Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 2
Caput frumflytur Kópíu eftir HaukTómasson CAPUT-tónleikar verða haldnir í Salnum í Kópavogi annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. mars. Camilla Söderberg blokkflautu- leikari frumflytur Sononymus II eftir Hilmar Þórðarson, Tatu Kantomaa harmónikkuleikari flytur Wood-Spirit eftir Staffan Mossenmark og CAPUT hópurinn frumflytur Kópíu eftir Hauk Tómasson. Þá verða ílutt af DVD nokkur stutt tón-/myndverk eftir hollenska listamenn. Verkin eru úr svokölluðu Flash marg- miðlunarverkefni Bifrons stofnunarinnar sem Þóra Kristín Johansen semballleikari veitir for- stöðu og var frumsýnt í Stejdelijk listasafninu í Amsterdam. Má þar m.a. sjá konu sem syngur í kafi í 7 mínútur á 4 metra dýpi og hænu á dýra- geðveikrahæli á Indlandi. Verki eytt að loknum tónleikum Sononymus II eftir Hilmar Þórðarson er samið að beiðni Camillu Söderberg árið 1999 og er skrifað fyrir kontrabassa-, tenór- og alt- blokkflautur og rafhljóð. Verkið var frumflutt í Vín á síðasta ári og heyrist nú í iyrsta sinn á Isl- andi. Verkið er sjálfstætt framhald af Sonon- ymus I, samið fyrir óbó og tölvuhljóð og frum- flutt nýlega í Salnum af Eydísi Franzdóttur óbóleikara. Kópía er samin fyrir CAPUT hópinn árið 1999. Verkið sem er eftir Hauk Tómasson er skrifað íyrir flautu, hom, gítar, víólu, sembal, harmonikku og kontrabassa og er í sex köflum, sem allir fást við endurtekningu á einhvem hátt. Kaflamir heita Örbrigð I, Innskot, Hlekk- ir, Hringir, Déjá vu og Stúfar.Verkið var upp- Morgunblaðið/Kristinn Á tónleikum Caput kennir ýmissa grasa m.a. verður nýju verki Hauks Tómassonar eytt. haflega samið til flutnings 9.9. 99 kl. 9 en af því gat ekki orðið. Verður verkinu eytt eftir fram- flutninginn. Sænska tónskáldið Staffan Mossenmark samdi Wood-Spirit árið 1989 og fjallar verkið um göngu í skógi og lýsir þeim upplifunum sem göngumaður verður fyrir. Caputhópinn skipa Kolbeinn Bjamasson flauta, Emil Friðfinnsson horn, Einar Kristján Einarsson gítar, Guðmundur Kristmundsson víóla, Guðrún Óskarsdóttir semball, Tatu Kant- omaa harmonikka og Hávarður Tryggvason kontrabassa. Stjómandi er Guðni Franzson. Miðaverð á tónleikana er kr. 1.200/800 kr. og ókeypis er fyrir 12 ára og yngri. Margar tillögur að Háskólasöng Á FJÓRÐA tug laga barst í samkeppni um háskólasöng, sem efnt var til í tengslum við menningarborgarverkefni Háskóla Islands árið 2000. Lögin eru samin við erindið Vísindin efla alla dáð úr kvæði Jónasar Ilallgrímssonar „Til herra Páls Gaimard". I nýútkomnu fréttabréfi Háskóla Is- lands kemur fram að þátttaka hafi far- ið fram úr björtustu vonum aðstand- enda samkeppninnar en alls hafi borist 36 tillögur. Háskólakórinn undir stjórn Egils Gunnarssonar mun nú æfa upp lögin, þannig að dómnefnd geti metið þau og valið þau tvö lög sem verðlaun hljóta. I dómnefndinni sitja Páll Skúla- son rektor, Guðrún Björk Guðsteins- dóttir dósent, Reynir Axelsson prófess- or, Örn Óskarsson M.A. og Egill Gunnarsson, stjórnandi Háskólakórs- ins. Úrslit samkeppninnar verða kynnt á opnunarhátíð menningar- og fræðahá- tíðarinnar Líf í borg, 25. maí nk., og verða þá jafnframt afhent tvenn verð- laun. Áð því loknu mun Háskólakórinn frumflytja verðlaunalögin og viðstaddir gestir að því búnu taka undir með sam- söng. Mun þá reyna á þá forskrift sem tónsmiðum var gefin í lýsingu sam- keppninnar að „lagið þarf að vera auð- lært og henta vel til samsöngs við hin ýmsu tækifæri". Ránsfengur nasista finnst í Bretlandi London, New York. AP, AFP. VERK eftir mikilsmetna listamenn á borð við Picasso, Van Gogh, Monet og Renoir era í hópi um 350 listaverka í breskum listasöfnum sem talið er að nasistar hafi haft af gyðingum á ár- um síðari heimsstyrjaldarinnar. Bretar hafa nú bæst í hóp rúmlega 40 þjóða sem kveðast hafa hug á að skila ránsfeng nas- ista til réttmætra eigenda sinna. Talið er að verk í um tíu listasöfnum víðsvegar um Bret- land, m.a. verk sem era í eigu National Gallery og Tate-safnsins séu í þessum hópi. Eigendasaga listaverka í eigu breskra safna hefur verið könnuð undanfarið eitt og hálft ár og virðist sem eigendasaga um 350 verka sé ófullkomin. 100 listaverkanna er að finna í Nat- ional Gallery og önnur 80 í Tate, en söfnin era meðal stærstu listasafna Bretlands. Forsvars- menn listasafnanna segjast þó telja litla hættu á að öll þessi verk séu hluti af ránsfeng nasista að því er fram kom í dagblaðinu Daily Tele- graph í vikunni, en að sögn safnayfirvalda era aðeins á milli 20 og 30 verk sem sannanlega má telja að nasistar hafi haft af gyðingum. Töluvert hefur borið á dómsmálum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum vegna meints ráns- fengs nasista undanfama mánuði. Réttinda- hópar gyðinga telja m.a. að þúsundir lista- verka, sem stolið hafi verið af gyðingum, sé að AP Verk Alfred Sisley, „Horft yfir þorpið Moret“, er eitt 350 verka í breskum söfnum með ófull- komna eigendasögu. finna í Bandaríkjunum. En réttindahóparnir telja bandarísk listasöfn ekki sýna mikinn áhuga á að kanna eigendasögu verkanna. „Hvernig má það vera að í Bretlandi sé mögu- lega 350 verk að finna, en safnayfirvöld í Bandaríkjunum finni ekki eitt einasta?“ sagði Elan Steinberg framkvæmdastjóri Heimsráðs gyðinga. AP „Tíminn afhjúpar Sannleikann", eftir 18. aldar listamanninn Jean-Francois Detroy, er í hópi 100 verka í eigu National Gallery sem nasist- ar kunna að hafa stolið af gyðingum. Hafnarfjarðarleikhúsið Veruleikurinn Júlíus ÆFINGAR standa nú yfir í Hafnar- fjarðarleikhúsinu á bamaleikverkinu Júlíus. Þetta er samvinnuverkefni ís- lenska leikhússins og Hafnarfjarðar- leikhússins. í verkinu koma við sögu leikarar, brúður, grímur og tónlist. Þórarinn Eyfjörð er leikstjóri sýn- ingarinnar. Aðstandendur sýningarinnar nefna leikverk sem þetta Veraleikhús („Object theatre“), en sú aðferð við leiksýningar hefur ekki verið mikið notuð hérlendis þó velþekkt sé í Evrópu að þeirra sögn. Efni verksins er sótt í samnefnda barnabók eftir Anne-Marie Chapou- ton og Jean Claverie sem Mál og Menning hefur gefið út í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Sagan fjallar í stuttu máli um Júl- íus, lítinn dreng sem lifir í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og fer svo- Morgunblaðið/Jim Smart Ásta Hafþórsdóttir og Tómas Lemarquie með eina brúðuna úr Júlíusi. lítíð sínar eigin leiðir í tilverunni, en mætir stundum harkalegum viðbrögð- um í samfélaginu. Hann er að leita að samastað og í þeirri leit hittir hann manneskjur, verur og náttúrakrafta sem hafa áhrif á hann. Júlíus reynir að aðlagast óskráðum reglum til að öðlast viðurkenningu - en ekki er allt sem sýn- ist og margt verður að læra af reynsl- unni. Sagan er ljóðræn og full af sígild- um boðskap sem á erindi til okkar allra. Þegar er búið að bjóða leikhópnum til Finnlands með uppfærsluna, á þekkta alþjóðlega leiklistarhátíð. Ásta Hafþórsdóttir er brúðuhöfund- ur og brúðustjórnandi. Egill Ingibergs- son hannar leikmynd og lýsingu. Pétur Grétarsson semur tónlistina, og sér um hljóðfæraleik og brúðustjórn. Tómas Lemarquie er leikari, bráðu- og grímu- stjórnandi. Frumsýning á Júlíusi er fyrirhuguð þann 18. mars. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Englaborg, Flókag. 17: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 19. mars. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Sara Vilbergsdóttir. Til 19. mars. Galleri@hlemmur.is: Eirún Sigurð- ardóttir. Til 26. mars. Gallerí One o One, Laugavegi: Ás- mundur Ásmundsson. Til 12. mars. Gallerí Reykjavík, Skólavörðustfg: Níu grafíklistamenn. Til 4. mars Gallerí Stöðlakot: Grímur Marinó Steindórsson. Til 19. mars. Gallerí Sævars Karls: Georg Guðni. Til 8. mars. Gerðarsafn: Ljósmyndarafél. ísl. Blaðaljósmyndarafélag íslands. Vig- fús Sigurgeirsson. Til 19. mars. Gerðuberg: Sjónþing Önnu Líndal. Til 19. apríl. Hafnarborg: Kristín Loftsdóttir, ljósm. Pétur Gautur. Til 20. mars. Hallgrímsk.: Sigurður Örlygsson. Til l.júní. i8, Ingólfsstræti 8: Ólöf Björnsdóttir. Til 2. apríl. Islensk grafík, Hafnarhúsinu: Alist- air Maclntyre. Til 12. mars. Kjarvalssstaðir (austursalur): Jó- hannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarv- alssafni. Katrín Sigurðardóttir málar á vegg miðrýmis til 16. mars. Listasafn ASÍ: Norrit: Guðrún Gunn- arsdóttir, Agneta Hobin, Ulla-Maija Vikman og og Inger-Johanne Brauta- set. Til 12. mars. Listasafn Árnesinga: Kristur Myndasaga. Til 19. mars. Listasafn íslands: Svavar Guðnason og Nína Tryggvadóttir. Til 26. mars. Svava Björnsd. Til 2. apríl. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug. og sun. kl. 14-17. Höggmynda- garðurinn ppinn alla daga. Listasafn ísl.: Roni Horn. Til 5. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listhúsið Laugardal: Sissú. Til 16. mars. Mokkakaffi: Aðalheiður S. Eysteins- dóttir. Til. 11. mars. Norræna húsið: Gisle Frpysland. Til 12. mars. Elsku Helsinki: Ljósmyndir og fatahönnun. Til 26. mars. Nýlistasafnið: Kvikar myndir. Til 12. mars. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning opin þriðjudaga-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. Þjóðarbókhlaða: Stefnumót við ís- lenska sagnahefð. Til 30. apríl. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir „Fréttir". TONLIST Laugardagur Langholtskirkja: Karlakór Reykja- víkur. Kl. 15. Salurinn: Domenico Codispoti kl. 16. Sunnudagur Salurinn: Caput kl. 20.30. Neskirkja: Kyi-jurnar. Kl. 17. Miðvikudagur Salurinn: Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Valgerður Andrésdóttir. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Glanni glæpur í Lata- bæ, sun. 5. mars. Krítarhringurinn í Kákasus, fös. 10. mars. Komdu nær, mið. 8., fim. 9. mars. Hægan Elektra, sun. 5., fim. 9., fös. 10. mars.Vér morðingjar, lau. 4. mars. Borgarleikhúsið: Afaspil lau. 4., sun. 5. mars. Sex í sveit, lau. 4. mars. íslenski dansflokkurinn: Goðsagnirn- ar, fim. 9. mars. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, lau. 4., fim. 9. mars. Sjeikspír... mið. Hafnarfjarðarleikhúsið: Salka, ástar- saga, fös. 10. mars. Loftkastalinn: Panodil, lau. 4., sun. 5., fös. 10. mars. Kafflleikhúsið: Ó - þessi þjóð, lau. 4. mars. Nornaveiðar, sun. 5. mars. LA: Skækjan Rósa, lau. 4. mars. Gosi, frums. lau. 4. mars. Sun 5. mars. Félag eldri borgara. Ásgarður Glæsibæ: Rauða klemman, sun. 5., mið. 8. mars. Möguleikhúsið við Hlemm: Langafi prakkari, mið. 8., fim. 9. mars. Tjarnarbíó: Töfratívolí, sun. 5. mars. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.