Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 15
~rw&$tö!&&(fti ^^'"j^mmjw i^r^-s Indónesískar goðsögur, höggnar í stein, prýða mörg hof. ríkur og byggður á ótal smáatriðum líkt og hjá Breughel, en þó algjörlega einstakur og endur- speglar á listrænan máta þá fegurðarþrá sem birtist á svo margvíslegan máta í umhverfinu á Balí. Söfnin í Ubud eru mörg, þeirra á meðal Neka, sem er eins konar þjóðarsafn. Við veljum listasafnið hans Agung Rai sem er mikill menn- ingarfrömuður og hugsjónamaður, því ekki er nóg með að hann hafi komið upp safni þar sem gefst frábært yfirlit yfir list aðkomumannanna heldur er þar og sennilega besta safn af Balílist frá því fyrir aldamót fram á okkar dag. Það vek- ur eftirtekt okkar að nokkrir listamannanna eru tilgreindir með Ida Bagu, sem táknar að þeir til- heyri stétt prestanna, Brahmana. Síðdegis förum við að heimsækja nútímalista- mann af holdi og blóði. Hann er feiminn maður og ófleðulegur með gríðarlega mikinn svartan hárbúsk og heitir Yan Suryana og er frá Jövu. Kona hans, Rosemarie, er austurrísk, og það er hún sem sér um að halda hinu daglega saman. Hún hafði starfað fyrir ferðaskrifstofu, hitti þennan efnilega málara á einhverri ráðstefnu og tilvera hennar tók nýja stefnu. Hann er hagur á allt sem hann snertir svo að þau hafa komið sér upp myndarlegu húsi mest með hans eigin höndum, eiga tvö gullfalleg börn, og nú vinnur Rosemarie að því fyrst og fremst að gera mann sinn heimsfrægan. Og frægð á hann skilið, ekki síður en margur annar, því að þetta er fram- úrskarandi listamaður með glögg höfundareinkenni í pensli sínum. Kona Agung Rai rekur sölugallerí og ekki getum við látið undir höfuð leggjast að sjá hvað er á boðstólum. Starfandi listamenn á Balí virð- ast á nokkrum krossgötum, innsetningar og tölvulist urðum við til dæmis ekki vör við, en hins vegar var þessi hefðbundna list þeirra svo heillandi, að hún var nýr heimur fyrir okkur. Aftur á móti er kannski kominn tími fyrir nýja blóðgjöf, því ekki tekst öllum jafnfarsællega að finna sinn farveg og Yan Suryana. En ekki er skilið við Agung Rai enn. Hann er nefnilega ekki bara ástríðufullur listaverkasafn- ari eins og þorvaldur í Síld og fisk, heldur rekur hann leikhús og skóla tengdan því. Þar sáum við til dæmis þjálfun ungra dansmeyja og rifjast nú upp, að Þorkell Sigurbjörnsson sagðist hafa séð roskna danskonu á Balí kenna 8 ára telpu - við undirleik 20 gamelanleikara, en gamelan er þeirra sérstaka tónlistarhefð. Þetta var aðeins kennslustund. Og þá verður manni hugsað til þess að íslenski dansflokkurinn getur ekki leyft sér þann munað að hafa lifandi tónlist í sýning- um sínum. En á sviðinu fáum við að sjá sýningu, þar sem eru brot úr ýmsum frægum dönsum - lekong og apadansinn fræga og hanadans (en hanaslagir eru bannaðir hér í landi, þó að ekki sé nú alveg farið eftir því). Og þar bregður fyrir atriðum úr sagnabálkinum Mahabarata, sem hefur gegnsýrt alla list Suður-Asíu um aldir (og Vest- urlandabúa reyndar líka). Það var þegar Marg- aret Mead og aðrir mannfræðingar fóru til Balí, sem menn utan Indónesíu gerðu sér loks grein fyrir þessari merkilegu listrænu tjáningarhefð. Allar vitsmunaverur Vesturlanda þykjast hafa lesið rit Artauds um leikhúsið og tvífara þess og það sem hann fjallar þar um dansana á Balí. En fæstir hafa séð þá í sínu rétta umhverfi og ekki Artaud sjálfur. Eins og um marga list, þarf að leggja sig fram, því að ekld er nein hreyfing án meiningar, ogþó að þokki dansaranna sé í sjálfu sér nægilegur til að gera þessa stund ógleyman- lega, þá dýpkar það upplifunina að skyggnast á bakvið yfirborðið, í hverju viðviki felst tvöföld og þreföld merking Það var í þessu leikhúsi sem Bandamennirnir mínir áttu að sýna á leið sinni frá Ástralíu í fyrra, ef af þeirri ferð hefði orðið. En nú er búið að ámálga við Bandamenn að koma til Tasmaníu árið 2001, svo að hver veit? 11. Dagarnir skiptast sem sagt í athafnadag og letidaga. I dag er letidagur. Og nú stendur til að kanna hið svokallaða ljúfa líf ferðamannanna. Ferðamannahótelin eru aðallega á þremur ströndum. Sú sem almennt þykir hvað best og reyndar byggðist fyrst er í Sanúr og þar eru bæði fyrsta flokks hótel eins og Hyatt, þar sem ströndin þykir best og Grand Bali og önnur í hæverskara máta. Þarna er svolítið líflegt og Þóra Kristjánsdóttir í garði Sigrúnar. ekki aðeins ferðamenn, þó að sölumenn reyni auðvitað að selja þér flugdreka og Cartier- úr, made in Surabaya eða silki-sarong eða bara allt sem hugsast getur og þeir telja að þig báglega vanhagi um. Annars er það býsna margt í sölu- mennskunni sem vekur vissa kátínu til dæmis það að hér eru auglýstir fornmunir - búnir til eftir pöntun, antics made to order. Nusa Dua er á syðsta oddanum og það er eiginlega bara hót- elaþorp, mörg einkar glæsileg, en kannski er ekki alltaf víst þegar þú vaknar, að þú vitir hvort þú ert á Kanarí eða í Costa del Sol eða endilega á Balí. Kuta er þriðja ströndin og þar er mér sagt að sé sollurinn, en svoleiðis könnum við nú ekki. En ekki eru nú öll gistirýmin upptalin. Rétt áður en komið er til Upud er til dæmis hægt að taka lítinn hliðarveg og eftir tveggja mínútna akstur ertu kominn á heimsenda eða minnsta kosti friðsælasta stað á jarðríki. Þjónn tekur við bílnum og áður er maður veit af er maður kominn inn í glæsilegan sal sem reynist vera anddyri hótels þó að þess séu ekki mikil merki. Meira aðsegja verður maður að geta sér til hvar móttökuborðið er - það er bara stein- borð, en um leið og maður nálgast skjóta upp kollinum menn til þjónustu reiðubúnir. Satt að segja gengur allur stíllinn út á þetta - að láta eins og maður sé einn í heiminum. Barinn og matsalurimVvita út að stöðuvatni í fögrum dal og þar úti er lítil gamelan-hljómsveit sem leikur hægt og blíðlega. Ekki er ágangurinn meiri í herbergjunum, sem oftast eru þannig að við- komandi hefur þau nokkur til skiptanna, einka- sundlaug og sitthvað fínerí og þangað fær mað- ur matinn sendan ef henta þykir. Enda er það hingað sem það fólk sækir sem er orðið of þreytt á því að skrifa nafnið sitt í nafnaþulubækur að- dáenda hinna ríku og frægu, alþjóðlegar kvik- myndastjörnur, ofurfyrirsætur og glaumgosar. Enda kostar nóttin eina litla hrúgu af dðlum - frá 525 upp í 2300! Þetta vel geymda leyndarmál heitir Amandari og lítur út eins og vingjarnlegt balínesískt þorp - en í æðra veldi, þvi allt ber vott um margra alda gróinn fágaðan og um leið hnitmiðaðan smekk. Og yfirbragðið er austur- lenskt, í samræmi við stað og tíma, en ekki ein- kennalaust eins og oft er á Vesturlöndum eða í stíl einhvers allt annars menningarheims. 12. Og svo eru þessar tvær vikur á enda. Loka- kvöldið ætlum við að kynnast enn einni hefðinni í menningu eyjarskeggja - skuggaleiknum. I þetta sinn eru engir fer ðamenn og við erum einu útlendingarnir sem fá að vera með. Því að þetta er seremónía innfæddra og skuggaleikurinn er liður í hátíðinni, hápunktur að vísu. Við erum dálítið lengi að finna þorpið sem er nálægt suð- urströndinni, en þegar það tekst tekur á móti okkur múgur og margmenni og það er 17. júní- stemmning. Sitthvað matarkyns og drykkjar er til sölu í sölubúðum en á aðalsviðinu er hafinn undirbúningur að Wayang kulit - skuggaleikn- um - en því hefur verið haldið fram, að engin af öllum leik - og dans-hefðum Balís sé eldri né segi meira um viðhorf Balíbúa til þessa heims - og hins næsta. Og engin þessara hefða er vin- sælli. Allt þorpið er komið á staðinn, börn og fullorðnir og það er eftirvænting í loftinu. Við fá- um ágæt sæti andspænis sviðinu á hörðum steinbekk og bakvið okkur sitja nokkrir spek- ingar úr þorpinu í hring og skrafa hátt. Þeirra á meðal er sjálfur dalang-skuggaleikarinn. Þessi dalang er kvæntur ítalskri vinkonu Sigrúnar og þykir sá alfærasti um þessar mundir, að því er okkur er hermt. En nú situr hann hinn rólegasti og er sennilega að ræða þjóðmálin - kosningar á morgun. En til hliðar við aðalsviðið er annað svið minna. Þar sitja fimm menn og fremja eins konar seið, þylja upp í heilan klukkutíma forna texta á máli sem okkur er sagt að enginn við- staddra skilji. Þetta hefur þó sín áhrif að koma okkur í rétt hugarástand áður en leikurinn hefst. Fróðir menn segja, að til séu einar 12 tegund- ir af skuggaleik og sumir henti við ákveðin tæki- færi eins og brúðkaup og aðrir til að komast í samband við anda undirdjúpanna. Algengast er þó að segja sögur úr Mahabarata eða Rama- yana og það er einnig þetta kvöld. Og líkt og í Barong- leiknum skiptast þarna á spennuatriði og gamansöm. Leikurinn hefst reyndar nokkuð seint og yngstu áhorf- endurnir eru sofnaðir allt í kringum okkur. En þegar dal- ang hefur upp raust sína, bein- ast allra sjónir og heyrnir að honum. Wayang þýðir skuggi og kulit leður, brúðurnar eru sem sagt skornar í svart leður og flatar, en skugginn kemur af því að bregða þeim fyrir ljósið sem fellur upp á skerminn að aftan úr olíulampa úr kókos- hnetu. Þó að þarna séu aðstoðar- menn og nokkrir hljóðfæraleik- arar, er það snilli dalangsins sem gerir gæfumuninn. Til hans eru gerðar fjölbreyttar kröfur sem listamanns. Hann stýrir skugga- brúðunum einn, hann talar einn fyrir þeirra munn, hann syngur og lætur þær berast í dansi eða stríðsleik. Textann þylur hann upp úr sér, þarf með öðrum orðum að vera mikul frásagna- maður; hann þekkir kjarna sögunnar en spinn- ur frásögnina eftir því sem andinn innblæs hon- um. Og þeir leiknustu koma með samlfldngar úr sögunni sem skiljast sem tilvísanir í vanda okk- ar tíma, þannig er dalang eins konar lifandi rev- íusmiður líka. Hann þarf að vera vel heima í heimspeki Balíbúa og trúfræðum, því að öðrum þræði er hann líka uppfræðari. Hann notar tvö mál og lætur sumar persónurnar tala kawi - gamalt yfirstéttarmál - og aðrar venjulega Balí- mállýsku. Þannig þarf stundum að þýða á milli og þá gefst dalang persónulegt svigrúm til að koma meiningunni til skila. Hann er því í senn skemmtari og fræðari og snjall dalang er virtur sem einn hornsteinn samfélagsins. Við ökum heim í kvöldhúminu og umferðin er nú minni en á daginn. En umferðin á Balí er kapítuli fyrir sig og ekki fyrir óvana að smeygja sér á milli hunda og hana sem hlaupa út um allar trissur, bíla, sem ekki hægja á sér eða gefa hljóðmerki, svo ekki sé talað um 511 ungmennin sem eru að skemmta sér á vegarkantinum. Ak- irðu á hund lætur þú eins og ekkertjié, en akirðu á kött er eins gott þú staldrir við pgveitir hon- um virðulega útför, annars kann iu%að fara. Við krossgötur og brýr er gott að viðhafa svolitla seremóníu svo að andar umferðarinnar séu manni hliðhollir. Heimkomin setjumst við í síð- asta sinn á veröndina hennar Sigrúnar, látum heita hitabeltisnóttina leika um okkur og hlust- um á dularfull hljóð næturinnar. Ævintýrið er senn á enda. Tveir froskar bregða á leik á sund- laugarbarminum og annar stingur sér til sunds til að sýna hvað hann geti. Það er með herkjum að hann nær landi aftur og við erum því fegin, því að llfið á að halda áfram í öllum sínum fjöl-" breytilegu myndum. Höfundurinn er leikhúsfræSingur og rithöfundur. PÁLMI EYJÓLFSSON ÞÓRÐUR í SKÓGUM Vorar undir Eyjafjöllum ósinn lygn og kyrr Holtsnúpurinn hömrum girtur, heillar þig sem fyrr. Svipur landsins seiði slunginn, sólroðinn og hreinn. Vappaði um í Vallatúni vingjarnlegur sveinn. Slétt er landið grasi gróið, gömul engjalönd. Út við hafsbrún Eyjar rísa, öldur falla að strönd. Hérna liðu æskuárin unni snemma bók. Orgeltónar, íslensk fræði ungan huga tók. Timburkirkja, tíma hins liðna, tildurslaus, en hlý, seinni aida söguríka svip má fagna á ný. Hundrað ára helga gripi, heillar marga að sjá. Hátíðleika og hljóða gieði heima Guðshús á. Gamlir bæir björtu þilin birtast upp á hlíð. Vitna þar um verkagleði og viljann alla tíð. Þarna geymist áidinn arfur og innri kyrrðin hijóð. Hógværðin og helgiblærinn, hér er stundin góð. Lífsmátinn á iiðnum árum löngum á þinn hug. Safnið þekkta, merkra minja mótað viti og dug. Það er enginn Þórði líkur, þú sérð verkin hans. Vókumannsins, væna drengsins, vinar sögu og lands. Höfundurinn býrá Hvolsvelli. EDDAMAGNUSDOTTIR BLOKKAR- KONA Hún situr viðglugga á sjöttu hæð sorgmædd ogþreytt. Borgin biasir við böðuð morgunsói. Þúsund marglit þök þögul á húsum sínum, horfa tii himins. Hvað býr undir þeim ? Meðlit sínum Ijáþau skjól lifandi fólki. Þau rauðu ræna athygiinni, reyndar eru þau flest. Rautt er litur reiði ogrósar, elds ogástar. Grænt er litur grósku og glaðlyndis. Brúnu þökin búa yfír blendnum tilfinningum. Þau biáu eru köld ogklár en kærleiksvana. Gul vekja grun um græsku og fals. Svört bera með sér sorgogkvíða. Ætli ómálað blokkarþakið orsaki sorg og þreytu ? Höfundurinn býrá Hóli í Hvítóxsíðu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.