Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 13
SKEGGSTAÐABONDINN ÆTTFAÐIR MEÐ HÚN- VETNINGUM Á 18. ÖLD JEFTIR INGVAR GÍSLASON Jón Jónsson (f. 1709 d. 1785) bjó um langt skeið á Skeggstöðum í Svartár- dal í Húnavatnssýslu. Er talið að hann hafi byrjað búskap þar um 1740 og sat jörðina til dánardægurs, þ.e. um 45 ár. Kona Jóns var Björg Jóns- dóttir, innfæddur Húnvetningur, en ekki er getið fæðingarárs hennar eða dánardægurs svo ég muni, en hún lifði langa ævi. Jón bóndi er ýmist sagður Eyfírðingur eða Þingeyingur og var sennilega hvort tveggja. Þar er oft mjótt á munum. Ekki var hann mik- illa manna og barst fátækur vestur til Húna- vatnssýslu. „Þótti hann lítill fyrir sér,“ segir Gísli Konráðsson í Húnvetningasögu. Um Björgu hefur Gísli aftur á móti þessi ummæli: „Björg var allrösk kona til hvarvetna og þótti mörgum hún vargefin." Varla fer milli mála að Jón Jónsson átti lítið undir sér þegar hann settist að í Húnavatns- þingi. Hvorki hefur mönnum þótt hann mikill fyrir mann að sjá né að harin hafí borist á. Hann naut hvorki ættar né auðs, aðkomumaður þar að auki. En þótt Húnvetnihgum hafi ekki þótt hann beysinn bógur í lifanda lífi, er ósanngjarnt að láta það álit loða við nafn hans að eilífu. Hið sanna er að Jón Eyfirðingur á Skeggstöðum reyndist farsæll bóndi á harðindaöld og stóð af sér áfollin betur en margur annar. Húnvetnska góðbóndadóttirin, sem átti Jón og gerðist hús- freyja á Skeggstöðum, var velgift en ekld „var- gefin“ eins og Gísli Konráðsson orðar það. Raunar vai’ hún aldrei til auðs borin sjálf, þótt hún ætti til góðra að telja í heimahéraði sínu. Hún missti föður sinn ung, bernskuheimili hennar, sem var fjölmennt og barnmargt, var leyst upp, systkinin tvístruðust í ýmsar áttir. Var því ekki ólíkt á komið með Jóni og Björgu, að bæði gengu þau út í lífið bláfátæk. Hins veg- ar voru þau dugmikil til bjargráða og höfðu gæfuna með sér. Um þá skoðun að Skeggstaðahjón hafi verið dugandi manneskjur saman og hvort um sig skal vísað til greinagóðrar ritgerðar eftir Bjarna Jónasson fræðimann í Blöndudalshól- um. Hana er að finna í bókinni Svipum og sögn- um, útgefinni af Sögufélaginu Húnvetningi 1948. Nefnist ritgerðin Upphaf Skeggstaðaætt- ar. Tilefni þeirrar ritgerðar var að Bjarni hugð- ist vinna að útgáfu á handriti bókar eftir Björn annálsritara á Brandsstöðum (f. 1789 d. 1859) um sk. Skeggstaðaætt, sem rekur upphaf sitt til Jóns úr Eyjafirði og Bjargar hinnar hún- vetnsku á Skeggstöðum á 18. öld. Björn á Brandsstöðum fer góðum orðum um dygðir og manndáðir Skeggstaðahjóna. Hann lýsir Jóni svo, að hann væri „mikið guðrækinn maður, þol- inn og þrautgóður, ráðvandur og reglumaður, en ei atgervismaður að afli né hagleik.“ Hér ber mikið á milli þeirra Gísla Konráðssonar og Bjöms á Brandsstöðum. Þeir voru báðir kunnir fræðimenn og lögðu fyrir sig þjóðleg fræðistörf. Þeir voru samtímamenn og mjög á sama aldri. Gísli sér ekki ástæðu til að gera neitt úr persónu Jóns og lífsstarfi hans. Álit hans er raunar ekki að neinu hafandi sem lokaorð í eftirmælum um Jón. Eftir stendur mannlýsing Bjöms á Brandsstöðum og er hún efalaust nær lagi. En fræðimennimir tveir em sammála um að Björg á Skeggstöðum hafi verið atorku- og myndar- kona. Um búskap og heimilishagi Jóns og Bjargar segir Björn á Brandsstöðum m.a.: „Á Skeggstöðum fóra þau að búa um 1740, kostalausri 30 hundraða jörð. Fljótt fjölgaði málnytu þeirra og bættist þeim brauð með barni. Þau áttu 15 böm og eitt átti hann áður. Tvö af þeim dóu ung, en 14 urðu fullorðin. Má hér af sjá, hve mikil snilld hefur verið á búskap þeirra, að eignast fyrst pening [fénað] og halda honum fram hallærisbálkinn 1752-1759 og hverjum harðindum þau liðu ei nauð. Sauðfallið 1766 grandaði ei skepnum hýstum við nóg hey. Fjárfaraldrið [fjárkláðinn] kom þar, fyrir fyrir- hyggjusemi, seinast hér í sveit, þó að lokum allt fé væri skorið 1779 [samkv. valdboði]. Og síðast branafellisárið 1784 lifðu kýmar og fé nokkurt og hross, svo að bestu búum var, þó slíkt mætti þakka fyrirhyggju systkinanna, því Jón varð karlægur og dó um það leyti.“ Þessi stutta en greinagóða frásögn segir rúmlega 40 ára bú- skaparsögu Jóns á Skeggstöðum og lýsir vel því „rekstrarumhverfi" sem hann býr við og aðrir bændur. Búskaparskilyrði vora ekki glæsileg á 18. öld. Afrakstur búskapar var eftir því. Fjár- hagsleg afkoma meðalbónda var rýr, hvað þá kotunga og annarra sem við búskap unnu. Hag- ur þjóðarbúsins í heild var afarbágur, þótt auð- vitað væri afkoma ríkismanna ofar öllu meðal- lagi. Þeir gátu bjargast, þótt augljóst sé að efnum þeirra margra hlaut einnig að hraka. I ofanritaðri frásögn Björns á Brandsstöðum eru taldar upp ýmsar hallærisástæður þessa tímabils: Sauðfjárveiki með fjárfelli á sjötta ára- tug aldarinnar, öskufall vegna Heklugoss 1766, fjárkláðinn mikli sem herjaði 15-20 ár eftir 1760 og varð ekki útrýmt nema með skipulegum nið- urskurði og fjái’skiptum. Á efstu áram Jóns á Skeggstöðum, þegar hann var lagstur ellileg- una og ófær til bústjórnar sjálfur, dynja móðu- harðindin yfir og ná einnig til Húnvetninga („branafellisárið 1784“). En þá nýtur við forsjár og íyrirhyggju barna hans, enda fulltíða fólk sem kunni til verka. í upptalningu Bjöms á Brandsstöðum á orsökum hallæra er ógetið veðurfarsins, vetrarharðinda, óblíðra sumra, snjóþyngsla, hafísa og stórviðra, sem allt varð til þess að auka bágindi fólks efnahagslega og heilsufarslega. Hlekkui- í þessari raunakeðju er því manndauði af sulti og vesöld og vergangs- hrakningar uppflosnaðra öreiga. Húnvetningar fóra ekki varhluta af þessu. Þetta allt saman- lagt sýnast æmar ástæður til örbirgðar og eymdar. Ymsir sagnfræðingar líta auk þess svo á að saka megi sjálfa þjóðfélagsgerðina um vol- æðisástand aldarinnar, þá ekki síður stjórnar- hætti og skipulag verslunar og viðskipta. En hverjar svo sem orsakir vora, þá var hag- ur íslensku þjóðarinnar á 18. öld með því versta sem um getur í sögu hennar. Því er freistandi að virða nánar fyrir sér „einsögu" Skeggstaða- hjóna eins og hún birtist í skrifum Björns ann- álsritara. Á þetta skal nú litið í sjónhending, fara um það nokkram orðum. Þegar tekið er tillit til þess að 18. öldin var mannfellistími vegna hungurs og næringar- skorts og auk þess kunn af miklum barnadauða, þar sem ekki lifði nema brot fæddra barna til fullorðinsára og barnaskarinn hrundi víða niður og þótti varla tiltökumál, þá vekur eftirtekt að af 15 bömum sem Skeggstaðahjón áttu saman að viðbættu hinu sextánda sem Jón eignaðist fyrir hjónaband (það var stúlka, Guðrún að nafni og bjó m.a. í Finnstungu), náðu 14 fullorð- insaldri. Aðeins tvö böm dóu mjög ung. Tvö lét- ust uppkomin, en ung að áram. Jón drakknaði í fiskiróðri og Ingibjörg (önnur af tveimur með því nafni) var alla tíð heilsuveil og dó um tvítugt. Frá 10 systkinanna era ættir komnar. Miðað við aldarhátt hafa Skeggstaðahjón annast svo vel uppeldi og uppfóstrun barna sinna að til fyr- irmyndar má teljast. Þau vora lánsöm með börn sín og komu þeim vel til manns. Hlutur móður- innar í þessu efni er áreiðanlega stór, enda eru engar úrtölur um dugnað og röskleika Bjargar í eftirmælum. Hún réð íyrir innan stokk og kunni áreiðanlega vel að spila úr þeim efnum sem hún hafði. En undirstaðan að velfamaði heimihsins, þar með bamanna í uppvextinum, er auðvitað sú að búskapurinn heppnaðist vel. Skeggstaða- bóndi, Jón Eyfirðingur, vai’ laginn búmaður, þótt hann væri hvorki aflraunamaður né sérleg- ur smiður. En hann var þolinn og þrautgóður, reglusamur og ráðvandur eins og Bjöm á Brandsstöðum lýsir honum og að auki guðræk- inn maður sem ekki ætti að spilla mannspörtum neins í kristnu samfélagi. Björn annálsritari kallar búskapinn á Skeggstöðum „snilld“ og þakkar það hjónunum báðum. Snilldin fólst í því að sigrast á harðindum, fjárpestum, öskufalli og annarri óáran og búa vel að börnum sínum. Dómur sögunnai’ verður sá, að Jón Jónsson Eyfirðingur hafi gert góða för vestur, er hann settist að í Húnavatnsþingi. Hann var síst af öllu lítill fýrir sér hið innra, þótt fátæklegur væri hið ytra, svo að Húnvetningum þótti við hæfi að gera lítið úr honum, aðfluttum og ætt- lausum Eyfirðingi. Jón Jónsson skaut mörgum innfæddum héraðsmanni ref fyrir rass þegar á reyndi, rak vel bú sitt og fleytti sínu fram sem best mátti verða. Björn á Brandsstöðum kennir búmennsku Jóns við snilld. Það minnir höfund þessa pistils á, að Björn á Löngumýri (afkom- andi Jóns á Skeggstöðum) talaði líka um „bú- snilld" og „búsnillinga" og kallaði náðargáfu sem þó væri borin uppi af því sem hann nefndi „heppni" eða „guðslán". Hver veit nema Jóni Eyfirðingi hafi verið léð guðslánið, ef hann brast málsnilld, hagleik og vallarsýn, að ekki sé minnst á húnvetnska ættgöfgi. Eftirmáli Stundum hvarflar að höfundi þessara hug- leiðinga um Skeggstaðahjón (höfundur er af- komandi þeirra) að spyrja hvað því réð að Bjöm á Brandsstöðum tók til á efri árum að setja sam- an viðamikið niðjatal þeirra og lofa Jón svo mjög sem raun ber vitni þvert ofan í það al- menningsálit sem Gísli Konráðsson dregur fram í skrýtlusafni sínu úr Húnavatnssýslu og kallast því virðulega nafni Húnvetningasaga. Verður þó að viðurkenna að bókin er góð ald- arfarslýsing. Rit þetta er tiltölulega nýútgefið á prenti í 3 bindum upp á 1.140 síður í heild undir forkunnargóðri ritstjóm Jóns Torfasonar sagn- fræðings. Auk þess sem lítið er gert úr Jóni á Skeggstöðum í Húnvetningasögu - en Björg lofuð þeim mun meira til þess að gera aðkomu- manninn („The Intrader") þeim mun minni - era afkomendur hans síst oflofaðir fyrir mann- dygðir, margir hverjir. Sá grunur hlýtur að læðast að manni, án fræðilegra raka að svo komnu, að Björn á Brandsstöðum hafi verið fenginn til þess að rétta hlut Jóns Jónssonar eins og hann var hall- ur í almenningsáliti um snöfurmannlega hegð- un að viðteknum húnvetnskum sið. En hafi Jón úr Eyjaftrði verið óhúnvetnskur í framferði sínu þar vestra í viðurskiptum við menn og orðræð- um, þá vora næstu niðjar hans ýmsir engir aukvisar að heimamannahætti. En Húnvetn- ingasaga Gísla (hversu rótarleg sem hún er Jóni Eyfirðingi) hefur tæplega verið frumhvati til samningar ýtarlegs niðjatals Skeggstaðahjóna, - enda ritverk Gísla lítt kunn, ef nokkuð, á ritun- artíma þess. Líklegt má telja að Stóradalsfólk hafi átt þarna beinan hlut að máli. Af Skegg- staðasystkinum var Guðmundur í Stóradal þeirra nafnkenndastur og kallaður Guðmundur ríki. Dóttir hans, Ingibjörg, var stórráða kona og bjó með eiginmönnum sínum í Stóradal, íyrst og lengst Þorleifi Þorkelssyni, en síðar Kristjáni Jónssyni, og gerði þar garðinn frægan i hálfa öld eða meira. Guðmundur ríki faðir hennar varð fjörgamall, dó 98 ára 1847. E.t.v. átti hann sinn þátt í því að fá lyft óorði af föður sínum með því að láta gera niðjatal hans. En hvað sem um það er: Björn á Brandsstöð- um hóf ritun niðjatalsins seint á ævi sinni. Hann lést 1859 frá hálfköruðu verki. Björn hugsaði sér að gera meira en skrá einfalt niðjatal Jóns og Bjargar á Skeggstöðum. Bjarni í Blöndu- . dalshólum segir svo í áðurgreindri ritgerð um upphaf Skeggstaðaættar: „Hann [Björn á Brandsstöðum] mun hafa ætlað sér að semja stuttar ævisögur þeirra ættmenna. Honum tókst að Ijúka við suma ættstuðlana, en aðrir eru hálfgerðir." Því miður hefur þetta merka ættfræðirit ekki enn verið gefið út, en að því hlýtur að koma. Höfundur þessa spjalls um löngu liðið fólk trúii- því að Jón Jónsson úr Eyjafirði sé vel að þeirri sæmd kominn að vera ættfaðir með Hún- vetningum. Ingibjörg Guðmundsdóttir, sonar- dóttir hans í Stóradal, sýndi höfðinglegt fram- tak þegar hún (að ætla má) „keypti" Brandsstaða-Björn til þess að auka veg afa' hennai’ og niðja hans með penna sínum, búa til Skeggstaðaættina í tæka tíð. Annars væri engin Skeggstaðaætt til. Einhvers staðar verður að byrja þegar búnar eru til ættir. Og Skeggstaða- ætt Jóns Eyfirðings blífur! Höfundurinn er fyrrverandi menntamólaaráðherra. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.