Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 6
Háskólinn í Halle í Þýskalandi. unni í Khöfn og hlaut nafnið Eigil Halfdan (f. 11. júlí 1899, cand. juris frá Hafnarháskóla 1927). Amma Knuds var Hildur Jónsdóttir Johnsen (1807-1891) frá Grenjaðarstað, systir Guðnýjar skáldkonu frá Klömbrum (1804- 1836), ömmu Haraldar. X. 11. október ritar Haraldur enn frá Pileallé 3: „Nú fer Bjöm ritstjóri heim með skipinu, hann var réttar 3 vikur á spítalanum, er því kominn út þaðan fyrir 6 dögum. Býr hann nú á hótelinu, sem Thjell heldur og sem er eins og 6 mínútna gang héðan, þar sem ég bý. (Hér mun átt við Hagbard Vigor Valdimar Thjell, f. ca 1853 í Danmörku, konu hans Sig- ríði Önnu Pétursdóttur, f. á ísafirði 1853 og dóttur þeirra Lydíu Önnu Steinunni Camillu Thjell, f. á Búðum 1877. Hagbard var áður faktor á Búðum í Staðarsveit.) Þar hefi ég tal- að bæði við Thjell sjálfan, konu hans og Lydíu, sömuleiðis við mágkonu Thjells, frú Steinunni, sem er þar í kynnisferð frá Amer- íku. Hún gat meðal annars frætt mig heilmik- ið um Sigríði móðursystur þína (hér er átt við Sigríði Einarsdóttur Magnússon, konu Eiríks Magnússonar meistara í Cambridge = „Sig- ríður dóttir hjóna í Brekkubæ..." o.s.frv.) „Segir hún, að Sigríður búi í New York og búi þar jafnan á fínu hóteli, hún sé kát og fjörug, haldi stundum fyrirlestra og líði henni mjög vel. Hún sé þar talin með fína fólkinu, meðal annars sjái maður oft í blöðunum, að þennan og þennan dag ætli frú Magnússon að borða miðdag hjá hinum og þessum háttstandandi manni. Frú Steinunn segist oft hafa komið til hennar og hún oft til sín. Hún hafi jafnan von um að geta selt hinn íslenska búnað og skart- grigi fyrir hátt verð og þykist svo ætla að fara til íslands. Frú Steinunn heldur, að hún fái stöðugt peninga frá Eiríki manni sínum til þess að lifa fyrir. Hvort það er rétt, veit ég eigi, svo mikið segist Steinunn vita, að það einu sinni hafi verið mjög ástríkt hjónaband. I gær hitti ég Pál Briem amtmann, hann er nýkominn hingað til Khafnar ásamt konu sinni. Ég gekk með honum dálítinn tíma og þótti mér mjög gaman við hann að tala. Hann er einn af þeim mönnum, sem hafa „inter- esse“ nærri því fyrir öllu. Hann ætlar til Eng- lands í nóvember. En hingað eru þau hjón komin af því að kona hans er veik í handlegg (máttleysi). Páll Briem (1856-1904), kona Álf- heiður Helgadóttir (1868-1962) lektors Hálf- dánarsonar.“ XI. Þann 7. nóvember 1899 ritar Haraldur frá 31 Bateman Street í Cambridge: „Ef þú lítur á yfirskrift þessa bréfs, getur þú séð, að ég er þegar kominn til Englands, fyrr en þig varði og fyrr en ég sjálfur hafði búist við og gert ráð fyrir... Um morguninn 21. okt. kl. 9.05 f.h. hélt ég af stað frá Kaupmannahöfn. Fór fyrst með jámbraut yfir þvera Danmörku, til Es- bjerg á vesturströnd Jótlands, kom þangað kl. 5'A e.h. sama dag. Þaðan fór ég með gufuskipi kl. rúmlega 7 þetta sama kveld (laugardags- kveld). Eins og þú munt geta ímyndað þér, bjóst ég við að verða sjóveikur, einkum þar sem rok hafði verið á landi þennan dag, en þó hreinviðri. En nú lægði veðrið og við fengum yndislegasta veður alla leið til Englands, svo að ég lék við hvem minn fingur af ánægju og kenndi engrar sjóveiki. Ferðin er ekki löng og vomm við rúman sólarhring á leiðinni. Þó gát- um við ekki komist í land á sunnudagskveldið, en urðum að liggja úti fyrir um nóttina vegna þoku, en snemma á mánudagsmorguninn hinn Upphaf eins sendibréfsins frá Haraldi til Bergljótar, dagsett 13. maí 1899. 23. okt. fór ég í land í Parkeston Quai, sem er rétt hjá borginni Harwich og er þessi leið vanalega kölluð Esbjerg-Harwich leiðin. Það- an fór ég svo með járnbrautinni kl. 7 um morguninn og kom hingað til Cambridge kl. rúmlega 9'/z. Eiríkur (Eiríkur Magnússon 1833-1913) var þá ekki heima, en hafði skrifað mér að koma rakleiðis heim til sín og beðið bústýru sína að taka á móti mér, er ég berði að dyrum. Og er ég hafði setið hér heima hjá honum rúma tvo tíma og borðað morgunverð, kom hann heim utan af landi (prestssetri hér í grendinni). Tók hann mér mjög ástúðlega og vildi ekki heyra um annað talað en að ég byggi hér heima hjá sér. Nýt ég þín og for- eldra þinna hjá honum, ég ætlaði auðvitað að leigja mér herbergi úti í bæ, en þótti mjög gott að mega eiga hann að með ýmislegt, en svar hans var: „Það væri nú annað hvort, þó ég gerði eitthvað fyrir tengdason Soffíu." Ég verð líka að segja það, að þennan hálfa mán- uð, sem ég hefi verið hér, hefur hann verið mér svo ástúðlegur, að hann hefði ekki getað verið mér betri, þótt hann hefði verið faðir minn og ég sonur hans... Við Eiríkur höfum spjallað mikið saman síðan ég kom hingað, bæði um pólitík, banka- mál og enn alvarlegri efni, og ekki þurfið þið að vera hrædd um, að ég gæti mín ekki. Ég veit hvað ég geri og þekki manninn dálítið, veit að hann er geðríkur, en það er líka það góða við djúpmenntaða menn, sem jafnframt eru „gentelmen“, að þeir þola að disputera án þess að af því spretti nokkur óvild. Aldrei hef- ur okkur orðið sundurorða út úr pólitík. Hið eina, sem setur hann í verulegan hita, er það, að ég skuli efast um að hann hafi ekki rétt í öllum atriðum bankamálsins, en eins og þú veist stendur hann þar einn uppi, og ég held svo að segja allir aðrir á móti honum og það hefur pabbi þinn skrifað mér einu sinni, að sér sé ómögulegt að vera honum sammála í því stóra máli. XII. Síðan ég kom hingað til Cambridge hefur mestur tíminn farið í að lesa ensku. Það er bráðnauðsynlegt til að komast upp á að skilja málið. Ég ætla mér því ekki að fara á fyrir- lestra strax,.ég mundi alls ekki skilja þá. En ég læri ensku hjá manni einum hér, að nafni Mr. Pass, gegn því að segja honum til í þýsku. Lesum við saman þrisvar í viku, hérumbil l'A klukkustund í senn. Hann er candidat (B.A.) í austurlandamálum (hebresku, sýrlensku, og assýrísu etc.) og er Gyðingur, en fæddur og uppalinn í Englandi. Mikið dæmalaust þykir mér sum hús vera falleg hér í Cambridge. Það eru einkum collegíin, þó tekur King’s College þeim öllum fram, eða einkum King’s Chapel. Það er sú fegursta bygging, sem ég hefi nokk- urn tíma séð.“ Þeir Eiríkur og Haraldur fylgj- ast með þróun mála heim á íslandi og fá Þjóðólf sendan... „sömuleiðis hefi ég séð Þjóðólf og fregnina um hinar ljótu aðfarar „tröllsins“ við Hannes Hafstein og menn hans. Grein um þær aðfarir, rituð af Birni M. Olsen og fleirum í Reykjavík, hefur Eiríkur sent til eins af blöðunum í London og ætla þeir að taka hana.“ (Tröllið virðist vera Nils- son skipstjóri á Royalist nr. 423 frá Hull, sem drap 3 menn þann 10. okt. 1899 á Dýrafirði og sjálfur slapp sýslumaðurinn Hannes Hafstein naumlega.) „Ég fékk ágætt bréf frá Friðrik frænda (Hallgrímssyni), Útskálapresti nú með síðustu ferð. Segir mann mér þau tíðindi, að hann hugsi til að gifta sig í vor. Kvartar hann und- an því, að við skulum ekki geta slegið saman, fyrst ég gifti mig í Stykkishólmi, bað hann mig bera þér kæra kveðju sína sunnan úr Keflavík. Hann segir að sér líði mjög vel.“ 14. nóvember ritar Haraldur: „Um jólin verð ég að líkindum hér í Cambridge og fer þá í hinar veglegu kirkjur hér, þar sem sálma- söngurinn er svo indæll, ekkert í hinni ensku kirkju er svo hrífandi eins og hinn dýrðlegi sálmasöngur og verð ég þó að segja það, að hvergi hefi ég séð eins fagra og viðhafnar- mikla guðsþjónustu eins og hér í Englandi. En það er ekki dreginn seimur á hverri hend- ingu eins og Jónas gerir í Dómkirkjunni í Reykjavík (Jónas Helgason organisti 1839- 1903). XIII. 17. nóvember eru þeir Eiríkur komnir til London og er stefnan tekin á British Mus- eum, en Haraldur var mjög spenntur að kom- ast þangað og átti sá staður eftir að verða honum einna kærastur allra í Englandi. „Það er hið langstórkostlegasta safn, sem ég hefi nokkum tíma séð.“ Þeir Eiríkur þiggja kveld- verðarboð hjá Mr. Rickman, miklum vini Eir- iks og prófasthjónanna í Stykkishólmi, tilvon- andi tengdaforeldra Haralds. Th. Rickman var auðugur byggingameistari í London. 23. nóvember eru þeir félagar aftur komnir til Cambridge og þiggja þar mikið boð hjá Hargood-systrum, 'sem haldið er í húsi Frí- múrara og stærsti salurinn allur blómskreytt- ur. „Kvöldskemmtunin (frá 21-23.30) var svo aðallega í því falin að hlusta á ágætan söng. Var það heill consert, sungin alls 17 lög, voru það bæði sólóir og dúettar. Var söngfólkið frá London, tveir söngmenn og tvær söngkonur, allt frá academíinu í London, enda var söng- urinn stórkostlega fagur. Alls voru boðsgestir um 100, mikill hluti af helsta fólki Cambridge- borgar. Höfðu boðsmiðamir verið sendir út lA mánuði á undan, svo að allt var nú fólkið í meira lagi skrautbúið, kom mér vel að hafa nýja kjólinn minn hér. Við innganginn var út- býtt smáheftum, þar sem prentað var pro- gram og öll kvæðin, sem sungin vom. Er inni- hald kvæðanna flestra einkar fallegt, og þegar við Eiríkur komum heim í nótt kl. 24.00, fór- um við að stúdera þau betur og hann að út- leggja þau fyrir mér. Höfðum við báðir skemmt okkur svo Ijómandi vel, að við sátum uppi og spjölluðum saman til kl. 04, ég etandi rúsínur, möndlur og sveskjur, en hann drekk- andi ögn af víni. Það er siður Eiríks að „trakt- era“ mig á þann hátt af því að ég smakka aldrei vín, en eitthvað vill hann að ég hafi í vínsins stað.“ Fallegast þótti Haraldi kvæðið ,311 Soul’s Days“. XIV. Þann 30. nóvember 1899 ritar Haraldur enn frá Cambridge, en þann dag varð hann 31 árs: „Ég hefi verið tvo tíma á háskólanum í dag og hinn tímann hefi ég verið að lesa. En nú er Eiríkur á fundi og ég einn heima. Þegar ég var orðinn einn fór ég að hugsa heim og því kom mér í hug að nota næðið til þess að skrifa þér nokkrar línur. Auðvitað hefur E. engan grun um, að það sé fæðingardagur minn, ég gæti þess vel að láta hann eigi vita af því, þar eð mér leiðast allar „gratulationer“ þann dag.“ 8. desember: Haraldur þakkar Bergljótu unnustu sinni fyrir bréf, er hún ritaði frá Stykkishólmi 27. okt., er hann fékk 27. nóv. - Mánuð á leiðinni. „Síðan ég skrifaði þér síðast hefi ég verið í tveimur stórboðum, auk ýmissa smærri. Annað þeirra var kveldboð hjá Mrs. Kennedy, hitt miðdagur hjá prófessor Kirk- patrick, sem er prófessor hér við háskólann í hebresku og Master of Selwyn College. Ég hefi hlustað á fyrirlestra hans frá ca 20. nóv. Það er mjög elskulegur maður og skemmti ég mér vel hjá honum. Vorum við undir 20 til borðs. Var þetta hinn 6. þ.m., hitt boðið var hinn 5. og þar var Eiríkur líka. Á sunnudag- inn var bauð Mr. Pass, sá er ég læri enskuna hjá, mér að borða miðdag með sér í St. John College. Var það mjög interessant. Er borð- salurinn þar næsta mikill, því um 300 manns eru í því College. Er þar jafnan lesin borðbæn á latínu. Sérstakt borð er þar fyrir gesti og situr sá hjá þeim, er boðið hefur. Hafði Mr. Pass boðið tveim öðrum mönnum. Á eftir var haldinn fundur í Collegíinu og var ég á hon- um.“ 12. desember ritar Haraldur: „I fyrra kveld kom hér í fyrsta sinn á þessum vetri snjóföl, þótti mér það svo nýstárlegt, að ég fór út fyrir dyr til þess að sjá og heilsa upp á þennan gamla kunningja minn, snjóinn. Sá dagur, hinn 10. mun hafa verið silfurbrúðkaupsdagur þeirra Elísabetar móðursystur og Björns (Jónssonar ritstjóra). Hefði ég þá gjarnan vilj- að vera kominn heim til Reykjavíkur. Ég býst við að ættfólkið hafí þá allt verið hjá þeim og sá dagur verið gleðidagur. Ég veit, að við mundum bæði, Begga mín, hafa verið kær- komnir gestir þar með í vinahópinn. Þú veist, að Björn er mér kær.“ 16. desember 1899: Haraldur ritar nú sitt síðasta bréf frá Cambridge, sem varðveist hefur. Heldur áfram með bréfið sunnudaginn 17. des: „Ég er nýkominn heim frá yndislega fagurri kveldguðsþjónustu í King’s Chapel. Mrs. Kennedy tók mig með sér þangað. Er það einhver sú stórkostlegasta kirkjumúsík, sem ég hefi nokkurn tíma heyrt, enn tilkomu- meiri en í Trinity Chapel. King’s Chapel er líka fegursta kirkjan í bænum og sjálfsagt ein af hinum fegurstu stórbyggingum, sem til eru í heiminum." Nú er kominn ferðahugur í Harald, hann áformar að halda heim frá Leith þann 9. mars 1900 og koma til Reykjavíkur þann 17. mars 1900. Eftirmáli Þann 13. mars 1900 er Haraldur staddur í Commercial Hotel í Leith á heimleið og ritar Eiríki Magnússyni þakkarbréf fyrir frábæra gestrisni meðan á Cambridge-dvölinni stóð. Síðan heldur hann af stað með skipi til Reykjavíkur og kemur þangað 25. mars 1900. Brúðkaup þeirra Bergljótar Sigurðardóttur og Haraldar Níelssonar fór fram í Dómkirkj- unni í Reykjavík laugardaginn 9. júní 1900. Faðir brúðarinnar sr. Sigurður Gunnarsson (1848-1936) prófastur í Stykkishólmi gaf þau saman, en svaramenn voru Hallgrímur Sveinsson (1841-1909) biskup og Björn Jens- son (1852-1904) menntaskólakennari. Veislan stóð í Vinaminni (Mjóstræti 3) hjá Maríu syst- ur Soffíu Emilíu, móður Bergljótar. Bergljót og Haraldur eignuðust fimm börn: Sigurð (1901-1990), Soffíu (1902-1962), Komelíus (1906-1960), Elínu (1909-1970) og Guðrúnu (1910-1983). Bergljót Sigurðardóttir varð skammlíf, hún andaðist þann 18. júlí 1915, að- eins 35 ára gömul, fædd 20. ágúst 1879. Framhaldsmenntun Haraldar nýttist vel. Hann tók til við þýðingarstarfið af enn meira krafti við heimkomuna 1900 ásamt samstarfs- mönnum sínum, einkum var gott samstarf hans og séra Gísla Skúlasonar (1877-1942), er starfaði við þýðingu Gamla testamentisins ár- in 1903-1905. Biblían hin nýja fór í prentun árið 1907 og kom út árið 1908. Þann 2. október 1918 kvæntist Haraldur Níelsson Aðalbjörgu Sigurðardóttur kennara frá Miklagarði í Eyjafirði (1887-1974). Börn þeirra eru: Jónas, f. 1919 og Bergljót f. 1922. Haraldur Níelsson lést þann 11. mars 1928 á Hafnarfjarðarspítala. HEIMILDIR 1) Iiréfasafn Bergljótar Sigurðardóttur frá 1899. 2) BIBLÍA, það er heilög Ritning, ný þýðing úr frum- málunum, Reykjavík 1908 á kostnað hins breska og er- lenda biblíufélags. Prentsmiðjan Gutenberg. 3) Skýrslur Lærða skólans í Reykjavík, 1884-1890, Prentsmiðja fsafoldar, Reykjavík. 4) Salmonsens Konversations Leksikon, Köbenhavn MCMXV-MCMXXX. 6) Jón Helgason: íslendingar í Danmörku fyrr og síðar, Reykjavík 1931, Herbertsprent. 6) Sr. Stefán Einarsson, Saga Eiríks Magnússonar, ísafoldarprentsmiðja 1933. 7) Kennaratal á Islandi I., ritstjóri Ólafur Þ. Kristjáns- son, Reykjavík 1958, Prentsmiðjan Oddi. 8) Öldin sem leið, Minnisverð tíðindi 1861-1900, For- lagið Iðunn, Reykjavík 1956. 9) Séra Benjamín Kristjánsson: Haraldur Níelsson 1868-1968, útgefandi Sálarrannsóknarféiag íslands, Set- berg, Reykjavík 1968. 10) Björn Magnússon: Guðfræðingatal 1847-1976, Prentsmiðjan Leiftur, Reykjavík 1976. 11) Alþingismannatal, 1845-1995, Skrifstofa Alþingis, Reykjavík 1996. 12) Lögfræðingatal 1736-1992, ritstjóri Gunnlaugur Haraldsson, Viðaukar 1997, Iðunn-Prentbær hf. 13) Haile A/S: Gjöf Thoroddsens tit Landsbókasafns. 14) Great Britain, Eyewitness Travel Guide, London 1997. 15) Raphael, Köneman, Köln 1998. 16) Heimsatlas Máls og menningar, Islensk þýðing Reykjavík 1998, prentuð á Italíu. Leifur Sveinsson lögfræðingurog dóttursonur þeirro Bergljótar og Haralds valdi kaflana og samdi skýringarvið þó. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.