðal annars (Das Liebesheim, 79 bls. Leipzig 1891). VI. Hinn 4. ágúst ritar Haraldur síðasta bréf sitt frá Halle. „I gær hlustaði ég á síðasta fyr- irlesturinn hér í háskólanum og nú er sumar- leyfið byrjað, allir stúdentar halda nú heim til sín og margir af prófessorunum fara í ferða- lög, sumir til annarra landa. Vona ég að hafa haft dálítið gagn af dvölinni hér. Mér hefur farið dálítið fram í hebresku, þótt tíminn haíi verið stuttur og svo hefi ég lært talsvert að tala þýsku. Á mánudaginn 7. ágúst snemma morguns fer ég héðan og er _þá ferðinni heitið til Eisenach og Warthburg. Á stúdentafundin- \ Ferdalag Haraldar Níelssonar um Evrópu árin 1899-1900 Haraldur kemur til Reykjavíkur 25. mars 1900 H)ALTLANDSEY|AR ORKNEYJAR \ 300 km Ermasund KUiCniSBBH um í Eisenach ætla ég svo að vera í 5 daga. Þaðan fer ég að líkindum til Tevtóborgar- skógar og svo til Bremen og Hamborgar. Þegar ég kem til Jótlands er ég að hugsa um að leggja dálítinn krók á leið mína og heim- sækja vin minn síra Magnús Magnússon á Jótlandsheiðum (1864-1935 bróðursonur Matthíasar Jochumssonar, prestur í Nörre- Omme og Bregning á Jótlandi frá 1895-1910). VII. Þann 8. ágúst ritar Haraldur frá Eisenach, en þaðan kom hann frá Halle daginn áður með viðkomu í Weimar, þar sem dvalist var í 8 tíma. Þannig lýsir hann borginni: „Weimar er fræg fyrir þá sök, að þar bjuggu þeir Goet- he og Schiller, tvö frægustu skáld Þjóðverja. Eru húsin til sýnis, er þeir bjuggu í og þangað safnað ýmsu til minningar um þá, einkum er Goethe-húsið mjög frægt og er nú stórkost- legt safn þar (málverka-mynda-steina- o.s.frv.) Erindið til Eisenach var að sækja kristilegan stúdentafund. Hér í Eisenach gekk Luther um tíma í skóla og bjó hjá ekkju, er studdi hann í efnalegu tilliti. Hús hennar, þar sem Luther bjó, hefi ég séð í dag. Ekkjan hét Úrsúla Cotta, ef ég man rétt. í dag hefi ég lesið í blöðunum hér í Eisench telegram frá Kaupmannahöfn, er segir frá því, að neðri deild Alþingis hafi hinn 28. júlí fellt frumvarp efri deildar, og eru það næsta sorgleg tíðindi í mínum augum. Hins vegar furðar mig á því, að umheimurinn skuli veita okkur svona mikla eftirtekt, að slíkt standi í þýskum blöðum. (Hér er átt við stjórnarskrárfrumvarp dr. Valtýs Guðmundssonar, sem samþykkt var í Efri deild með 7:3, en fellt í Neðri deild á jöfnum atkvæðum 11:11.) VIII. Þann 12. ágúst ritar hann frá Bielefeld. Frá Eisenach hafði hann farið um Cassel og skoð- að Vilhjálmshæð (Wilhelmshöhe), mjög fræg- an stað; þar sem er ein af höllum þýska keis- arans. Einnig skoðaði hann hina frægu mynda- styttu Hermanns, sem reist er á Teutoborgar- skógi, þar sem Varus forðum beið ósigur á dögum Ágústusar keisara. Þar er stórkost- lega fallegt (Publius Quintilius Varus var sendur frá Róm sem landstjóri til Germaníu árið 6 eftir Kr. Germanir gerðu uppreisn gegn honum og felldu hann árið 9 eftir Kr. undir forystu Arminiusar, ásamt þrem stórfylking- um (legions) eða 18.000 manns). Arminius, á þýsku Hermann f. 17 fyrir Kr., dáinn 21 eftir Kr. - Minnismerkið reist 1875 - fyrsta þjóð- hetja Þjóðverja. Frá Teutoborgarskógi var haldið til Herford og þaðan til Bielefeld. IX. Þann 7. september 1899 ritar Haraldur frá Kaupmannahöfn og er þar kominn til síns gamla vinar Kaptejn Fevejle að Pileallé 3. Hann hafði búist við Birni Jónssyni ritstjóra Isafoldar með Bothníu frá Leith, en Björn ætlaði til Khafnar að leita sér lækninga. Með- byr virðist hafa verið góður, því allt í einu heyrir Haraldur sagt fyrir utan gluggann í Pileallé: „Jeg söger en candidat Níelsson, som skulde bo her.“ „Mér varð litið út og sé þá Björn standa fyrir utan á götunni og vera að tala við ökumanninn (droskekusken). Eins og þú getur nærri, þótti mér vænt um að hitta hann. Allur sá dagur gekk í að koma honum og dóti hans fyrir á hóteli og fylgja honum til ýmissa kunningja, svo sem dr. Finns og pró- fessors Krabbé (hér er átt við prófessor Éinn Jónsson (1858-1934) og Harald Krabbé dr. med. og prófessor “ (1831-1917). 24. september ritar Haraldur enn frá Pile- allé 3: „Bjöm Jónsson ritstjóri er nú búinn að vera ca. 10 daga á Friðrikshospítali og fær ekki að fara heim með skipinu, eins og hann hafði ásett sér. Læknirinn hefur sagt honum, að hann verði a.m.k. að vera þar hálfan mánuð enn. Vonandi er það ekki steinsótt, sem að honum gengur, þótt læknirinn geti ekki for- tekið það. Læknirinn er því enn á þeirri skoð- un, að ekki muni þurfa að operera hann. Ég kem til hans stundum á hverjum degi, stund- um annan hvern dag. Nú lifir hann í þeirri von að geta farið heim með októberferðinni." Haraldur hefur sett stefnuna á Cambridge í nóvember 1899 og ritar nú: „Nú er ég byrjað- ur að læra ensku, ég fæ dálitla tilsögn hjá ís- lenskum stúdent hér, sem les ensku sem aðal- fag hér við háskólann og er sagður að vera mikið góður í málinu. Hann heitir Árni Þor- valdsson (1874-1946 cand. mag. frá Khafnar- háskóla 1905, lengst enskukennari við M.A.), fátækur stúdent, en mjög iðinn og reglusam- ur. Svo hefi ég keypt sáldsöguna „Quo Vadis“ á ensku og ætla að reyna að brjótast fram úr henni með orðabók." Skv. skýrslum Lærða skólans í Reykjavík (nú M.R.) var enska að- eins kennd í 1.-4. bekk á námsárum Haraldar, samtals 10 stundir, kennari Geir T. Zoéga. Þann 25. september er Haraldur skírnar- vottur hjá frænda sínum Knud Jantzen yfir- réttarmálaflutningsmanni (1869-1930), er frumburður hans er skírður í Garnisonskirkj- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.