Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 20
HVIT ER HVITARI EN HVITT Fjórirlistamennopna samsýningu í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg í dag kl. 1 ó. Hvít nefnist sýningin og er sú fyrsta í röðinni af þremur sýningum sem Nýlistasafnið efnir til á árinu í samvinnu við Reykjavík - menningar- borg árið 2000. Lista- mennirnir fjórir koma frá íslandi, Þýskalandi og Hollandi. ÞORVARDUR , HJÁLMARSSON leit inn í nýmálað Nýlistasafnið. NÝLISTASAFNIÐ við Vatnsstíg hefur verið málað hvítt að innan, þó halda gólfin enn sínum gráa lit. Tilefnið er sýningin Hvít sem haldin er í samvinnu við Reykjavík - menn- ingarborg árið 2000. Nýráðinn fram- kvæmdastjóri safnsins, Birna Kristjánsdótt- ir, er ánægð með tiltækið og hvergi sér í óhreinan blett á veggjunum sem skipa svo •veglegan sess í sýningunni sjálfri. Umsjón- armaður - Hvít - er Ingólfur Arnarsson og hefur hann fengið þrjá listamenn til liðs við sig, þá Andreas Karl Schulze, Robin van Harreveld og Hilmar Bjarnason. „Hugmyndin að sýningunni er mjög ein- föld," segir Ingólfur Arnarsson myndlistar- maður. „Það kom í minn hlut að halda hér sýningu sem bera átti nafnið Hvít en húsa- kynnin eru of víðfeðm fyrir mig einan að sinni svo ég ákvað að fá fleiri listamenn í lið með mér. Sýningin Hvít er þannig tilraun til að skapa samsýningu með einhverri virkni. Nýlistasafnið heldur þrjár sýningar nú í ár í samvinnu við Reykjavík - menningarborg og nefnast þær Hvít, Blá og Rauð. Hvít kom eins og áður segir í minn hlut og ég er ánægður með það, þvi hvítu fylgir kyrrlát »stemmning. Þetta er Hvít í kvenkyni, ekki Hvítur í karlkyni. Herbergi og hvítir veggir eru í senn umgjörð og hluti verkanna. Hug- mynd mín var að velja með mér til sýningar- innar listamenn sem vinna með og nota ólíka miðla við listsköpun sína. Þá vakti það líka fyrir mér að gefa mynd af list einstaklinga en auk þess skila heildaráhrifum og áhrifum vegna víxlverkunar milli ólíkra verka. And- Ingólfur Arnarsson, Andreas Karl Schulze, Robin van Harreveld og Hilmar Bjarnason. Morgunblaðio/Jim Smart reas Karl Schulze er málari sem býr í Köln í Þýskalandi. Virkni lita er meginviðfangsefni hans. Verk hans samanstanda af litlum ein- litum bómullar ferningum. Litirnir eru sett- ir upp í svolítið mismunandi hæð sem minnir á staðsetningu nótna á nótnablaði og kalla þannig fram hugtengsl um laglínu. Hann er ólíkurrnér og vinnur á annan hátt en ég geri. Á seinni árum hef ég einbeitt mér að gerð blýantsteikninga. Þær eru lífrænni ef svo má að orði komast, óhlutbundnar og gerðar úr neti fínna, lífrænna lína. Eitt lag þekur annað. Þannig nemur augað ákveðið flökt innan hverrar teikningar og milli teikninga sem sýndar eru í klösum eða hóp- um. Andreas leitar annarra leiða en ég. Þótt litur sé bara litur finnst mér litir hans sprottnir úr nútíma borgarumhverfi. Hann sækir liti sína í þetta manngerða umhverfi borganna, litirnir hans eru blandaðir. Robin van Harreveld kemur frá Haarlem í Holl- andi. Hann hefur á síðustu áratugum ein- beitt sér að gerð svart - hvítra ljósmynda. Þær eru allar í sömu stærð, teknar innan dyra og eru úr allra nánasta umhverfi lista- mannsins. Flestar myndir sínar tekur hann í íbúðinni sinni af ýmiss konar smáatriðum í umhverfi sínu. Hilmar Bjarnason hefur á umliðnum árum stundað listnám í Vín í Austurríki og í Kaupmannahöfn. Á sýning- unni verður hann með myndbandaverk og sýningargestum gefst einnig tækifæri til að hlýða á hljóðverk í heyrnartólum en þau hljóðverk hefur Hilmar unnið í tölvu. Öll verk hans eru unnin með mjög frumstæðum og einföldum tækjum. Endurtekin blæbrigði tóna og lita skila sterkum skynhrifum til áheyrenda og áhorfanda verka hans." Sjónræn og hljóðræn tengsl Andreas Karl Schulze hefur Súm - salinn til umráða á sýningunni og sýnir málverk á súlu fyrir miðju salarins. Hann málar mynd- ir sínar með akrýlmálingu á litla bómullar- ferninga. Myndirnar eru einlitar og raðast saman líkt og nótur eða tónstigar. Málverk hans þó smágerð séu eru undarlega æpandi á hvítum fletinum; ferningar hans eru á að giska fimm sentímetrar á hverja hlið, málað- ir í nokkuð afgerandi litum. Andreas hefur meðferðis nokkra kassa af bómullarferning- um og hann raðar þeim saman eins og rýmið sem hann sýnir í gefur tilefni til og býður hverju sinni. Hann segir aðferð sína ekki ólíka aðferð tónlistarmanns sem ferðist um með hljóðfæri sín í farteski sínu. Hver sýn- ingarsalur verður einhvers konar vinnustofa í leiðinni og Andreas Karl segist ekki hafa fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig verk hans muni líta út hverju sinni. Um- hverfi og andrúmsloft sýningarstaðanna taki þannig þátt í listsköpun hans. Málverk hans eru ekki mikil um sig og auk þess að sýna í Súm-salnum sýnir hann tvö smáverk á öðr- um stöðum í húsinu, m.a. við inngang safns- ins þar sem hann skapar eilitla hugleiðingu út frá kunnu viðvörunarmerki. Robin van Harreveld var að setja saman borð undir myndir sínar. Hann hefur unnið við ljósmyndun um ártuga skeið. Hann segir að nánasta umhverfi mannsins sé áhugamál sitt og hann vinni markvisst að því að festa það á filmu. Það eru hin sjónrænu tengsl hlutanna sem vekja áhuga Robins, þau nem- ur hann með köldu auga myndavélarinnar án þess að móta með sér fyrirfram gefinn skilning á viðfangsefninu. Ljósmyndin sjálf vinnur verkið og gamalgrónir hlutir birtast í nýju og skýru ljósi. „Ljósmynd er hluti af ákveðnu kerfi með fáum reglum sem gefur sjónræn tengsl til kynna. Verk mín eru byggð á þessum sjón- rænu tengslum á skýran hátt og birta öðru- vísi og mun hlutlægari sýn á veruleikann en við eigum alla jafnan að venjast," segir Rob- in. „I staðinn fyrir að bíða eftir mannlegum skilningi þá fylgi ég ótvíræðum kröfum mið- ilsins sem ég vinn með. Verk mín eru þar af leiðandi ekki byggð á hefðbundnum hug- myndum um dýpt skynjunar okkar á tíma, heldur aðeins á bláköldum staðreyndum. Sem merkir í þessu tilviki eitthvað sem kemur í veg fyrir frekari túlkun. Mig langar til að koma á reglu þar sem skipulagið opin- berar innri rökvísi sína og á sama tíma lang- ar mig til að finna leið til að opna fyrir möguleika á nýjum ímyndum." Hilmar Bjarnason notar lágmarks mynd- gæði í myndböndum sínum. Á skerminum sést grilla í hluti og manneskjur. Atburðir og hljóð virðast endurtaka sig í sífellu. Hilmar vill leggja áherslu á að í rauninni sé hann einungis áhugamaður á tæknisviðinu þó hann vinni með tölvur, hljóð og mynd- bönd. Tónlistina samdi hann gagngert fyrir sýninguna og ítrekar það enn og aftur að hljóðverkin séu myndlist í huga sínum. AugaS blekkt í London LISTAMAÐURINN Cornelius Gysbrecht sýnir verk sín í National Gallery í London um þessar rayndir. Tuttugu og þrjár myndir eftir Gys- brecth verða til sýnis í safninu til fyrsta maí næstkomandi, meðal annars þessi sem er í eigu Statens Museum í Kaupmanna- höfn. I Hlutir líta út fyrir að vera annað en þeir eru Verk Gijsbrecht eru byggð á tækni sem nefhd hefur verið „trompe I'oeil", sem má útleggja sem „augað blekkt". Enda byggj- ast myndirnar á því að láta hluti líta út fyrir að vera annað en þeir eru. Nýr fram- kvæmda- stjóri Nýló BIRNA Kristjánsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Nýlistasafns- ins. Birna lauk meistaragráðu í myndl- ist frá California College of Arts and Crafts árið 1989 og árið 1998 lauk hún eins árs námi í menningarmiðlun frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Eftir að námi lauk hefur hún sinnt ýmsum stjórnunar- og skipulagsstörfum, síð- ast sem deildarstjóri við Listasafn Reykjavíkur. Aðspurð um nýja starfið leggur Birna áherslu á mikilvægi þess að fylgjast vel með menningu og list- um erlendis ekki síður en á íslandi. Hún mun m.a. einbeita sér að því að efla innra starf og umsvif safnsins og telur það hafa spennandi vaxtarmögu- leika. 20 LESBÓKMORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.