Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 19
FELAG ÍSLENSKRA TONLISTARMANNA 60 ARA HEFUR SMÁM SAMAN VAXIÐ FISKUR UM HRYGG EFTIR INGVAR JONASSON ARSINS 2000 verður líklega minnst sem árs stórafmæla. Við minnumst fæðingar Jesú Krists, kristnitöku á íslandi og landafunda fyrir 1000 ár- um, stofnunar Tónlistarskólans í Reykjavík fyrir 70 árum, Félags íslenskra tónlistarmanna fyrir 60 árum, Sinfóníuhljómsveitar íslands fyrir 50 árum og Listahátíðar í Reykjavík fyrir 30 árum. Fjölda annarra afmæla væri sjálfsagt vert að minnast, en hér skal aðeins staldrað við Félag íslenskra tónlistarmanna (FÍT). Það fé- lag er líklega ekki sérlega vel þekkt af almenn- ingi, en vert er að minnast þess því að félag þetta, sem hefur ekki látið mikið á sér bera, hefur komið þó nokkuð við sögu tónlistar hér á landi og þeirrar ótrúlegu þróunar sem átt hefur sér stað einmitt á þessu tímabili. Oft er talað um að saga tónlistar á Islandi sé stutt og engu líkara en að enginn hafi stundað tónlist fyrr en á tuttugustu öld. Hversvegna var þá Grallarinn prentaður mörgum sinnum fyrr á öldum? Mér er sagt að til séu mörg eintök af 19. útgáfu, sem var prentuð á Hólum 1779. Hvaðan koma þjóðlögin sem sr. Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði safnaði á árunum 1880 til 1905? Til hvers voru t.d. Helgi Helgason, Pjetur Guð- jónsson og Sigfús Einarsson að gefa út sönglög á nótum? Hvað voru menn að gera við allar þessar fiðlur sem fluttust inn til Suður-Þingeyj- arsýslu á 19. öld? Mér skilst að menn hafi spilað á hljóðfæri á flestum bæjum í héraðinu. En tónlistarmenntun var ekki á háu stigi, líklega hafa þessir bændur ekki allir spilað vel eða af mikilli kunnáttu. En Þingeyingar kunna að meta góðan tónlistarfiutning, það hafa þeir sýnt t.d. þegar Sinfóníuhljómsveit íslands hef- ur haldið tónleika í Mývatnssveit. Ætli allur fiðluleikurinn í sveitinni eigi ekki sinn þátt í því. Vel menntuðum tónlistar- mönnum f jölgar á íslandi Á síðari hluta 19. aldar fara menn að stunda tónlistarnám erlendis og árið 1940 er kominn hópur af vel menntuðum tónlistarmönnum í landinu og þótti þeim þörf á að stofna félags- samtök sem gætu stuðlað að góðri tónlistar- menntun, listrænni tónlistariðkun og verið ráð- gefandi í tónlistarmálum fyrir stjórnvöld. Stofnfundur yar haldinn 17. mars 1940 og voru stofnendur: Arni Kristjánsson, Björn Ólafsson, Eggert Gilfer, Emil Thoroddsen, Karl Otto Runólfsson, Margrét Eiríksdóttir, Páll ísólfs- son, Rögnvaldur Sigurjónsson, Þórhallur Árnason, Þórarinn Guðmundsson, Þórarinn Jónsson og Þórir Jónsson. Félagið hlaut nafnið Félag íslenskra tónlistarmanna (FÍT). í stjórn voru kjörnir: Þórarinn Guðmundsson, formað- ur, Hallgrímur Helgason, ritari og Árni Krist- jánsson, gjaldkeri. Önnur félagssamtök tónlistarmanna voru þegar til, Félag íslenskra hljóðfæraleikara (FIH), sem síðar breytti nafninu í Félag ís- lenskra hljómlistarmanna. Samkvæmt fyrstu fundagerðum FÍT þótti stofnendum þessi sam- tök gagnleg og þörf fyrir tónlistarmenn sem léku skemmtitónlist á kaffihúsum og dansleikj- um, en sá tónlistarflutningur krafðist ekki allt- af langrar tónlistarmenntunar. Slík tónlist hef- ur í tímanna rás gengið í gegnum ýmiss konar þróunarskeið en ekki síst yegna góðrar mennt- unar sem Tónlistarskóli FÍH veitir, hefur orðið mildl framför á þessu sviði á undanförnum ár- um. Stundum hafa komið upp smáerjur á milli þessara tveggja félaga, sumir vildu leggja FÍT niður. Sem betur fer varð aldrei úr því og nú held ég að ég megi fullyrða að gott samkomulag og samvinna sé á milli stjórna félaganna, og þannig á það auðvitað að vera. Upphaflega voru tónskáld, einsöngvarar og síðar tónlistarkennarar félagsmenn í FÍT. Síð- ar voru stofnuð Tónskáldafélag íslands, Félag íslenskra einsöngvara, Félag tónlistarskóla- kennara og Félag tónmenntakennara og gengu flestir þessara tónlistarmanna hver í sín félög og yfirgáfu FÍT. Á síðustu árum hafa margir einsöngvarar gengið í FÍT, og er sóngkonan Margrét Bóasdóttir t.d. formaður félagsins. Strax á fyrstu fundum félagsins var rætt um Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson. Sitjandi frá vinstri: Ingvar Jónasson, Einar B. Waage, Björn Ólafsson, Ásgeir Beinteinsson og Þorsteinn Hannesson. Standandi: Róbert A. Ottós- son, Stefán Edelstein, Björn Jónsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Fjölnir Stefánsson, Guðmundur Matthíasson, Þorkell Sigurbjömsson, Páll ísólfs- son, Einar Kristjánsson, Karl O. Runólfsson og Jón Nordal. (Á bak við Kari sér aðeins í höfuð Jóns Þórarinssonar). Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson. Frá vinstri: Árni Kristjánsson og kona hans Anna Steingrímsdóttir, Hermína S. Kristjánsdóttir, Páll ísólfsson og Hólmfríður Sigurjónsdóttir. útgáfu tónlistartímarits. Útgáfu tímaritsins Heimis, sem hafði verið gefið út áður, var hætt og þótti mönnum brýn þörf á nýju tímariti. Gaf félagið út blaðið Tónlistina í nokkur ár. Fyrsti ritstjóri blaðsins var dr. Hallgrímur Helgason og í ritnefnd með honum voru Árni Kristjáns- son og Páll ísólfsson. Blaðið varð ekki langlíft, enda mun lítill markaður hafa verið fyrir slíkt tímarit á íslandi. í upphafi sóttu tónlistarmenn ekki um aðild að félaginu heldur gerðu félagsmenn tillögur um nýja félaga, og voru tillögur lagðar fram til samþykktar á aðalfundi. Þegar fram liðu stund- ir reyndist fyrirkomulag þetta nokkuð þröngsýnt. T.d. var auðsýnt að fyrstu menn í röðum Sinfóníuhljómsveitar Islands voru allir vel menntaðir einleikarar og var þeim öllum boðin inntaka í félagið. Síðar var félagið opnað, þ.e. allir geta nú sótt um aðild að félaginu, en umsóknir eru teknar fyrir á aðalfundi. Kemur víða að málum Félagið er aðili að Bandalagi ísl. listamanna og tekui' virkan þátt í undirbúningi Listahátíð- ar í Reykjavík, skipuleggur tónleikaferðir um landið í samráði og samvinnu við tónlistarfélóg og úthlutar styrkjum til slíkra ferða, og styrkj- um til útgáfu félagsmanna á hljómdiskum. Fé- lagið hefur tekið virkan þátt í undirbúningi að byggingu tónlistarhúss og stofnun tónlistarhá- skóla. Félagið er aðili að Nordisk Solistrád. Félagið hefur haft margvísleg önnur afskipti af tónlistarmálum. Svo sem samvinnu við Menntamálaráð um útgáfu á íslenskri tónlist og úthlutun styrkja og listamannalauna. Við Menntamálanefnd Reykjavíkurborgar um ráðningu kammerhóps til tónleikahalds. Tón- leikahald í framhaldsskólum, að Kjarvalsstöð- um og Háskólatónleika. Baráttu fyrir niðurfell- ingu tolla af innflutningi hljóðfæra og um niðurfellingu virðisaukaskatts á tónleikahald. Fyrir bættum vinnubrögðum tónlistargagn- rýnenda í blöðum og tímaritum. Samið hefur verið við Ríkisútvarpið og aðra um greiðslur fyrir flutning einleiks- og ein- söngsverka og kammertónlist. Eins og gerist og gengur í fámennum félög- um hefur starfsemin ekki alltaf verið jafnkraft- mikil og fjörug, enda öll stjórnar- og nefnda- störf ólaunuð og skrifstofuhald til skamms tíma á heimilum stjórnarmeðlima. En smám saman hefur félaginu vaxið fiskur um hrygg, félags- mönnum hefur fjölgað og nú hefur félagið tekið á leigu skrifstofuhúsnæði hjá Reykjavíkurborg að Lindargötu 46 í Reykjavík. Stofnendur voru 13 en 1944 voru félagar orðnir 33 og í dag 100 talsins. Mér telst að formenn hafi á þessum 60 árum verið 19, sumir í tvö tímabil. Undirrituðum var boðið að gerast félagi í FÍT árið 1959 og man ég að mér fannst það mikil upphefð. Ég bar mikla virðingu fyrir fé- laginu og þeim mönnum sem höfðu stofnað það enda höfðu fjórir þeirra verið kennarar mínir og nú átti ég að ganga í þeirra hóp. Mér hefur alltaf þótt vænt um félagið síðan og ég gleðst yfir þeim árangri sem það hefur náð og vona að það eigi enn eftir að blómgast og dafna og verða íslensku tónlistarlífi til gagns og frama um ókomin ár. Höfundur er tónlistarmaður. Úrfunda- • gerðabók 7. des.1940 „Var síðan borin upp sú tillaga, að félagið mælti eindregið með því við Bæjar- stjórn Reykjavíkur að hún veitti styrk til Lúðrasveitarinnar „Svanur", með Karl (O. Runólfsson) sem stjórnanda, án þess að hoggið yrði nærri Lúðrasveit Reykjavíkur, því að í framtíðinni mundi reka að því að báðar sveit- irnar rynnu saman í eina allsherjar lúðrasveit, sem skemmt gæti bæjarbúum sumarlangan og veturskamman daginn, og þeyttu hornin í fullri eindrægni án félagsins, með „Fynd og klem"." (Hallgrímur Helgason) 11. des. 1956 „Stjórnarkosning var fyrsta mál sem fyrir fundinum lá og gekk hún fyriwt sig fljótt og hávaðalaust. Árni Kristjánsson var kjörinn formaður. Fritz Weisshappel gjaldkeri en undirritaður skikkaður sem ritari félags- ins."(Einar Vigfússon) 20. jan. 1957 „Um inntöku nýrra félaga var samþykkt að félagsmaður skuli hafa tónlist að aðalstarfi, til að öðlast inngöngu - og þótti eng- um mikið." (Einar Vigfússon) 22. jan. 1998 „Nýtt félagatal og úrvinnsla þess var einnig rætt og dró Margrét fram hið stórfína félagatal Prestafélagsins, sem var mjög inspírerandi." (Guðrún Birgisdóttir) Maí 1961 „Að loknu fundarhaldi bauð svo húsfreyjan, frú Hermína, (S.Kristjánsson for- maður) upp á rausnarlegar veitingar. Var það mál manna, að aldrei hefðu þeir setið þægilegri fund í nokkru félagi." (Guðm. Matthíasson) -+-+-*- Hátíðartón- eikar í Salnum FÉLAG íslenskra tónlistarmanna fagnar 60 ára afmæli sínu með hátíðartónleikum í Saln- um í Kópavogi í kvöld kl. 20.30. Flutt verður tónlist sem á einn eða annan máta er sérstök; m.a.íslenskur strengjakvart- ett jafngamall félaginu, einleikur á kontra- bassa og einsöngur án undirleiks. Einnig verð- ur leikið fjórhent á píanó, einleikur á horn Oj» skemmtitónlist blásin. Flytjendur eru Ethos Kvartettinn, Sverrir Guðjónsson, Hávarður Tryggvason, Josef Ognibene, Miklós Dalmay og Peter Máté og Blásarakvintett Reykjavík- ur. I félaginu eru eitt hundrað meðlimir, ein- leikarar, einsöngvarar og stjornendur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.