Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 17
w Tony Cragg á bás Bernd Klúser. Ragna Róberts og Edda Jónsdóttir við verk eftir Þór Vigfússon, Finnboga Pétursson og Hrein Friðfmnsson. ) 1 I Bláklæddi maðurinn. Eva og Adele. Með framtaki sínu er Edda búin að rjúfa áratuga einangrun landsins á vissu sviði; pessi tilraun hennar má alls ekki misheppnastfyrir einhverja hand- vömm að heiman. anna, sem fylgja svona sýningum. Þótt und- irritaður hefði ekki komið þarna á vettvang í tíu ár, var samt eins og hann hefði bara brugðið sér frá í fimmtán mínútur. Skrautparið sköllótta, Eva og Adele, mætti rauðklætt til leiks að þessu sinni - og blá- klæddi maðurinn var líka á staðnum; hann reyndist vera listgagnrýnandi bandaríska tímaritsins Artforum International, Knight Landsman. Þá var ljóst að stuðlarnir og höf- uðstafirnir voru á sínum stað! Gífurlegur fjöldi Kölnarbúa fyllti svo sýningarsvæðið og tók þátt í kaupstefnugleðinni með lista- heimsfólkinu; veittur var Kölsch í stríðum straumum og rétta andrúmsloftið tók völdin. En það sem er aðalfréttin í þessum pistli er íslenzka þátttakan. ísland var í fyrsta skipti með gallerí á Art Cologne - og það ekki seinna vænna áður en tuttugasta öldin hverfur endanlega af almanakinu, það var svo sannarlega bjargað í horn á síðustu stundu. Gallerí i8 í Reykjavík uppfyllti greinilega öll þátttökuskilyrði og sýndi með prógrammi sínu, að það er fyllilega gjaldgengt á þessum alþjóðlega vettvangi. Strax á opnunardegin- um voru vinsamlegar umsagnir í Kölnarblöð- unum, sem íjöliuðu um messuna. Þar var ekkert minnzt á „álfa, tröll og geysa“, eins og svo algengt er þegar Þjóðverjar eru að skrifa eitthvað í blöð um Islendinga; þessi tónn var blessunarlega horfinn af því að sýn- ing i8 gaf einfaldlega ekki tilefni til hans. Má segja að þarna hafi ótrúlega mikilvægum áfanga verið náð. Edda Jónsdóttir, sem rekur Gallerí i8, setti upp litla sýningu á básnum er hún hafði til umráða. Hún stillti upp verkum eftir Kristján Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson, Rögnu Róbertsdóttur, Finnboga Pétursson o.fl. Auk þess Roni Horn og Karin Sander. Einnig fylgdi kynningai’bæklingur á ensku, þar sem listafólk gallerísins er kynnt, gefinn út með stuðningi menntamálaráðuneytisins. Er það vel að slíkur stuðningur opinbers að- ila hafi fengizt, því það þarf að hlúa vel að svona starfsemi a.m.k. í upphafinu. Kostnað- urinn við þetta fyrirtæki er talsverður og það er alls ekki hægt að sjá fyrirfram hvort ágóði af sölu nái upp í hann. En þetta tæki- færi að vera með er svo mikilvægt, að það er ekki annað hægt en að hvetja íslenzk fyrir- tæki ( með óflekkað mannorð ) til að fara á stúfana og kanna með hverjum hætti þau geta lagt hönd á plóginn. Með framtaki sínu er Edda búin að rjúfa áratuga einangrun landsins á vissu sviði; þessi tilraun hennar má alls ekki misheppnast fyrir einhverja handvömm að heiman. Prógramm Gallerís i8 byggist ekki ein- göngu á íslenzku listafólki, og er það styrkur þess að þekktir erlendir listamenn koma þar og við sögu. Þar er þáttur Roni Horn ekki lítilvægur, því hún er komin í stjörnuverð- flokk og galleríinu þess vegna ómetanleg lyftistöng. Aðspurð sagði Edda, að þegar væri verið með Richard Long og Roni Horn, þá sæi fólk að þetta væri í alvöru. Lét hún ágæt- lega af undirtektum, það væri búinn að vera látlaus straumur venjulegra sýningargesta og listaheimspersónuleika. Messuþátttakan hefði opnað ný og fjölbreyttai’i sambönd inn í völundarhús listaheimsins. - Mikilvægi -c svona kaupstefna er ekki hvað sízt sambönd- in sem nást við annarra þjóða gallerí og sýn- ingarforkólfa á safnastiginu. Gallerí i8 er búið að „stimpla sig inn“ í þennan heim listamarkaðarins, sem listamennirnir geta ekki án verið. Halaði Edda inn mörg sýning- artilboð fyrir listafólk sitt. í lokafrétttilkynningu messunnar sagði að listamarkaðurinn blómstraði sem aldrei fyrr á undanförnum árum. Um 70 þúsund gestir sóttu Art Cologne 2000 heim og gífurleg al- menn sölustemmning ríkti í verðllokkum upp að tíu þúsund mörkum. Árangur flest- allra gallería fór fram úr björtustu vonum. } Dýrasta verkið fór á 950.000 DM, jafnvirði röskra 37 milljóna króna. Það var eftir Ernst-Ludwig Kirchner. Næst komu verk eftir Lyonel Feininger, sem voru á bilinu 400 til 560 þúsund DM. Fyrir Köln er heimurinn í réttum skorð- um. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 25. NÓVEMBER 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.