Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 7
BRÉF FRÁVESTURHEIMI Hjónin Sigríður Jónsdóttir og Jón Jónsson fluttust úr Borgarfirði til Kanada 1878 með fjögur börn sín. Þau námu land í Mikiey í Winnipegvatni og bjuggu þar í 24 ár. Þau eru hér í hópi afkomenda sinna og fleiri Vestur-íslendinga. Þau hjónin sitja í annarri röð, Jón er beint aftur af unga manninum í fremstu röð sem situr á hækjum sér, en Sigríður situr Jóni á vinstri hönd. HVAÐ GERÐU KONURNAR? „...ekki batnaði þá þegar ég sá konurnar berhöfóað- ar, berfættar, svuntulausar á kolmórauðum skyrtulörf- um því engin var sápa til og ekkert til að kaupa fyrir, og þar lá ég nú og börnin í hálfan mánuð..." Ljósmynd: Gísli Sigurðsson. í kirkjugarðinum í Mikley má víða sjá íslensk nöfn enda var þar á tímabili alíslensk byggð. Iágætri bók sinni „Nýja ísland. örlaga- saga vesturfaranna í máli og myndum“ (Mál og menning, Rvík, 1997) segir höf- undurinn, Guðjón Arngrímsson, á bls. 153: „Fátt er sagt um hlutskipti kvenn- anna og barnanna í þeim frásögnum sem til eru um upphafsárin í Nýja-íslandi. Verkaskiptingin hefur án efa verið sú sama og hún var á Islandi - konurnar sáu um bömin, matinn, þrif og ýmis önnur tilfallandi verk.“ I fórum mínum er bréf borgfírskrar konu sem fór ásamt fjölskyldu sinni til Manitoba á fyrstu árum íslenskrar byggðar þai’. Eins og þar kemur fram stflar hún bréfið og les manni sínum fyrir, hún má ekki eyða tímanum í skrift- ir. Þau bjuggu fyrst í Mikley í Winnipegvatni, og eins og þama kemur fram vom störf kvenn- anna á frumbýlingsárunum að ýmsu leyti ólík því sem bóndakona úr Borgarfirði átti að venj- ast. Hjónin hétu Sigríður Jónsdóttir og Jón Jónsson. Þau bjuggu á Hofstöðum í Stafholts- tungum 1871-77 og á Uppsölum í Norðurárdal 1877-78. Þau fluttust til Kanada 1878 með böm sín, Þorbjörgu 6 ára, Jón 5 ára, Kristínu 3 ára og Helgu ársgamla. Viðtakandi bréfsins var amma mín og systir Jóns. Þuríður Jónsdóttir, sem bjó á Svarfhóli í Stafholtstungum, gift Birni As- mundssyni bónda þar. I Almanaki Olafs S. Thorgeirssonar 1912 er stutt grein um þau hjón Jón og Sigríði. Þar seg- ir: „Nam Jón land við höfnina í Mikley í Winnip- egvatni og bjó þai- í 24 ár, bygði hann bryggju við höfnina og hélt henni við, þar til stjómin bygði þar bryggju. Hann hafði þar eldiviðarsölu um mörg ár og stofnaði þar verslun í félagi við son sinn, Jón H. Johnson. Árið 1905 seldi hann land sitt og flutti til Grunnavatnsbyggðar og nam þar land í annað sinn og býr þar enn og er talinn auðugur maður.“ ÞURÍÐUR J. KRISTJÁNSDÓTTIR. Hlíðarhúsum, Mikley, 14. júní 1879 Heiðraða góða vinkona. Ástkær heilsan. Ég kaupi af manninum mínum að vera bréfrítari fyrir mig með þvi skilyrði að hann skrifi hvert orð sem ég stfla, til þess að ég eyði ekki pappír og tíma til lítils, því tíminn er lítill því við ætlum að koma bréfinu á gufubát sem kemur til myll- unnai' á hverri stundu. Er þá fyrst að geta þess þegar við komum til Quibeck kom Jón, maður- inn minn, með þá fregn til mín að hann ætlaði til Nýja-íslands eftir áeggjan Guðmundar frá Tjaldanesi, eftir orðum Sigtryggs að það væri enginn munur á landi í Nýlendunni og í Minnis- ota nema hvað það væri hægara að lifa fyrir fá- tæklinga í Nýlendunni. Við þá fregn varð ég bæði hrygg og reið en hafði ekki þrek í mér til að taka algjörlega af skarið með það svo Jón fór aftur til þeirra og sagði að konan sín vildi ekki fara til Nýlendunnar, svo Guðmundur kom til mín og fór að tala við mig að þetta væri skökk skoðun fyrir mér því það væri betra fyrir okkur svona fátæk, en ég sagði honum að ég hefði ekki þurft að fara frá Islandi úr bleytunni þar til að sökkva alveg ofan í forina á Nýja-íslandi. Þessu gegndi hann litlu til utan að hann kæmi líkast til bráðum til Nýlendunnar því landið væri þar víst eins gott ef ekki betra en í Minnisota, svo ég skipti mér ekki meira af því þegar ég vissi af okkar fátækt. Svo tala ég ekki um ferðasögu okkar vestur fyrr en í fyrsta sinn er ég steig á land í Nýlendunni sem var í Sandvík þar sem við lágum til byijar úti í eyna, og þar leist mér nú ekki á en kom það þó ekki á óvart að ég sá þar nokkra karlmenn næstum því á sokkaleistun- um, alla rifna og tætta og skein víða í þá bera og drullugir upp í klof. Og svo heilsaði hún mér Nýlendan með því að ég missti Helgu sálugu svo þú getur víst séð hvemig þú heldur að ég hafi verið inn á mér um þær mundir. Svo komumst við út til eyjarinnar og til Jóns sem var á Svartagili og en skreið þó oftast í föt og út fyrir dymar því ég gat þar ekki inni verið, en það var hlynnt að okkur eins og það gat, við fengum nýmjólkurmörk á hverju máli, líka fengum við mat hefðum við getað haft not af því, það var fiskur og kartöflur því annað var ekki til. Bömin höfðu ekki lyst á þvi en vora þó alltaf að biðja mig um mat og þá getur þú séð hve ró- leg ég muni hafa verið, og Jón minn ekki heima. Hann var inn á Gimli að sækja hveiti og það sem hann keypti. Ég fór eitt sinn að tala við stjúpu mína að hér væri mikið leiðinlegt og þá sagði hún: „Þetta verðurðu að hafa, hér máttu sitja og hingað ertu komin.“ Ég ansaði þessu fáu en fannst það [ekki] vera skynsamleg huggun fyrir mig [þar] sem mér fannst ég vara veik bæði á sál og líkama og svo máttlaus var ég að ég gat ekki snúið sænginni minni á meðan Jón minn var í burtu. Segðu Jórunni að ég geti ekki lagt það á hana stjúpu mína að skaffa mér allt sem mig vantar, hún hefur gefið mér eina vettlinga, hún hefur verið mér almennileg, kerlingargrey- ið, þó hún lagaði svona sniðugt huggunargrein- ina við mig. Svo bar ekkert til tíðinda, við fóram svo smátt og smátt að hressast. Við vorum í húsgarmi í vetur sem Kristján Geitareyja átti, hann tók sér þar land fyrst sem Stefán, norðlenskur maður sem kom að heiman undireins og við, ætlaði að kaupa en hætti við en tók Borðeyri... (illæsilegt). Það var heldur kalt í því húsi í vetur, það fraus tveggja tommu þykkt á vatni uppi á stónni yfir nóttina þegar kaldast var. Ókkar vanalega vinna, kvennanna hér, er að þegar við rífum upp augun kveikjum við upp í stónni, setjum upp teketil og pott til að fara að sjóða fisk, og svo fá margir sér te og brauð, þeir sem það eiga, á morgnana, svo er farið að borða kl. 8 til 9, svo er farið að sjóða fisk í kýmar því þær drekka allt soð og éta fisk, svo föram við að gera að fiski, svo föram við að sjóða til miðdagsverðar og þetta gengur daginn út og daginn inn dag eftir dag, viku eftir viku svo við getum varla þjónað eða tekið í gat. Það er skemmtilegt að þú beiddir mig um að skrifa þér hvað marga diska ég ætti þegar ég væri komin til Ameríku, ég held ég verði að gera það og það er íljótt yfir sögu að fara með það, það er einn blikkdiskur, allur beiglaður, heiman frá Islandi, en stónni fylgja mörg flát, og það er fyrst 2 pottar sem taka 11 merkur hvor, teketill, 2 jámskúffur sem era brauðskúffur, 2 blikk- sMfur sem á að baka fínabreuðið í og 2 blikk- skálar sem eiga að vera fyrir búðing, við brúk- um nú ekki með þetta, líka blikkfat til gufusuðu, tekanna, steikarapanna og smjörspaði og stór blikkpottur með eirbotni sem teMr 40 merMr sem er til að hita þvottavatn í. Mikið langaði mig í kaffi í haust þegar mér fór að batna og það svo að ég var veik um miðjan daginn, en þar var engin bót við, en fyrir jól eignaðist ég svolítið af því, því Jón geymdi fáein cent til að kaupa kaffi til jólanna. Exportkaffi fæst hér ekki en allir hlutir aðrir fást ef maður á peninga. Ég óskaði annarri hvorri ykkar Jórannar1 til mín í vetur þegar ég átti barnið en hvorag ykk- ar kom. Það var hjá mér karl sem þó hafði verið hjá mörgum kvenmanni en ekki var mér það rétt geðfellt, en Guð gaf að það gekk allt vel, en lengi vai- ég hálf vesöl á eftir, en nú fyrir löngu orðin vel frísk. Okkur líður nokMm veginn vel eftir því sem um er að gera, við eram öll orðin vel frísk, lof sé Guði, mér þykir mikið vænt um Helgu litlu, en mér þykir leiðinlegt hvað hún verður að vera illa til fara því ég var nauðbeygð til að farga nokkra af fötunum af Helgu sálugu þegar fátækin var svo mikil, því allir sem við höfum kynnst hafa verið okkur vel. Þorbjörgu þykir líka vænt um Helgu liltlu, hún er svo trygg við nafnið. Ég bið að heilsa Önnu og segðu henni að hún hafi haft nógu vandaða sokkana sem hún gaf Þorbjörgu, ég held að þeir hefðu átt að vera sauðsvartir og þykkir eins og kút- rónh' sjóvettlingar, því það ætti best við hér á vetuma því þó karlmenn hefðu umsnúna hunds- belgi um höfuðið á vetuma tæki enginn til þess því allir hafa líf sitt að verja fyrir kulda á vatn- inu. Það vildi ég að það væri einhver kunnug stúlka mér komin til Winnipeg því þá skyldi ég biðja hana að útvega mér smávegis sem ég gæti brúkað sem ekki kostaði þar mikla peninga. Það er líka ekki ónýtt fyrir einhleypar stúlkur að vera þar, þær hafa þar, ef það era liðlegar stúlk- ur í sér og Mnna málið, hærra kaup en karl- menn ef þær eru á Hótelum (wertshús). Þær hafa frá 12 til 16 dollara um mánuðinn og jafnvel meira, en vanalega hafa þær frá 10 til 12 í öðrum húsum. Mér líst nú ekki svo illa á mig í eyjunni því ég sé að eyjan er heldur í framfórum og svo geta menn haft gott af versluninni við mylluna ef hún helst nokkuð. Ég ætla að biðja ykkur Jóranni að leggja vel saman og skrifa Vigdísi2 fyrir mig því ég veit ekki hvar hún er, og segja henni ágrip úr þess- um bréfum. Sýndu systrum þínum bréfið ef þér þykir það þess vert. Ég verð nú nauðug að hætta því skrifarinn afsegir að skrifa meira. Ég ætla að biðja þig að skrifa mér greinilega um Kristbjargar3 hagi. Að endingu bið ég kærlega ða heilsa manni þínum og börnum og í einu orði öllum mínum kunningjum, og að síðustu óska ég þér allrar lukku og blessunar í lífi og dauða, það mælir þín einlæg tengdasystir. Sigríður Jónsdóttir. Tobba biður að heilsa Fríðu4, afa sínum og Jóranni og Kristbjörgu. Heimildir: 1 Jórunn Jónsdóttir Ijósmóðb' í Rauðanesi í Borgar- hreppi, systir Þuríðar á Svarfhóli sem einnig var (jósmóðir. 2 Vigdís, systir Sigríðar, bjó í Barðastrandarsýslu. 3 Kristbjörg Jóhannesdóttir, var á Hofstóðum o.v. 4 Málfríður dóttir Þm-íðar og Bjöms á Svarfhóli. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.