Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 5
þolandinn af svefoleysi og óseðjandi matarlyst. Þeir sem lifa af geta orðið andlega skertir. Báð- um þessum ergot-einkennum geta fylgt of- skynjanir. Faraldrar af völdum ergot-eitrana voru mjög algengir í Norður-Evrópu á síðmiðöldum þó hér hafi ekki borið mikið á þeim fyrr en á 17. öld. Sigurjón Jónsson læknir leitar skýringa á þess- um faröldrum í bókinni Sóttarfar og sjúkdómar á íslandi 1400-1800. Sigurjón hefur lagt mikla vinnu í að kanna annála og aðrar heimildir til að afla upplýsinga um sjúkdóma og veltir mjög fyr- ir sér þessu fyrirbæri 17. aldar sem hann nefnir sálsýMsfaraldra. Hann aðgreinir þá frá geðveiki þar sem þeir voru í flestum tilfellum tímabundn- ir. Jón Magnússon var ekki einn um að upplifa þessi veikindi og ofskynjanir, það gerði einnig heimilisfólk hans og gestir á meðan þeir höfðu viðdvöl á heimilinu eins og Jón Ólafssson Indía- fari, einkennin hurfu þegar hann hafði yfirgefið heimilið. Pétur Einarsson, höfundur Ballar- annáls,veiktist tvisvar af þessari undarlegu veiki árin 1640-54. Næstu áratugina var fólk að upplifa titring, veikleika fyrir brjósti, í fótum og margskonar aðra vanlíðan. Það sá sýnir, eld- hnetti og blóð renna niður veggi. I bók Sigurjóns eru einnig lýsingar á öðrum sjúkdómum sem gætu bent til að ergot-eitranir hafi verið talsvert algengar hér á landi á seinni- hluta 16. aldar. Lýsingar hans á sáraveiki (sem ekki var talin vera franzós) sem braust út í fúin, viðurstyggi- leg kaun, skyrbjúg og í einhverjum tilfellum holdsveiki sem lýst er sem holdfúa og limafallli, gætu bent til þess að ergot-eitranir hafi verið talsvert víðtækar hér á landi. Einnig kemur fram að bráðdauði hefur verið talsvert algengur hér á landi á 17. öld. Ergot-faraldrar voru algengir í Rússlandi. I Perspeetíves er lýsing á sýkingu sem olli dauða 20 þúsund manna úr herdeild Péturs mikla Rússakeisara í júlí 1722 þegar þeir voru í her- ferð til að vinna land af Persum við Kaspíahaf. Læknar töldu fyrst að þetta væri plágan en er þeim varð ljóst að veiMn var ekki smitandi kenndu þeir um lélegu korni. Strax og fólkið hafði borðað brauð fékk það svima og sterkan herping í taugar og þeir sem ekki voru látnir innan eins dags misstu hendur og fætur eins og gerist þegar úthmir hafa frosið. Aðeins þeir sem borðuðu gott brauð sluppu, skrifaði fransM am- bassadorinn Campredon. Um aldamótin 1600 urðu hér miklar breyt- ingar í viðskiptaháttum er danski kóngurinn veitir dönskum kaupmönnum einkaleyfi á allri verslun á íslandi til 12 ár, árið 1602. Einokunin sem átti að bæta hag fólksins í landinu leiddi af sér margskonar hörmungar. Vörur eins og rúg- ur ekki aðeins hækkaði í verði, iðulega var kvartað vegna formengaðs mjöls með myglu og hrati. Þrátt fyrir að kaupmönnum væru settar ákveðnar reglur að fara eftir um sanngjarna viðskiptahætti voru þær þverbrotnar. Kaup- menn báru við viðsMptahagsmunum. Þrátt fyrir að margbrotið væri á íslendingum var leyfi kaupmanna endurnýjað. Á þeim tíma sem galdrafárið var sem mest voru siglingar til landsins mjög strjálar og um tíma var verslunin í höndum leigusMpa sem öfl- uðu vörunnar sjálfir. Þá var einnig talsvert um launverslun bæði við Hollendinga og Englend- inga. Má ætla að rúgur hafi verið meðal sölu- vöru og ekM alltaf ómengaður, en galdrafár voru landlæg á Englandi á þessum tíma. Nú á tímum er erfitt að sMlja þær hörmungar sem gengu yfir landið á 17. öld. Náttúruhamfar- ir og hallæri voru tíð og þegar síðan bætist við líkamleg og andleg kvöl fólksins var ekM óeðli- legt það leitaði skýringa og hafi viljað afmá vá- gestinn. Ef til er skýringu á galdrafárinu að finna í efni í Vísnabókinni sem gefin var út á Hólum árið 1612. í kafla um Syndir og aðra ósiðu lýsir höfundur þjáningu og kvölum for- dæmra og hvað bíði þeirra þegar djöfullinn hef- ur náð tökum á þeim. Þeirra beið eilíft bál með miMum kvölum sem brennir og steiMr ... menn frjósa og stiMia... djöflar Memja Mopp með hrömmum, kreista, þrýsta, hrista og nísta. Er að undra þó að menn hafi óttast um sáluhjálp sína eftir að hafa sjálfir upplifað sömu hremm- ingar eins og koma fram í kvæðinu. Myrkrahöfðinginn var ekM aðeins ógnvaldur á miðöldum. Myrkrahöfðingjar nútímans eru margir og koma víða við. Þeir leggja snörur fyr- ir ungar sálir sem vart kunna fótum sínum for- ráð. Þeir egna og tæla og halda að ungu fólM skaðlegum efnum sem þeir vita að geta eyðilagt líf þeirra. Myrkrahöfðingjar nútímans eru ekM síður athafnasamir en forverar þeirra og er engu líkara en að þeir hafi selt sína eigin sál og leiM nú lausum hala sem aldrei fyrr. Heimildir. J.W.Bennet and Ronald BenUey. The Story of ergot. Perspcctives in Biologi and Medicine. 1999. Páll Eggert Ólafsson, Saga f slendinga. Verslun á 10. öld. 1942. Salomon H.Snyder. Drugs and the Brain. 1986. Sigurjón Jónsson. Sálsýki og andlegir faraldrar. Sóttar- far og sjúkdómar á íslandi. 1944. Jón Aðils. Einokunarverslun Dana á íslandi. 1971. Öldin sautjánda, 1601-1700. Höfundurinn er blaðamaður Möðrudalur á Fjöllum. Ljósmynd/Snorri Snorrason ISLENSKVEÐURMET2 • • LAGMORKIN A GRIMSSTOÐ- UMOGMÖDRUDAL1918 EFTIR TRAUSTAJÓNSSON Janúar 1918 er kaldasti mánuður á íslandi á öldinni sem nú er nærri liðin. Vitað er um fáeina ámóta eða kaldari mánuði á 19. öld. Mikill hafís var í þessum mánuði fyrir Norðurlandi, en hann entist ekki lengi því febrúarvindar reyndust honum erfiðir. Mikil hæð var við landið í upphafi mánaðarins og var hún í áföngum að mjaka sér frá því að hafa verið fyrir sunnan land í lok desember og til Græn- lands. Aðalkuldakastið hófst um þrettánd- ann og stóð í innan við 3 vikur á Suðurlandi, en út mánuðinn fyrir norðan. Framan af var heldur hvassviðrasamt, en um 20. var vind- ur orðinn hægur og þá urðu mestu kuldarn- ir á flestum stöðvum. Lágmarksmælar sömu gerðar og enn eru notaðir voru á allmörgum stöðvum á þessum árum og m.a. á Gríms- stöðum. Þessir mælar innihalda vínanda en hann þolir frost betur en kvikasilfursmælar því kvikasilfur frýs við 39 stiga frost. Þó lesa megi með allmikilli nákvæmni af mæl- unum var algengast að lágmarkið væri lesið í heilum og stundum hálfum gráðum. EkM er vitað betur en að meginmælar (þurrir mælar) á bæði Grímsstöðum og í Möðrudal hafi verið kvikasilfursmælar. Þeir voru því niðri undir frostmarki kvikasilfurs þegar kaldast var. I lágmarksmælum er spritt (vínandi) og því er ekM hætta á að þeir frjósi. Hægt er samtímis að lesa hita og lágmarkshita af lágmarksmælum. Svo er fyrir mælt að það skuli gert þegar lágmark- ið er lesið. Hiti á lágmarksmælinum á at- hugunartíma er kallaður „sprittstaða" mæl- isins. Sprittmælar eru að jafnaði taldir ónákvæmari en kvikasilfursmælar og því er mismunur á mælunum ætíð túlkaður sem skekkja á lágmarksmælinum. Ekki er víst að þessi regla eigi við þegar komið er niður undir frostmark kvikasilfurs. Sigurður Kristjánsson á Grímsstöðum var samviskusamur athugunarmaður, þó hann læsi oftast af mælunum með aðeins 1 gráðu nákvæmni. Nafni hans Haraldsson í Möðru- dal rækti einnig starf sitt af kostgæfni, en hafði ekki lágmarksmæli. Hann las líka und- antekningalítið af með aðeins 1 gráðu ná- kvæmni. Reglulegur samanburður mælanna á Grímsstöðum gefur til kynna að lágmarks- mælirinn hafi að jafnaði sýnt 1,0 gráðu of lágan hita. Töflur dönsku veðurstofunnar Á Möðrudalsöræfum í vetrarbyrjun. sýna að þurri mælirinn hafi verið 0,1 stigi of lágur. Klukkan 8 að morgni þess 21. gerði Sig- urður á Grímsstöðum eftirfarandi mælingu: Þurri mælirinn sýndi 36,0 stiga frost, sprittstaða lágmarksmælisins var 38 stiga frost og lágmarkið 38 stig. I árbók dönsku veðurstofunnar, „Meteorologisk Aarbog 1918", eru þessar mælingar birtar leiðrétt- ar: Þurr hitamælir: -35,9°C, lágmark: -37,0°C. Mismunur á sprittstöðu lágmarks- mælis og þurrum hita var 2,0 stig þennan morgun eins og sjá má. Rými er fyrir leið- réttingu allt að tveimur stigum. Klukkan 14 var hitinn kominn niður í -36,5° (prentað sem -36,4° í árbókinni) og kl. 21 var hitinn aftur -36,0. Morguninn eftir var hitinn kom- inn upp í -22,0°, en sprittstaða lágmar- ksmælis var -23,5°. Mismunurinn er 1,5°. Sigurður skynjaði mikilvægi augnabliksins og las hann því lágmarkið með óvenju ná- kvæmni sem -38,9°C. Danska veðurstofan bætir síðan hinni venjulegu 1 gráðu við og fær út -37,9°C og það hefur lengst af staðið sem íslenskt lágmarksmet. Vel má vera að það sé nákvæmlega rétt. Dálítið erfitt er að segja hvað klukkan hefur verið þegar metið var sett en af athugunartímunum var hitinn lægstur klukkan 14. Víkur nú sögu að Sigurði í Möðrudal. Hann hafði ekki lágmarksmæli og las oftast með 1 gráðu nákvæmni af sínum mæli. Mæl- ir hans sýndi 38 stiga frost kl. 8 að morgni þ. 21. þegar hitinn á Grímsstöðum var -36 stig. Hitinn kl. 14 var einnig -38 stig og -37,5° (takið eftir nákvæmninni) kl. 21. Danska veðurstofan birti aldrei lægsta hita á stöðvum þar sem ekki voru lágmarksmæl- ar. Möðrudalsathugunina er því ekki að finna í árbókunum. Hún duldist því mönnum þar til danska veðurstofan af rausn gaf Veð- urstofu íslands frumritin. I þessum frum- gögnum má sjá að hitamælirinn í Möðrudal var talinn réttur. Það er dálítið klaufalegt að telja íslandsmet -37,9° þegar mæling upp á -38,0° er til (og það á tveimur athugunar- tímum). Þykir því rétt að telja metið frá báðum stöðvum sem -38,0° (kannski ætti að sleppa kommunni). Því er hins vegar ekki að neita að það er auðvitað hugsanlegt að lágmark í Möðrudal hafi verið lítillega lægra, en jafn- líklegt er að þessi 38 stig hafi kannski í raun verið t.d. 37,8 eða 38,2 (rúnnuð af í 38). Metið er því talið -38 stig á báðum stöðvum. Er hægt að treysta samanburði á spritt- stöðu og kvikasilfuraflesturs niðri undir frostmarM kvikasilfurs? Höfundurinn erveðurfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.