Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Side 11
Gerhard Richter: „Strandarmynd", 290x290 cm, 1998. Byggt á Ijósmynd sem tekin var á bað- strönd. Richter leitar ekki að því dramatíska eða sérstæða þegar hann velur sér ijósmyndir til að mála eftir. „Prag 1883“, 250x250 cm. Dæmigerð mynd fyrir þann stíl sem Richter hefur alllengi tileinkað sér þegar hann málar abstrakt. ingu eftir einn og sama málara að vera svo til nákvæmlega eins. Gerhard Riehter hefði ekki komizt upp með það sem honum er mikið hrósað fyrir núna. Nefnilega það að mála myndir í tveimur mjög óskyldum stíltegundum. Hann var og er abstraktmálari og myndir hans af því tagi virðast ekki vera stílfæringar á neinu þekkj- anlegu. Þær eru alveg óhlutbundnar, en hafa þann kost að bera með sér skýr höfundar- einkenni. Ljóst er að málarinn hefur mikla tækni á valdi sínu og tekst að láta þá tækni virka og verða áhugaverða. Stundum má ímynda sér að áhrifin séu sprottin frá náttúr- unni, en myndir Richters eru þó frekar eins og hliðstæða við náttúruna en einhverskonar eftirmynd hennar. Síðan er það hin hliðin á þessum sama mál- ara. Eftir að hafa lengi og með góðum árangri málað abstrakt, fór Richter að mála eftir svarthvítum ljósmyndum, stundum gömlum. Það var eins og persónuleikinn hefði klofnað, en það er ekki svo. Málarinn er ágætlega heil- brigður. Hann leitar í gömlum myndum, oft fjölskyldumyndum, að einhverju sem höfðar til hans og málar eftir gömlum og gulnuðum ljósmyndum sem teknar voru á kassavél, og eru oft svolítið út úr fókus. Þessar eftirmynd- ir Richters eru oft stórar og mjög nákvæm- lega málaðar. En stundum eru fyrirmyndir Richters úr nútímanum; pappírskópíur af ein- hverju sem sýnist nauða hversdagslegt og getur varla talizt mjög myndrænt. GISLI SIGURÐSSON Knarrarósviti. 25 HUS OG MANNVIRKI VORU TILNEFND ITENGSLUM við val dómnefndar Lista- hátíðar á 50 öndvegishúsum og merki- legum mannvirkjum, sem birtist í sér- blaði með Morgunblaðinu í dag, var því beint til lesenda á síðastliðnum vetri að til- nefna öndvegishús eða merkileg mannvirki. Þátttakan varð talsvert minni en við hefði mátt búast þó að flestir virðist hafa mjög ákveðnar skoðanir á húsum. Beðið var um greinargerð eða rökstuðning fyrir valinu, en eins og við mátti búast gáfu menn sér ólíkar forsendur. Sumir lögðu til grundvallar fag- urfræðilegt mat, eða sögulegt gildi, en hjá öðrum voru tilfinningaleg rök í fyrirrúmi. Eftirfarandi hús og mannvirki voru tilnefnd: Sjómannaskólinn í Reykjavík, 1944. Höf- undar: Sigurður Guðmundsson arkitekt og Eiríkur Einarsson arkitekt. Miklabraut 16, Reykjavík. íbúðarhús, 1944. Höfundur: Þórir Baldvinsson arkitekt. Bakkaflöt 1, Garðabæ. einbýlishús, 1965- 68. Höfundur: Högna Sigurðardóttir arki- tekt. Stýrimannastígur 12, Reykjavík. íbúðar- hús, 1957. Höfundur: Sigvaldi Thordarson arkitekt. Salurinn, tónlistarhús í Kópavogi, 1998. Höfundar: Jakob Líndal arkitekt og Krist- ján Asgeirsson arkitekt. Hofskirkja í Öræfum, torfkirkja byggð 1884. Höfundur ókunnur. Parhús við Laxalind 17-19, Kópavogi, 1997. Höfundur: Örnólfur Hall arkitekt. Reynimelur 57, Reykjavík. íbúðarhús, 1954. Höfundur: Halldór Jónsson. Safnasafnið, Svalbarðsströnd, 1922. Höf- undur ókunnur. Sunnubraut 37, Kópavogi. Einbýlishús, 1965. Höfundur: Högna Sigurðardóttir arki- tekt. Knarrarósviti, Árnessýslu, 1939. Höfund- ur: Axel Sveinsson verkfræðingur. Ljósafossstöðin í Grímsnesi, 1935-37. Höfundur: Sigurður Guðmundsson arkitekt. Sunnuvegur 25, Kópavogi. einbýlishús, 1960. Höfundur: Ólafur Tryggvason. Safnahúsið (Þjóðmenningarhúsið) við Hverfisgötu í Reykjavík, 1906. Höfundur Johannes Magdahl-Nielsen arkitekt. Þjóðarbókhlaðan, Reykjavík, 1972-1994. Höfundar: Manfreð Vilhjálmsson arkitekt og Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt. Þjóðleikhúsið í Reykjavík, 1928-51. Höf- undur: Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins. Garðastræti 37, Reykjavík. íbúðarhús, 1938. Höfundur: Gunnlaugur Halldórsson arkitekt. Fundarhús Lónsmanna, Vaðhóli í Lóni, 1912. Höfundur: Jens Eyjólfsson bygginga- meistari. Mikligarður, Höfn í Hornafirði, 1920. Höf- undur ókunnur. Vatnstankur á Fiskhól, Höfn í Hornafirði, 1949. Höfundur: Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur. Verbúðin Ósvör, Bolungarvík, endurgerð frá 1989. Höfundur ókunnur. Jöklasel, þjónustuhús við Skálafellsjökul, 1991. Höfundar: Árni Kjartansson og Sigur- björn Kjartansson. Bærinn á Keldum, Rangárvöllum, elsta varðveitta hús landsins. Elsti hluti þess tal- inn frá 13. öld. Höfundur ókunnur. Grafarkirkja á Höfðaströnd, 17. öld. Kirkjusmiður talinn vera Guðmundur Guð- mundsson frá Bjarnastaðahlíð. Víðimýrarkirkja í Skagafirði, 1834. Kirkjusmiður: Jón Samsonarson, alþm. og bóndi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. MAÍ 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.