Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Síða 4
-> NÝBÚIÁ ÍSLANDI OG RITHÖF- UNDUR í ÞREM- UR LÖNDUM EFTIR TRYGGVA V. LÍNDAL Amalía Líndal fluttisttil íslands með eiginmanni sínum, Baldri Líndal, og hér bjó hún og starfaði á ár- unum 1949-1972. Árið 1962 kom út í Bandaríkjun- um bók hennar, Gárur frá íslandi, landkynningarbók með ævisögulegu ívafi. Ljósm.: Studio- Geshjr Einarsson Fjölskyldumynd tekin í Reykjavík 1967. Standandi fré vinstri: Jakob E. Líndal, nú arkitekt é ís- landi, Ríkarður E. Líndal, nú klínískur sélfræðingur í Kanada, Tryggvi V. Líndal, nú rithöfundur og mannfræðingur á íslandi, Eiríkur J. Líndal, nú klínískur sálfræðingur á íslandi. Sitjandi, talið frá vinstri: Baldur Líndal, efnaverkfræðingur, látinn 1997, Anna E. Líndal, nú talmeinafræðingur í Kanada, Amalía Líndal, þá blaðamaður og rithöfundur á íslandi, iátin 1989. Amalía Líndal við ritvélina í islandsheimsókn 1984. AMALÍA fæddist í smábæ fyrir utan stórborgina Boston á austurströnd Bandaríkjanna árið 1926. Faðir hennar, Edward 0. Gourdin, var þá ungur og upprennandi lögfræðingur . og brátt fluttust þau til borgarinnar sjálfrar þar sem hún átti öll sín skólaár. Þegar hún var í menntaskóla var hún iðin við að skrifa smásögur og greinar í skólablaðið sem hét Fjaðurpenninn. (Eg þýði hér alla titla og tilvitnanir úr ensku). Hét fyrsta smásagan hennar Að snúa gæfunni sér í vil. Fjallar hún um oflátungslegan fyrirmyndamemanda sem þarf að læra sitthvað í tillitssemi ef honum á að takast að fá stúlku með sér á skólaslitadans- leikinn. Þar segir m.a.: „Þegar Darton kom inn í leikfimisalinn rakst hann á hina athafnasömu Eileen Gordon þar sem hún stóð óstöðug uppi í háum tröpp- um. Hún var að næla upp kreppappírsblóm. Hún sá Darton koma aðvífandi og sendi hinum stelpunum skilaboð með andlitsgrettu sinni. Hann staðnæmdist við tröppumar, óöruggur með sig. Eileen hóf upp hamarinn með dálitl- um aukaslagkrafti, nóg til að tröppumar fæm nú að dúa til.“ Skemmst er frá því að segja að hann nær nú með hjálpsemi sinni að vingast við stúlknahóp- inn og fær þá stimpilinn frá klíkunni þeirra um að hann sé orðinn liðtækur sem félagi á dans- leikinn. Þykir mannfræðingum þetta vera dæmigert fyrlr hegðun unglingsstúlkna í skólaumhverfi. Hefur Amalía þar þegar náð talsverðum tökum á stíl og félagslegu innsæi þótt hún sé þá að líkindum aðeins 16 ára, árið 1942. Þess má og geta að þetta sjónarspil hefði verið ólíklegt á Islandi þessa tíma, af því að þá voru stúlkur ekki orðnar fjölmennar í mennta- skólum. Önnur saga hennar í skólablaðinu heitir Hermenn fella ekki tár. Fjallar hún um unga eiginkonu og móður sem fréttir að maður hennar, hermaður, er fallinn á vígstöðvunum. Ber fréttina þannig að: „Skeyti til yðar, frú,“ sagði hann, og rétti henni og tyllti kaskeitinu sínu. Hann staldraði við. „Frú, er allt í lagi?“ hrópaði hann í öngum sínum, því hún hafði þegar rifið upp umslagið og roðnaði nú og fólnaði undarlega, á meðan hún var að lesa innihald þess. Hún leit upp eins og hún væri dösuð. Augu hennar voru eins og tvær dimmar holur sem horfðu í gegnum hann og út í fjarskann. „Hva, auðvitað, það er allt í lagi,“ svaraði hún lífvana röddu. „Það er bara að eiginmaðurinn minn hefur verið drepinn á vígvellinum. Það er allt og sumt.“ Hér er þess að minnast að heimsstyrjöldin síðari var þá í fullum gangi. Faðir Amalíu gekk einnig í herinn (sem fylkisforingi, hann hafði enda verið íþróttagarpur mikill á háskólaárum sínum og þá jafnvel orðið heimsmeistari í lang- stökki, árið 1921). Amalía sjálf kynntist stríð- inu við að vinna í hergagnaverksmiðjum, eitt sumarið er hún var í menntaskóla. Hún skrif- aði um það síðar m.a.: „Seinna það sama sumar fékk ég starf hjá varnarliðinu við að sneiða kvars til notkunar í linsur á sprengjusigti og aftur var það heitt og hávaðasamt og mikil pressa, en að minnsta Amalía Líndal. Myndin er tekin á fslandi 1969 þegar hún var ritstjóri Sextíu og fimm gráða. Hún var þá 43 ára. Amalía Líndal árið 1983. kosti var starfið sérhæfðara.“ Að menntaskólanámi loknu, í stríðslok, fer Amalía til náms í blaðamennsku við Boston- háskóla. Frá þeim tíma eru til greinar og viðtöl eftir hana í blöðum og hafa kannski tengst blaðamennskunámi hennar. Fjallar hún um vanda minnihlutahópa svo sem stríðsflótta- manna, gyðinga og bandarískra blökkumanna. Stóðu þessi hugðarefni henni nærri enda átti hún ekki langt að sækja í eigin ættum til ýmiss konar minnihlutahópa og faðir hennar var áhugasamur um réttindamál þeirra. Má segja að fyrst nú sé nýbúaumræða af þessu tagi orð- in algeng í íslenskum fjölmiðlum. Árið 1948 kynntist hún síðan tilvonandi eig- inmanni sínum, Baldri Líndal, frá íslandi, en hann var þá við nám í efnaverkfræði við tækni- háskóla þar í grennd. Segir hún síðar um til- drög þessa í landkynningarbók sinni Gárur frá íslandi: „Ég hitti eiginmann minn tilvonandi á fund- um í Alþjóðlega nemendafélaginu í Cam- bridge, sem ég sótti reglulega til að taka þátt í hinum áköfu, nánast ástríðufullu, samræðum, hjá hinum tilgerðarlausu útlendu nemum, sem voru svo ólíkir hinum leiðinlegu uppum í við- skiptadeild Boston-háskóla.“ Ætti nú að verða fróðlegt að sjá hveijum breytingum slík fjölhæf miðstéttarkona úr vestrænni stórborg á eftir að taka í næsta landinu sínu, íslandi. En þau Baldur giftust að loknu námi og héldu til íslands árið 1949. Áíslandi (1949-1972) Er til íslands kemur fellur Amalía þegar inn í hið algenga hlutverk heimavinnandi hús- mæðra þess tíma, og eignast þau Baldur nú fimm börn, og eru búsett fyrst í Reykjavík og síðan í Kópavogi. Hún sækir brátt íslenskutíma fyrir útlend- inga við Háskóla íslands og lærir að tala og lesa íslensku. Þó skrifaði hún ætíð á ensku og þótt hún læsi íslensk dagblöð las hún bækur og tímarit á ensku (og íslenskar bækur í enskri þýðingu). Einnig talaði hún ensku í kunningja- hópi, sem samanstóð einkum af nýbúum frá Ameríku og Evrópu, og af hópi menntamanna kringum manninn hennar. Hún talaði og ein- göngu ensku við bömin sín. Hún var fyrstu árin fréttaritari fyrir tímarit eitt heima í Boston. Einnig fékkst hún við að skrifa smásögur, skáldsögur og Ijóð á ensku. Var skáldskapur hennar staðsettur í Banda- ríkjunum framan af, eða óstaðsettur, en svo tóku að koma sögur og frásögur um reynslu hennar af íslandi. Er þar víða að finna viða- miklar samfélagslýsingar af því tagi sem gest- komandi mannfræðingar eða innlendir skáld- ritahöfúndar eða fræðingar hefðu varla haft innsæi til að skrifa. Var hún nú í raun réttri dæmi um nýbúarit- höfund á íslandi og kannski þann fyrsta, og helsta, til þessa dags. Komst hún meira að segja upp með að skrifa rit sín á ensku sem má kalla eina nýbúa- eða minnihluta- eða þjóðar- brotamálið á íslandi, auk þess sem það er al- þjóðamál. Attu þannig margir íslendingar eft- ir að lesa landkynningarbók hennar og tímarit á ensku, og jafnvel Ijóð. Arið 1962 kom út í Bandaríkjunum bók hennar Gárur frá íslandi. Er það landkynning- arbók með ævisögulegu ívafi. Varð hún hennar helsta verk og var endurútgefin með viðauka, á íslandi 1989. Vegna þess hve bókin var bersög- ul og persónuleg, ákvað hún þó að láta ekki þýða hana á íslensku. Þó virðist að íslendingar hafi verið að lesa hana æ síðan og hún er enn keypt af ferðamönnum og höfðar sérstaklega til nýbúa frá Bandaríkjunum á íslandi. Fyrsta smásagan hennar sem birtist hér á prenti, í dagblaði í íslenskri þýðingu, hét Hin gömlu. Mun hún hafa verið skrifuð árið 1957 og vera fyrsta verkið hennar um ísland annað en greinaskrif. Fjallar hún um bændahjón í sveit sem flytja síðan til Reykjavíkur í ellinni. Verða þau þar fyrir miklu menningarlosti. Segir þar m.a.: „Unga kynslóðin var nokkuð mikið undir áhrifum af Bandaríkjunum vegna heimsstyij- aldarinnar síðari, og var ennfremur hávaða- söm og viðhafði slangur og virðingarleysi. (...) Það var ómögulegt að segja fyrir um hvaða viðmið þau myndu fá í uppeldinu eða hvers- konar manngerðir þau yrðu. Þau tilheyrðu greinilega hinni komandi framandi kynslóð, rofið milli þeirra og foreldra þeirra var aug- Ijóst (...).“ Næsta smásaga hennar í blaði hét Djöfull- inn er árrisull. Hún er skrifuð um 1967. Fjallar hún um vestur-íslenskan prest sem kemur til starfa í litlu, íslensku sjávarþorpi. Með útlend- ingslegri dómhörku sinni gerir hann íbúunum lífið leitt, bæði nýbúum og öðrum, því þeir hafa syndir að fela sem hann krefst opinberrar játningar og iðrunar á. Veldur hann loksins sprengingu í söfnuðinum: „(...). Safnaðargestirnir snéru sér við allir 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 22. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.