Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Page 13
grundvöllinn að þjóðfræðagreinum. Höfuð- áherslur í kenningum Herders eru: Expression- ismi, persónuleg tjáning kennda og tilfinninga, að vera hluti hóps og að hugmyndir manna - sannar hugmyndir - séu bundnar uppruna og umhverfi eða ákveðinni þjóð og þjóðtungu og hljóti að stangast á við hugmyndir annarra hópa ogþjóða. Herder áleit að grundvallartilgangur mennskrar tilveru væri að tjá sig, tala og tjá sig með gjörðum sínum af fullum heilindum og samkvæmt eigin vilja og eðli. Ef einstakling- urinn færi ekki að eigin vilja afskræmdi það ein- staklinginn og orsakaðist af utanaðkomandi þvingun. Þessar staðhæfingar voru beint frá Hamann, læriföður Herders. Hver maður var bundinn af uppruna sínum innan viss hóps ættflokks eða þjóðar, sem mælti sömu tungu. Hugtakið þjóð var Herder annað en síðari tíma mönnum, minni eining en síðar varð. Þjóðverjar voru á dögum Herders skiptir í ótal smáríki eða ftjálsar borgir, ríkissvæði ancien régime spönnuðu sér einingar, þar sem sérleiki hverrar einingar naut sín, eins og í Habsborgararíkinu og á Frakklandi fyrir bylt- inguna. Þegar Herder talar um þjóðir á hann við þetta form. Þjóðemishyggja í nútíma skiln- ingi var fjarri kenningum Herders, þjóðar- eða hóphyggja og þá var hugtakið þjóð bundið tak- mörkuðum landsvæðum, jafnvel sérstökum héruðum eða sýslum, þar sem staðbundnar venjur og tjáning í orðum og hefðum hafði við- gengist frá alda öðli. Herder telur málið vera þyngdarpunktinn í allri mennskri sköpun og á þessum tímum var engin stöðluð þjóðtunga til í Frakklandi eða Þýskalandi, málið skiptist upp í mállýskur, stað- bundin afbrigði tungumáls. Menn verða að skilja þannig hugtakið „þjóð“ í kenningum Herders. Hver hópur eða þjóð var frábrugðin hver annarri, hver var haldin sínum „þjóðaranda" - Volksgeist, og af þessum anda spratt öll list mannheima, sérstæð fyrir hverja „þjóð“. Fjöl- breytileikmn var endalaus og því voru kenning- ar upplýsingai-innar um mannlegar samþarfir og sameðli, rangar. Herder leit svo á, að kenn- ingar upplýsingarinnar um sameðli einstakl- inga á Indlandi, Italíu, í Kaupmannahöfn eða á Islandi og að sömu grundvallarreglur í lögum, samsmekkur í listum og þar með sammennskur smekkur gilti alls staðar stæðist engan veginn nánari rýni. Kenningar Herders gengu þvert á skynsem- ishyggju 18. aldar og von upplýsingarmanna um sameiginlegt bræðralag allra manna og þjóða. Herder taldi að hver mennskur hópur skyldi lifa samkvæmt arfleifð og eigin meðfæddum kenndum, eða genunum í nútímamerkingu. Hver einstaklingur tilheyrir vissum hóp, og hann hlýtur að erfa hegðunar og smekks munst- ur hópsins, hann á enga undankomu frá þeim örlögum, ef hann afneitar eðliseinkennum hóps- ins er hann glataður. Vögguljóðin eiga sitt upp- haf í „þjóðdjúpinu“ öll hljómlist og þjóðvísur eru þaðan sprottnar. Kenningar Herders um mál- aralist voru af sams konar toga. A18. öld og allt til þess tíma var málara- og höggmyndalist unn- in í þágu eða eftir pöntun, fagrar myndir sam- kvæmt mati kaupandans mótuðu listina. Sam- kvæmt kenningum Herders skyldi listin vera „frjáls“ óbundin vemdaranum, persónuleg tján- ing listamannsins - list listamannsins vegna - listarinnar vegna. Þessar kenningar orkuðu slíkum breytingumm í listheimum Evrópu að líkast var sprengingu í málaralist, höggmynda- list og hljómlist. Hefðir tvö þúsund ára giltu ekki lengur. Sama gilti um bókmenntir. Skáldið varð „löggjafi þjóðanna", Shelley. Þjóðsagan varð uppspretta skilnings á meðvitund hverrar þjóð- ar. Þjóðsagnasöfnun hafði hafist á Frakklandi síðast á 17. öld og skynsemishyggjumenn eins og t.d. Ámi Magnússon og elíta upplýsingaald- arinnar litu á þjóðsögur sem alþýðlegt ragl, vit- leysu, en sérstæða vitleysu. Herder leit þessar sögur þeim augum sem nú meta þjóðsögur sem heimild um kenndir þjóða, jafnvel vott um djúp undirvitundar mannssálarinnar. Herder braut hér blað eins og á fleiri sviðum. Upplýsingai’- menn og skynsemishyggjumenn töldu að þekk- ingin myndi leysa öll vandamál mannlegs sam- félags og að gjörlegt yrði að skapa heimsríki, sem spannaði öll ríki og þar með allar þjóðir veraldar, fullkominn sannleiki um mennskt eðli yrði homsteinn þessa framtíðar ríkis. Þekking- in myndi leysa manninn úr fjötram svartnættis myrkviðar vanþekkingar og hjátrúar. Herder leitaðist við að kollvarpa þessum „ranghugmyndum" með kenningum sínum um sérleika hvers einstaklings og hverrar „þjóðar“. Arfhelgi hverrar „þjóðar" þjóðardjúpið yrði aldrei hamið né einstaklingurinn mótaður að nauðsyn heimseiningarinnar. Herder vakti upp öfl, sem eiga sér kveikju í þeim sálardjúpum sem nú era oft nefnd undirvitund eða dulvitund. Kenningar Herders mótuðu rómantísku stefn- una og sú stefna mótaði atburðarás 19. og 20. alda beint og óbeint, til góðs og ills. Höfundurinn er rithöfundur. LÖGMÁLOG FAGNADARERINDI1 AÐ LIFA í MÓTSÖGNINNI EFTIR SKÚLA S. ÓLAFSSON Nýverið hratt lyfjafyrirtæki í Sví- þjóð af stað auglýsingaherferð í þarlendum dagblöðum fyrir magamixtúru er það framleiðir. Yfirskrift herferðarinnar var „Takk Lúth- er!“ og fylgdi með flennistór mynd af sið- breytingarmanninum. í meðfylgjandi texta var því haldið fram að Lúther ætti sökina á erilsömu lífi hins sænska lesanda, löngum vinnudegi hans, stuttum svefntíma og stöð- ugu samviskubiti yfir ótrúlegustu smámun- um. Þessu til áréttingar var sökudólgurinn látinn segja: „Hefurðu virkilega tíma til að lesa þetta?“ Hið lútherska vinnusiðferði fer að mati höfundanna illa með skrokkinn og ættu menn að temja sér rólegri lífsstíl og jafna um leið magasýruframleiðsluna með saftinni góðu. Sjálfsvitund þjóðar Þessi skilaboð vöktu athygli mína, enda er ég prestur í lútherskri kirkju og boðskapur Lúthers mér hugleikinn. Þrátt fyrir að hann fengi þarna óblíða meðferð og að mínu mati nokkuð ósanngjarna (betur færi e.t.v. að tengja þetta Kalvín) gat ég ekki varist ánægju með auglýsinguna. Hún varpar ljósi á eitt ein- kenni á þjóðarvitund Svía. Sjálfsmynd þeirra og sjálfs- skilningur eru svo nátengd kirkjunni og sögu hennar að gagnrýnin beinist eðlilega þangað þegar þeir finna að einhverju í eigin fari. Að baki býr gerólík hugsun þeirri er ég hef vanist að heiman. Furðu fáir virðast gera sér grein fyrir því á Islandi að menning okkar er gegnsýrð kristnum áhrifum. Jafnvel þeir sem best ættu að kunna skil á hugmynda- sögu okkar menningarsvæð- is sýna litla þekkingu á þessum efnum. Umburðarlyndi eða eingyðistrú? Heimspekingurinn Gunn- ar Hersveinn gerir sig sek- an um slíka vankunnáttu í grein sinni í Lesbókinni 15. apríl s.l. Þar heldur hann því fram að í menningunni tak- ist á tvenns konar andstæð viðhorf; umburðarlyndi og eingyðistrú! Friðarskilning- ur Sameinuðu þjóðanna er meginefni greinarinnar og er hann borinn saman við það sem höfundur kallar „friðarhugtak Bibl- íunnar“. Hið fyrra gengur að hans mati út frá umburðarlyndi og víðsýni en hið síðara veitir ekkert svigrúm til slíks. Eingyðis- trúarbrögðin vilji steypa alla í sama mót. Hér verður brugðist við þessum hugmynd- um hans. Að viku liðinni verður þeim spurn- ingum svarað er hann setti fram í síðari grein sinni frá 29. apríl s.l. Að henda þeim steinum sem ekki passa Máli sínu til stuðnings lætur höfundur sér nægja að vitna samhengislaust í Biblíuna þar sem fjallað er um frið með einum eða öðrum hætti. Sú aðferð er dæmd til að mis- takast. Hvergi er gætt að þeirri hugsun sem býr að baki þessum tilvitnunum og hvergi er reynt að gera grein fyrir kristinni guðfræði. Hálfu verra er þó að þessi vinnubrögð eru borin fram undir merkjum umburðarlyndis en þau bera fremur merki hins gagnstæða. Þau minna á söguna af fornleifafræðingnum sem staðinn var að því að kasta steinum úr fornri hleðslu sem hann var að rannsaka. Aðspurður hvernig á þessu stæði svaraði hann því til að þeir pössuðu ekki við þá til- gátu sem hann hafði þegar gert sér! Gunnar Hersveinn vinnur eftir sömu aðferð. Hann sneiðir hjá þeim atriðum sem ekki falla að fordómum hans. Um leið vanvirðir hann ekki aðeins viðfangsefnið sjálft, hina kristnu hefð, heldur einnig þá fræðahefð sem hann stendur sjálfur fyi'ir. Steinarnir sem ekki pössuðu Þegar nánar er rýnt í upptalningu hans á ritningarstöðum má sjá hversu miklar ógöngur þessi aðferð hefur komið honum í. Óhjákvæmilega er að finna þar hugtök eins og „miskunnsemi“ og „kærleika" sem hvor tveggja kalla á umhyggju fyrir manninum, óháð því hvernig hann lítur út eða hugsar. Slíkt gæti verið vísbending um það að hug- myndin um jöfnuð allra manna er sprottin úr kristinni trú. En það stangast vitaskuld á við tilgátu Gunnars Herveins. Hann setur því þennan fyrirvara: „[Jesús] virðist þó vilja að það sé öllum ljóst að hann er ekki óendanlega umburðarlyndur friðarpostuli, sem lítur t.d. framhjá ólíkum skoðunum manna, vilja og trúarsiðum." Hvað merkir þetta? Byggir friðarhugtak Sameinuðu þjóð- anna á „óendanlegu" umburðarlyndi? Ber samkvæmt því að umbera allar skoðanir og siði? Ber að virða kynþáttahyggju, kvenfyr- irlitningu og valdníðslu? Talsmaður „óend- anlegs" umburðarlyndis gæti játað slíkt, en ekki sá sem fylgir kenningum Krists. Krist- ur kenndi að hver maður verðskuldaði bæði virðingu og kærleika. Umburðarlyndi í þeim anda er ekki merkingarlaus upphrópun heldur einn mikilvægur hlekkur í afstöðu kristins manns til náungans. Það er ekki „óendanlegt" í þeirri merkingu að önnur sjónarmið geta vegið því þyngra. Friðarhugtak Biblíunnar Önnur rótin að rangri ályktun Gunnars Hersveins er sú að hann les Biblíuna eins og siðfræðirit en ekki trúarrit eins og hún rétti- lega er. Talsverður munur er á þessu tvennu. Siðfræðin hefur það markmið að leiða líf mannsins í réttar skorður og þarf ekki að byggjast á tilvist æðri máttarvalda. Trúin fjallar hins vegar um tUvist mannsins út frá þeirri forsendu að hann sé skapaður til samfélags við Guð. Spámenn Biblíunnar boða komu Guðsríkisins þar sem maðurinn mun lifa í samfélagi við skapara sinn um alla eilífð. Sannarlega er krafan um að elska og virða náungann sprottin af þessum rótum, en ritningargreinar má ekki túlka með þann þátt einan í huga. Gunnar Hersveinn les spádóma Biblíunn- ar um hið fullkomna samband manns og Guðs eins og þeir væru leiðsögn um sam- skipti manna á milli. Ríki Guðs verður hins vegar ekki komið á af manna völdum og því er villandi að bera það saman við samþykkt- ir Sameinuðu þjóðanna um sátt á milli þjóða og manna. Að lifa í mótsögninni í lokaorðum greinarinnar beinir Gunnar Hersveinn sjónum sinum að íslensku samfé- lagi og kemst að þessari niðurstöðu: „íslend- ingar játa bæði hugtökin [kristna trú og um- burðarlyndi í anda S.Þ.] og lifa í mótsögninni.“ Þetta er þungur dómur. Mót- sögn kallast það þegar andstæðum staðhæf- ingum er játað en slíkt stangast vitanlega á við alla skynsemi. Vandinn er hins vegar ekki sá að íslendingar skuli játa bæði kristna trú og vestrænt gildismat. Það er fullkomlega eðlilegt að hvort tveggja haldist í hendur enda er hið síðara afsprengi hins fyrra. Siðferði okkar heimshluta, er til kom- ið vegna boðunar kirkjunnar í gegnum al- dirnar. Islensk tunga, orðatiltæki og hugtök væru heldur ekki söm ef ekki væri fyrir Nýjatestamentisþýðingu Odds Gottskálks- sonar og útgáfu Guðbrandsbiblíu. Bókmenn- tir, tónlist og myndlist eru að sama skapi mjög mótuð kristnum hugmyndaheimi. Færa má fyrir því gild rök að sá sem kærir sig kollóttan um kristna trú en lifir í þeirri menningu sem af henni sprettur geri sig sekan um tvískinnungshátt. Telji Gunnar Hersveinn sig aðhyllast vestrænt gildismat og siðfræði en hefur ekki um leið skilning á grundvallaratriðum kristinnar trúar hittir hann sjálfan sig fyrir þegar hann fellir sinn lokadóm. Hann lifir í mótsögninni. „Takk Lúther!" Fróðlegt er að bera saraan afstöðu sænsku auglýsingarmannanna og hins ís- lenska heimspekings til menningarinnar. Svíarnir tengja hugsunarhátt sinn og af- stöðu til lífsins kenningum Lúthers og þótt þeir vandi honum ekki kveðjurnar má hæg- lega lesa jákvæðan tón á milli línanna. Jafn- vel þakklæti, í anda fyrirsagnarinnar! Þeir rekja afstöðu sína til vinnunnar til Lúthers, og hvar væri sænskur iðnaður ef ekki væri fyrir vinnusemina og hið gróna skipulag? Hið sama gildir um samviskubitið svo nefnda. Byggist ekki velferðarkerfið á þeirri lúthersk-kristnu hugsun að menn eigi stöð- ugt að ala önn fyrir náunganum? Enga slíka þekkingu um slíkt er að finna í grein Gunn- ars Hersveins. Hann virðist ekki viðurkenna áhrif kristinnar kirkju á samfélagið. Þau áhrif eru þó djúpstæð og mikil. Heimspek- ingar mættu sannarlega læra af kirkjunnar mönnum í stað þess að flytja kenningar sín- ar án tengsla við raunveruleikann. Vart verður sagt að menn úr þeim geira hafi markað djúp spor í íslenska menningu, nema þá þeir sem kirkjan hefur í gegnum tíðina tekið upp á arma sína. Markaðsfræðingarnir virðast betur að sér um áhrifamátt kristinnar boðunar og þátt hennar í mótun samfélagsins. Þeirra starf gengur jú út á það að kanna og skilgreina þær afleiðingar og þau áhrif sem tiltekinn boðskapur kann að hafa. Ef til vill er slík'' hugsun framandi íslenskum heimspekingi. Höfundurinn er prestur íslendinga í Svíþjóð. Morgunblaðið/Jim Smart Bókmenntir, tónlist og myndlist eru mjög mótuð af kristnum hugmyndaheimi. Nýjasta dæmið er sýning Sigurðar Örlygssonar í Hallgrímskirkju, túlkun hans á kvöldmáltíðarmótífinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. MAÍ 2000 1 3 ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.