Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Side 20
FLAKKUM
• HEIMAOG
GEIMA
Flakk, eða sú sérstaka tilfinning að vera bæði heima
og heiman, er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í
Norræna húsinu í d lag. Undirbúningurinn hefur
staðið í tvö ár og miðast að því að kynna nýja
strauma í a Iþjóðlegi ri myndlistfyrir íslendingum.
FRÍÐA BJÖRKINGVARSDÓTTIR fór og skoðaði
völundarhús listaverka lyrr í vi kunni.
Aleksandra Mir í „tunglgöngu" f Hollandi, en myndin er úr myndbandsverki hennar.
Morgunblaðið/Kristinn
Hluti þeirra sem sýna f Norræna húsinu ásamt Per Gunnar Tverbakk; Ole Jergen Ness, Mattias Hárenstam, Susa Templin og Frans Jacobi.
-k. ^%ÝNINGIN „Flakk“ hefst í norræna
húsinu í dag en hún er liður í afmæl-
isdagskrá listahátíðar. NIFCA, Nor-
ræna samtímalistastofnunin er einn
skipulagsaðili sýningarinnar en sýningar-
stjórar eru listfræðingamir Per Gunnar
Tverbakk og Andrea Kroksnes. I sýningar-
skránni segir að „Flakk“ fjalli um þá sér-
stöku tilfinningu að vera bæði heima og
heiman. Fjölbreytt listræn framsetning á
þessari sýningu spannar ólíkustu listform
en þar má sjá málverk, skúlptúra, ljósmynd-
ir, innsetningar og gjörninga.
Markmið sýningarinnar er að kynna nýja
' strauma í alþjóðlegri myndlist fyrir íslend-
ingum, en þeir listamenn sem eiga verk á
sýningunni eru Þóroddur Bjarnason, Frans
Jacobi, Mattias Hárenstam, Aleksandra
Mir, Sarah Morris, Ole Jprgen Ness, Seppo
Renvall, Annika Ström, Egill Sæbjörnsson
og Susa Templin.
Per Gunnar Tverbakk sagði í samtali við
blaðamann að þau Andrea hefðu ákveðið að
setja upp óhefðbundna sýningu í þessu rými
þar sem það væri ekki hefðbundið gallerí-
rými. Hugmynd þeirra var að tengja lista-
menn níunda áratugarins við forvera sína í
listinni, svonefnda „situationista“ sem nutu
töluverðrar athygli í Frakklandi á sínum
tíma. Þeir unnu út frá borgarlandslaginu
þar sem einstaklingurinn gekk í gegnum
borgina til að uppgötva hana og skilgreina
sjálfan sig. Per Gunnar og Andrea ákváðu
að nota þessa hugmynd, þar sem einstakl-
ingurinn finnur sína eigin leið eða nálgun í
gegnum umhverfið, sem myndhverfingu fyr-
ir sýninguna. Hugmyndin er þó frekar laus í
reipunum og ekki háð neinum fræðilegum
fjötrum.
Titill sýningarinnar er vísun i
ferðalag óhorfandans um svæðið
í athyglisverðri grein Andreu Kroksnes
um sýninguna segir meðal annars að ís-
lenski titillinn „Flakk“ sé á þessari sýningu
notaður sem myndlíking þeirrar fljótandi
tilveru sem við upplifum öll í æ ríkara mæli.
Jafnframt vísar titillinn í ferðalag áhorfand-
ans um sýningarsvæðið. í kjallara Norræna
hússins er búið að skapa völundarhús þar
sem áhorfandinn þræðir sig eftir krókaleið-
um í gegnum verkin. Það er því hreyfing
áhorfenda um sýningarsalina sem staðsetur
listaverkin í tíma og rúmi þar sem hver og
einn fer sína eigin leið og kemst þannig í
persónulegt samband við listaverkin.
Þótt verkin eigi ýmislegt sameiginlegt eru
þau bæði ólík innbyrðis og samsett úr fjöl-
breytilegum efniviði. Þegar áhorfandinn
gengur í gegnum sýninguna í heild sinni
verður hann því að reyna að koma á skyn-
rænum tengslum á milli þeirra. Hugmynd-
um um listaverkið sem miðil táknrænna
hugmynda eða skilaboða er þannig kastað
fyrir róða og þess í stað lögð áhersla á list-
ina sem opið og síbreytilegt ferli. Lista-
mennirnir eru að leggja út frá því sýndar-
þjóðfélági sem sem við búum við í dag þar
sem byggt er á hringrás tákna og samruna
hins menningarlega og efnahagslega. Áhorf-
andinn sem „flakkari“ verður hlutverks síns
vegna að leggja megináhersluna á hverful-
leikann, - á þá sérstöku tilfinningu að vera
bæði heima og heiman.
Kveikja að sögu sem áhorfandinn
getur spunnið að eigin vild
Einn þeirra sem var að vinna við verk sitt
í Norræna húsinu þegar blaðamaður var þar
á ferð var danski listamaðurinn Frans
Jacoby. Hann vinnur með innsetningar sem
líta út eins og vistarverur og sagðist vera-
dæmigerður flakkari, yfirleitt alltaf á ferð-
inni að setja upp nýjar sýningar hér og þar
um heiminn. „Hvert einasta verk sprettur
upp úr því umhverfi sem það er sýnt í,“
sagði Frans „svo verkin eða vistarverurnar
taka á sig nýja mynd á hverjum stað. Hluti
verksins er alltaf herbergi í íbúð, húsi eða
til dæmis á hóteli. Oft fær áhorfandinn þá
tilfinningu að hann sé að ganga um svið í
leikhúsi eða leikmynd úr bíómynd þar sem
hann sjálfur er leikarinn. í herberginu eru
ákveðnar vísbendingar um mannlegt líf eða
tilvist sem hægt er að nota sem kveikju að
sögu sem áhorfandinn getur svo spunnið að
eigin vild.“
Yfirleitt eru þetta mjög persónulegar sög-
ur úr einkalífinu og í verkinu í norræna hús-
inu er Frans búinn að búa til litla verönd
eða garð en þar fyrir innan er svefnherbergi
sem dregið er fyrir með gluggatjöldum.
Rúmfötin eru í óreiðu og Frans gefur áhorf-
andanum þar með fyrstu vísbendingarnar í
hugsanlegri ástarsögu. í þessu verki er
áhorfandinn einnig í yfirfærðu hlutverki
gluggagægisins enda segir Frans að þeir
sem koma til að skoða listaverk á sýningum
séu auðvitað alltaf að búa til einhverja sögu
um það sem aðrir hafa skapað. Þannig sé
það hans hlutverk sem listamanns að búa til
vísbendingar til að virkja ímyndunarafl
áhorfandans.
Myndbandsverk um
„gervitunglgöngu"
Aleksandra Mir var að setja upp sjón-
varpsskjá við hliðina á mynd Errós af geim-
förum í anddyri Norræna hússins. Hún er
af pólskum uppruna, ólst upp í Svíþjóð en
hefur síðastliðin tíu ár búið í New Ýork og
er því flakkari í margvíslegum skilningi. I
verkum sínum hefur hún einkum unnið við
að skapa ímyndaða staði sem tilheyra fanta-
síunni en ekki stífum skorðum raunveruleik-
ans.
Verk Aleksöndru er myndbandsverk, eins
konar heimildarmynd um viðamikinn gjörn-
ing sem hún framdi á strönd í Hollandi 28.
ágúst 1999, þrjátíu árum eftir að Apollo 11
lenti á tunglinu. A ströndinni fékk hún stór-
an hóp fólks með vinnuvélar til liðs við sig
til að ummynda stórt svæði í tungllandslag
til þess eins að „uppgötva“ síðan þetta
„gervitungl" og setja bandaríska fánann á
það. Það tók fimm mánuði að skipuleggja
þetta verkefni þótt hinn eiginlegi gjönújigur
hafi aðeins staðið í einn dag.
Aleksandra segir að hún hafi unnið að
þessu verkefni í nánu samstarfi við fjölmiðla
enda var hin upprunalega lendingu á tungl-
inu fjölmiðlaviðburður fyrir alla jarðarbúa.
Hún bendir á að í Bandaríkjunum hafi sum-
ir meira að segja haldið því fram að tungl-
lendingin hafi eingöngu verið fjölmiðlabragð
sem tekið hafi verið upp í Hollywood. Hér á
íslandi hefur Aleksandra komið sér í sám-
band við þá sem áttu samskipti við geimfar-
ana þegar þeir komu hingað til að æfa sig í
tunglgöngu fyrir ferðina. Hún mun í fram-
haldi af því vera gestgjafi í klúbbi listahátíð-
ar á morgun þar sem sýndar verða áður
óbirtar myndir frá NASA sem teknar voru
hér á landi. Auk þess munu ýmsir aðilar er
tengdust komu geimfaranna hingað segja
frá því.
Markmið verksins sem nú er til sýnis í
Norræna húsinu er þvi að allir þeir sem
urðu beint eða óbeint vitni að „tunglferð"
hennar í Hollandi og þeirri upprunalegu ár-
ið 1969 fái að segja sögu sína á hverjum
þeim stað sem verkið er sýnt - og sögurnar
geti svo flakkað um heima og geima í sem
víðustum skilningi.
Þessi viðamikla samsýning ungra lista-
manna í Norræna húsinu stendur til 13.
ágúst.
* 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. MAÍ 2000