Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Side 7
sem hver hefur sitt heiti. Langflestir þess- ara Maríu-íkona tilheyra tveimur flokkum. Annars vegar er Hodegetria (sú sem bendir eða vísar veginn), þar sem María situr með og bendir á Jesúbarnið sem gerir blessunar- merki með fingrum. Hins vegar er Eleusa (mildi) en þar heldur María á Jesúbarninu með báðum höndum og hallar því að vanga sínum. Aðrar kunnar íkonagerðir sýna erki- engla, spámenn, dýrlinga og Pantokrator, þ.e. Krist almáttugan." Keisarinn í Konstantínópel gaf út tilskip- un árið 754 um bann við öllum íkonum í kirkjum og líkti tignun þeirra við hjá- guðadýrkun. Fyrirmælum hans var fylgt harkalega eftir og leiddu þau til blóðsúthell- inga. Því helgimyndabanni linnti eftir að ír- ena keisaraynja aflétti því á kirkjuþingi árið 787. Þótt helgimyndabanninu væri aflétt stóð baráttan gegn helgimyndum fram á 9. öld. Sagan endurtók sig að nokkru leyti í breyttri mynd við siðaskiptin á 16. öld því Lúther fordæmdi og bannaði dýrkun á dauðum hlutum og lét fjarlægja helgimynd- ir, líkneski og róðukrossa úr kirkjum. Kirkjuleg blessun áskilin Við valið á íkonunum sem þær Sigurbjörg og Birna tóku með á sýninguna segir sú síð- arnefnda að þær hafi reynt að taka íkona sem voru sérstakir og óvenjulegir í lögun fremur en hina „venjulegu" íkona sem alls staðar er hægt að fá og bera keim af fjölda- framleiðslu. Hún segir að flestir íkonanna á sýningunni hafi fengið blessun í kirkjum, en innan austurkirknanna má raunar aðeins selja íkon og kaupa fyrir blessun og reyndar fær verkið ekki nafnið íkon fyrr en eig- andinn hefur farið með það í kirkju og feng- ið lesna yfir því sérstaka blessunarbæn. Eftir hana hefur íkoninn náð samsvörun myndefnis og myndar og öðlast gildi sitt sem boðberi hins heilaga. „Þessum íkonum fylgir mikil andleg orka og blessun. Mikil orka fylgir þessum gömlu íkonum þar sem þeir hafa verið tilbeðnir í gegnum aldirnar," segir Birna. Sjálf kveðst hún trúa því að hún gleymi síður tengingu sinni við Guð í návist við íkona. „Flestum líður vel nálægt íkonum og ég held að við söknum þeirra úr kirkjunni. Mesta sorgin við siðaskiptin finnst mér vera sú að við misstum helgi- myndirnar úr kirkjunum,“ segir hún. Vel til fundið að hafa sýninguna í Viðey Hér á landi mun séra Ragnar Fjalar Lár- usson vera manna fróðastur um íkona og á sjálfur stórt safn. Hann fagnar framtaki þeirra Birnu og Sigurbjargar og segir það sérstaklega vel til fundið að hafa sýninguna í Viðey. Þá sé verðið á íkonunum á sýning- unni mun hagstæðara en víða erlendis. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kross frá fyrri hluta 18. aldar. „Það stendur vist einhvers staðar að menn eigi ekki að safna íkonum, heldur sé nóg að eiga einn íkon sem helgigrip," segir séra Ragnar Fjalar, sem hefur engu síður safnað íkonum um árabil og á orðið allstórt safn. Því liggur beint við að spyrja hvaða þýðingu íkonarnir hafi fyrir hann og hvers vegna hann hafi farið að safna þeim. Hann rekur það í fyrsta lagi til starfs síns. „Þó að kirkjudeildirnar séu ólíkar, sú evangelíska, rómverska og orþódoxa, þá hef ég mikinn áhuga fyrir að kynnast helgidómum og helgigripum þeirra kirkna líka, því allt eru þetta greinar á sama meiðinum. í öðru lagi hef ég alltaf haft mjög gaman af antikmun- um og hef safnað gömlum bókum og bibl- íum. Síðast en ekki síst eru íkonarnir svo listaverk sem hafa varðveist, jafnvel þó að íkoninn sé gerður á 18. eða 19. öld þá eru mótívin lítið breytt í þúsund ár.“ Morgunblaðið/Jim Smart Anna Guðný Guðmundsdóftir og Sigurbjörn Bernharðsson halda tón- leika í Listasafni Sigurjóns Ölafssonar ó þriðjudaginn. KVÖLDSTUND í SIGUR- JÓNSSAFNI UPPHAFSTONLEIKAR í sumartónleik- aröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar verða þriðjudagskvöldið 27. júní kl. 20.30. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og fiðluleikarinn Sigurbjörn Bernharðs- son eru flytjendur á þessum fyrstu tón- leikum í röðinni, en alls verða haldnir átta tónleikar á vegum safnsins í sumar. Á efnisskrá tónleikanna eru sónata í e-moll eftir W.A. Mozart, Duo Concertant eftir Igor Stravinsky og frumflutning- ur á verkinu Expromptu eftir Pál Pampichler Pálsson. Vel þekktir flytjendur „Við lékum fyrst saman ár- ið 1997 og höfum komið nokkrum sinnum saman áð- ur,“ segja þau Anna Guðný og Sigurbjörn í viðtali við Morgunblaðið. „Við lékum á tónleikum til kynningar á Salnum á sínum tíma og á tónleikum Tíbrár í tilefni af sextugsafmæli Þorkels Sig- urbjörnssonar, og svo aftur í fyrra, svo þessir tónleikar eru bara áframhaldandi sam- vinna sem er mjög skemmtileg." Bæði hafa þau komið fram áður á sumartón- leikum listasafnsins en þó aldrei saman. „Ég hef spilað nokkrum sinnum hér áður. Ég lék meðal annars hérna fyrir tíu árum með Hildigunni Halldórsdóttur fiðluleik- ara og þá spiluðum við meira að segja ná- kvæmlega sama verk eftir Stravinsky,“ segir Anna Guðný. „Og ég spilaði hérna fyrir sex árum,“ segir Sigurbjörn. „Svo við erum orðin vel kunnug safninu." Anna Guðný og Sigurbjörn eru íslensk- um tónlistarunnendum vel kunn, þar sem bæði hafa margoft komið fram á íslandi, en Sigurbjörn er búsettur í Bandaríkjun- um. „Ég er nýgenginn til liðs við Pacifica strengjakvartettinn og er hæstánægður mað það. Ég kenni líka við University of Chicago, en kem reglulega til íslands," segir Sigurbjörn. Anna Guðný segist vera að ljúka langri törn með þessum tónleik- um, en meðal nýafstaðinna verkefna hennar eru meðal annars einleikur í píanókonsert eftir Atla Heimi Sveinsson Póll Pampichler Pólsson með Kammersveit Reykjavíkur á Lista- hátíð. „I kjölfarið á því fylgdu miklar upptökur, sem er bara rétt að ljúka." Eftirlætis efnisskróin Á efnisskrá tónleikanna eru þrjú ólík verk, eftir Mozart, Stravinsky og Pál P. Pálsson. En með hvaða tilliti voru þessu verk valin? „Einu takmarkanirnar sem við fengum voru að tónleik- arnir ættu að vera klukku- tími, án hlés. Þegar maður fær svona frjálsar hendur, spilar maður bara það sem manni finnst skemmtilegast," segir Anna Guðný. Tónleik- arnir hefjast á sónötu í e-moll eftir Mozart fyrir pía- nó og fiðlu. „Mozart-sónatan er alveg ótrúleg, svo tjáning- arrík,“ segir Sigurbjörn. „Mozart er alltaf fullur af karakter en þessi er alveg sérstök, hún minnir mig eig- inlega á Schubert-ljóð. Við hefjum tónleikana á henni.“ Annað verkið á efnisskránni er Expromptu eftir Pál P. Pálsson. „Þetta er frumflutn- ingur á Islandi. Páll samdi verkið fyrir þremur árum og þá var það frumflutt í Austurríki. Stuttu seinna lét Páll mig hafa það og mig hefur lengi langað til að spila það,“ segir Anna Guðný. Tónleikar- nir enda á flutningi Duo Concertante eft- ir Stravinsky. „Heiti verksins felur í sér að þetta sé konsert fyrir tvö hljóðfæri," segir Sigurbjörn. En hvernig tónlist er þetta sem þau spila? „Engin af þessari tónlist er hörð i eyra,“ segir Anna Guðný. „Enda eru tónleikarnir ekki hugsaðir þannig. Þetta á að vera þægileg kvöld- stund, falleg tónlist í klukkutíma og svo fær fólk sér kaffi á eftir.“ Sigurbjörn tek- ur undir að verkin séu öll þægileg áheyrnar. „Að ekki sé minnst á Mozart meira að segja er verkið hans Páls frem- ur ómblítt og Stravinsky samdi sitt verk árið 1930, þannig að það er nú bara orðið nokkuð klassískt." Anna Guðný og Sigurbjörn halda tón- leika með sömu efnisskrá næstkomandi fimmtudag í Stykkishólmskirkju. LéSBÖK ^ÓRÖlllxÍB'LÁÐSINS - MENN'lNG/'Ö^Tlk ^4. )ÚNl2ÖÓO' 7’

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.