Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 12
Tiger Moth kennslufiugvélar Flugskólans Cumulusar á Reykjavíkurflugvelli 1947. FLUGIÐ OG FRUMHERJARNIR 5 M EÐ RÓFUPOKA I FRAMSÆTINU LJÓSMYNDIR OG TEXTAR: SNORRI SNORRASON Björn Jónsson flugumferðarstjóri við Stear- manflugvélina TFKAU, 1946. Talsvert fjör var í kennslufluginu á árunum eftir stríð, þar ber fyrst að nefna flugskólann Cumulus sem byrjaði kennslu 1945 með tveimur Tiger Moth DH82 kennsluflugvélum og svo skóla Svifflugfélagsins, sem var með eina Tiger Moth-flugvél, eina Luseombe og eina Stearman PT17-flugvél, en þá flugvél er nú verið að gera upp. Tiger Moth- flugvélamar voru allar byggðar í Kanada. Að- eins mun vera ein eftir, öll í smáhlutum, nú eru Akureyringar að gera þá flugvél upp, og er þar um að ræða aðra af Cumulus-flugvélunum, TF-KBD. Tiger Moth-flugvélin var sterkbyggð og ágæt kennsluflugvél, með stélhjóli en það er mjög æskilegt fyrir flugnema að læra á stél- hjólsflugvél, því þá verða menn að kunna að beita stýrunum í hliðarvindi. En þessi flugvél var frekar þung, spann vel, alveg lóðrétt og var alls ekki hrekkjótt. Er nú beðið með óþreyju eftir því hvemig muni ganga að endurbyggja TF-KBD fyrir norðan. Á þessum ámm voru kennsluflugvélarnar • ekki með talstöðvar svo farið var eftir ljósa- merkjum frá flugturninum. Blikkandi grænt þýddi að heimilt væri að aka; stöðugt grænt heimilaði flugtak og lendingu. Stöðugt rautt þýddi stans, og blikkandi rautt minnir mig að hafi þýtt að maður átti að forða sér; var fyrir. Alloft kom það fyrir að flugnemar sáu ekki ljósin frá turninum, eða gleymdu að horfa eftir þeim, vom kannski að koma inn til lendingar á sömu braut og Douglas eða Katalína-flugbát- ur. Þá rigndi rauðum merkjaskotum út um glugga flugturnsins, með tilheyrandi reyk og eldi. Oft skemmtu menn sér konunglega við þessa flugeldasýningu, þ.e. flestir nema flug- neminn, sem eftir lendingu var kallaður upp í flugturn, þar sem yfirflugumferðarstjórinn gaf honum tiltal. Sumir í flugturninum á þessum ámm vora allskotglaðir, þannig að ef maður sá ekki strax til lampans í tuminum þegar flug- vélunum var ekið um á vellinum hófst venju- lega skothríð í rauðu og hvítu út um gluggana. Þegar flugnemar þessara ára fóm í sín fyrstu yfirlandsflug var gerð flugáætlun, sem menn reyndu auðvitað að standa við, en svo var bara beðið á flugvellinum í Reykjavík hvort nemandinn skilaði sér á réttum tíma eða ekki. Þessi ferðalög gátu staðið í 4-6 klukkutíma án þess að nokkuð fréttist af nemandanum. Einn félagi minn var í seinna lagi þegar hann lenti á Tiger Moth-flugvélinni í Reykjavík að afloknu yfirlandsflugi. Hann gaf þá skýringu að lent hefði verið í leiðinni hjá bóndabæ þar sem vin- ur hans gaf honum rófupoka, sem hann hafði í framsætinu. Hann var brosandi út undir eym þegar hann sté út úr flugvélinni þrátt fyrir all- skrautlega lendingu þar sem hann missti vél- ina í það sem kallað er „ground-loop“, þ.e. rétt eftir að hann snerti flugbrautina fór flugvélin í hring þannig að neðri vængur nam við braut- ina. Allt þetta vakti mikla kátínu þeirra sem tóku á móti þessum nemanda flugskólans Cumulusar, haustið 1947. Höfundurinn er flugmaður og Ijósmyndari. Á Reykjavíkurflugvelli 1947. Verið er að dæla bensíni á Tiger Moth kennsluflugvél Svifflugfé- lagsins, en félagið rak flugskóla um þetta leyti. Auk þess átti félagið Luscombe og Stearman kennsluflugvélar. Talið frá vinstri: Gísli (föðurnafn vantar), Ásgeir Pétursson flugkennari, en sá sem ber við himnin er Guðmundur Baldvinsson, síðar gestgjafi á Mokkakaffi, en hann veitti for- stöðu skóla Svifflugfélagsins. I Á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1946 var haldin flugsýning á Reykjavíkurflugvelli. Þar fór m.a. fram hópflug þriggja Tiger Moth kennsluflugvéla. Á myndinni sést TF KAV sem Svifflugfé- lagið átti en henni stýrði Halldór Beck. Sitt hvoru megin og aðeins aftar voru tvær Tiger Moth flugvélar flugskólans Cumulusar. í þeirri sem Ijósmyndarinn sat í var Jóhannes Markússon flug- maður, en í hinni Anton Axelsson. Þessar tvær flugvélar fóru samtímis í veltu, heilan hring, en sú f miðið í það sem kallað er „loop“ eða bakfallslykkja. Boeing Stearman PT 17 kennsluflugvél Svifflugfélagsins þótti einkar skemmtileg og afburða góð flugvél. Hún var mikið notuð við að draga svifflugur á loft. Magnús Guðbrandsson fiaug þessari vél árum saman, en Magnús var síðar flugstjóri hjá Flugfélagi ísiands. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.