Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Page 15
BRUSA-
PALLURINN
SMÁSAGA EFTIR PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON
LÍKAMA sinn studdi hann við hús-
veggi, sálina við myrkrið. Og bar
hægt fram götuna. Hvað var hann
annars að vilja í þessari borg, þess-
ari malbikuðu auðn steingrárra
húsa? Hann, sem átti kyn sitt að
rekja til grænna dala iðandi lífs.
I Hafði ekki bæjarlækurinn í senn
verið athvarf hans og leikfélagi í uppvextin-
um? Undarlegt að faðir hans skyldi hafa látið
undan naggi prestsins og sent hann, einka-
soninn, til mennta í borginni. Varla stóð hon-
um á sama um, hvað um jörðina yrði? Eða hélt
hann ef til vill að drengurinn sneri aftur heim?
Nei, menntaðir menn moka ekki flór, eins þótt
þeir hafi ornað sér við ylinn af honum í
bernsku. Það hlaut honum að hafa verið ljóst.
„Þú málar kannske dalinn okkar þegar þú
hefur lokið námi?“ Með þess-
um orðum kvaddi faðir son
við brúsapallinn forðum tíð.
Síðan var liðið hátt í hálfa
öld. Og enn var hún ómáluð,
myndin af dalnum. Þó áttu
allar hans myndir í raun ræt-
ur sínar heima í dalnum, eins
þótt form þeirra benti til
annars. En litimir, þeir voru
þaðan. Þá bláu hafði hann
haft með sér úr bæjarlækn-
um, fjöllunum og sjálfum
himninum, - himni dalsins!
Meira að segja hvíti liturinn
var kynjaður úr snjónum
heima. Snjórinn í borginni
var ekki hvítur, heldur grár
eins og allt annað þar. Og
þannig áfram. Þeh' dönsuðu
á striganum, allir þessir litir
að heiman, eins þótt gagn-
rýnendur og aðrir sunnan-
menn sæju ekkert annað en
einhverja isma í verkum
hans, þá sjaldan þeir gáfu
þeim gaum. En það var
ástæðulaust að leiðrétta
þetta. Best að halda því
leyndu, sem ekki lá á lausu.
Til hvers að láta þá fara í
taugarnar á sér, þessa ungu
menn á knæpunni? Sjálfgefið
að þeir þættust eiga heiminn.
Er hann ekki alltaf eign æsk-
unnar? Þannig hafði það ver-
ið á hans æskuárum. Heim-
urinn er ungur þeim, sem
enn eru ungir. Og þeirra
eign! Samt þótti honum, sem
þessir ungu menn hefðu átt
að ávarpa hann með nafni,
þegar þeir brúkuðu kjaft við
hann, í stað þess að láta sem
þeir vissu ekki hver hann
væri. Þeir voru nú einu sinni
nemar í hans eigin listgrein.
Hann nam staðar við götu-
horn og skimaði eftir bílum. Honum var í nöp
við bíla, einkum þegar hann vafraði drukkinn
heim á leið eftir þaulsetur á knæpum. Loks lét
hann sig þó hafa það að ganga yfir götuna. Og
þær urðu eitthvað fleiri göturnar, sem hann
j)urfti að skjögra yfir á heimleiðinni. Og stað-
næmdist lengi við þær allar.
„Ekki nema eitt líf í mínum fórum,“ hugsaði
hann. „Ástæðulaust að fórna því á altari hrað-
ans.“
„Líf?“
Hann tuldraði þetta orð fyrir munni sér aft-
ur og aftur, líkast því, sem hann væri að velta
fyrir sér merkingu þess. Enda var hún honum
löngu glötuð. Hans raunverulega líf hafði
runnið út í sandinn einhvers staðar í bláma
fortíðarinnar. Eftir var aðeins það líf, sem
fólst í myndum hans. Líf á striga, sjálfstæð til-
vera kvikra litbrigða í geómetrísku formi. AIl-
ir þessir skírt afmörkuðu fletir, þeir urðu að
duga honum til áframhaldandi lífs, fyrst hann
var sjálfum sér dauður. Aðeins myndirnar
gátu tryggt honum líf meðal fólks. Þær voru
eins konar sendiherrar hans í mannheimum.
Langt var orðið síðan hann hafði skreiðst úr
húsi annarra erinda en þeirra, að kaupa sér í
svanginn og svo auðvitað til að komast á öldur-
hús. Og þótt hann drykki stíft heima og þá oft-
ast efrin, þá fór hann aldrei í Ríkið. Gamall
sveitungi hans, leigubílstjóri, sá honum fyrir
nauðþurftum þaðan.
En svo gerðist undrið. Kvöld nokkurt
hringdi síminn. Gamli maðurinn lyfti tólinu
hikandi. Honum var það nokkurt undrunar-
efni að heyra rödd ungs manns kynna sig. Og
sagðist vera listfræðingur, nýkominn heim frá
námi og var í þann veginn að opna gallerí.
Hann kom sér vafningalaust að efninu og bað
um sýningu. Vígslusýningu gallerísins!
Vitanlega gladdi þetta gamla manninn. En
hann lét ekki á því bera, - lét ganga á eftir sér
eins og meistara sæmir. En það kom ekki að
sök; listfræðingurinn ungi kunni leikinn.
Hann sagðist hafa séð síðustu sýningu gamla
málarans, átta árum áður og orðið djúpt snort-
inn. Já, það var einmitt þannig, sem hann orð-
aði það, - djúpt snortinn! Þetta dugði. Sá
gamli bauð honum heim „til skrafs og ráða-
gerða“. Þó ekki fyrr en að nokkrum dögum
liðnum. Það féll að leikreglum.
Strákarnir á knæpunni? Nei, hann þekkti
þá ekki. Heyrði bara að þeir voru að ræða
myndlist. Settist hjá þeim, ef til vill óboðinn og
bauð þeim öl, meira öl. Og þeir voru ekkert að
fúlsa við því. En þegar hann fór að ausa úr
brunni visku sinnar, töldu þeir sinn visku-
brunn dýpri og vildu ekkert með hann hafa.
Og þóttust ekki vita hver hann var. Heyr á
endemi!
Götuljósin vörpuðu á hann annarlegri birtu.
Hann dró sígarettupakka upp úr jakkavasan-
um og fékk sér eina. Honum lánaðist að
kveikja í henni þegar í þriðju tilraun, enda
veður stillt. Að því búnu mjakaði hann sér
heim á leið. Nei, það var ekki vitglóra í því, að
vera að munnhöggvast við kjaftfora stráka,
eins þótt þeir þættust menn með mönnum og
ættu jafnvel eftir að verða það. Til hvers að
eiga sér híði, ef ekki til að skríða inn í það á
slíkum stundum?
Listfræðingurinn kom á tilsettum tíma. Það
var kvöld. Gamli listmálarinn var vel birgur,
bæði af öli og víni. Hann leiddi unga manninn í
sjálfan helgidóminn, - vinnustofuna. Og sýndi
honum myndir, sem málaðar voru eftir síðustu
sýningu. Þær voru ekki ýkja margar miðað við
fyrri afköst. í flestum þeirra gáfu bláu litimir
tóninn. Og sagðist vera að fást við algeiminn.
Listfræðingurinn kinkaði kolli. Ef til vill sá
hann ekki helbláa örvæntinguna, sem mál-
verkin lýstu. Eða var það kannske einmitt
hún, sem hann sóttist eftir að negla á veggi
gallerísins? Átti þetta að verða eins konar
krossfesting á striga? Hvað sem því leið hrós-
aði hann myndunum hástemmdum orðum.
Hrósið lét ljúft í eyrum gamla málarans,
enda átti hann ekki því að venjast að verk hans
væru hlaðin lofi málsmetandi manna. Oflof?
Lof er ljúft! Gamla manninum fannst, sem sér
hefði loks tekist að brjótast út úr búri. Búri
þagnar og afskiptaleysis. Lof er ljúft, eins þótt
það sé lygi!
Listfræðingurinn valdi tuttugu myndir á
sýninguna. Hann gaf listmálaranum vikufrest
til að gera athugasemdir við valið. Þeim var
báðum ljóst, hversu fullkomlega þarflaus
þessi tillitssemi var. En hún féll að settum
reglum. Listamaðurinn gerði aðeins smávægi-
legar athugasemdir við val listfræðingsins.
Tók út þrjár myndir og setti í þeirra stað jafn
margar keimlíkar þeim, sem hann lét víkja.
Það var mikið um að vera þegar sýningin
var opnuð. Listfræðingurinn hafði boðið
helstu menningarvitum og listaspírum borg-
arinnar á staðinn, að ógleymdum blaðamönn-
um. Gamli maðurinn fyrirleit flest af þessu
fólki, þó með sérstökum hætti. Hann reyndi að
telja sjálfum sér trú um, að hann vonaðist til
þess, að sú afstaða væri gagnkvæm. En í
hjarta sínu þráði hann viðurkenningu þess og
upphefð af þess hálfu um-
fram allt annað. En einhvern
veginn höfðu hlutirnir æxlast
þannig, að þeir úr „elítunni",
sem ekki sýndu honum bein-
an fjandskap, leiddu jafnt
persónu hans sem list hjá
sér, eins og hann væri hver
annar pestargemsi, sem viss-
ara væri að halda sig fjarri,
án þess að þörf væri á ná-
kvæmri sjúkdómsgreiningu.
Auðvitað hefði þetta fólk
ekki látið sjá sig á sýning-
unni nema vegna þess, að
hún var nú einu sinni opnun-
arsýning nýs gallerís. Já, og
galleríið var auk þess í eigu
sonar þingmanns, sem ekki
þótti útilokað að tæki sæti
menntamálaráðherra eftir
næstu kosningar. Af því
leiddi að þau voru mörg,
kurteisisorðin, sem struku
eyru listamannsins við þetta
tækifæri. Og axarbrosin
flugu um salinn með leiftur-
hraða, líkt og væri þeim
brugðið á loft af styrkum
böðulshöndum.
Hann var farinn að rigna.
Ekki mikið en nóg til þess að
gamli maðurinn flýtti för
sinni, svo sem óstyrkir fætur
framast leyfðu. Þó var það í
sjálfu sér ekki regnið, sem
hann forðaði sér undan, held-
ur gömul minning. Einmitt
þannig hafði rignt þegar
hann beið rútunnar við
brúsapallinn forðum tíð,
ungur maður á leið suður til
náms. Burt frá átthögunum
og skildi æsku sína eftir í
faðmi dalsins. Skyldi hún
ekki enn standa þarna við
brúsapallinn og bíða mín?
hugsaði hann.
Þegar heim kom settist hann í sófann og
fékk sér rauðvín. Nokkur dagblöð lágu á sófa-
borðinu. Yfirleitt leiddi hann slíkt lestrarefni
hjá sér. En í þessum blöðum var gagnrýni um
sýningu hans. Því hafði hann orðið sér úti um
þau. Reyndar kunni hann því betur, að kaupa
þau fjarri heimili sínu. Hann hafði smeygt sér
inn í litla sælgætisverslun, þar sem hann var
viss um að enginn þekkti hann og stungið
blöðunum undir frakkann um leið og hann tók
við þeim.
Höfgi vínsins seig stöðugt þyngra á hann.
Hann horfði á blöðin; handfjatlaði þau. Lagði
þau síðan á gólfið við hlið sófans. Þar voru þau
best geymd. Þeir máttu skrifa það um verk
hans, sem geð þeirra bauð. Ef til vill læsi hann
það síðar. Ef til vill ekki. En ekki nú. Og hellti
enn í glasið. Fyllti það þessum rauðljúfa
vökva, sem hjálpaði honum að gleyma. Hjálp-
aði honum að rækta einsemdina. Alla þessa
einsemd, sem hafði gert honum kleift að skapa
sinn eigin heim.
Sýningin og strákastóðið á kránni viku fyrir
óminni vínsins. Stofan sveipaðist bláum litum,
grænum, brúnum; ummyndaðist. Ferskur
blær dalsins lék um gamla málarann, líkt og
forðum, líkt og forðum, fyrir svo óralöngu og
þó sem andrá einni.
HALLDÓR ÁRMANN
SIGURÐSSON
VIÐ
BRÚARÁ
Fyssandi strengur
affjalli tilhafs
blikandi himni
á blásna
stjörnum firrtajörð
frá ómuna til ætíðar
öllu til einskis
lindirnar rækar
á rótasandi
sundraður bogi
biskupi drekkt
og svipir okkar
sökkva í flauminn
högnhöfðinn yfír
hljóður sem fyrr
ÁSKÁLA-
HNJÚKS-
DAL
Ái
svo lengi dauður
að skelin er kalk kindum
tönnurnar duft
en samt svo skammt
að sjástgötur þínar oggarðar
stiklum móa þína
ogmýrarrauða
og vitundin um þig
vísar okkur til hlutar
í einhverju stærra
gefur okkurrauðann með þér
handan við hólinn og grænar
rústir
þíns horfna lífs niðar lækur
sem löngum
ský áhimnihvít
AÐ HOLA-
VÖLLUM
Gott er að ganga
ígarði dauðra
leita leiða
að umbreytast í gras
undir lifandi fótum
teygja sig tré
til sólar
Höfundurinn býr í Svíþjóð.
Myndlýsing/Andrés Andrésson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. MAÍ 2000 1 5