Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 16
GIACOMO PUCCINIOG LA BOHEME HANS STERKA HLIÐ VAR UTFÆRSLA OG UNDIRBÚNINGUR Á LAGLÍNUM Eftir Jón Sigurðsson GLACOMO Puccini (1858-1924) sagði svo frá að hann hafí byrjað að vinna að óperunni La bohéme fyrrihluta árs 1893. Söguþráður óper- unnar er byggður á verki Henry Murger (1822- 1861) sem nefnist Scénes de la vie de Bohéme og er um listamenn í París í kringum 1830. Puccini vann að þessari óp- eru með tveimur sögum- önnum, Luigi Illica (1857- 1919) og Ginuseppe Giae- osa (1847-1906), og ritstjóranum og útgef- andanum Giulio Ricordi (1840-1912) í hartnær þijú ár áður en hún var frumsýnd í febrúar árið 1896. La bohéme var fjórða ópera Puccinis og kom í kjölfar hinnar geysivinsælu óperu hans Manon Lescaut en sú ópera var frumflutt árið 1893. Þessi stutta grein fjallar um hvemig óperan La bohéme varð tO. Tónlistarnám i Áhugi Puccinis á tónsmíðum kviknaði er hann var sautján ára gamall. Hann lék á orgel og hans fyrstu verk voru fyrir það hljóðfæri. Eins og svo marga hreif tónlist Giuseppe Verdis (1813-1901) hann og eftir að hafa verið viðstadd- ur flutning á óperunni Aida eftir Verdi langaði hann að einbeita sér að óperutónsmíðum. Hann innritaðist í konservatori Mílanóborgar árið 1880 og var við nám þar í þrjú ár. Aðalkennarar hans voru Antonio Bazzini (1818-1897) og Am- ileare Ponchielii (1834-1886). Áherslan hjá þess- um tveimur kennurum var nokkuð ólík. Bazzini lagði áherslu á tæknilega fullkomnun en Ponch- ielli trúði á hina syngjandi laglínu í óperum en var í nöp við sinfónísku músik drama Richards Wagners (1813-1883). Á þessum árum vora áhrif Wagners á óperutónsmíðar gífurleg. Margir fylktu liði með honum og reyndu að upp- heQa hans tónlist og aðferðir en aðrir horfðu í aðra átt og helst fram hjá öllu því sem Wagner hafði gert. Utskriftarverk Puccinis frá kon- servatoriinu var hljómsveitarveridð Capriccio sinfonico sem varð dálítið vinsælt og vakti mikið umtal. Stef úr þessu verki var síðar notað í La bohéme. Nótnaútgófa Ricordis Ricordi-útgáfufyrirtækið var stofnað í Míl- anó árið 1808. Það sérhæfði sig í útgáfu tón- verka. Á19. öldinni óx fyrirtækið mjög og þegar Giulio Ricordi bamabam stofnandans varð for- stjóri þess árið 1888 var það þegar traust í sessi. Æiulio Ricordi var vel menntaður og hafði nokkra hæfileika til að semja tónverk og skrifa. Ricordi-útgáfufyrirtækið hafði útgáfurétt á mörgum þeim óperum sem voru sýndar reglu- lega í mörgum óperuhúsum. Til að mynda hafði fyrirtækið rétt yfir flestum óperum Rossinis, Bellinis, Donizettis og Verdis. Þetta kom fyrir- tækinu afar vel. Það var á valdi forstjóranna að leyfa eða hafna uppfærslu á óperum sem þeir höfðu rétt yfir. Giulio Ricordi og faðir hans Tito Ricordi voru í þeirri aðstöðu að geta talið stjómendur í ópemhúsum á að flytja ópemr eftir tónskáld sem þeir vora að hjálpa. Þetta gerði Ricordi-feðgana einnig valdamikla í aug- um tónlistarmanna því þeir vissu að ef Ricordi- útgáfan myndi samþykkja þá væm miklar líkur á að þeim tækist að hljóta viðurkenningu og þar með fé til að vinna við sína list. Tito og Giulio Ricordi vora báðir lærðir tónlistarmenn og höfðu allgóða tilfinningu fyrir hvað væri góð tónlist. Þeir vissu einnig að rétt umfjöllun um tónlistina og tónskáldin væri vænleg leið til að draga að henni athygli og að það myndi einnig skila meiru í kassann. Þegar fyrirtækið fór svo að gefa út tímarit um tónlist og birta tónlistar- gagnrýni í því átti það auðvelt með að sannfæra áheyrendur um hvað væri gott og leiða athygl- ina að óperum sem tónskáld á samningi við Ricordi-útgáfuna höfðu samið. Árið 1884 þáði Puccini heimboð til auðugs tónlistarannanda. Þar söng hann valda kafla úr ópera sinni Le villi Svo vel tókst til að honum var boðið að setja óperana á svið en mikilvægast af öllu var að hann varð kunningi Giulio RicordL Hin ímyndada veröld Bohemia Verk Henry Murger, Scénes de la vie de Bohéme var fyrst birt í framhaldssöguformi í Frakklandi á árunum 1845-48 en þá undir örlít- ið breyttu heiti. Árið 1849 varð leikhúsútgáfan af verkinu vinsæl í París og fljótlega einnig í öðrum löndum. Árið 1851 var Murger boðið að gefa Scénes de la vie de Bohéme út í bókarformi sem hann og þáði. Henry Murger var ekki sá fyrsti sem skrifaði um bóhemlíf en bókin og leikritið var notað sem fyrirmynd að óperu Puccinis. Murger skilgreindi bóhem sem fá- tæka listamenn sem óskuðu sér eitthvað af auði velstæðra borgara. Lífstíll og hugarfar þeirra var hin ímyndaða veröld Bohemia. Scénes de la vie de Bohéme gerði ráð fyrir að bóhemlíf væri nauðsynlegt í lífi hvers listamanns en það væri jafnnauðsynlegt að vaxa út úr því og taka breyt- ingum. Aflvakinn í verki Murger var hvemig andstæðum var raðað saman svo sem ríkidæmi- fátækt, gleði-sorg. Vegna fátæktar gátu lista- mennimir hvorki hitað mikið upp hjá sér né étið vel. Þetta veikti heilsuna og gerði þá auðvelda bráð hvers kyns pesta. Hlutverk þeirra Illicia og Giacosa var að láta Scénes de la vie de Bohéme ganga upp í óperu. Þráðurinn í þessum þáttum var ósamfelldur og gerði verk þeirra ekki auðvelt. Samstarf þeirra var með ágætum, Illicia hafði gott auga fyrir drama en Giacosa var ljóðskáld og hugði meira að Ijóðrænu textans. Saman reyndu þeir að ná andagift sögunnar og að skapa andrúmsloft sem hentað gæti í óperu. Til að ná þessu með- höndluðu þeir glaðleg og alvarleg augnablik mjög fijálslega og skópu libretto sem studdist við bók Murger og leikgerð en fylgdi hvoragu veridnu eftir í smáatriðum. Verk þeirra tók langan tíma vegna þess að Puccini leitaði eftir hárfínu jafnvægi milli gleði og sorgar. Puccini lagði áherslu á að söguþráðurinn í verkinu væri skýr öllum áhorfendum. Erfitt var að þóknast Puecini og hlutverk Giulio Ricordi var að hrósa og hvetja þá Illica og Giacosa til að halda áfram sínu starfi en oft vora þeir tilbúnir að leggja árar í bát. Dramanu í óperunni er náð með and- stæðum líkt og í bók Murger. Sögupersónumar Rudolfo og Marcello era ólíkar svo og Mimi og Musetta. Þetta gerir samband Rudolfo og Mimi innhverft en Marcello og Musettu stormasamt. Tónmál Puccinis Puccini var undir áhrifum frá Verdi, frönsk- um tónlistarmönnum og Wagner. Undirstaða hans var Ijúfar laglínur og fylgdi þannig ítölsku sönghefðinni sem lagði áherslu á ljóðrænu. Áhugi hans á að fylgjast með því nýjasta í hljómum, hljómanotkim og lit færði Puccini til impressionistanna í Frakklandi. Hann notaði tækni impressionistanna til að gera tónmál sitt enn litríkara. Þessi frönsku áhrif era mest áber- andi í upphafi þriðja þáttar þar sem hann skap- ar impressíonísk áhrif. Annars konar frönsk áhrif era í lok annars þáttar. Puccini notar þar stef sem fengið er að láni úr frönskum marsi sem var þekktur á valdatíma Louis-Philippe er ríkti á áránum 1830 til 1848 og vitnar þannig til þess tíma er sagan á að gerast á. Hugmyndir hans um að sameina alla þætti óperunnar vora mjög skyldar hugmyndum Wagners um „Gesamtkunstwerke". Puccini vildi blanda saman öllum þáttum óperannar: Söguþræði, söng, búningum, leik, sviðsmynd og Frá sýningu á La bohéme í Borgarleikhúsinu 1991. hljómsveit. Tök Puccinis á tónlistinni eru um margt frábragðin Wagner. Puccini blandar saman stefjum án þess þó að flétta þau saman eins og Wagner gerði. Stef hans era venjulegra lengri en Wagners og enda alloft á grannhljómi en „Leitmotiv" Wagners era reikulli og oft endasleppt. Puccini notar krómatíska hljóma sparlega en Wagner byggði sitt tónmál á krómatík. Puccini notaði kallstef fyrir flestar sögupersónurnai- í La bohéme en byggði ekki upp sinfónískan vef úr þessum stefjum eins og Wagner gerði í sínum „Musikdrama". Söguþráður óperannar er alls ekki hefðbund- inn. Hann setur fátæka listamenn í aðalhlut- verk þar sem annar hver maður þjáist af ein- hverjum sjúkdómi og vandamál daglegs lifs era sett í allraunveralegt samhengi. I óperum 18. og 19. aldarinnar voru aðalsögupersónumar venjulega af háum stigum. Ef svo vildi til að ein- hver almúgamaður var í aðalhlutverki var hann venjulega undir lok óperannar afhjúpaður sem launsonur/dóttir einhvers markgreifa eða kon- ungs. Oftar en ekki var þetta leið til að storka ekki ákveðnum gildum og hefðum svo og til að láta söguna enda farsællega. Flestar aríumar og dúettamir eru nokkuð af- markaðir frá þeirri tónlist sem er á undan og eftir þeim. Aríurnar byrja oft varlega en eftir því sem á líður vinda þær upp á sig bæði í styrk og tjáningu þar til hámarki er náð. Þetta há- mark er oft þegar 1/3 af aríunni/dúettinum er eftir. Hljómsveitin gefur oft aukastuðning á hápunktinum með því að tvöfalda (margfalda) laglínuna og þannig styrkja hana. Hápunktur hvers kafla fyrir sig er líkt og í aríunum þegar 1/3 er eftir. IV þáttur sýnir þessi hlutföll vel. Þegar um það bil 1/3 era eftir af þættinum syngur Colline aríuna Vecchia zimarra og svo stuttu seinna Mimi aríuna Sono andati? Bæði þessi stef hafa ekki áður heyrst áður í óperunni. Það er eftirtektarvert að Vecchia zimarra er í cís-moll, tóntegund sem ekki hefur áður heyrst svo áberandi í óperanni. Sono andati? er í As- dúr og táknar endalokin hjá Mimi og óperannar í heild. Puccini notar þó cís-moll til að gera loka- atriðið veralega dramatískt. Það verður að telj- ast táknrænt fyrir hverfulleika sögunnar, mikil- vægt, og sennilega hápunktur þessa þáttar, er þegar ein aðalsögupersónan í óperunni syngur nýtt stef og það sama stef er svo notað til að enda óperana á. Það að hápunktur verks sé þeg- ar u.þ.b. 1/3 er til loka staðfestir enn og aftur þörf tónskálda fyrir að nota gullinsnið og endur- spegla þannig fegurð í formfestu. La bohéme er í hringformi. Fyrsti og síðasti kafli hennar era mjög áþekkir í framvindu en millikaflamir tveir eru ólíkir. í bréfi til Guilio Ricordi sagði Puccini að IV þátturinn væri nærri því eingöngu byggður á endurtekningum á stefjum fyrri þátta. Hann tiltók aðeins tvær undantekningar á þessu sem vora aríumar Sono andati? og Vecchia zimarra. Puccini átti erfitt með að semja og hugmyndimar vora ekki fljótar að koma í hugann. Hann notaði óhikað verk sem hann hafði samið áður til að fleyta sér áfram. Hinn grípandi vals Musettu í öðram kafla var upphaflega píanóverk samið nokkrum áram áður og hið þekkta stef Rodolfos var upp- haflega hugsað fyrir sögupersónu í annarri óp- eru. Puccini ætlaði að hætta við La bohéme og semja óperu sem var byggð á sögu Giovanni Verga (1840-1922) er hét La lupa (Verga þessi er þekktastur fyrir smásöguna Cavalleria rust- icana sem kom út árið 1880 og leikgerðina sem unnin var upp úr henni). Stefin í IV kafla eru notuð í tvenns konar til- gangi. í fyrsta lagi era þau góð leið til að tengja margar stuttar senur saman og búa til eina stóra heild. I öðru lagi hjálpa steftn áheyrend- um að fylgjast með framvindu sögunnar. Þær laglínur sem Puccini kom með vora safaríkar og jarðvegurinn svo vel undirbúinn að þær sátu eftir í huga áheyrenda. Síðan minnti hann á þessar laglínur, gjaman með því að koma með brot úr þeim síðar og oft eins og fyrir tilviljun. Frumflutningur Framflutningurinn á La bohéme var í Teatro Regio í Tórínó á Ítalíu 1. febrúar 1896. Puccini vildi fá fyrsta flokks söngvara í flutninginn en Ricordi vildi ekki fá of dýra söngvara en lagði áherslu á að fá trausta flytjendur. Þessi sparn- aður hjá Ricordi reyndist ekki skynsamlegur. Söngvamarir í aðalhlutverkunum voru ekki í uppáhaldi hjá Puccini. Þó var Cisira Ferrani, sem söng Mimi, Puccini að skapi. Frumflutn- ingurinn reyndist ekki vera „tónlistarlegur sig- ur“. Vertíðin hjá óperahúsinu í Teatro Regio hafði byijað á framflutningi á Ítalíu á Götter- dámmerang eftir Wagner og þessi uppfærsla varð gríðarlega vinsæl. Falstaff, gamanópera Verdis, var einnig á verkefnaskrá. Andstæðum- ar milli Wagners og Puccinis hefðu vart getað verið meiri en það er umhugsunarefni hvort Götterdammerang hafi haft áhrif á brautar- gengi La bohéme í Teatro Regio. Áður en næsta sýning fór fram í annarri borg hafði áróðurs- maskína Ricordi-forlagsins unnið sitt verk og sannfært fólk um að La bohéme væri meistara- verk. Eftir góðan flutning á Sikiley með öðrum söngvurum rataði óperan inn á fastalista flestra óperahúsa I Evrópu og eins í Bandaríkjunum. Lokaorð Puccini átti í vaxandi eríiðleikum með að semja tónlist eftir því sem árin færðust yfir. Að hluta til setti hann sér meiri kröfur og eins vora ýmsir erfiðleikar heima fyrir sem tóku frá hon- um tíma og mátt. Söguþráður óperannar var alls ekki hefðbundinn og hann notaði því oft lag- línur sem hann hafði búið til mörgum árum fyrr, allt frá námsárunum, og skeytti þeim inni í La bohéme. P’uccini notaði kallstef fyrir helstu sög- upersónur, oft fleiri en eitt. Puccini hafði góða tUfinningu fyrir hlutföllum og heildarmynd og hans sterka hlið var útfærsla og undirbúningur á laglínum. Án þess að vera mesta tónskáld sög- unnar tókst Puccini að skipa sér í hóp dáðustu óperatónskálda í dag með það að leiðarljósi að láta aðeins sitt besta frá sér fara. Höfundur er pianóleikari. Giacomo Puccini 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 14. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.