Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Page 4
RÓM á því herrans ári 1999. Rúst- ir, skellinöðrur, klerkar og kett- ir, vasaþjófar og svindlarar, sír- enuvæl, sígaunar, sól og sót. Rómverjar, nunnur, sporvagn- ar, umferðaröngþveiti, þröngar götur, öngstræti. Daglegt líf í lifandi borg, borginni eilífu. Mamma Roma; borg borganna - þetta forna höfuðsetur lista, valds og trúmála. Uff! Þung- lamalegur virðuleiki. Dæmd til hnignunar. Kannski. Borgin sem gegnir því virðulega en erfíða hlutverki að geyma menningararf álfunn- ar í mannvirkjum sínum. Lifandi safn sem safn- ar á sig sóti í stað ryks. Borg andstæðna. En af og til hrekkur hún í gír, þrífur framan úr sér sótið svo sést í bústnar og múrsteinsrauðar kinnamar og marmarahvítar tennumar, spar- iklæðist og heldur gestum sínum hátíð. Júbilár- ið 2000 er gengið í garð. Júbileum í Róm órið 2000 Aðfangadagskvöldið síðastliðna - á næstsíð- asta ári aldarinnar sem enn lifir í hárri elli - bankaði Jóhannes Páll páfí inn Júbileum í Róm árið 2000. Hófst þá mikil trúar- og menningar- hátíð í borginni sem stendur út árið. Og pílag- rímar teknir að streyma til Rómar sem aldrei íyrr, enda margt merkilegt um að vera í þessari fomu borg á þessum fjölmerku tímamótum tveggja þúsalda sem við emm svo lánsöm að lifa. Sá misskilningur skal hins vegar strax leið- réttur að páfi hafi boðað til helgiárs af þeirri ástæðu. í fyrsta lagi vegna þess að Júbileum er haldið óháð stílhreinum númerum og 1 öðm lagi vegna þess að kaþólska kirkjan hlýtur að virða tímatal það sem hún setti sér og Vesturlöndum í almanaki sem hún gaf út í Róm árið 525 og telst hefjast árið 1 eftir Krists burð. PÁFINN BANKAR ÞRISVAR JÚBILEUM í RÓM 2000 EFTIR KRISTIN PÉTURSSON Júblleum er heilagt ár í kaþólskum sið, sk. helgiár sem haldið er aldarfjórðungslega í Róm í minningu frel s- ✓ arans Krists. A því ári fá trúaðir fyrirgefningu sync la sinna. Hið íyrsta Júbileum var haldið í Róm órið 1300. sjálfsögðu að vera lokað og er opnun helgidyra Péturskirkjunnar helsta tákn helgiársins. Páfinn bankar þrisvar með silfurhamri Eins og áður segir hófst júbilárið um síðustu jól og á dagsetningin rætur að rekja til þess tíma er aðfangadagur var jafnframt síðasti dag- ur ársins. Helgiárið er opnað á táknrænan hátt með því að páfinn bankar þrisvar með silfur- hamri á tviskipta bronshurð fyrir hinum helgu dymm Péturskirkjunnar og beiðist inngöngu í Guðshúsið fyrir sig og trúbræður sína og syst- ur. Að innanverðu em dymar innmúraðar hefð- inni samkvæmt og því verður páfi að bíða stutta stund meðan veggurinn er tekinn niður. - Júbi- lárið varir venjulega frá jólum til jóla. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar síðustu júbilár, en fram að því hafði skapast nokkuð fastmótuð júbilhefð á sjö öldum, eins og áður segir. Opn- unarhátíðin hefur hingað til farið fram samtímis í höfuðkirkjunum fjómm og hafa þá kardinálar verið sérskipaðir til að opna hinar helgu dyr í hinum páfakirkjunum þremur. En þetta árið var sá hátturinn hafður á að helgidyr Jóhannes- arkirkju og Man'ukirkju vora opnaðar á jóla- dag, en dyr Pálskirkju ekki fyrr en 18. janúar. Páfinn lokar svo hinum helgu dymm Péturs- kirkjunnar og slær þar með botninn í júbilárið á þrettándanum 2001. Þannig tengir helgiárið 2000 tvær aldir og tvær þúsaldir. Júbileum og listin Júbilárin em ekki síst merkileg í sögunni fyr- ir að hafa gefið páfum tilefni til að gera borginni gott í listaverkum og byggingum. Tökum júbi- lárið 1475 sem gott dæmi. Sixtus IV. boðaði til þeirrar júbilhátíðar og ákvað að auka enn við dýrð borgarinnar. Lét páfi byggja þarfa brú frá Gyðingahverfinu á eystri bakkanum (miðbæn- Júbileum í Róm 2000: Fólk flykkist til Péturskirkjunnar og hefur ærna ástæðu. Vegna júbíleumársins geta katólskir fengið aflausn synda sinna. Trúaðir fá fyrirgefningu synda sinna Júbileum er heilagt ár í kaþólskum sið, sk. helgiár sem haldið er aldarfjórðungslega í Róm í minmngu frelsarans Krists. Á því ári fá trúaðir fyrirgeftiingu synda sinna. Eitt sinn var suður- ganga forsenda aflausnar og þurfti að auki að heimsækja höfuðkirkjumar fjórar. En eins og svo margt annað sem orðið er okkur nútíma- mönnum auðveldara, þá er það venjan að páfi veiti fyrirgefningu helgiársins öllum þeim sem vilja við henni taka, hvar sem þeir em staddir. Þrátt fyrir að borgarbúar og gestir hafi þannig tapað náðarforréttindum sínum, flykkjast trúaðir og túrhestar engu síður tii borgarinnar - bersyndugir og sumir jafnvel til í að syndga svolítið meira upp á náðina sem í vændum er. Hvellilúðurinn gellur Júbileum á nafn sitt og upprana að rekja til helgisiða Gyðinga. í Gamla testamentinu segir að rétt eins og halda beri hvíldardag sjöunda dag vikunnar, þá skuli eins „halda Drottni hvíld“ sjöunda hvert ár: Akur þinn skalt þú ekki sá og víngarð þinn skalt þú ekki sniðla. Kom það, er vex sjálfsáið eftir uppskem þína, skalt þú eigi skera, og vín- ber óskorins vínviðar þíns skalt þú eigi lesa. Það skal vera hvíldarár [sabbatsár] fyrir landið. ... [En að sjö hvíldaráram liðnum skal boðað til fagnaðar og frelsis fimmtugasta árið] ... og þá skaltu... láta hvellilúðurinn gjalla. Hér er þá kominn lúðurinn sem trúarhátíð kaþólskra er kennd við - gjallarhom þó öllu heldur, þar eð júbilhom þetta (hebr. jobel, lat. iubilæum, ít. giubileo, e. jubilee) ku hafa verið hrútshom. „Fagnaðarár skal fimmtugasta árið vera yður,“ sagði Guð við Móse á Sínaífjalli. Þá er landinu gefin hvíld eins og fyrr, en skuldir gefnar upp, þrælum veitt lausn. Mildð vatn hefur rannið eftir bugðóttum far- vegi Tíberfljóts á leið sinni til sjávar á þeim sjö öldum sem Júbileum hefur verið haldið í Róm. Hátíðin hefur þó í mörgu haldið sínu sniði í þessum aldanna straumi, þótt ófriðaröldur hafi vissulega valdið því að hún hafi ekki verið hald- in. Hið fyrsta Júbileum órið 1300 Saga Júbiláranna nær allt aftur til aldamóta- ársins 1300 er Bónifasíus páfi VIII. stofnaði til hins fyrsta Júbileums. Kom hann þar með nokkurri skikkan á suðurgöngu pílagríma en styrkti jafnframt stöðu sína meðal veraldlegra valdhafa álfunnar með vísan til geistlegs eðlis síns embættis. Tildrög júbilhátíðarinnar vom því hvort tveggja trúar- og stjómmálaleg, eins og svo oft áður og síðar. Fyrir það fyrsta höfðu áhrif páfastóls farið þverrandi með slæmu gengi hinna seinni krossferða sem nú vom af- lagðar, en í postulans hásæti sestur maður sem vildi bæta þar úr. Og til áréttingar veraldlegu valdi sínu bætti Bónifasíus annarri kórónu á tíöm sína, sem við köllum páfakórónu, en sú fyiri var til merkis um andlegt vald páfa. í öðm lagi gætti eins konar aldamótaspennu meðal almennings sem segja vildi til synda sinna áður en dómsdagur rynni upp. Sögðu munnmæli að aldamótin þar áður hefði Rómar- búum verið veitt syndaaflát, en gert að sækja heim Péturskirkju hina eldri í staðinn. Þrátt fyrir að páfi og prelátar leituðu heimilda fyrir sögusögnum þessum fundu þeir engar, enda heil öld og hálf í að Páfagarður kæmi skipulagi á skraddur sínar með stofnun bókasafns. Arið 1300 rann upp en hvorki bólaði á heimsslitum né fyrirgefningunni sem átti að stytta vistina í hreinsunareldinum. En í febrúar sá páfi þann þann kost vænstan að verða við þrábeiðni borg- arbúa og pílagríma um ár fyrirgefningar. Þrátt fyrir að júbilhátíð gerði veg borgarinnar meiri fór svo að Rómverjar misstu páfastól vestur til Avignon 1309 þar sem sjö franskir páfar sátu næstu sjötíu árin - og hefur verið líkt við Babýl- oníuútlegðina, sjötíu ára herleiðingu Gyðinga til Babýloníu á 6. öld f.Kr. En Júbileum var áfram haldið í Róm. Sú var ætlun Bónifasíusar að Júbileum yrði næst haldið að öld liðinni, en Klemens VI. gat ekki beðið svo lengi. Boðaði hann til Júbileums árið 1350 og vísaði til hinnar gyðinglegu hefðar að halda fagnaðarár fimmtugasta hvert ár. Það er kannski til marks um vinsældir og mikilvægi júbilársins í trúarlífi kaþólskra þess tíma að Birgitta hin sænska var í hópi þeirra sem hvöttu páfa til að fjölga þeim í tvö á öld, því annars ættu svo fáir möguleika á náðinni og manns- aldurinn svo skammur. Klemens var þó fjarri góðu gamni það júbilárið, heldur sat sem fastast í Avignon. Þrjátíu og þremur áram síðar ætlaði Úrban VI. páfi að halda Júbileum til minningar um þann tíma er Kristur hafði hérvist, en þá var eins og spádómar Opinberanarbókarinnar ætl- uðu að rætast og hátíðarhaldi frestað til 1390 sökum plágu. Rétt áður en það júbilár gekk í páfagarð dó Úrban og Bónifasíus IX. tók við. Sá varð fyrsti páfinn til þess að lifa tvö júbilár, hið síðara hélt hann aldamótaárið 1400. 25 ára reglan Tuttugu og fimm ára reglan komst ekki á fyrr en með sjöunda júbilárinu 1475 og hefur verið haldið á aldarfjórðungsfresti æ síðan. Undan- tekningar þar á era árin 1800 og 1850 sem ekki vom haldin vegna ófriðar. Júbilár era kölluð regluleg þegar þau era haldin samkvæmt hefð- inni en hin óregluleg sem boðað er til af sér- stöku tilefni, t.d. óreglulegu júbilárin 1933 og 1983 þegar ártíðar og endurlausnar Krists var minnst. Hið eina almennilega Júbileum sem kirkjunni tókst að halda á síðustu öld (þ.e. þeirri 19.) og opna sínar helgu dyr fyrir trúuðum var árið 1825, þegar Bertel nokkur Thorvaldsen vann að miklu minnismerki yfir Píus VII. sem verið hafði páfi allan þann tíma sem listamaður- inn dvaldi borgríld hans. Stendur minnismerkið í Péturskirkjunni vinstra (sunnan) megin í góð- um félagsskap við önnur meitluð snilldarverk mannsandans. Leó XII. hafði tekið við af Píusi og boðað til júbilhátíðar, en gaf sér þó tíma til kurteisisheimsóknar á vinnustofu listamanns- ins Albertos. Helgiár og helgar dyr Júbilárið 1500 er æði sérstakt í sögunni. Þá var garðstjóri Alexander VI., spænskur að kyni, en á kjörári hans stækkaði heimskortið um eina heimsálfu. Bryddaði hann upp á nokkmm nýj- ungum er urðu með tímanum að helstu hefðum Júbileumsins. Þetta júbilárið var hið fyrsta sem nefnt var helgiár (anno santo), auk þess sem opnaðar vom helgar dyr (porta santa) í hverri hinna fjögurra höfuðkirkna Rómar. Júbilárið 1423 hafði Marteinn páfi V. í fyrsta skipti boðið iðrandi pílagrímum að ganga um sérstakar vígðar dyr til hliðar við aðaldyr Jóhannesar- basilíku. Var líkingin sótt til orða Krists er hann sagði „Ég er dymar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast,...“. Þrátt fyrir að Kristur konung- ur hafi væntanlega ætlað annað, ákvað páfinn að hinar helgu dyr skyldu uppmúraðar og inn- siglaðar fram að júbilárinu næsta. Hefur svo haldist síðan og mörgum þótt þröngt fyrir dyr- um hjálpræðisins, en til þess að opna verður að um) yfir í Trastevere-hverfið og áttu þá píla- grímar góðan aðgang að Sesseljukirkju og Mar- íukirkju í Trastevere, eða upp til Péturskirkjunnar. Þörf var brúin, því júbilárið þar á undan hafði það hörmulega slys orðið að tæp tvö hundmð mannna tróðust til bana á Engilsbrú framan við Engilsborg, grafhýsið gamla Hadríanusar keisara, sem þá var eini vegurinn til og frá Péturskirkjunni. Nú er nýbúið að gera upp brúna og í tilefni af júbilár- inu þessu. En það mannvirki sem fleiri ættu að kannast við er kapella sú sem hinn postullegi herra Sixtus reisti sér í garði sínum og er við hann kennd. Veggi þeirrar kapellu og loft skreyttu síðan mestu listamenn sögunnar og er víðfrægt, en kardinálar nýta hana til páfakjörs. Suðurganga íslendinga Það væri lítið Júbileum ef engir væra píla- grímamir. Frá upphafi allra vega til Rómar caput mundi hafa menn átt þangað erindi, hvort sem það var við keisara eða Krists umba. Nú er ekki nema rétt rúm öld síðan Róm varð höfuð- staður sameinaðrar Ítalíu (1870), en um aldir hefur hún verið höfuðborg kaþólsku kirkjunnar, háborg klassískra lista, endurreisnar og barokks; einstök menningarborg í öllum skiln- ingi. í snemmkristni tóku menn að ganga til Róms þar sem páfinn sat, en Pétur og Páll pínd- ir og grafnir, og í endurreisn sóttu listamenn sér þangað fyrirmyndir. Nú sem fyrr flykkjast þangað jafnt trúaðir sem og unnendur fagurra lista - pílagrímar hvor á sinn háttinn sem kannski er ekki svo óskildur. Á þessu ári höld- um við hátíð vegna þúsund ára kristni í landinu, en munum íúrðu sjaldan eftir því að fyrstu fimm aldimar - og rúmlega það - lá Róm næst allra borga. Þá heyrði kirkjan íslenska undir páfann í Róm og það kallaði á samskipti emb- ættismanna og almennings við yfirvaldið þar fyrir sunnan. „Pílagrímur" eða „pelagrímur" 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. MA(2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.