Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Side 10
Gerhard Richter: Abstraktmynd 858-6,1999. ljósmyndum. ,„MIKI LVÆQASTI MALARISAMTIMANS" MÁLARINN GERHARD RICHTER Gerhard Richter gerir ekkert til þess að vera listamannslegur og lætur lítið á sér bera. Þýzka listtímaritið Art- Das Kunstmagazin komst nýl ega að þeirri i niður- stöðu, eftir að hafa fengið tilnefningar frá gagnrýn- endum og li istfræði ngum víða úr heiminum , að Þjóðverjinn Gerhard Richterværi „mi kil væg- asti málari samtímans". INNAN raða myndlistarmanna gæti verið að nafnið Gerhard Richter hljómaði kunnuglega; þó er engan veg- inn hægt að slá því föstu að starfs- bræður hans á íslandi þekki til verka hans. Og almenningur ennþá síður; lík- lega alls ekki. Þá má spyrja á móti: Hversvegna ættu Jón og Gunna í Breiðholtinu eða á Breiðdalsvík að þekkja einhvern Gerhard Richter? Svarið er að fremstu listamenn heimsins í hverri listgrein komast venjulega ekki hjá því að vera svo oft í fréttum, eða til umfjöllunar, að heimsfrægð er óhjákvæmileg. En hvað hefur Gerhard Richter til saka unnið? Ekki annað en það að vera nýlega út- nefndur af sérfræðingum sem „mikilvægasti málari samtímans". Það gerðist þannig að þýzka listtímaritið Art - das Kunstmagazin kannaði meðal myndlistargagnrýnenda hjá stórblöðum heimsins hvernig „heimsliðið" í málaralist væri skipað. Fyrir utan Gerhard Richter fengu Þjóðverjarnir Georg Baselitz og Sigmar Polke tilnefningar; einnig Cy Twombly, sem er af bandarískum uppruna, en býr á Italíu, Brice Marden, annar Amer- íkumaður, og Bretinn Gary Hume. Ef til viil eru allir þessir listamenn lesendum jafn ókunnir. Tímaritið Art - Das Kunstmagazin er vand- að og virt blað, en því er ekki að neita að mikil þjóðernisslagsíða er á því og þýzkum lista- mönnum er mjög haldið fram. Ekki þurfti að koma á óvart að einhver þýzkur málari yrði talinn fremstur meðal jafningja ef hlaðið hefði eitt staðið að valinu. Hér hefur þó verið geng- ið fram með nauðsynlegri víðsýni og niður- staðan er ekki bara fengin.frá þýzkum list- fræðingum og gagnrýnendum og ugglaust er Gerhard Richter vel að heiðrinum kominn. Það er hinsvegar undravert á þessari auglýsinga- og fjölmiðlunaröld að myndlistin hefur ekki átt neinar stjörnur síðan Pieasso og Dali féllu frá. Fyrir utan það að vera stór- meistarar á sínu sviði urðu þeir poppstjörnur með þeim hætti að frægð þeirra lifír enn. Segja má að Andy Warhol hafí á tímabili orðið poppstjarna sem lifnaði og dó, en af núlifandi „stórum nöfnum" í listinni mundi maðurinn á götunni í Reykjavík eða Kuala Lumpur lík- lega ekki þekkja eitt einasta. Éjg gæti talið upp hóp, einkum frá Þýzkalandi, Italíu, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum, sem innvígðir þekkja, en aðrir ekki. Þjóðverjinn Gerhard Richter er maður á miðjum aldri og býr í Köln. Eftir viðtali við hann að dæma, sem birtist í sama hefti list- tímaritsins er hann maður lítillátur og gerir ekki neitt til þess að vera listamannslegur í útliti. Hann er snöggklippur með gleraugu, grannur í vexti og gengur í venjulegum jakka- fötum. Hann er tilsýndar eins og hver annar bankamaður eða barnakennari og einhvern- tíma hefði hann verið talinn full borgaralegur í útliti til þess að geta verið alvöru listamaður. En hvemig eru verk þessa málara, sem gagnrýnendur kusu „Nummer eins“ sam- kvæmt tímaritinu, eða þýðingarmesta núlif- andi málarann (den bedeutendsten lebenden Maler). Það er tímanna tákn að Gerhard Richter málar á þann veg að hann hefði verið rakkað- ur niður og ekki talinn með öllum mjalla í rétttrúnaðinum sem greip um sig í myndlist- inni eftir 1950. Þá var sízt af öllu leyfilegt að „hlaupa út undan sér“ og mála í fleiri en einni stíltegund.. Raunar urðu allar myndir á sýn- 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. MAl' 2000 4-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.