Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 14
Barong-leikur á Bali. Skuggaleikari á bak við tjaldið. DAGBOKARBROT FRA BALIII SKUGQALEIKUR-SER- EMONIAINNFÆDDRA EFTIR SVEINEINARSSON 8. Hún Sigrún frænka mín er mikill kokkur og það er gott að vera gestur hennar. En einn dag- inn kallar hún til vinafjölskyldu úr þorpinu og nú er á boðstólum indónesískur matur, satay og 'nasi goremg opg nasi þetta og hitt; margþætt góðgæti. Hún býður tíl sín Islendingum sem hún veit að eru í leyfi á Balí og vinum búsettum þar. Annars er ekki vitað um marga íslendinga á Balí. Hún hefur grun um að þar sé ein kona og af rauðhærðum ungum manni hefur hún einng haft spurnir. Hún er að hugsa um að auglýsa eftir þeim. Annars, þegar veislan er bundin við okkur þrjú, borðum við gjarna úti í garði á sérstökum palli með þaki - og úr hornum þaksins gægjast stundum forvitnir gekkóar. Þá hefur Sigrún hjálp af húsálfinum sem heitir Nyoman, en hann er lflca fæddur nuddari og njótum við góðs af því á daginn, þegar hann er ekki að vinna úti á hrís- grjónakri. Reyndar heitir hann ekki Nyoman, hann er það. þetta krefst skýringar. Ef þú átt þrjá syni, þá eru þeir aðgreindir svo: sá elsti, sá í -miðið, sá yngsti. Nyoman er sá í miðið, ef ég man rétt. Hann gistir svo í sérstöku útihúsi þar sem líka sofa garðyrkjumenn Sigrúnar, tveir piltar frá Jövu. Og garðurinn er stór og ægifag- ur, þar sem jasmínur og bougeonvillur og lótus- blóm heilla mann. Á morgnana kemur kona Gusta og hjálpar við morgunverðinn og hús- verkin. Svo við lifum sem sagt í vellystingum praktuglega. Þegar við hringdum að heiman í Sigrúnu og sögðum henni að við ætluðum loks að láta verða af því að þekkjast hennar góða boð og koma til Balí, spurði hún: Hvað eruð þið mörg og hvað viljið þið vera lengi? Tvo mánuði, þrjá... Við sögðumst halda að tvær vikur væru nóg. Við höfðum rangt fyrir okkur. - Balí á sér merka sögu eins og allir aðrir stað- ir. Hvenær sú saga hófst er þó á huldu, því að goðsögurnar eru svolítið ónákvæmar í þeim efn- um. Ljóst er þó að á bronsöld er Balí orðin þétt- býl. petta er þá um 300 f. Kr. og talið að fólkið hafi komið frá meginlandi Suðaustur-Asíu. Þótt það sé af mongólskum uppruna, eru andlits- drættirnir reglulegir, kinnbeinin ekki eins ríkj- andi og víða í Asíu og augun ekki skásett. MiMð fríðleiksfólk. Bylting í menningar- og trúarefn- um verður með verslunarinnrás Indverja á síð- ari hluta fyrstu þúsaldar e. Kr.; þá barst bæði Búddatrú og Hindú til eyjanna og hugmyndin um goðborna kónga í höllu sinni varð að stað- reynd. Undir þúsaldamótin voru indversk áhrif og menning orðin algjörlega ríkjandi. Nú hófust og féllu konungsættir og dýnastíur sem drottn- uðu lengur eða skemur og Indónesar tala til dæmis um 16. öldina sem mikla gullöld velmeg- unar og glæsileika. Hér mótaðist líka hið stétt- skipta samfélag. Efst tróna þar prestarnir, Brahmana, þá koma afkomendur hinna fyrri Allt þorpið er komið á staðinn, börn og fullorðnir og það er eftirvænting í loftinu. Við fáum ágæt sæti and- spænis sviðinu á hörðum steinbekk og bakvið okkur sitjg nokkrir spekingar úr þorpinu í hring og skrafg hátt Þeirra á meðal er sjálfur da/ang-skuggaleikarinn. Greinarhöfundurinn við hofið hennar Sigrúnar á Bali. konungsætta og kallast Ksatria : þriðja stéttin er svo eins konar lægri aðall og nefnist Westi, menn af þeirri stétt eru ávarpaðir Gusti eins og okkar maður í þorpinu. Reyndar vinnur hann sem yfirþjónn á Hyatt-hótelinu en heldur auk þess uppi stórfjölskyldu og er eins konar þorps- höfðingi. I þorpinu okkar er lfka fulltrúi fyrir Ksatria, en armæða hefur lagst yfir þá fjöl- skyldu og börnin fæðast blind. Þessi fjölskylda þurfti að halda seremóníu nýlega og þar voru á þriðja hundrað manns dögum saman; svoddan konur kosta nokkuð, eins og segir í Skugga- Sveini, og var fjölskyldan víst ekki borgunar- maður fyrir öllu tilstandinu hjálparlaust. Þessar þrjár stéttir kallast einu nafni Triwangsa og nema aðeins 3% af þjóðinni; flestir eru af lág- stéttinni og kallast Sudra eða Jaba, sem mun tákna að þeir eigi ekki greiðan aðgang inn í höll og hirðir. Hins vegar eru á Bali engir ósnertan- legir utangarðsmenn eins og í Indlandi. En þetta gamla fyrirkomulag hefur þó einhver áhrif á umgengni; að minnsta kosti sagði okkur ferðaskrifstofumaður, sem ættaður var úr næsta þorpi, að hann umgengist ekki fínt fólk eins og Gusti. Á16. öld komust Balíbúar og aðrir Indónesar fyrst í snertingu við Evrópumenn og voru það þá Portúgalar og síðan Hollendingar. Indónesar héldu þó sínu striki og þó að verslun við út- lendinga yrði talsverð, voru vestræn áhrif hverfandi fram á 19. öld. En um það leyti sem frelsisöldur gengu um Evrópu sjálfa voru Evrópuþjóðir sem óðast að verða sér úti um ný- lendur í öðrum heimshlutum, sem þær léku mis- jafnlega illa. Hér voru það Hollendingar og er öll sú saga forvitnileg og of langt mál að rekja hana hér, en blóðug var hún stundum. En árið 1908 lauk 600 ára tímabili Majapahit-dýnast- íunnar á Balí og eriend yfirráð voru staðreynd. Hins vegar vænkaðist hagur strympu þegar ferðamennska hófst þar uml920 og ýmsir fræg- ir myndlistarmenn og rithöfundar settust þar að og báru hróður eyjarinnar til annarra landa. Á stríðsárunum var Balí eins og flestar eyjarnar hernumin af Japönum, en eftir uppgjöf þeirra lýstu Sokarno og Mohamed Hatta yfir sjálf- stæði Indónesíu. Ekki vildu Hollendingar alveg sætta sig við það og aftur kom til átaka. Þá var í fararbroddi af hálfu Indónesa þjóðhetjan Ngur- ah Rai og kjörorð hans var Frelsi eða dauði. Barátta hans kostaði hann líka lífið 1946, en þó að frelsið yrði ekki unnið með vopnavaldi, var tími nýlendukúgunar liðinn og Hollendingar sáu sitt óvænna, meðal annars fyrir þrýsting frá öðrum þjóðum. Árið 1949 varð Bali því hluti af lýðveldinu Indónesíu. 10. í dag er athafnadagur og listin á að sitja í fyr- irrúmi. Ubud, skammt frá þar sem við búum, er fræg listaborg. Myndlist og listiðn eiga sér langa sögu á Balí, en koma þýsks málara Walter Spies, skipti þar sköpum, því að vegna hans og nokkurra annarra evrópskra myndlistarmanna, sem beinlínis kenndu Balí-listamönnunum nýja tækni, varð til mjög sérstæð blanda, sem hvergi getur að líta annars staðar. Þessi blóðgjöf fæddi af sér stfl sem að innihaldi er mjög þjóðlegur, lit- 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.