Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000 I 7 Ecce Homo eftir Mark Wallinger. Reuter Kristur Jóhanns af krossinum eftir Salvador Dalí. Ljós heimsins eftir William Holman Hunt. ardo Strozzi (1581-1644) hvetur Kristur Tóm- as til þess að öðlast trú á upprisuna með þvi að leggja hönd að síðusári sínu. Brauðið og vínið eru líkami Krists og blóð. Við sjáum þetta túlkað í fjölmörgum verkum, ýmist með táknrænum hætti, eða þá hreint út, eins og í oblátubuðk Johannes Zeckel (var tek- inn til náms 1658 og dó 1728), þar sem brauð- ið er bersýnilegt við borðið í Krists stað og í teikningum Jacopo Negretti (1544-1628) og Hieronymus Wierix (1553-1619), þar sem blóð Krists streymir í bikar og berjaámu. Kristur sveif yfir Port Lligat Sýningin um hjálpræðið endar í fjór- um málverkum og einni ljósmynd. Tvö málverkanna eru eftir Stanley Spencer (1891-1959). Kristur með krossinn er ólíkt flestum öðrum í því, að það er með björtu og léttu yfírbragði. Upprisan í Cookham, sem var heimabær listamannsins í Berkshire, er einnig glöð og góðleg mynd, þar sem upprisa Krists blandast saman við upprisu fólksins í Cookham á efsta degi. I sýningarskrá segir, að þarna megi m.a. þekkja móður listamannsins og eiginkonu og sjálfur nýtur málarinn hvfldarinnar í bókar- laga kistu. Pað hefur verið sagt um þessa mynd, að hún sé þýðingarmesta málverkið í brezkri myndlist aldarinnar. Eina verkið af þessum fimm, sem beinlínis var unnið fyrir kirkju, er Dýrð Krists eftir Graham Sutherland (1903-1980). Þetta er ein af þremur myndum, sem hann málaði fyrir gerð veggteppis í Coventry-kirkju. Veggteppið sjálft er á 23 metra háum vegg og er efni þess dýrð Krists, eins og hún birtist í Opinberunar- bókinni. Síðast en ekki sízt er það svo málverk Salv- ador Dalí (1904 -1989) af Kristi á krossinum. Af öllum þeim verkum, sem ég þarna sá, hreif þessi mynd mig mest. Málverkið er byggt á teikningu Karmelítamunks frá 16ndu öld. Dalí hreifst mjög af teikningunni og sagðist hafa dreymt hana svífandi yfír Port Lligat á Spáni. Og hann heyrði rödd, sem sagði: Dalí! Þú verður að mála þennan Krist. I málverldnu svífur Kristur á krossinum yfir heiminum og samt horfum við niður á hann. Hann er bæði nálægur og um leið ofar skýjum. Hann er yfir okkur og allt um kring. En við, sem deilum heiminum með fiskimönnunum í Port Lligat neðst á myndinni, sjáum ekki framan í hann. Fimmta verkið er svo ljósmynd af högg- mynd Mark Wallinger; Sjá þar er maðurinn, þeirri sem til skamms tíma stóð á Trafalgar- torgi. Listamaðurinn útskýrði verk sitt svo, að hann vildi sýna okkur manninn Krist áður en hann varð guð. Hann er bara náungi, sem vald- ið leiddi fram lýðnum til skemmtunar. Um þessa höggmynd hafa skoðanir verið mjög Veronikuklúturinn eftir Claude Mellan. skiptar; sumum þykir hún vel til þess fallin að minna okkur á fórnarlömb harðstjórnar og kúgunar meðan öðrum þykir lítið til þess koma að sýna Jesúm Krist með þessu móti, jafnvel þótt fyrirsætan sé ensk að uppruna. Lífsferill í fimmtán myndum Um þriðjungur málverka í National Gallery er af trúarlegum toga og mörg þeirra sýna atriði úr ævi Krists. Flest eru þau frá fimmtándu fram á sautjándu öld og eru upprunnin bæði í Suður- og Norður- Evrópu. Uppi í Sa- insbury-álmunni eru málverk frá 1260 til | 1510. Lýsing á fimm- tán þeirra hefur verið sett á snældu og er hún > kynnt sem leiðsögn um Líf Krists. Meðal þessara málverka eru myndir eftir Piero della Francesca, Titian og Rembrandt. Það er góð viðbót við sýninguna í kjallaranum að gefa sér tíma til þess að skoða að minnsta kosti þessi fimmtán málverk. I kynningu á Lífi Krists segir m.a., að í þess- um málverkum birtist hann okkur í mörgum ólíkum myndum; í málverki Sebastiano del Piombo (1485-1547) af því, er Jesús vekur Lazarus upp frá dauðum, er hann hetjan, sem ekkert fær staðizt. En kvöl hans nístir okkur í mynd Gerard David (? -1523) af Kristi á kross- inum og Jacopo Bassano (?-1592) vekur ein- i læga samúð okkar og hryggð með myndinni af Iíristi með krossinn á leið til Golgata. En á mynd E1 Greco (1541-1614), þar sem Kristur rekur kaupahéðnana út úr musterinu, er hann aftur sá, sem valdið hefur. Eitt þessara málverka er Skírn Krists eftir Piero della Francesca, sem hann er talinn hafa málað um miðja 15. öld. Myndin sýnir Jesús standa í ánni Jórdan og vatnið hellist yfir höfuð hans úr skál, sem Jóhannes skírari heldur á. Heilagur andi flögrar yfir í dúfulíki og þrír englar bíða þess að þerra Jesúm að skím lok- inni. Það er einhver ólýsanleg birta yfir þessari mynd og eins og allt standi í stað, nema skím-, arvatnið, sem rennur úr skálinni. Hvort sem menn nú búa að sinni bamatrú, hafa þroskað hana eða lagt henni, þá gerir það hverjum manni gott að skoða svona sýningu. Því þegar öll kurl koma til grafar, er þetta ekki einasta saga um einhvern Jesúm Krist, heldur líka sannleikurinn um okkur sjálf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.