Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS ~ MEMVEVG LISTIR 1 1 . TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Myrkrahötöingjar Séra Jón Magnússon sera uppi var á galdra- brennuöldinni var ekki einn um að upplifa ofskynjanir með hræðilegum afleiðingum. Þesskonar faraldrar voru algengir á þess- um ti'mum, en nú er margt sem bendir til þess að þessi ósköp hafi stafað af eitrunar- áhrifum ergots, en það vex á korni við ákveðin skilyrði. Útmánaðasport Hér er gluggað í nýja myndabók, 4x4 á há- lendi Islands. Þar eru Ijósmyudir sem Kjartan Sigurðsson og fleiri hafa tekið í jeppaferðum á hálendinu, en nú er einmitt óskatími slíkra ferða þegar hægt er að aka jeppum hvar sem er utan slóða og vega, en hámarkið finnst mörgum að sé að aka fjallabílum síniiui upp á jökla. Eyðibyggð við alfaraleið Hér er annar þáttur Gi'sla Sigurðssonar um byggð og náttúru í Hraunum, vestan Straumsvíkur. Nú er komið að því að líta á einstakar jarðir, fyrst Lónakot, sem nú er rústir einar, og Straum, sem hefur fengið nýtt hlutverk og hýsir Listamiðstöð Hafn- arfjarðar. Félag íslenskra tónlistarmanna fagnar sextíu ára afmæli sínu með hátíðar- tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.30. Af því tilefni fjallar einn meðlima fé- lagsins, Ingvar Jónasson, um félagið. Segir hann það ekki hafa látið mikið á sér bera en komið þó nokkuð við sögu tónlistar hér á landi og þeirrar ótrúlegu þróunar sem átt hefur sér stað einmitt á þessu tímabili. FORSIÐUMYNDIN er portret af stúlku eftír bandaríska málarann Chuck Close, f. 1967. Hann mál- ar andlitsmyndir í risastærðum og á afar sérkennilegan hótt eins og hér sést. HALLDÓR KILJAN LAXNESS í UNUHÚSI Upp þetta dimma sund: þar lá mín leið mart liðið kvöld; og sæi eg ljós, þá var sem vanda og neyð værí nú lyft afheilli öld. Hér beiðmín eftir amstur dags og önn -eðautanför- sú fyllíng vona erfæstum verður sönn, að fá afvini örugg svör, svo létti vafa og óllum ugg afþér semáttþarhlé: hverþögn fær óm; hvert orð ber epli í sér. Ymur hið forna saungna tré. Þar drífa guðir og gamlir prestar inn og gyðjur lands, afbrotamenn og börn fá bolla sinn afbesta vini sérhvers manns. Og Steinar Steinn sem Ijóðin las mér fyr án lífsfögnuðs, kom handkaldur upp sundið, drap á dyr ogdrakk úrkaffibolla Guðs. Ó mildu vitru augu, augna hnoss, umliðna stund þess ljóss er brann, sjá ennþá lýsirðu oss uppþetta dimma sund. LjóSiS í Unuhúsi birtist fyrst í Tímariti Móls og menningar áriS 1958 og síSar í Sjömeistarasögunni (1978). „Það kvæSi var ort um glugga Erlendor í Unuhúsi. Til skýringar skal þess getiS aS þaS var siSur Erlendar aS setja fram einu bolla- pari fleira en gestirnir voru viS borSiS, „bolla guSs" sem viS kölluSum", segir Halldór Laxness í efiirmála viS KvæSakveriS í ársbyrjun 1992. RABB Nýlega barst mér í hendur greinakorn sem fjallaði um þau vandamál sem búin eru skólum í stór- borgum Banda- ríkjanna, en þar hafa menn áhyggjur af hræðilegum raunveruleika stéttskipts þjóðfélags. Greinin vísaði í sögu Charles Diekens A Tale of Two Cities en upphaf hennar er svona (í lauslegri þýðingu): „Þetta voru bestu tímar, þetta voru verstu tímar, þetta var tími vísdóms, þetta var tími heimsku, þetta var árstíð ljóssins, þetta var árstíð myrkursins, þetta var vor vonarinnar, þetta var vetur örvæntingar, við höfðum allt fyrir framan okkur, við höfðum ekkert fyrir framan okkur..." Þegar svo fréttir bárust í, hér á landi, af hugsanlega þúsundum einstaklinga sem búa við ömurleg skilyrði, fátækt, ein- angrun og fleira, þá kom mér þessi setn- ing Dickens í hug. Það er nú einu sinni fremur ömurleg tilhugsun að í þessu sam- félagi þar sem alltaf er lögð áhersla á gæði velferðar, háar þjóðartekjur og góð- æri þá skuli þessi staða vera uppi. Ég man þegar ég var við nám í Bret- landi á áttunda áratugnum þá þótti okkur íslenskum stúdentum sem þar vorum merkilegt að við hér á landi hefðum nán- ast náð að útrýma fátæktinni, ekki síst í samanburði við Breta og þær auðlindir sem það land á. Þar var það tölfræðileg staðreynd að tugir þúsunda gamalmenna myndu látast úr kulda á meðalvetri. Þessi undarlega staðreynd sem nú blas- ir við segir okkur margt um þann ein- staklingsheim sem búið er að sveifla okk- ur inn í frá forræðishyggjunni fyrr á öldinni. Undanfarin ár hefur helst ekki mátt banna neitt af ótta við að það væri forræðishyggja. r Rannsókn RKÍ sem birtist fyrr á árinu er einungis staðfesting á því hve víða menn þurfa að líta í kringum sig þegar AF TVENNUM HEIMUM þeim líður vel. Sjálfumgleði efnahagslífs- ins og viðskipta verður að huga að því að hin ósýnilega hönd markaðarins kann að tryggja bestu viðskipti og mikil viðskipti en þegar upp er staðið þá gagnast hún þeim minnihluta sem eignirnar á betur en hinum skuldugu og eignalausu. Það sem vakti athygli mína, sem skólamanns, var sá dómur sem fulltrúar rannsóknarinnar felldu yfir skólakerfinu. Það var ekki síst vegna þess að ég hef alltaf talið skóla vera samfélagslegt tæki sem tryggja á jafnan rétt að menntun, sem aftur tryggir lýðræði og jafnrétti í mínum huga. Ef það er rétt að foreldrar geti ekki heimilað börnum sínum að taka að fullu þátt í skólastarfi, afþreyingu eða félagslífi, geta ekki keypt með þeim skólagögn þá er mikilvægt að huga að því hvort ekki sé búið að velta of miklu á sum heimilin. Hvort ekki sé búið að velta of mikilli kostnaðarhlutdeild yfir á þegnanna. Þá var ekki síður óhugnanlegt að lesa um einangrun sjúklinga og fatlaðra ekki síst þegar verið er að hagræða, skera nið- ur eða á annan hátt tryggja það að kostn- aðarvitund þegnanna sé nógu styrk. Þegar ég les um svona hluti þá fer ég að velta fyrir mér hættumerkjunum sem uppi eru. I miðjum Hrunadansinum eykst viðskiptahallinn við útlönd, sjálfsmorð eru í hámarki, fíkniefni flæða yfir landið og félagsleg vandamál, sem skólakerfið þarf að glíma við virðast aldrei fleiri. Sannarlega vísbending um stórfenglega jákvætt þjóðfélagsástand. Og hvað er þá til úrlausnar? Líklega væri best að efla sameiginlega velferðar- kerfið. Sú úrlausn er afar augljós, enda sýnir það sig að í þeim löndum þar sem slíkt er rekið þá eru samfélagsleg vanda- mál minni. í þeim löndum þar sem slík kerfi eru skorin niður þá eru þau ómæld og í þeim löndum þar sem þau eru alls ekki til staðar vaða vandamálin uppi. Þau eru falleg velferðar- og góðæris- merkin. Menn kaupa og selja verðbréf, græða og tapa en gleyma því ærið oft að bak við verðbréfin eru fyrirtæki og í þeim starfar fólk, við þau skiptir fólk og ef hluti borgaranna getur ekki staðið í viðskiptum við þau þá er einungis tímaspursmál hve- nær hringrásin snýst við og fer í öfuga átt. Það hefur margsinnis sýnt sig að hag- vöxtur er ekki einföld lína upp á við held- ur ærið sveiflukennd þó svo að hún sé upp þegar litið er á heila öld í einu. Kannski var það þó atvik í Kringlunni sem fékk mig til að átta mig á þeim eðlis- mun sem er á því að vera velmegandi í dag og því sem var fyrir um t.d. 200 ár- um. Þá voru þeir velmegandi sem réðu framleiðslutækjunum, matvælabirgðunum. Fátæklingur hafði næsta lítið að gera með að eignast ríkra manna skó, föt eða aðrar eigur. Það var einfaldlega of augljóst. I dag er það ekki maturinn sem barist er um heldur neyslan,- sem er í sjálfu sér ágætt, en gerir okkur veikari gagnyart auglýsingum. A dögunum horfði ég á eftir smápatta,- 10-12 ára hverfa inn í fjöldann í Kringl- unni með DVD spilara. Hann var að stela. Til hvers hann ætlaði sér að nýta þetta tæki er vonlaust að átta sig á. Skyldu for- eldrarnir verða varir við peninga hjá hon- um eða tækið? Skyldu þeir skila því? Var hann að láta undan þrúgandi þrýstingi auglýsinganna? Það að verja stuld með skorti er rangt. Heiðarleiki er upp- eldisatriði og þjófar þekkjast meðal ríkra manna. Hins vegar er það tímanna tákn að pjakkurinn var ekki að stela sér til matar og af fötum hans mátti ráða að hann bjó tæpast við skort. Vissulega er frelsið gott. Vissulega ber að ala fólk upp við frelsi. En eru menn búnir að gleyma því að frelsi fylgir ábyrgð? Eg er viss um að sá sem nýtur frelsis lántökunnar finnur heldur betur fyrir klafa skuldabyrðinnar síðar. Og ber bankinn sem lánaði ábyrgð þegar hann sópar saman reitum viðkomandi upp í vangreiddar skuldir? Ég hef það ærið oft á tilfinningunni að íslendingar séu að geggjast á þessu frelsi öllu saman. Sjálf- sagt hefðum við gott af örlítilli for- ræðishyggju svona áður en við seljum allt ofan af okkur sem skiptir máli til útlanda. Það er sannarlega sorglegt að svo sé komið í þessu litla samfélagi sem hefur einhverjar hæstu þjóðartekjur á mann skuli mismunun aukast með auknu frelsi. Það er í mínum huga afskaplega vond stefna ef sátt er um það að vissir hópar samfélagsins eru einangraðir eða eru búin vond skilyrði vegna heilsu sinnar eða að- stæðna sem kunna að vera í fjölskyldum þeirra. Orð Dickens lýsa kannski vel því sem við sem vel erum stödd gleymum ærið oft. Nefnilega að það eru tvær hliðar á málun- um. Fyrir fólkið sem ekur um í bílum sem kosta nokkur árslaun þeirra lægst laun- uðu og gengur um í merkjavöru eða finnst lítið mál að fara út að borða fyrir tug eða tugi þúsunda ætti að íhuga hvort ekki sé búið að skekkja efnahagskerfið fullmikið. Það var mat Þorgeirs Ljósvetningagoða að það yrði til að rjúfa friðinn ef menn hefðu ekki einn sið og ein lög í landinu. Nú kann það að vera rétt að margt hafi breyst en sumt breytist aldrei og allra síst í mannlegu eðli. Frelsi er af hinu góða en ef græðgin fær að stýra frelsinu þá rjúfum við friðinn og kyndum undir órétt- lætið. Það þarf að finna meðalveginn hér sem víðar. MAGNÚS ÞORKELSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.