Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 2
AFMÆLISTONLEIKAR SINFONIUHUOMSVEITAR AHUGAMANNAI HASKOLABIOI Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá æfingu nemenda í fiðluleik sem leika ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna á tónleikum í Háskólabíói á morgun. FRUMFLUTTUR TROMPETKONS- ERT EFTIR JÓNAS TÓMASSON Morgunbla5i5/Árni Sæberg Sinfóníuhljómsveit áhugamanna á æfingu undir stjórn Ingvars Jónassonar. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna fagnar tíu ára afmæli sínu með tónleik- um í Háskólabíói á morgun, sunnudag, kl. 16. í tilefni afmælisins verður frum- fluttur nýr trompetkonsert sem hljómsveitin fékk Jónas Tómasson, tónskáld á Isafírði, til þess að skrifa fyrir sig og naut til þess styrks úr menningarsjóði SPRON. Hátt í 70 böm, sem stunda nám í fiðluleik samkvæmt Suzuki-að- ferðinni, leika einleikshlutverkið í Fiðlukonsert í a-moll eftir Vivaldi og tónleikunum iýkur með því að hljómsveitin leikur fimmtu sinfóníu Tsjajkovskís. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jónasson og einleikari í trompetkonsert- inum er Eiríkur Örn Pálsson. Stór hópur barna leikur einleiks- hlutverkiö í fiðlukonsert eftir Vivaldi Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hefur starf- að óslitið síðan 1990 og hefur eflst og dafnað með árunum. Hana skipar áhugafólk í hljóð- færaleik auk nokkurra tónlistarkennara og nemenda. Hljómsveitin kemur fram opinber- lega nokkrum sinnum á ári, ýmist á sjálfstæðum tónleikum, með kórum eða við önnur tækifæri. Ingvar Jónasson hefur verið aðalstjómandi og leiðtogi hljómsveitarinnar frá upphafi. Hann á að baki langan og farsælan feril sem tónlistar- maður og kennari, lék lengi með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og hljómsveitum í Svíþjóð. Einleik- arinn, Eiríkur Öm Pálsson, er trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands og hefur tekið virk- an þátt í íslensku tónlistarlífi um árabil, m.a. í tónlistarhópnum Caput. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna tekur nú höndum saman við Suzuki-sambandið og flytur hinn þekkta a-moll- TÓNLEIKAR verða á Skriðuklaustri á morgun, sunnudag, kl. 15. Fmmflutt verða lög við nokkrar af sonnettum Gunnars Gunnarssonar úr Sonnettu sveigi, sem hann orti til konu sinnar, Franziscu. Höfundur laganna er Keith Reed óperusöngvari og tónlistarkennari á Egilsstöðum, en hann fékk hugmynd að lagasmíðinni þegar hann dvaldi í lista- og fræði- mannaíbúðinni á Skriðuklaustri. Par komst hann í kynni við sonnettumar í bók sem kom út í tilefni af aldar- Keith Reed fiðlukonsert Vivaldi þar sem einleikshlutverkið er leikið af stórum hópi barna. Bömin stunda nám í ýmsum tónlistarskólum á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri, og er þessi konsert hluti af námsefni þeirra. „Það er dágóður og fríður hópur,“ segir stjórnandinn, Ingvar Jónasson. „Svo ætlum við að ráðast í það stórvirki í lokin að spila fimmtu sinfóníu Tsjajkovskís," bætir hann við. Ingvar segir það dálítið óvenjulegt með hljóðfæraskipanina á þessum tónleikum að afmæli skáldsins árið 1989 með ljós- prentuðu handriti Gunnars skálds myndskreyttu af Gunnari yngri list- málara ásamt þýðingu Helga Hálfdan- arsonar á kvæðunum. Flutningiar laganna er í höndum Keiths Reed og nokkurra söngnem- enda hans. Einnig verður fjallað um kveðskap Gurinars skálds. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Veit- ingastofan Klausturkaffi verður opin í tengslum við tónleikana. auk strengja og blásara sé í hljómsveitinni har- monikka, sem Reynir Jónasson leikur á. „Þar sem hljómsveitin er til heimilis í Neskirkju not- um við auðvitað organista kirkjunnar til að spila á harmonikkuna. Við eram afskaplega þakídát sóknarnefnd Nessafnaðar fyrir að við fáum að vera þar til húsa með allar æfingar og flestalla tónleika," segir hann og bætir við að sökum þess hve hljómsveitin sé fjölmenn að þessu sinni n'imist hún ekki í kirkjunni og því verði afmæl- istónleikamir í Háskólabíói. Skemmtilegur félagsskapur og góðurandi Ingvar segir hljómsveitina vera mjög skemmtilegan félagsskap þar sem góður andi ríki. „Við byrjuðum með litla strengjasveit, því við voram sammála um það í upphafi að byrja smátt og vera ekki með neinar byltingar en reyna heldur að láta þetta þróast hægt og hægt. Þannig hefur það líka verið og framförin verið jöfn og stöðug.“ Hann segir ýmsar hugmyndir í gerjun vai-ðandi næstu verkefni. Til dæmis sé ætlunin að fara vestur á ísafjörð um páskana og spila Requiem eftir Mozai’t með Hátíðarkór Tónlistarskólans á ísafirði. „Svo langar okkur mikið til þess að skreppa til Færeyja seinna í vor og spila í Norðurlandahúsinu ef okkur tekst að fjármagna það,“ segir hann. Tónleikarnir í Háskólabíói á morgun hefjast kl. 16, aðgangs- eyrir er 1.500 krónur, frítt fyrir böm undir skólaaldri og afsláttarverð er 800 krónur fyrir eldri borgara og nemendur. Forsala aðgöngu- miða er í Háskólabíói. Sonnettusöngur á Skriðuklaustri MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Edinborgarhúsið, Isafirði: Nína ívan- ova. Til 3. des. Félagsheimilið Aratunga: Gunnar Ingi- bergur Guðjónsson (GIG). Til 24. des. Galleri(a>hlemmur.is: Samsýning 20 listamanna. Til 3. des. Gallerí Fold: Garðar Péturs. Til 10. des. Gallerí Hringlist: Soffia Þorkelsdóttir. Til 25. nóv. Gallerí Reykjavík: Reynir Katrínarson. Kristín Þorkelsdóttir. Til 3. des. Gallerí Sævars Karls: Vignir Jóhanns- son. Til 1. des. Garður, Ártún 3, Selfossi: GUK. Vef- fang: http://www.simnet.is Gerðarsafn: Tryggvi Ólafsson. Guðrún Halldórsdóttii-. Til 26. nóv. Grófarhúsið: Móðirin í íslenskri ljós- myndun. Til 3. des. Hafnarborg: Gunnar Örn. Til 27. nóv. Hallgrímskirkja: Erla Þórarinsdóttir. Til 27. nóv. i8: Jyrki Parantainen. Til 26. nóv. Listasafn Akureyrar: „Heimskauts- löndin unaðslegu". Til 17. des. Listasafn ASÍ: Ljósasögur. Til 3. des. Listasafn Einars Jónssonai-: Opið alla daga, nema mán., kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Sigurður Guðmunds- son. Verk Þórarins B. Þorlákssonar. Til 26. nóv. Listasafn Rvk - Hafnarhús: Undir bárajárnsboga. Til 31. des. Listasafn Rvk. - Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Listasafn Rvk. - Kjarvalsstaðir: Jó- hannes S. Kjarval. Listasafn Sigurjóns Ólafssonai-: Hærra tilþín. Til4.jan. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Þor- björg Höskuldsdóttir. Til 3. des. Ljósaklif, Hafnarfirði: Susanne Christ- ensen og Einar Már Guðvarðarson. MAN-sýningarsalur: Pétur Guðmunds- son. Til 26. nóv. Meistari Jakob: Guðný Hafsteinsdóttir. Til 1. des. Mokkakaffi: Halldóra Ólafsdóttir. Ljós- myndir. Til 30. nóv. Norræna húsið: Jyrki Parantainen. Til 17. des. Nýlistasafnið: Guðmundur Oddur Magnússon. Til 12. des. Skálholtskirkja: Katrín Briem. Til 30. nóv. Snegla listhús: Kolbrún Sigurðardóttir. Til 26. nóv. TONLIST Laugardagur Fella- og Hólakirkja: Samkór Vopna- fjarðar. Kl. 16. Skálholtskirkja: Kór Nýja tónlistar- skólans, kvennakórinn Ljósbrá og Skálholtskórinn. Kl. 16. Sunnudagur Dómkirkjan: Jobsbók fyrir lesara og orgel eftir Petr Eben. Kl. 17. Háteigskirkja: Kór Háteigskirkju. Flutt verða verkin: Messa í G-dúr eftir Franz Schubert, svo og Gloria eftir Ant- onio Vivaldi. Kl. 20.30. Þriðjudagur Fríkirkjan í Reykjavík: Orgeltónleikar - Kári Þormar. Kl. 20. LEIKLIST Iðnó: Sýnd veiði, lau. 25. nóv., fös. 1. des. Trúðleikur, sun._26., fim. 30. nóv. Þjóðleikhúsið: Ástkonur Picassos, fim. 30. nóv. Horfðu reiður um öxl, lau. 25., fim. 30. nóv, fös. 1. des. Kirsuberjagarð- urinn, sun. 26. nóv. Smíðaverkstæðið: Ástkonur Picassos, lau. 25. nóv. Borgarleikhúsið: Auðunn og ísbjörn- inn„Isl. dansfl., lau. 25. nóv. Goðsagnirn- ar, ísl. dansfl., sun. 26. nóv. Litla sviðið: Abigail heldur partí, lau. 25. nóv., fös. 1. des. Skáldanótt, lau. 25. nóv., fös. 1. des. Hafnaríjaröarleikhúsið: Vitleysingarn- ir, lau. 25..nóv., fös. 1. des. Loftkastalinn: Bangsímon, sun. 26. nóv. Sjeikspír eins og hann leggur sig, lau. 25., sun. 26. nóv., fös. 1. des. Kaffileikhúsið: Eva, þri. 28. nóv. Möguleikhúsið: Hvar er Stekkjarstaur? lau. 25., sun. 26., fim. 30. nóv., fös. 1. des., á Hellu: mið. 29. nóv., á Hvolsvelli: þri. 28. nóv. Jónas týnir jólunum, kl. 10.30 og 13.30, mið. 29. nóv., fös. 1. des. Snuðra og Tuðra, sun. 26. nóv., fim. 30. nóv. Leikfélag Akureyrar: Gleðigjafarnir, lau. 25. nóv. Tjarnarbíó: Góðar hægðir, lau. 25., sun. 26. nóv. Prinsessan í hörpunni, lau. 25. nóv. Smiðjan - Nemendaleikhúsið: Oíviðrið, mán. 27. nóv. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.