Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 17
tónlist og notuðu með góðum árangri, t.d. Béla Bartok. Fimmtóna (pentatonic) tónstiga sóttu menn til Austurlanda fjær. Aðrir smíð- uðu sína eigin tónstiga, stundum með átta tónum (Octatonic). Heiltónatónstigi heillaði ýmsa á tímabili. Það er tónstigi þar sem öll tónbilin eru stór, sjá dæmi 5. Gallinn við heiltónatónstigann er sá að ekki eru fleiri tónstigar mögulegir en tveir. Það er því ekki hægt að fara á milli nema tveggja tónteg- unda, sem er þunnur þrettándi miðað við þær tólf sem menn hafa í dúr og moll. Tilraunir þessar með tónstiga af ýmsu tagi auðguðu tónlistina verulega. Spurningunni um hvort unnt væri að skapa nýtt tónmál sambærilegt við dúr og moll varð þó raun- verulega ekki svarað. Menn sneru sér að öðrum viðfangsefnum áður en á það reyndi í nægilegum mæli. Þykkir hljómar Á sama hátt og menn reyndu að auðga lag- línur sínar með nýjum tónstigum var tekið til við að víkka út hljómfræðina. Þess var áður getið hvernig gerður var í dúr og moll kerf- inu greinarmunur á ómstríðum hljómum og ómblíðum og hvernig þríhljómurinn var byggður upp. Nú var farið að bæta fleiri þríundum ofan á þríhljóminn. Sjá dæmi 6. Utkoman varð litrík og hljómrík en ekki var unnt að halda jafnframt hinum skýra mis- mun ómstríðra og ómblíðra hljóma, þar sem allir hljómar tóku að verða ómstríðir. Debus- sy og Maurice Ravel eru meðal tónskálda sem náðu góðum árangri með aðferðum af þessu tagi. Fleirtóntegundir í dúr og moll kerfinu ferðast menn iðulega frá einni tóntegund til annarrar. Nú var farið að nota fleiri en eina tóntegund samtímis. Slík tónverk eru nefnd polytonal og eitt þeirra frægustu er ballettinn Petruska eftir Igor Stravinsky. í dæmi 7 má sjá tónstigana tvo sem Stravinsky notar samtímis í þessu verki. Er annar í c, hinn í fís og sést vel að þeir eiga ekki margar nótur sameiginlega. í dæmi 8 er þekkt stef úr verkinu og má sjá í neðri línunni báða hljómana, fís og dúr og c dúr, sem hljóma endurtekið hvor á eftir öðr- um. Tónskáldið notar hljómana í einfaldri og skýrri mynd og útkoman verður fyrir bragð- ið vel skiljanleg og áhrifamikil. Annað tónskáld, sem notaði polytonal- tækni með góðum árangri, var Bandaríkja- maðurinn Charles Ives. Hann átti það til að fá að láni alþekkt lög, eins og t.d. lúðrasveit- armarsa, og láta þau hljóma með sínum rómi í sinni tóntegund inni í miðju hljómsveitar- verki, þar sem tónlistin að öðru leyti var í annam tóntegund. Menn skyldu halda að úr slíku hljóti að verða óskiljanlegur grautur, en svo er alls ekki, ef rétt er á spöðunum haldið. Ekki þarf annað en að hlusta á verk Ives „Three Places in New England" til þess að sannfærast um það. Ástand eða atburðarós Þær breytingar á tónmálinu sem hér hafa verið nefndar og aðrar fleiri höfðu víðtæk áhrif. Það varð ljóst að unnt var að semja fagra tónlist án þess að fylgt væri hinum ströngu reglum dúr og moll. Nú var farið að endurskoða ýmsar aðrar forsendur tónlistar- innar sem teknar höfðu verið sem gefinn hlutur öldum saman. Þannig virtist mörgum sem ekki væri lengur þörf á hinni voldugu byggingu, skýra skipulagi og eftirminnilegu atburðarás, sem einkenndi gömlu tónlistina. Því skyldi tónlist þurfa að segja eitthvað? Var henni ekki nóg að vera? Það viðhorf var ríkt hjá mörgum í upphafi þessara umbrotatíma og hefur raunar haldist í nokkrum mæli fram á okkar daga, að tón- listin þyrfti að eiga sameiginlegt tungumál sem allir skildu, svipað því sem dúr og moll kerfið hafði verið. Með breyttum viðhorfum um inntak tónlistar varð hins vegar þörfin á sameiginlegu tónmáli minni. Til þess að njóta til fulls hljómsveitarverka Beethovens var viss skilningur tónamálinu nauðsynlegur til þess að fylgjast með ferðum stefjanna um ævintýrastigu. Nú var ekki lengur þörf fyrir atburðarás eða rökrétta framvindu. Tón- verkið lýsti aðeins ástandi eða einstökum at- burðum sem virtust ótengdir að öðru leyti en því, að þeir heyi-ðust hver á eftir öðrum. Nú skipti skynjun meira máli en skilningur. Tónskáld tóku að búa til hvert sitt eigið tónmál. Sum skiptu um aðferð í hverju verki. Alexander Scrabin átti sér þannig einn hljóm, sem hann nefndi hinn dularfulla. Sjá dæmi 9. I slíkan hljóm mátti sækja allan efnivið í heilt verk. Lýsir þetta vel því sjálfs- trausti og þeirri bjartsýni sem menn höfðu um framtíð menningarinnar í upphafi ald- arinnar áður en heimsstyrjaldirnar skullu yf- ir. Höfundur er tónskóld og mun skrifa fleiri greinar um tónlist ó tuttugustu öld í Lesbók ó næstu vikum. SÝNING UM ÆVIOG STARF JESÚ KRISTS í LISTASAFNIÁRNESINGA Þjóðminjasafn/lvar Brynjólfsson Guðspjallamenn frá Staðarhóli - fimm fjalir úr prédikunarstól Staðarhólskirkju í Saurbæ vestur. Nafn listamannsins er gleymt. Fyrir miðju er Krist- ur með ríkisepli í hönd og geislabaug mikinn um höfuð og honum til beggja handa guðspjallamennirnir, Markús, Mattheus, Jóhannes og Lúkas. KRISTUR KOMINN SUÐURYFIRHEIÐAR í Listasafni Árnesinga verður í dag kl. 16 opnuð sýn- ingin „Kristur- myndasagg77. Hún er að uppistöðu til eftirmyndir Kristsmynda sem Haraldur Ingi Flaralds- son valdi á sýninguna „Jesús Kristur- eftirlýstur" sem sett var upp í Listasafninu á Akureyri. AAARGRÉT SVEINBJÖRNSDQTTIR ræddi við Hildi Hákonardótt- ur sem hefur raðað myndunum upp á nýtt, auk þess sem fengin hafa verið að láni verk frá Þjóðminjasafni. FLESTAR myndirnar á sýning- unni eru eftirmyndir eða litljós- rit af þekktum Kristsmyndum úr evrópskri og íslenskri lista- sögu og eru fengnar að láni hjá Listasafninu á Akureyri. Hin elsta er frá 12. öld úr dóm- kirkju Normanna á Sikiley og sést þar Kristur alvaldur. Yngsta verkið er íslenskt, Pietá eftir Magnús Kjartansson, og sýnir niðurtektina af krossinum. Frumverk- in sem fengin voru að láni hjá Þjóðminjasafni Islands eru Guðspjallamenn frá Staðarhóli eftir óþekktan listamann, altaristaflan frá Upsum í Svarfaðardal eftir Hallgrím Jóns- son og altaristafla eftir Ámunda smið. Enn- fremur má þar sjá lítið mósaíkverk, Tvo Rómverja, eftir Erró úr eigu Listasafns Ár- nesinga. Að sögn Hildar Hákonardóttur, forstöðu- manns Listasafns Árnesinga, er sýningunni ætlað að vera nokkurs konar endurvakning á hinni miðaldalegu myndabók, þegar biblíu- sögur voru skráðar á veggi guðshúsa svo all- ir gætu „lesið“, líka hinir ólæsu. „Þótt Lút- her hafi lagt áherslu á orðið lærast frásögur Biblíunnar ennþá fyrst og fremst gegnum myndir. Myndir af Jesú hafa frá öndverðu endurspeglað afstöðu og aðstæður þeirra sem gerðu þær. Hvaða boðskap þarf að fela og fyrir hverju er barist, hvað á að kenna og hvaða áróður þarf að reka. Myndirnar sýna alþekkt atriði úr lífi Jesú, þegar hann var færður í musterið, skírnina, brottrekstur fjármangaranna úr musterinu og gönguna á vatninu. Kvöldmáltíðin, krossfestingin og Kristur upprisinn eru þeir atburðir, sem fangað hafa huga myndlistamanna síðari tíma hvað sterkast og um þá fjalla margar myndanna,“ segir Hildur. Jafnframt segir hún sýninguna varðaða leið gegnum vest- ræna stflsögu, allt frá býsönsku mósaíki, gegnum rómanska og gotneska list, yfir í barokk, raunsæi og póstmódernisma. Þannig sé sýningin vel fallin til kennslu í kristin- fræði, en ekki síður til fróðleiks í listasögu og myndmennt almennt. Á þessum árstíma stendur fermingarundirbúningur sem hæst og býður Hildur fermingarbörn sérstaklega velkomin á sýninguna. Upphaflega hélt hún að hún væri með til- búna sýningu í höndunum sem auðvelt væri að snara upp á veggi en fljótt kom í ljós að salirnir á Selfossi útheimtu öðruvísi upp- röðun en á Akureyri. „Svo við ákváðum að raða myndunum upp á nýtt í ævisögustíl. Salirnir eru allt öðruvísi hér og rýmistilfinn- ingin önnur. Hér látum við listastefnur skar- ast og bætum inn töluverðu af textum. Hjá nútímamanninum vinnur þetta tvennt sam-^ an, mynd og upplýsingar um höfund eða myndefni. Lýsingar Kristjáns Eldjárns á gömlum verkum eru ómetanlegar, því hann bendir á svo mörg atriði sem við sjáum ekki í fljótu bragði þótt við höfum myndina fyrir augunum,“ segir Hildur. Sést ekki nokkur engill Þegar hún fór að skoða sýninguna nánar fannst henni þó eitthvað vanta. „Þarna eru engar myndir frá boðun Maríu eða fæðingu Krists - og það sést ekki nokkur engill,“ seg- ir hún og rekur ástæðuna til sjónarhornsins. „Þetta eru allt karlmenn sem hafa gert myndirnar, sem eru um einhvern frægasta karlmann sögunnar - og það er karlmaður sem hefur valið myndirnar. Þjáningin og endalokin virðast lfka fanga hug nútíma- v mannsins meira en upphafið," heldur Hildur áfram og viðurkennir að vissulega hefði það verið athyglisverð tilraun að fá myndlistar- konu til að velja myndir af ævi Krists og sjá hvernig sjónarhornið hefði breyst. Herra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, opnar sýninguna í dag kl. 16. Við opnunina syngja félagar úr sönghópnum Voces Thules lög frá tíð séra Hjalta Þor- steinssonar í Vatnsfirði, sem var að sögn Hildar svo tónelskur að hann stemmdi hljóð- færin fyrir Þórð biskup Þorláksson, þegar hann var aðstoðarprestur í Skálholti. Þá mun myndlistarkonan Þóra Þórisdóttir flytja gjörning þar sem hún veltir fyrir sér þeimf skilyrðum sem Islendingar settu fyrir því að þeir tækju kristna trú fyrir 1000 árum. Sýningin stendur til sunnudagsins 19. mars nk. Sýningartíma safnsins hefur verið breytt og er nú opið alla virka daga nema mánudaga kl. 14-17 en kl. 13-18 um helgar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.