Lesbók Morgunblaðsins

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjuni 2000næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789
Útgáva
Main publication:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Síða 8
STOÐLAKOT MÁLVERK Jóns biskups Helgasonar af Stöðla- kotsbænum og fleiri húsum í Reykjavík ár- ið 1892 er afar góð heimild eins og margar myndir Jóns. Lengst til hægri sjást húsin í Kvosinni; Alþingishúsið og Dómkirkjan þar á meðal. Lengst til hægri á mynd Jóns er hús Lærða skólans þar sem Menntaskólinn í Reykjavík hefur lengi verið til húsa. Stöðlakotsbærinn virðist hér vera venju- legur torfbsejarklasi, en líklega er ekki allt sem sýnist. Árið 1892, þegar biskupinn stillti upp trönum sínum á Stöðlakotstúnið á frið- sælum sumardegi, var búinn að standa stein- bær í Stöðlakoti með vissu síðan 1772. Stöðlakot við Bókhlöðustíg er nú einn ör- fárra steinbæja sem eftir eru. Þeir voru merkilegt millistig frá hinum hefðbundnu torfbæjum til timburhúsanna. Þótt grjót væri notað í veggi var það ekki höggvið til og oft notað torf milli laga. Hraungrýti hentaði afar vel í vegghleðslur, en umhverfis Reykja- vík hefur naumast verið völ á öðru en ávölu grágrýti. Tímamót í byggingarsögunni urðu á 18. öld þegar danskir handverksmenn reistu fyrstu varanlegu húsin, þar á meðal Viðeyjarstofu og Bessastaðastofu. Önnur tímamót urðu í byggingu steinhúsa þegar Al- þingishúsið var byggt 1880-81. Þá lærðu nokkrir íslendingar þá iðn að höggva til grjót og einnig skipti verulegu máli, að verkfæri dönsku steinsmiðanna voru boðin upp þegar verkinu lauk, og að sjálfsögðu eignuðust ís- lendingar þau. í framhaldi af því voru allmörg steinhús byggð í Reykjavík og jafnframt varð til þessi nýja húsagerð, steinbæir. Á skömmum tíma urðu þeir algengir utan við Kvosina og þar má segja að form torfbæjarins hafi verið lag- að að nýjum aðstæðum. Steinbæir voru að því leyti frábrugðnir steinhlöðnum húsum, að einungis hliðarvegg- irnir voru úr höggnu grjóti; einhlaðnir og gluggalausir. Gaflarnir voru úr timbri; á þeim voru gluggar og fyrir aldamótin vék torfþekjan sem sést á mynd Jóns Helgasonar fyrir nýju byggingarefni, bárujárni. Steinbæir risu oft á bæjarstæðum tómt- húsbýla og Stöðlakot var eitt slíkt. Ekki er ljóst hvenær búskapur hófst þar, en kotið hefur verið byggt út úr jörðinni Vík; land- námsjörð Ingólfs Arnarsonar. Svo fór að kóngurinn eignaðist jörðina Vík 1616 og voru hjáleigur jarðarinnar átta talsins árið 1700. Stöðlakot var þá stundum nefnt Stuðlakot, en hinar hjáleigurnar voru Landakot, Götu- hús, Grjóti, Melshús, Skálholtskot og Hóla- kot, en ein var svo aum að hún var ónafngreind. Upphaf kaupstaðar í Reykjavík er rakið til Innréttinga Skúla fógeta um miðja 18. öld. Framtakinu til stuðnings lagði kóngurinn fram land jarðarinnar Víkur. I tilefni af ný- fengnum kaupstaðarréttindum árið 1786 var gerður uppdráttur af landi kaupstaðarins, eða kaupstaðarlóðinni eins og landið var kall- að. Af þessum uppdrætti má sjá að kaupstað- arlóðin nær yfir Kvosina, báðum megin suður með Tjörninni, yfir túnin þar sem Vestur- bærinn reis síðar, lítið eitt upp í Þingholtin, og þar má sjá „Stuðlakot", en lengra til norð- urs eru þekkt kennileiti innan kaupstaðarlóð- arinnar: Tugthúsið, Arnarhóll og Sölvhóll. Á þessu útmælda landi mátti verzla, en íbúar kaupstaðarins voru á þessum tímamót- um 170 talsins. Jón Árnason, nefndur hinn ríki, eignað- ist Stöðlakot 1850 og átti kotið til dauðadags 1874. Hann á heiðurinn af því að hafa staðið fyrir gagngerri endurbyggingu bæjarins 1872. Herma sagnir að til þess hafi verið not- að tilhöggvið grjót sem af gekk við byggingu Hegningarhússins, enda má sjá að samskon- ar grjót er í veggjum Stöðlakots og „Steinin- um“ við Skólavörðustíg. Bendir þetta til þess að Stöðlakot sé elzti steinbærinn í Reykjavík og að byggingarárið sé 1872, en ekki 1890 eins og talið hefur verið. í torfbæjaþyrpingunni sem þarna hefur verið og sést að nokkru leyti á mynd Jóns, Helgasonar hafa húsin komið og farið eins og fólkið. Stuðlakot eða Stöðlakot hét um tíma Narfabær og auk þess voru þarna Norður- bær, Suðurbær og Miðbær. Þegar samþykkt STEINBÆRINN SEM VARÐ SÝNINGARHÚS Málverk Jóns blskups Helgasonar af Kvoslnni árið 1892. Torfbæjaþyrpingin til hægri á myndinni er Stöðlakot. Stöðlakot við Bókhlöðustíg. Höggmyndin sem þarna stendur utan dyra er eftir Grím Marinó Steindórsson. Hún heltir Opinberun og er frá 1998. Efnlð er stelnn og ryðfrítt stál. í Stöðlakoti standa nú yfir sýningar myndhöggvarans Bubba og málarans Soffíu Sæmundsdóttur. Á þessum uppdrættí af höfuðstað íslands og kotunum í kring er Stöðlakot á sínum stað, reyndar nefnt Stuðlakot þarna. var gerð um götunöfn í Reykjavík 1848 var svæðið milli Lækjarins og gömlu tún- garðanna í Stöðlakoti og Skálholtskoti látið heita Ingólfsbrekka. Af einhverjum ástæðum hefur það nafn ekki lifað. Steinbærinn Stöðlakot hlaut þá húsnúmerið 13 við Ing- ólfsbrekku. Löngu síðar, árið 1982, urðu þau tíma- mót í Stöðlakoti að Hulda Jósefsdóttir textíl- hönnuður og Þorgrímur Jónsson tannlæknir eignuðust bæinn og tóku heldur betur til hendi. Stöðlakot gekk í endurnýjun lífdag- anna með endurbyggingu og varð listsýn- ingahús. Arkitekt breytinganna var Vil- hjálmur Hjálmarsson, en framkvæmdum lauk 29. október 1988 og þá var um leið opnuð fyrsta sýningin. Eitt sýningarrými er á jarð- hæðinni og annað uppi í risinu. Það er að von- um að betur hentar að sýna smá myndverk í Stöðlakoti, en þess er að gæta að ekki vinna allir listamenn stór verk og fjölmargar sýn- ingar hafa komið ágæta vel út þar. Steinflísar eru á gólfi jarðhæðarinnar, en steinhleðslan í veggjunum kemur vel fram; þeir eru einung- is málaðir hvítir. Samkvæmt venjunni eru hliðarveggirnir heilir en gluggar á gafli. Uppi er minna sýningarrými, enda undir súð. Hulda Jósefsdóttir er framkvæmdastjóri listhússins og á hún heiður skilinn fyrir að hafa stjórnað og haldið uppi listrænni reisn í Stöðlakoti í 18 ár. Það virðist hafa verið lög- mál með fáum undantekningum að listhús eða gallerí rísa og hníga jafnharðan. Á meðan gengur lífið sinn vanagang í þessum gamla steinbæ og listunnendur geta treyst því að þar er ævinlega eitthvað á seyði. Utan dyra er allur frágangur til fyrir- myndar; steinhlöðnu veggirnir hvítmálaðir, svo og gluggarnir á gaflinum. Vegfarendur um Bókhlöðustíg komast ekki hjá því að taka eftir skiltinu og enn frekari vísbending felst í því að nú er sýndur skúlptúr utan dyra. Þeg- ar myndirnar voru teknar stóð þar verk Gríms Marinós myndhöggvara. Það heitir „Opinberun", efnið er steinn og ryðfrítt stál. GÍSLI SIGURÐSSON 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 24. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar: 24. júní (24.06.2000)
https://timarit.is/issue/242947

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

24. júní (24.06.2000)

Gongd: