Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 16
4. Þrenningar himins og jarðar eftir Bartolomé Esteban Murillo. Skírn Krists eftir Piero della Francesca. HVERGI í Biblíunni er mér sagt að greint sé frá útliti Jesú Krists. Þó hef ég allt frá barnæsku vitað upp á hár, hvernig hann leit út. í Siglufjarðarkirkju er altar- istafia eftir Gunnlaug Scheving, sem sýnir Krist lægja vind og sjó á Genesaretvatni. Einhvern veginn er alveg sama, hversu margar myndir ég sé; í mínum huga er Jesús Kristur alltaf sá, sem Gunnlaugur Scheving málaði. Sýningin Sjáið hjálpræðið er í kjallara Sa- insbury-álmu safnsins og segja þeir safna- menn, að hún eigi að sýna okkur, hvernig Jes; ús Kristur hefur birzt í vestrænni listasögu. I líf hans, pínu, dauða og upprisu hafa listamenn sótt endalausan efnivið tií að tjá þjáningu og ást, dauða og endurlausn. Frá tákni til manns Fyrsti hlutisýningarinnar hefst í katakomb- unum í Róm. I frumkristninni voru menn ekki að velta fyrir sér útliti frelsarans. Boðorðin bönnuðu skurðgoð og engar samtímamyndir voru gerðar af Jesú. Guðspjöllin geyma heldur enga lýsingu á því, hvernig hann leit út, aðeins hver hann var. Fyrstu myndverkin sýna því ekki útlit hans, heldur eru þau tilvísanir til inn- rætis hans, táknmyndir klappaðar í marmara- hellur; krossankeri, fiskur og fangamark Krists svo dæmi séu tekin. Þessi tákn hafa haldið velli í listaverkum, þótt menn með tímanum fikruðu sig yfir til þess að tjá Jesúm í mannlegri mynd. A árunum 1635-40 málaði Francisco de Zurbarán guðs- lambið í líki hrútlambs, sem liggur bundnum fótum. En einnig í þeim verkum, þar sem mað- urinn Jesús Kristur birtist, leggja listamenn- irnír áherzlu á hans innri mann. Lítil mar- marastytta frá 4rðu aldar Róm sýnir góða hirðinn gæta sauða sinna og í málverki William Holman Hunt - Ljós heimsins er Kristur lukt- armaður, sem bankar á hjartans dyr. Sú mynd, sem þarna er sýnd er frá árunum 1900-1904 og er þriðja verkið, sem Hunt málaði af þessu tagi. Það á nú heima í Páiskirkjunni í London, en 1905-1907 sendi þáverandi eigandi, Charles Bototh, það í sýningarferð um Kanada, Astra- líu, Nýja-Sjáland og Suður-Afríku. Á þessu ferðalagi börðu milljónir manna það augum og með eftirprentunum og kortagerð er það nú talið vinsælasta Kristsmynd hins enskumæl- andi heims. Tvíeðli Krists, maður og guð, er listamönn- um ekki auðvelt viðfangsefni. Bartolomé Est- eban Murillo leysti málið 1681-82 með því að SJÁ, ÞAR ER MAÐURINN Fram undir þennan mánuð stóð stytta qf ungum manni á einum hornstöplinum ó Trafalgartorgi í Lund- únum. I fjarlægð gat hann verið hvaða Englendingur, sem er, en þegar nær dró mátti sjá, að hann var með hendur bundnar fyrir gftan bak, lendaskýlu og þyrni- kórónu. Fór þá ekkert á milli mála, að þarna stóð sá, sem Pílatus leiddi fyrir lýðinn með orðunum: Sjá,~þa7 er maðurinn. Um það leyti, sem þessi stytta vék fyrir annarri af stöplinum, var opnuð sýning í National Gallery, sem stendur við torgið. FREYSTEINN JÓHANNSSQN skoðaði sýninguna; Sjóið _____hjálpræðið, og fleiri myndir úr ævi Krists._____ mála á einni og sömu mynd jarðnesku þrenn- inguna, Maríu, Jesúm og Jósef, og fyrir ofan þá himnesku; Guð föður, son og heilagan anda. í Opinberunarbókinni stendur, að Kristur sé upphaf og endir. Slíkir pólar hafa svo verið taldir til hans á fleiri sviðum; styrkur - veik- leiki, fátækt - ríkidæmi. Stundum er Kristur sá sem valdið hefur, en stundum er hann kúg- aður fanginn. Við sjáum fjárhirða fagna fæð- ingu hans í fjárhúsinu og konunga færa honum gull, reykelsi og myrru. Sjálf fögnum við fæð- ingu frelsarans, þótt við vitum, að barnið sé fætt til þess að þjást og deyja. Annað málverk Bartolomé Esteban Murillo minnir okkur á þetta; Jesúbarnið hvílir á krossi með hauskúpu undir handleggnum. Eins og í skuggsjá skynj- um við sakleysi barnsins, sem þarna er komið til þess að þjást fyrir syndir okkar og deyja. En englarnir fyrir ofan minna okkur á upprisuna. Sagt er, að flestir geri sér þá mynd af Kristi, að hann hafi verið grannvaxinn maður, skeggj- aður og síðhærður. Þessi mynd er dregin af kraftaverkamyndum, sem kallaðar voru. Sú frægasta er á klútnum, sem kenndur er við hei- laga Veroniku og varðveittur er í Péturskirkj- unni í Róm. Veronika á að hafa þerrað andlit Krists á píslargöngunni og andlitsmynd hans birtist í klútnum, sem hún notaði. Fleiri slíkir klútar eru til og hvílir á þeim mikil helgi, enda eru þeir trúuðum áþreifanlegar sannanir um tilvist Krists á jörðu. A þessari sýningu sjáum við m.a. koparstungu franska lístamannsins Claude Mellan (1598-1688) af ásjónu Krists á Veronikudúknum og málverk Spánverjans Francisco de Zurbarán (1598-1664) af Veron- ikudúknum. Málverk Zurbarán, sem er í eigu Listasafns ríkisins í Stokkhólmi, er blekking- armynd, þar sem dúkurinn virðist festur á yfir- borðið, sem hann í raun er málaður á. Myndskreyrt bænahald Elztu myndir frá píslarsögunni leggja oft áherzlu á kraft Krists og hans guðlega eðli. En þegar nær okkur dregur í tíma, sjáum við Krist oft einmana og yfirgefinn, hrópandi á samúð okkar, eins og í málverki Correggio (Antonio Allegri) af Kristi, þegar Pontíus Píl- atus sýndi hann lýðnum. Og það hjarta má vera úr steini, sem ekki finnur til með þeim Kristi, sem í hollenzkri höggmynd frá því um 1500 tyllir sér á stein leiðinni til Golgata og sit- ur þar nakinn og umkomulaus með hönd undir kinn. Listamenn hafa verið iðnir við að gera písl- arsögunni skil, enda slíkar myndir vinsælar til að hafa við hendina, þegar beðizt er fyrir. Það var hald manna að þeim gengi betur að sam- sama sig þjáningum frelsarans í bæn, ef þeir hefðu þær fyrir augunum á meðan. Á síð- miðöldum var mikið beðið við mynd þá, sem þýzki myndristumaðurinn Israhel van Meckenem (1440-1503) gerði af sýn Gregor- íusar mikla páfa í messu dag nokkurn í Róm. Á myndinni krýpur páfi við altarið með kardinála allt um kring, en ofar altarinu, fyrir framan þrískipta altaristöflu með myndum frá píslar- göngunni og upprisunni, er Kristur sjálfur hinn sorgbitni maður. En þessar bænamyndir voru ekki aðeins stakar myndir af atburðum píslarsögunnar eða táknum henni tengdum, heldur voru þetta oft myndraðir, eins og sú hollenzka frá miðri sextándu öld, sem er ferða- skjóða og rekur píslarsöguna í tíu myndum. Með því að fylgja myndunum geta menn fylgt frelsara sínum, allt frá handtökunni í Getsem- ane til þess að María mey situr undir krossin- um með líkama hans í fanginu. Eftir upprisuna er líkami Krists þungamiðj- an í mörgum málverkum. Titian (1506-1576) málaði Krist, þar sem hann meinar Maríu Magdalenu að snerta sig, en í málverki Bern- 1 6 LESBÓK MORGUNBtAÐSINS - MENNING/USTIR 18. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.