Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 2
Jane Austen Ævintýrið ervinsæl- ast bóka London. Morgunblaðið VINSÆLDALISTI þar sem Roald Dahl er fyrstur og William Shakespeare í fimmtugasta sæti hefur litið dagsins Ijós í Bretlandi í tilefni af Degi bókarinnar. Atkvæði til listans greiddu 40.000 manns í bókaverzlunum, bókasófn- um, skólum og á netinu og er útkoman talin bera sterkan svip af bókakaup- um foreldra og barna og ungs í'ólks, en 15.000 þeirra, sem atkvæði greiddu, eru undir 17 ára aldri. Það er heimur ævintýrs- ins, sem blívur í þessum bókmenntum. Næst Roald Dahl koma JK Rowling, höfundur þriggja bóka um Harry Potter, og Terry Pratehett, sem sendir frá sér hverja metsölubókina á fætur annarri um Disc- world. I fjórða sæti er Cat- herine Cookson og Jacqu- eline Wilson í því fimmta, en hún semur barnabækur um félagsmál frá sjónar- hóli barnsins, og á sex af tíu mest seldu barnabók- unum í Bretlandi. Þegar aðeins atkvæði fullorðinna eru tekin með lenti Cookson í efsta sæti og Pratchett, Maeve Bincy og Jane Austen komu næst. Samtímahöfundar setja mjög sterkan svip á listann og spennusögurnar eru vinsælar. Af klassískum höfundum er Jane Austen ein meðal tíu efstu, Tolk- ien er númer 11, Dickens 13, Thomas Hardy 19, George Orwell 44, Graham Greene 45, PG Wodehouse 48 og Shakespeare 50. Ag- atha Christie er númer 23, Enid Blyton 17 og CSLewis24. Að öðru leyti lítur heildarlistinn svona út: 6. Maeve Binchy, 7. Jane Austen, 8. Dick Franeis, 9. Stephen King, 10. Danielle Steel, 11. JRR Tolkien, 12. RL Stine, 13. Charles Diekens, 14. Wilbur Smith, 15. Patricia Cornwell, 16. John Grisham, 17. Enid Blyton, 18. Dick King-Smith, 19. Thomas hardy, 20. Josephine Cox, 21. Rosamunde Pilcher, 22. Bernard Cornwell, 23. Agatha Christie, 24. CS Lewis, 25. Joanna Trollope, 26. Patrick O'Bri- an, 27. Bill Bryson, 28. Georgette Heyer, 29. Ruth Rendell, 30. Ian Banks, 31. Jack Higg- ins,32. Lucy Daniels, 33. Mary Higgins Clark, 34. Anne McCaffrey, 35. Brian Jacques, 36. Ellis Peters, 37. Ian Rankin, 38. Robert Good- ard, 39. Sebastian Faulks, 40. Tom Clancy, 41. Barbara Erskine, 42. Margaret Forster, 43. Dean Koontz, 44. George Orwell, 45. Graham Greene, 46. James Patterson, 47. Judy Blume, 48. PG Wodehouse, 49. Colin Dexter, 50. Willi- am Shakespeare. William Shakespeare J.K. Rowling Ástralskur ballettstjóri til London London. Morgunblaðið. ROSS Stretton, stjórnandi Ástralska ballettsins, verður næsti listræni stjórnandi Konunglega ballettsins í London. Var hjá American Ballet Theatre Stretton er 48 ára, nam við Ástr- alska ballettinn, en fór til Bandaríkj- anna 1979 og var 1992 ráðinn aðstoðar- framkvæmdastjóri American Ballet Theatre. Fjórum árum síðar sneri hann aftur heim til þess að setjast við stjórnvöl Ástralska ballettsins. Morgunblaðið/FreysteinnJóhonnsson Þorsteinn Pálsson sendiherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Þór- unn Sigurðardóttir stjórnandi Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu 2000. íslenzkur menning- arvefur í London London. Morgunblaðið. ÞAÐ voru íslenzkir tónar sem hljómuðu út yfir Park Street í London s/ðdegis á miðvikudag, þegar Flugleiðir í samstarfí við sendiráð Islands í' London og Reykjavík 2000 kynntu brezkum blaðamönnum bækling um menn- ingu í Reykjavík og opnuðu menn- ingarvef á Netinu með upp- lýsingum um íslenzkt menningarefni. Kynningin fór fram á heimili sendiherrahjónanna, Þorsteins Pálssonar og Ingibjargar Rafnar. Magnús Magnússon var kynnir. Trio Islancio, Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafns- son, lék í upphafí og var svo aftur rúsínan í' pylsuenda fundarins. Finnur Bjarnason og Elfza Geirs- dóttir sungu íslenzk lög við píanó- leik Eugene Asti. Ávörp fluttu; Þorsteinn Pálsson sendiherra, sem einnig opnaði vefsíðu íslenzkrar menningar, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri, og Þdrunn Sig- urðardóttir, framkvæmdastjóri Reykjavfk 2000 - menningarborg. Felix Bergsson leikari fór með vís- ur Vatnsenda-Rósu á íslenzku og las enska þýðingu á ljóðum eftir Einar Má Guðmundsson, Gyrði El- íasson, Kristínu Ómarsdóttur og Braga Olafsson. Emih'ana Torrini söng með aðstoð Dave Randall, Charlie Beddows, Sigtryggs Baldurssonar og Charlie Vetter. Margrét Una Kjartansdóttir, Sólveig Kára- dóttir og Guðlaug Þorleifsdðttir gengu um meðal gesta og sýndu íslenzkan tízkufatn- að. Sigurður Jónsson, veitingastjóri í Bláa lóninu, annaðist veitingar og bauð m.a. upp á harðfisk og brennivín. Hannes Hilmarsson, svæðisstjóri Flug- leiða á Bretlandi og írlandi, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Flugleiðir hefðu valið að fara þá leið Trio Islancio lék við kynninguna. við útgáfu bæklingsins að leggja áherzlu á nokkur meginatriði í dagskrá menningar- borgarinnar og yrði bæklingnum dreift til aðila í' ferðaþjðnustu. Og í' ávarpi sínu, þeg- ar vefsfðan var opnuð, sagði Hannes, að hún væri hugsuð sem tenging milli Bret- lands og Reykjavíkur með upplýsingum um listir, menningu og ti'zku og reyndar hvað- eina, sem mönnum fyndist eiga heima á slíkum menningarvef. Um 50 brezkir blaðamenn, sem skrifa sérstaklega um ferðamál í blöð og tímarit, sóttu kynninguna. Verk O'Keeffe fölsuð? FÖLSUD verk eftir íslenska myndlistarmenn hafa mikið verið til umræðu síðastliðin ár. Það eru þó ekki síður erlendir meistarar sem eiga á hættu að verða fölsurum að bráð og nú nýlega hefur uppruni verka sem áður höfðu verið eignuð listakonunni Georgia O'Keeffe verið dreginn í efa. Um er að ræða safn vatnslitamynda sem finna má í Kemper samtímalistasafninu í Kansas City, m.a. þetta verk „First Light Coming on the Plains", sem má útleggja sem Fyrsta birtan fellur á slétturnar. En verkin, sem bankamaðurinn Crosby Kemper keypti fyrir 5,5 milljónir dollara eða um 350 milljónir króna, höfðu áður verið talinn með fyrri verk- um O'Keeffe. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Steinunn Þórarins- dóttir og Ásmundur Sveinsson. Til 14. maí. Englaborg, Flókagötu 17: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 19. mars. Galierí Fold, Rauðarárstíg: Sara Vilbergsdóttir. Til 19. mars. Galleri@hlemmur.is: Eirún Sigurðar- dóttir. Til 26. mars. Gallerí OnoOne, Laugavegi Nana Petzet. Til 30. mars. Gallerí Smíðar og skart: Hjörtur Hjartarson. Til 25. mars Gallerí Stöðlakot: Grímur Marinó Steindórsson. Til 19. mars. Gallerí Sævars Karls: íris Elfa Friðriksd. Til 5. apríl. Gerðarsafn: Ljósmyndarafél. ísl. Blaðaljósmyndarafélag íslands. Vigfús Sigurgeirsson. Til 19. mars. Gerðuberg: Sjónþing Önnu Líndal. Til 19. apríl. Hafnarborg: Ljósmyndasýning Krist- ínar Loftsdóttur. Pétur Gautur. Til 20. mars. Hallgrímskirkja:Sigurður Örlygsson. Till.júní. i8, Ingólfsstræti 8: Ólöf Björnsdóttir. Til 2. apríl. Kjarvalssstaðir (austursalur): Jóhann- es Sveinsson Kjarval. Myndir úr Kjarv- alssafni. Ráðhildur Ingadóttir. Til 7. apríl. Listasafn ASÍ: Birgir Andrésson, Björn Roth, Eggert Einarsson og Óm- ar Stefánsson. Til 2. apríl. Listasafn Árnesinga: Kristur Myndasaga. Til 19. mars. Listasafn íslands: Salur 2: Cosmos: Jón Gunnar Árnason. Til 9. aprfl. Salur 3 og 4: Svavar Guðnason og Nína Tryggvadóttir. Til 26. mars. Svava Björnsdóttir. Til 2. apríl. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug. og sun. kl. 14-17. Höggmyndagarður- inn opinn alla daga. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Mokkakaffi: Lárus H. List. Til 8. aprl. Norræna húsið: Anddyri: Elsku Hels- inki: Ljósmyndir og fatahönnun. Til 26. mars. Nýlistasafnið: Andreas Karl Schulze, Hilmar Bjarnason og Ingólfur Arnars- spn. Til 16. apríl. Ófeigur, Skólavörðustíg 5: Frumhóp- urin Zvefn. Til 28. mars. Safnahús Reykjavíkur: Ungt fólk í Reykjvaík á 20. öld. Til 15. maí. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning opin þriðjudag-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. Þjóðarbókhlaða: Stefumót við íslenska sagnahefð. Til 30. apríl. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir „Fréttir". Laugardagur Laugarneskirkja: Drengjakór Laugar- neskirkja. Kl. 17. Salurinn, Kópvogi: FÍT. Kl. 20.30. Sunnudagur Hveragerðiskirkja: Laufey Sigurðar- dóttir, fiðla og Páll Eyjólfsson, g£tar.l7. Þjóðleikhúsið: Landkrabbinn, mið. 22., fim. 23. mars. Komdu nær, lau. 18., fös. 24. mars. Glanni glæpur, sun. 19. mars. Gullna hliðið, sun. 19. mars. Krítar- hringurinn, þrið. 21. mars. Elektra, lau. 18., fös. 24. mars. Vér morðingjar, lau. 18., fös. 24. mars. Borgarleikhúsið: Afaspil, sun. 19. mars. Sex í sveit, fös. 24. mars. Djöfl- arnir, sun. 19. mars. Litla hryllingsbúð- in, lau. 18. mars. Fegurðardr. frá Lín- akri, lau. 18. mars. íslenska óperan: Baneitrað samband, lau. 18. mars. Hellisbúinn, fim. 23., fös. 24. mars. Iðnó: Sjeikspír... lau. 18., mið. 22. mars. Leikir, sun. 19, mið. 22. mars. Hafnarfjarðarleikhúsið: Salka, ástar- saga, lau. 18., fös. 24. mars. Loftkastalinn: Panodil, fös. 24. mars. Jón Gnarr, lau. 18. mars. Kaffíleikhúsið: Ó-þessi þjóð, lau. 18., fös. 24. mars. Leikfélag Akureyrar: Skækjan Rósa, lau. 18. mars. Gosi, lau. 18., sun. 19. mars. Möguleikhúsið við Hlemm: Langafi prakkari, lau. 18., sun. 20., mán. 21., þrið. 22. mars. Hafrún, mán. 20. Snuðra og Tuðra, mið. 22. mars. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.