Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 12
Meðan búið var með sauðfé á Hraunabæjunum var treyst á beit í hrauninu. Myndin sem tekin var í vetur sýnir að á snjóþungum vetrum getur tekið fyrir beit. FORNAR LEIÐIR ÚTFRÁ HRAUNUM OG HAFNARFIRÐI Óttarsst ^íf/Ð/N Kapellan CvencJar- brunnur Kapelluhraun Selhraun Hvassa- hraunssel Skorás MORBtlN' Hellnahraun Lónakotsscl Svínholt Óttars- staðasel ec f Bleitóstefosv : ■ // \\ = \ háls Vantshliöar- j í hnúkur /f Cráhellu- jj I ^Vatnshllð Ij hraun, K Straumssel Sándahlíð Selhöfðl Fjárborgin Stórhöfði Klifsholt Brunntc Snókalönd Arnar- klettur ^ \\ Óbrynnis- V hólár Sauðabrekkugjá lúðarvatns- stæði Stakur Helgafell Sandfell Hrútagjá -Slysadálur Háuhnúkar Skúlatún nota uppsátur á Óttarsstöðum þó það sé óþén- ugt. Engjar eru öngvar og ekki kemur það á óvart. Af virðingargerð um Lónakot 60 árum síðar, • anno 1763, má ráða að kotið hafi heldur lasnast; þar séu bæjardyr með fomfálegu þili, en gat er fallið á göngin milli búrdyra og baðstofu. Vegg- ir utan eru víða fallnir. Með sjónum er tún- garður, mjög fallinn. „Pannig er Kongs-Jörðin Lónakot af oss imdirskrifuðum úttekin og álitin, eftir göfugs sýsiumannsins befalinff‘, skrifa virðingarmenn- imir Páll Þorleifsson og Guðmundur Olafsson. Straumur Af Hraunabæjunum er Straumur kunnastur og helgast einkum af því að glæsilegt timbur- hús í burstabæjarstíl hefur staðið þar í meira en hálfa öld og blasir við af Keflavíkurveginum hjá Straumsvík. Þrátt fyrir álverið austan víkurinn- ar, aðeins snertuspwl frá, er Straumsvík með því fegurra í ríki náttúrunnar við Faxaflóa. Hún . lætursamtekkimikiðyfirsérvíkinsúama-, þar em hvorki sjávarhamrar eða skriður í sjó fram né neitt það sem kalla má stórbrotið. Það er hin smágerða fegurð sem þama á sitt konungsríki og hún er aldrei eins frá degi til dags og sí- breytileg frá morgni til kvölds vegna þess að birtan ræður úrslitum um það hvemig hún nýt- ur sín, svo og munurinn á flóði og fjöm. Menn hafa að sönnu lítinn tíma til að gaumgæfa þetta á fullri ferð um Keflavíkurveginn, en það er meira en ómaksins virði að staldra við, leggja bílnum og ganga niður að víkinni þar sem húsin í Straumi speglast oft á lognkyrrum dögum og hraunið gengur í samband við vatnið. Það er ótrúlegt, en samt satt, að stórhuga menn höfðu * einhvemtíma í hyggju að gera uppfyllingu í vík- ina; eyða henni og byggja þar þilplötuverk- smiðju. Umhverfi Straums er þó ef til vill ævintýra- legast við Bmnntjöm, lítið eitt vestar, þar sem bröttum hraunhóli með fallegum hraunreipum snarhallar niður að vatninu og speglast í því á lygnum degi. Hafa lærðar ritgerðir verið skrif- aðar um sérkennilegt lífríki i Bmnntjöm, til að mynda dvergbleikju, sem ekki er til annars staðar en í lónunum þarna og virðist ganga milli þeirra, enda mikill vatnsgangur undir hraun- inu. Dvergbleikjan er sérkennileg í útliti og ekki beint gáfuleg. En hún plumar sig við þessar að- stæður og segir svo í samantekt þriggja náttúrafræðinga sem birtist í Náttúrfræðingn- um 1998: „Það að dvergbleikja skyldi finnast þar er eitt og sér markvert í ljósi þess hve fátítt þetta bleikjuafbrigði er í vatnakerfum landsins. Einnig kemur þar til að lífshættir bleikjunnar á þessu svæði eru einstakir, því ekki er vitað til þess annars staðar að dvergbleikjur nýti sér í senn umhverfi ferskvatns og sjávar.“ í tjömunum við Straumsvík verður vemleg- ur munur á vatnshæð eftir sjávarfollum eins og í lónunum við Lónakot. Á útfiri verður stríður straumur milli tjamanna og kemur í ljós að lækir og jafnvel miðlungsstór á sprettur fram undan hrauninu. Sumpart gæti það verið Kaldá sem rennur á víð og dreif undir hraunin allar götur vestur í Straumsvík og sumpart neðan- hraunsvötn með upptök sunnar við fjallgarðinn. Straumur er stór jörð sem bezt sést af því að hún á land til móts við Krýsuvík. Austanmegin er land Þorbjamarstaða, en land Óttarsstaða að vestan. Straumur hafði hinsvegar þann ann- marka sem bújörð, að þar er nánast ekkert tún og heima við er varla hægt að tala um ræktan- legtland. Ekki lét Bjarni Bjamason, síðar skólastjóri á Laugarvatni, það aftra sér frá því að hefja fjár- búskap í stómm stíl í Straumi þegar hann var skólastjóri í Hafnarfirði. Hann hefur ekki fund- ið kröftum sínum fullt viðnám við kennslu og skólastjóm svo káppsfullur og átakamikill sem hann var. Bjami eignaðist Straum og hóf bú- skap þar 1918, þá ókvæntur. Fallegur bursta- bær sem fyrir var á jörðinni brann til kaldra Fjaran við Lónakot. Lending var talin háskaleg og bærinn var svo berskjaldaður fyrir ágangi sjávar að hann tók af í flóði um 1700 og var þá færður uppá allháan hraunhól. Brunntjörn, stundum einnig kölluð Urtartjörn, skammt vestan við Straum, er fegurst allra tjarna í nánd við Straumsvíkina. Þar ogí fleiri tjörnum eru heimkynní dvergbleikjunnar. kola 1926, segir Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Óttarsstöðum, sem horfði á eldsvoðann. En Bjarni hefur ekki látið þetta áfall draga úr sér kjarkinn, heldur snúið sér að því á næsta ári að koma upp nýju húsi. Með fullu starfi varð Bjami að byggja bú- skapinn í Straumi á aðkeyptu vinnuafli og ólík- legt að nokkur maður hafi rekið stærra bú í Hraunum fyrr eða síðar. Ég hef fyrir því orð Þorkels sonar hans á Laugarvatni, að Bjami hafi haft 400 fjár í Straumi, en Þorkell fæddist í Straumi 1929, sama ár og Bjami flutti austur að Laugarvatni. Búskap hans í Straumi lauk þó ekkiíyrren 1930. Nærri má geta að mjög hefur verið treyst á vetrarbeit, en samt verður ekki hjá því komizt að eiga allveralegan heyfeng handa 400 fjár, ef jarðbönn verða. Þein-a heyja varð aðeins aílað að litlu leyti í Straumi og mun Bjarai hafa heyj- að austur í Amessýslu. Lítið eða ekki neitt sést nú eftir af fjárhúsun- um, en eins og áður var vikið að, byggði Bjami af verulegum stórhug hús í burstabæjarstíl, ólíkt þeim lágreistu byggingum sem fyrir vom á Hraunabæjunum. Húsið í Straumi stendur enn; það er staðarprýði og fellur ákaflega vel að umhverfinu. Ekki kemur á óvart að höfundur hússins er Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistari ríldsins, og hefur hann þá teiknað húsið um Ifkt leyti og Laugarvatnsskólann. Teikningin er til og merkt manni sem að líkindum hefur starfað hjá Guðjóni, en Þorkell Bjarnason á Laugar- vatni segir, og hefur það eftir föður sínum, að Guðjón sé arkitektinn. Það er einnig staðfest á minningarskildi sem upp var settur í Straumi. Ymisskonar búskapur var um árabil í Straumi, þar á meðal svínabú. I meira en 20 ár bjó enginn í húsinu og það var að grotna niður, bæði að innan og utan. Sáu sumir þann kost vænstan að rífa húsið, en ekki varð þó af því og Hafnfirðingar sýndu þann metnað að vilja varð- veita það. Sett var á laggimar menningarmiðstöð í Straumi með vinnuaðstöðu fyrir listamenn. Sverrir Ólafsson myndhöggvari hefur frá upp- hafi verið forstöðumaður listamiðstöðvarinnar, auk þess sem hann hefur eigin vinnustofu í Straumi. Það kom í hans hlut að endurgera hús- ið að innan og utan með fulltingi Hafnarfjarðar- bæjar og styrk frá Álverinu og einstaklingum. Hlöðunni hefur verið breytt í 150 fermetra sýn- ingarsal eða vinnustofu sem fær birtu frá þrem kvistgluggum á framhliðinni. Þar íyrir aftan er stór vinnustofa með þakglugga og birtu eins og allir myndlistarmenn sækjast eftir. Á þeim áratug sem listamiðstöðin í Straumi hefur starfað hafa um 1000 listamenn dvalið í Straumi; fólk úr öllum listgreinum og frá 32 þjóðlöndum. í þeim hópi eru rithöfundar, kvik- myndagerðarmenn, tónlistarfólk, arkitektar, hönnuðir, málarar, myndhöggvarar og leirlista- fólk. í íbúðarhúsinu em íbúðir fyrir listamenn; þar geta búið 5 í einu. Mikil spurn er eftir vinnustof- um í Straumi, sem menningarmálanefnd Hafn- arfjarðar og forstöðumaðurinn ráðstafa, enda eru allskonar verkfæri látin í té. Straumsland náði lítið eitt út með Straums- víkinni að norðan en fyrst og fremst er það í hrauninu fyrir sunnan. Bæjarstæðið í Straumi var fyrr á tímum á sama stað, en túnin vora ekki annað en smáblettir og hefur líklega mun- að mest um Lambhúsgerði sem þekkist af hlöðnum gijótgarði lítið eitt vestan við Straum. Við bæinn var sjálft Straumstúnið, sem aðeins var smáskiki, og sunnan við Keflavíkurveginn var ein skák til viðbótar og grjótgarður í kring; þar hét Fagrivöllur. Þar sem Keflavíkurvegurinn liggur fyrir botni Straumsvíkur stóð áður hjáleigan Péturs- kot og em Péturskotsvör og Straumstjamir þar niður af. Austan við Ósinn var býlið Litli- Lambhagi en sunnar, undir brún Kapellu- hrauns, var hjáleigan Gerði. Þar er nú sumar- bústaður. Niðurlagí næstu Lesbók. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.