Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 7
theory, eða raðfræði. Meira máli skiptir þó að mörg fögur tónverk hafa verið samin með þessari aðferð. Má þar minnast, auk verka Schönbergs sjálfs, t.d. ýmissa verka nemanda hans Albans Bergs og Antons Weberns. Raðtækni Sá góði árangur sem virtist náanlegur með því að nota fasta röð tóna varð mönnum hvatn- ing til þess að athuga hvort ekki mætti nota að- ferð raðarinnar um annan efnivið tónsmíða, eins og t.d. hljóðfall, styrkleika, túlkun og hljóðfæralit. Nefnist sú aðferð serialismi, eða raðtækni, og naut töluverðrar hylli einkum á árunum eftir síðari heimstyrjöldina. Áður en haldið verður áfram um þau fræði er þó rétt að hyggja nánar að hljóðfalli í tónlist fyrri tíma og hvernig meðferð þess þróaðist í tímans rás. Nákvæm nótnaskrift fyrir hljóðfall kom síð- ar til sögunnar en nótnaskrift fyrir tóna. Hljómfall yarð því síðar efniviður tónskálda en tónarnir. Á fyrri hluta miðalda var tónlist fyrst og fremst sungin og var hljóðfall þá látið ráð- ast einkum af textanum. Er líða tók á miðaldir fundu menn aðferð til að rita svonefnda hljóð- fallshætti, sem voru í fyrstu einföld hljóðfalls- mynstur, en urðu síðar til í ýmsum tilbrigðum. Fljótt komust menn upp á lagið með að tengja saman hljóðfallshættina og spratt upp af því tónsmíðaaðferð sem nefnd er isoritmi. Megin- atriði hennar eru, að valin er röð lengdargilda, sem nefndist talea, og röð tóna, sem nefndist color. Þess er gætt að lengdargildin og tónarn- ir séu ekki jafnmörg til þess að tónarnir falli ekki á sömu lengdargildi þegar röðin er endur- tekin. í dæmi 7 má sjá taleu eftir franska fjór- tándualdar tónskáldið Philippe de Vitry úr verki hans „Garrit gallus - In nova fert". I þessu verki birtist talean 6 sinnum á meðan colorinn birtist tvisvar. Hin symmetríska bygging taleunnar er athyglisverð. Hugsunar- hátturinn hér er augljóslega náskyldur rað- tækni Schönbergs og serialismans með þeim mun þó að ekkert blátt bann við endurtekn- ingu tóna eða lengdargilda gilti um isoritma. Isoritmi varð grundvöllur ríkulegra tón- smíða á fjórtándu öld og má vísa til verka hins mikla tónsnillings og skálds Guillaumes Machauts, sem uppi var í Frakklandi á þeim tíma, til vitnis um það. Eitt megineinkenni þessarar göfugu og háþróuðu tónlistar er hljóðfallsleg fjölbreytni og dýpt. Fjölröddun- artónlist endurreisnartímans byggir á þeim grunni. Stef ræn vinnubrögð Eftir að dásemdir dúr og moll kerfísins tóku að verða mönnum ljósari dróst áhugi á mögu- leikum hljóðfallsins í skuggann. Hljóðfallið fékk það hlutverk fyrst og fremst að draga fram lagræna mynd tóna í stefjum og mótív- um. Fúgustef Bachs eru gott dæmi um þetta. Slík stefræn vinnubrögð héldust langt fram á tuttugustu öld og eru t.d. ráðandi í verkum Schönbergs. Mesti stefjakarl sögunnar er trú- lega Beethoven. Hjá honum eru stefin því áhrifameiri sem þau eru einfaldari. I fimmtu sinfóníunni notar hann þrjá stutta tóna og einn langan. í strengjakvartettinum í cís-moll op. 131, sem fyrir mörgum er hápunktur verka hans, er hann kominn niður í tvö lengdargildi, eitt stutt og eitt langt. Svo að aftur sé vikið að serialismanum má sjá af þessu sögulega innskoti að hugsun rað- tækninnar er ekki ný. Hins vegar gengu ser- ialistar lengra í notkun hennar en áður hafði verið gert. Einn helsti forgöngumaður serial- ista á árunum eftir heimstyrjöldina var franska tónskáldið Pierre Boulez. I einu af verkum sínum „Structures" notaði hann þá röð lengdargilda sem sjá má í dæmi 8. Boulez not- aði með svipuðum hætti röð styrkleikatákna og túlkunartákna í þessu verki. Skipulag og tilviljun Með serialismanum var því stigi náð í tón- smíðum að nánast allir þættir tónverksins voru ákveðnir fyrirfram áður en sest var niður við að skrifa sjálft verkið. Af þessu leiddi margt athyglisvert. Má meðal annars nefna að nú gátu allir orðið tónskáld, sem lögðu á sig það tiltölulega litla erfiði sem þurfti til að læra að- ferðirnar og fylgja þeim. í kjölfarið fjölgaði tónskáldum mjög á Vesturlöndum. Flytjendur tónlistar upplifðu þá einkennilegu reynslu að tónskáldin virtust oft fyrirfram aðeins hafa óljósan grun um hvernig verk þeirra hljómuðu. Þá fundu menn fljótt að serialísk verk höfðu tilhneigingu til þess að hljóma meira og minna eins. Stöðugt erfiðara var að gera sér grein fyrir hvaða tónverk voru góð og hver vond. Sá vandi hefur reynst illur viðureignar allan síð- ari hluta aldarinnar og á sér fjölþættari rætur en rekjanlegar eru til tónsmíðaaðferða einna. Merkilegast virtist þó að ná mátti mjög hlið- stæðri útkomu og fékkst út úr fyrirframgerðri þrautskipulagningu serialismans með þvf að dreifa efnivið tónsmíðarinnar með tilviljunar- kenndum hætti. Um þessi efni og fleira skylt verður fjallað nánar í næstu grein. Höfundur er tónskáld. LEIT BORGES AÐ FULLKOMNUN Skáldið og gggn- rýnandinn ENRIQUE MOYA frá Venesúela fjallar hér um argentínska skáldið Jorge Luis Borges í tilefni af aldarafmæli hans. ÞEIR, sem leggja stund á bók- menntir Róm- önsku Ameríku, kynnast því fljótt að þar er um að ræða tvær þungamiðjur. Annars vegar argentínskar bókmenntir eða kannski öllu heldur frá Rio de la Plata-svæð- inu, sem tekur einnig til Uruguay, og hins vegar Chile, Perú, Kólombíu, Venesúela, Kúbu, Guatemala og Mexíkó. Þegar horft er til mikil- vægis Jorge Luis Borges í argentínskum bókmenntum verður líka ljóst að hann er sjálfur eins og ein af meginstoðunum. Hitt verður að viðurkenna að athygli umheimsins hefur lengi beinst fyrst og fremst að skáldun- um í norðanverðri Suður-Ameríku. Að mínu viti má skipta yngri rithöfundun- um í Rómönsku Ameríku í tvo flokka. I þeim fyrri eru þeir sem eru að reyna að endurnýja hina dulúðugu raunsæisstefnu með því að laga hana að hinni nýju borgarmenningu og öðrum aðstæðum sem sífellt eru að verða til. Þeir tileinka sér orðfæri fjölmiðlanna, sápu- óperanna í sjónvarpi og annað slíkt og leita líka fanga í Norður-Ameríku. Hinn hópurinn, tiltölulega smár, leitast við að ná sem mestri fullkomnun í textanum. Mér finnst síðarnefndi hópurinn sérstak- lega áhugaverður vegna þess að menn setja sér ekki slíkt markmið fyrr en þeir hafa losað sig frá dulhyggjunni sem einkennir bók- menntirnar í hitabeltislöndum suðurálfunn- ar. Þeir hafa uppgötvað að það er hinn full- komni texti fremur en uppáfinningasemi, sem sker úr um bókmenntagildið. Vissulega er það svo að þær bækur, sem seijast best, eru þær sem segja sögu, ekki þær, sem takast á við stílinn, málið, bók- menntirnar sjálfar og grundvallarspurningar um manninn og vanda hans. Með öðrum orð- um: Þá list og mennsku, sem finna má í verk- um Jorge Luis Borges. Trúnaourinn við sjálfan sig Borges taldi að ekki væri unnt að ráðast í mikið verk nema leysa fyrst þau vandamál sem tengdust forminu og stílnum. Með öðr- um hætti gætu menn ekki verið trúir sjálfum sér. Það er því dálítið þversagnakennt að þessi trúnaður hans við sjálfan sig náði mestri fullkomnun í stórbrotnum sögum um svik, ofbeldi og óheiðarleika. Ekki er óhugsandi að viðleitni sumra manna við að ná þessari fullkomnun muni að lokum skera úr um hvað hafi verið „bók- menntir" á ofanverðri síðustu öld. Mestu skipti þó að sumir rithöfundar í Rómönsku Ameríku og á Spáni hafa lært Jorge Louls Borges á íslandi í annarri heimsókn sinni árið 1976. Mynd tekin á Hótel Esju. margt af Borges, ljóðum hans og sögum. Sjálfur agaði Borges sig með því að lesa Hómer, Biblíuna, Martin Fierro, Hinn guð- dómlega gleðileik og margt annað, þar á með- al minni spámenn eins og Stevenson og Kipl- ing. Hann náði þeim tökum á list sinni sem öðrum mun reynast erfitt að uppfylla. Rétt er líka að hafa í huga, að hin fullkomna samsvör- un forms og texta er yfirleitt ávöxtur langrar hefðar. Victor Hugo og Mallarmé lærðu af frönskum fyrirrennurum sínum og svo var líka með þá Petrarca, Dante og Manzoni á ítalíu. Shakespeare, Donne eða Blake voru stórmenni í enskum bókmenntum en þeir sóttu sína næringu í söguna og hefðina. Á Norðurlöndum eiga íslendinga sögurnar, Edda, ritverk Swedenborgs, Strindbergs og Ibsens sína rætur í urðarbrunni bókmennta- hefðarinnar og Borges náði sinni fullkomnun með því að svala sér við þessar lindir. Vegna hans hafa aðrir rithöfundar í Rómönsku Am- eríku getað sótt í þennan sama fjársjóð sem þeim var áður ókunnur og framandi. Áhrifin frá Borges Mig langar að fjalla aðeins um áhrif Borges á argentínska rithöfunda almennt og byggi í því á athugunum mínum í Buenos Aires á ár- unum 1995 og 1996. Það kemur dálítið á óvart en meirihluti argentínskra rithöfunda, einkum þeú'ra yngri, segist ekki hafa orðið fyrir áhrifum frá Borges. I þeirra augum er hann aðeins full- trúi síns tíma, sem nú er liðinn, eins og Lug- ones eða Sarmiento á undan honum. Þeir játa hins vegar án þess að sjá mótsögnina í því, að argentínskar bókmenntir siðustu 15 ára hafi verið undir miklum áhrifum frá Cortazar og Manuel Puig. Það er líka margt til í því. Arið 1996 tók ég þátt í umræðum, sem efnt var til á Bókastefnunni í Buenos Aires á 10 ára ártíð Borges. Yfirskriftin var „Hvernig komumst við af án Borges?" og það var dálít- ið skondið að sjá að þarna voru aðallega sam- ankomnir rithöfundar sem ekki vilja kannast við að Borges hafi haft mikil áhrif á þá. Samt er það svo að súrrealisminn í verkum Cortazars, þessa mikla áhrifavalds í argent- ínskum bókmenntum nú á dögum, er sóttur beint í Borges. Hefur Cortazar sjálfur nefnt það oftar en einu sinni. Að lokum má nefna að margir líta á Borges sem rithöfund liðinnar aldar en listsköpun hans, leit hans að fullkomnun, getur hjálpað rithöfundum í Rómönsku Ameríku við að komast af í fjölmiðlaglaumnum nú á dögum. Hann getur blásið þeim í brjóst þann lífsanda sem að lokum mun standa uppi sem hinar raunverulegu bókmenntir vorra tíma. C ARNEGIE ART AWARD 1999 N o r r æ n t m á I v e r k listasafn re ykjavíkur kjarvalsstaðir v/flókagötu, reykjavík SÝNINGIN VERÐUR OPIN 9. MARS-2. APRÍL 2000 ALLA DAGA KL. IO-l8 LE IÐSÖGN UM SYNINGUNA SUNNUDAGA FREKARILEIÐSAGNIR SAMKVÆMT UMTALI AÐGANGUR ÓKEYPIS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR18. MARS 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.