Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Síða 12
Rómantík í myndlist: „Medea“ eftir Anselm Feuerbach. Myndin er frá árinu 1870. Þessi forngríska harmsaga var kjörið viðfangsefni rómantískrar myndlistar. RÓMANTÍK MAÐURINN ÆÐRIHUG- MYNDA- KERFUM EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON Goethe og Kant voru þeir Þjóðverjar, sem höfðu mest mótunaráhrif í heimspeki og bókmenntum og listum á ofanverðri 18. öld og áfram. Þeir báðir mótuðu grundvöllinn að rómantísku stefnunni hvor á sinn hátt, þótt þeir báðir afneituðu henni og teldu hana vafa- sama og hættulega. Hugtakið „rómantík" er varla skilgreinanlegt samkvæmt skoðun A.O. Lovejoys sem hefur manna best skrifað um sögu hugmynda og hug- taka. Hugtakið og stefnan er andstæða við klassisis- mann. Orðið er dregið af „romanz“ úr forn-frönsku „romanz escrire“ að skrifa á þjóðtungunni í stað latínunnar. „Rom- an“ var samantekt á þjóðtungunni, hugmynda- rík frásögn, þá oft átt við frönsku söguljóðin frá miðöldum. Gerð söguljóðanna er þvert á „hina heiðríku kyrrð og jafnvægi klassisismans“ - Winckel- mann. Ævintýraleg, alþýðleg og formlaus. A17. öld var hugtakið markað af því sem var sér- stætt, Qarlægt og ýkt eða viðkvæmnislegt og tilfinningaþrungið, milt og ljúft. Rousseau notar hugtakið í síðari merkingunni. Þaðan berst orð- ið í þýskan málhreim „romanttsch" og þar verð- ur það að hugtaki sem býr yfir endalausum þverstæðum innan samnefndrar stefnu í heim- speki, bókmenntum og listum og einkennist af nýrri meðvitund sem tekur á sig vissa mynd síð- ast á 18. öld og á fyrri hluta 19. aldar. Áður en þetta gerðist mátti greina merki um einhvers konar tilfinningamarkaða uppreisn gegn ,jafnvægi og formfestu“ klassisismans víða í löndum. Á Englandi í Elegíum Grays - 1742 og í Ossian Macpersons - 1760. Gotneska skáldsagan með Castle of Otranto 1764 varð lykilverk nýrrar meðvitundar, ógnvekjandi hryllingur og mistri hulin fortíð. Garrick og Johnson endurvekja Shakespeare um miðja öldina. Stefnan er þvert á skýra hugsun upp- lýsingarinnar og hefðbundna Ijóðlist klassisis- mans. Rousseau blæs nýju heitu lífi í þessar nýju hræringar, ræðst á innviði ríkjandi samfé- lagsforms og krefst frelsis mennskra tilfinn- inga. Og með frönsku stjómarbyltingunni vom kenningar Rousseaus hafnar tíl skýjanna en einnig skynsemiskenningar Voltaires. Utkom- an varð ný-klassík. En hran ancien régime leysti úr læðingi öfl, sem ekkert stóðst. Og arf- taki byltingarinnar, Napóleon, fór um Evrópu sem boðberi hins nýja tíma, frelsis og jafnréttis en í stað bræðralagsins varð Evrópa undirokuð af þessum „nútíma" týranna. Tilfinninga-storm- viðri byltingarinnar vakti þá tómantísku bylt- ingu meðal Þjóðveija og uppreisn gegn kúgun- arveldi Frakka. Og þjóðemisdýrkun franskra byltíngamanna varð kveikjan að þjóðemisvakn- ingu meðal Þjóðverja og fullkomnaði kenningar Fichtes og Herders þegar 19. öldin hófst. En áður en hin eiginlega rómantíska stefna markaðist skömmu lyrir aldamótin 1800, kvikn- aði mögnuð og ýkt sjálfsvitund meðal manna, Þýzka skáldið Goethe er einn af þungaviktarmönnum rómantíkurinnar. Þetta portret af honum eftir popptistamanninn Andy Warhol er hinsvegar afar langt frá hinum rómantíska stíl. sem leituðu sér staðfestu í stað þeirrar trúar- legu staðfestu sem einkenndi pietismann. Friedrick Maximilian Klinger samdi leikrit sem nefndist „Sturm und Drang". Þar er uppruni heitis samnefndrar stefnu, sem markast af áhrifum Goethes og Schillers, Hamanns og Herders. Lykilverkið var Werther eftir Goethe og Götz von Berlichingen (1773). Þessi verk einkennd- ust af örvæntingu, einkum Werther, vonleysi og heimurinn var persónunni ofviða, það gefst eng- in von, sjálfsvígið varð eina lausnin. Áhrif Wert- hers urðu til þess að ungir menn víðsvegar um Þýskaland frömdu sjálfsmorð. Höfundurinn Goethe hlaut ekki væga dóma fyrir söguna og afleiðingamar ollu fordæmingu meðal ýmissa hópa. Talsvert af leikritum var samið af nokkr- um höfundum, örvænting og algjör sjálfhverf- ing einkennir þau og heimur, sem var á engan hátt viðunandi. Höfundarnir urðu fljótlega eins og verk þeirra gleymdir, og eiga það skilið. Stefnan einkenndist af algjörri einstaklings- hyggju og þvi fylgdi sjálfseyðileggingarhvöt. GÍoethe sá manna fyrstur hæpnar sálrænar for- sendur þessarar algjöra sjálfhverfingar og frelsiskrafna og hvarf úr þessum sérstæða hug- arheimi og þar með var stefnan öll. Andrúmsloft „Sturm und Drang“ mótaði við- horf þeirra sem leituðu „bláa blómsins“ sem blómgaðist ekki fyrr en löngu síðar með háróm- antíkinni. En fræinu var sáð á þessum árum sjöunda og áttunda áratugs 18. aldar. Goethe og Kant voru þeir Þjóðveijar, sem höfðu mest mótunaráhrif í heimspeki og bók- menntum og listum á ofanverðri 18. öld og áfram. Þeir báðir mótuðu grandvöllinn að róm- antísku stefnunni hvor á sinn hátt, þótt þeir báðir afneituðu henni og teldu hana vafasama og hættulega. Báðir þessir höfundar lögðu meg- ináherslu á „frelsi einstaklingsins“ og töldu hvern einstakling algjörlega „per se“ og að frelsi tíl persónulegrar tjáningar væri hveijum manni heilagt, maðurinn væri æðri hugmynda- fræðilegum kerfum, báðir voru upplýsinga- menn, en með fyrirvörum. Andstaða Kants gagnvart rómantíkinni var ákveðin, Goethe taldi stefnuna vafasama og hættulega eins og áður segir, en báðir lögðu megináherslu á pers- ónuréttinn til tjáningar og lífs en undir for- merkjum „lýsandi upplýsingar og klassisisma“. Tveir aðrir höfundar vora höfuðhöfundar stefn- unnar á öðrum forsendum en Kant og Goethe, það voru Hamann og einkanlega Herder. Johann Gottfried Herder, fæddur 1744 í Austur-Prússlandi, lést í Weimar 1803. Hann las guðfræði í Königsberg, prestur í Riga. „Fragmente“ vakti hneykslun vegna kenninga sinna um vissa þróun bókmenntanna, sem stangaðist á við hefðbundin bókmenntaleg við- horf. Hann sagði af sér prestskap og fór tíl Par- ísar. Ritaði „Journal" um reynslu sína í París og viðhorf tíl upplýsingarinnar. Hann kynntist Goethe í Strassborg og hafði mikil áhrif á hann með hinum nýstárlegu kenningum sínum og fersku hugmyndum. „Abhandlung uber den Ursprang der Sprache - 1772 - og „Von deutscher Art und Kunst -1773 - bæði þessi rit höfðu mjög mikil áhrif á þá sem aðhylltust „Sturm und Drang“-stefnuna. Fyrir áhrif Goethes var Herder kallaður til Weimar og skipaður hirðprestur 1776 og síðar biskup - superintendent. Hann dvaldi í Weimar allt til dauðadags. Samkomulag þeirra Goethers varð á stundum brösótt og hann freistaðist til að gagnrýna heimspeki Kants, með htlum árangri. Kant þoldi illa kenningar Herders, kallaði þær „Shwármerei“ og taldi þær óljósar, ýktar bland- aðar lítt skiljanlegri dulhyggju, taldi hugmyndir hans vera í stuttu máli „móðgun við heilbrigða skynsemi". Herder gaf út þjóðkvæði og lagði 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.