Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 9
Ljósmynd/Kjartan P Sigurðsson HALLDÓR BLÖNDAL ÞINGVEISIA 2000 Hljóðs bið ég aUa Sveipuð dúkum Vel eru þingmenn hérísalnum munu svigna borð. að veislu komnir, þjóðskörunga Ég tel fyrst humar fagurbúnir er á þingi sitja. og trjónukrabba fjórs þurfandi; Býð ég vel kominn lostæti örþreyttir til veislu þessar með laxi gljáanda afamstri daga; forseta vorn ogeðalvín lúnir mjög er ég fyrstan tel. úrAfríku suður. aflöngum fundum. Séhöldiþökk Kóngi sæmandi Orðerlaust fyrir höfðingsskap, munu krásirfram reiddar þeim sem yrkja vill hafðiboðinni uxí akfeitur áloftigrípa á Bessastöðum. úr Eyjafirði. ljóðhendingar... Voru aðföng Sé égkartóflur Skalþóvígvarast vítt að dregin: frá Seljavöllum ívopnaburði, háfur úr djúpi, úr Vaglaskógi að hætti hrímþursa hreinn affjalh. villta sveppi. hnútum kasta. Séégennaðra Bætir meltingu Að svo mæitu inn komna bragðaukandi er einskis vant. til gildis fagnandi vín fuUþroska Fljóttmunu réttir gesti aufúsu. úr Vesturheimi. fram bornir. Sveit kvenna, Lundlyfta Á góðu kvóldi sveit karla munu listhefjendur glasi lyftum: égfann ei vaskari. og vekja hlátur. Skálum fósturjörð Vitið ér enn eða hvað. Vitið ér enn eða hvað? skál fyrir þjóð vorri. Höfundurinn er forseti Alþingis. Jöklaferðir eru ekki hættulausar og er betra að fara varlega, jafnvel þó ekkert sé að veðri og útsýni. Hér hafa félagar úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi sloppið með skrekkinn þeg- ar jeppi þeirra féll niður í svelg í Eyjabakka- jökli. Svelgurinn sást ekki því hann var undir þunnu snjólagi. Hann var ekki alveg nægilega víður til að rúma bílinn en alvara málsins verð- ur Ijós þegar þess er gætt að sprungan sú ama var 40 m á dýpt. uppúr snjóþekjunni nema skiltín sjálf sem vísa annarsvegar á Hrauneyjar og hinsvegar á Landmannalaugar. Höfundur flestra ljósmyndanna í bókinni er Kjartan P. Sigurðsson, sem áður hefur staðið að myndabók um ísland og tekur ijósmyndir jöfnum höndum úr flugvél sem hann flýgur sjálfur, og af jörðu. Kjartan er líka jeppakall og jöklafari; hann hefur tök á öllum möguleikum sem bjóðast í þessu fagi. Inngang og mynda- texta bókarinnar skrifar Sigurður Steinþórs- son jarðfræðingur. Ugglaust eru eigendur torfærutrölla og ann- arra fjallajeppa sá markhópur sem bókinni er ætlað að höfða til. En margar magnaðar Uós- myndir af hálendinu hafa almennari skírskot- un og hver sem er getur haft ánægju af því að skoða þær. Frá hreinu ljósmyndasjónarmiði má segja að í sumum myndanna séu jepparnir til óþurftar; landið er sjálft svo áhrifamikið að bezt fer á því að enginn manngerður hlutur sjá- ist. Það er er einmitt þessi fjarvera alls hins manngerða sem orkar sterkast á þá sem kynn- ast hálendinu og einmitt þessvegna verða há- spennulínur og möstur til að eyðileggja þessa auðlind. Margar Jjósmyndir Kjartans í bókinni eru hreint augnayndi. Öðrum myndum sem sýna jeppa á kafi í ófærum og allan búnaðinn sem hægt er að verða sér úti um til þess að vera fyllilega gjaldgengur í sportínu, er fremur ætl- að að gleðja hjörtu sannra jeppamanna. . Þó að myndatextarnir séu stuttir hefur Sig- urði Steinþórssyni tekizt að koma að fróðleg- um upplýsingum um jarðfræði. Allt er það gagnlegt, en ástæða er þó til að gera athuga- semd við texta undir mynd af jeppum við vörð- una á Bláfellshálsi á bls 50. Þar er varðan köll- uð dys, en hingað til hefur orðið að dysja einhvern tíl þess að hægt sé að tala um dys. Að vísu var hent ónýtu stígvéli af vegavinnumanni á melinn og fyrstu steinunum hlaðið utan að því þegar menn sneru heim frá vegargerðinni eitt haustið, en stígvélið réttlætir varla þessa skil- greiningu. í annan stað skal það leiðrétt hér að fjallið sem sést í baksýn er Hrútfell en ekki Leggjarbrjótur. GÍSLISIGURÐSS0N ERIENDAR/BÆKUR SAGA ÞJOÐVERJA Joseph Rovan: Geschichte der Deutschen. Von ihren Ur- spriingen bis heute. Aus dem Franzsösischen von Enrico Heinemann, Reiner Pfleiderer und Reinhard Tiffert. Deutscher Ta- schenbuch Verlag 1998. SAGA Þjóðverja kom fyrst út á frönsku hjá Editions de Seuil í Par- ís 1994. Carl Hanser forlagið gaf hana síðan út í þýskri þýðingu 1995 og nú endurprentuð hjá dtv. Höfundurinn segir í formála að hann hafi lokið við að skrifa sögu Þjóðverja á 75ta aldursári sínu. „Eg get lýst ævihlaupi mínu í stuttu máli, fyrstu fimmtán ár ævi minnar var ég Þjóðverji, næstu sextíu árin var ég Frakki." Síðan rekur hann ævihlaup sitt: Hann var fæddur í Munchen 1918, af gyðingaættum, flúði land 1933, til Frakklands, tók þátt í and- spyrnuhreyfingunni, tekinn til fanga og sendur í Dachau. Eftir hrun Þriðja ríkisins settist hann að í Frakklandi og var skipaður pró- fessor í París, við Sorbonne. Hann hefur ritað um sögur Frakklands og Þýskalands og er þessi bók höf- uðverk hans í þeirri grein, rituð á frönsku og gefin út í París. Ástæðan fyrir því að Carl Hans- er útgáfan gaf þessa bók út, var sú að höfundurinn hafði vissa fjar- lægð, skildi sögu Þjóðverja og lagði mat á hana utan frá. Saga hans er saga þýskra þjóða allt frá upphafi og fram á okkar daga. Flökkuþjóðir þær sem taka sig upp af svæðum við Eystrasalt og austar og halda í suðurátt. Róm- verjar nefndu þjóðir þessar og ætt- fiokka Germani og þær virðast hafa talað svipuð mál og trúarbrögðum þeirra svipað saman. Það líður ein þúsöld frá því að Rómverjar komast í kynni við þessar flækingsþjóðir, Kimbrar og Tevtónar og þar til afkomendur sam- stofna þjóða taka að stofna til „ríkja" inn- an landamæra hins forna Rómaríkis. Got- ar, Vandalar, Herúlar, Búrgundar, Frankar. Þjóðflutningarnir stóðu í marg- ar aldir og þegar þeim lýkur taka að myndast ríki, sem mótast af rómverskri arfleifð og arftaka Rómverja, kaþólskri kirkju. Þessi áhrif verða yfirgnæfandi mótunarafl í ríkjum sem voru áður innan landamæra Rómaveldis, en norðar og Eitt af málverkum þýzka málarans George Grosz sem lýsa aldaranda, spillingu og úrkynjun í Weimarlýðveldinu. austar í Evrópu gætir þessara áhrifa minna. Þar myndast ríkiseiningar sem tengjast í „Hinu heilaga þýsk-rómverska ríki" 962. Á 19. öld töldust þýsku ríkin vera 35. Þetta form var arfleifð allt frá þjóðflutn- ingatímunum, þýskar eða germanskar þjóðir skiptar upp í yfirráðasvæði ýmissa ættflokka eða „þjóða" sem töluðu ger- mönsk mál og áttu sér svipaðan átrúnað, sem er mjög erfitt að skilgreina - Jan de Vries -. Þessar þjóðir byggðu landsvæði sem afmarkaðist ekki af landfræðilegum landamærum, hafi eða aflokandi fjall- görðum, landamærin voru því á reiki og voru löngurn ástæða til styrjalda og ókyrrðar. Óll þessi laustengdu smáríki með Habsborgarkeisara sem æðsta rík- ishöfðingja gátu því og urðu að tryggja eigin tilveru efnahagslega og menningarlega. Á miðöldum urðu Hansaborgirnar verslunar- stórveldi. Á síðari öldum mótuðu hirðir smáfursta þessara ríkja menningarviðleitni og störf, sem náðu mestri hæð á barokktímabil- inu, bæði í arkitektúr og músík. Menningarleg fjölbreytni einkenndi þessi landsvæði. Pietismi í trúmál- um, þýsk mystik með Böhme og fleirum og Hegel og Kant í heim- speki. Sá menningarblómi, sem rís hæst í þýskum málheimi á 18. og 19. öld var upphaflega tengdur þýsku smá- ríki og borginni Weimar í Þyringa- landi. Weimar var nefnd Aþena Þýskalands. Goethe, Schiller, Herder störfuðu allir í Weimar undir verndarvæng stórhertogans. Höfundurinn leggur áherslu á þá menningarlegu grósku sem blómg- aðist innan hvers þessara smáríkja í mismunandi mæli og að smáríkja- formið hafi aukið á fjölbreytileik- ann og opnað fleirum tækifæri til frumkvæðis heldur en gefist hefði í miðstýrðu stórríki. Hann fjallar síðan um sameiningu Þýskalands og þá sögu sem einkennist af sam- hæfingu og stóraukinni miðstýr- ingu sem gerði Þýskaland að stór- veldi á síðari hluta 19. aldar og 20. öld. Höfundurinn hefur ákveðnar skoðanir um málefni Evrópu, hinn gamli draumur um sameiningu Evrópu er hans draumur. Þetta var draumur Karls mikla á sinni tíð, að endurreisa Rómaveldi, Karl 5. starfaði í þessum anda og ýmsir vilja álíta að Nap- óleon mikli hafi haft þetta að leiðarljósi. Aðrir vandamenn leituðust við að halda jafnvægi milli stórveldanna, Metternich og Otto von Bismarch. Og á 20. öld eflist þessi forna draumsýn svo að hún hillir undir nánara samband allra ríkja Evrópu. Hugmyndir manns, sem var Þjóðverji og er Frakki um sögu Þjóðverja varpar nýju ljósi á þessa sögu og jafnframt sögu Evrópu í fortíð og nútíð. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON 4_ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.