Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 8
Ein fallegasta myndin I bókinni er þessi, sem sýnir bjartan vetrardag í Landmannalaugum. Hér er vetrarfegurðin eins og hún verður mest á hálendinu í útmánaðabirtunni. Hér hefur allt veriö fyrir hendi sem þarf til að gleðja sanna jeppakarla, hæfilega þung færð og góður félagsskapur. Ljósmynd/Kjartan P Sigurðsson Ferðalangar virða fyrir sér útsýnið af hábungu Tungnafellsjökuls í 1540 m hæð. Þaðan sést yfir hálft landið á björtum degi. Jökulhettan sjálf er ekki víðáttumikil, um 50 ferkílómetrar, og liggur í gamalli öskju. Ekki hefur gosið í þeirri eldstöð síðan um ísöld svo vitað sé. Á dögum eins og þessum nær þetta útmánaðasport hámarki og þegar best lætur geta menn fækkað fötum um leið og þeír njóta útsýnisins. JEPPAR A FJÖLLUM NÝ MYNDABÓK KJARTANS P. SIGURÐSSONAR, 4X4 A HALENDIISLANDS Jeppi á Fjalli var þekkt persóna í Reykjavík á fym hluta 20. aldarinn- ar. Svo var Leikfélagi Reykjavíkur fyrir að þakka, sem flutti gamanleik- ritið um Jeppa oftar en einu sinni. Nú virðist Jeppi gleymdur og graf- inn en aðrir jeppar þeim mun vin- sælli. Líkt og hjá dýrategundum í ríki náttúrunnar má rekja uppruna þeirra til sameiginlegs forföður, nefnilega Willies-jepp- ans, sem varð skyndilega þarfasti þjónninn á fslandi á stríðsárunum. Lengi vel var jeppa- ílóran ekki fjölskrúðug og menn undu við Rússajeppa og Land-Rover sem voru ekki síð- ur landbúnaðartæki en farartæki, svo og Will- iesjeppann. Með Range Rover eða „Reinsanum" eins og hann var stundum nefndur, kemur ný grein á ættartré jeppanna: Lúxusbíll sem jafnframt er fær í flestan sjó og er hvorki hemaðartæki eins og Willies-jeppinn né landbúnaðartæki. Það er síðan á tveimur síðustu áratugum aldarinnar að vinsældir jeppanna verða framleiðendum ljósar og fjölbreytnin er slík núna að minnstu jeppunum má líkja við kjölturakka, en þeim vígalegustu við scháferhunda. Það getur líka talizt tímanna tákn að flottar drossíur eins og Bjúkkar og Benzar eru ekki stöðutákn númer eitt, heldur stærstu jepparn- ir. Svo er sagt að fólk sem er loðið um lófana, en hefur aldrei áður átt jeppa, panti nú þá stærstu, Nissan patrol og Toyota Land Cruis- er, og ekki að tala um annað en á 38 tommu dekkjum eins og jöklafarar nota. Fyrir slík dekk ásamt upphækkun og brettaköntum borga menn glaðir milljón til viðbótar við bíl- verðið. Það er ljóst að með þessu er verið að kaupa leiktæki, en hvemig nýtast slík leiktæki? Is- land ætti að vísu að vera óskaland ofurjepp- anna með vegleysur sínar og jökla. En þá ber þess að gæta að akstur utan vega og slóða er 61- eyfilegur, enda geta hjólför eftir bíl á viðkvæm- um stöðum á hálendinu sést í mannsaldra. Að sumarlagi halda löghlýðnir jeppamenn sig við slóðana, en óskastundirnar í þessu Ljósmynd/Haukur Snorrason „Vetrarferðir á íslandi á sérútbúnum bílum þykja ævintýraleg tilbreyting i tæknivæddum og nátt- úrufirrtum heimi, eftirsóttar af fyrirtækjum og ráðstefnugestum" segir í texta við þessa mynd í bókinni og ugglaust er það rétt. Myndin er tekin þegar norrænir ráðstefnugestir nutu veðurblíðu og góðrar veizlu á leiðinni frá Þingvöllum að Laugarvatni. sporti em á útmánuðum. Það er sá tími sem núna er upp mnninn; sá tími þegar skammdeg- ið er að baki og hálendið allt snævi þakið. Þá geta menn ekið á sléttu yfir úfin hraun, og yfir ár án þess að vita hvar þær em. Hámarki nær fjallasport af þessu tagi í akstri uppi á jöklum og þar er raunar hægt að aka allan ársins hring. Nýlega er út komin Ijósmyndabók sem er helguð_ þessu áhugamáli. Hún heitir 4x4 á há- lendi íslands og forsíðumyndin sýnir ljóslega muninn á snjóþynglsum á hálendinu og við strendur landsins. Þar er jeppi á ferð á renni- sléttri víðáttu, snævi þakinni. ekkert væri merkilegt við myndina ef ekki væri vegvísir, líklega mannhæðar hár, en af honum er ekkert 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.