Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 20
eins og braggamir, mjög lengi eða allt fram yfír 1970.“ Vída í Reykjavík stódu hlid vid hlid glæsileg hús og herskálar. UNDIR BARU- JARNSBOGA Kofar, skúrar, háaloft og kartöfluhús Það kemur fram í máli Eggerts að á þessum tíma var allskyns húsnæði notað; kofar, skúrar, kjallarar og háaloft. Þegar ástandið var verst bjó fólk meira að segja í kartöfluhúsunum í Kringlumýrinni. Þegar mest var bjuggu tæp- lega 2.400 manns í bröggunum, samkvæmt op- inberum gögnum og miðað við það má gera ráð fyrir að margar þúsundir hafi átt þar heimili sitt um lengri eða skemmri tíma í gegnum tíðina. Að sögn Eggerts byggðu Bretar sína her- skála nánast hvar sem hægt var innan Reykja- víkur en Bandaríkjamenn byggðu meira utan bæjarins, að undanskildu stærsta braggahverf- inu í Reykjavík, Camp Knox, sem var banda- rískt. Bandarísku braggarnir voru mun betri, enda gerðu Bandaríkjamenn meiri kröfur til sinna híbýla en Bretar. „Fólk reyndi að bæta þetta húsnæði þó það væri hugsað til bráðabirgða," segir Eggert Þór, ,;því eftir að stríðsgróðinn var uppurinn stóðu íslendingar frammi fyrir því að þurfa að taka afar upp stranga hafta- og skömmtunarstefnu. Þessi stefna bitnaði mjög harkalega á hús- byggjendum, lítið var byggt á árunum 1947-53, en á þeim tíma voru íbúar bragganna flestir. Miklir aðflutningar til Reykavíkur annars veg- ar og svo „barnasprengja" eftirstríðsáranna hins vegar, gerðu það að verkum að braggamir voru iðulega eins og hallir miðað við margt ann- að sem fólk varð að láta sér lynda á þessum ár- um, svo fólk var ekki alltaf að fara úr öskunni í eldinn.“ v Undir bárujárnsboga - Braggalíf í Re; ykjavík 1940-1970 / er heiti Ijós- myndasýningar sem hefst í Listasafni Reykjaví kur, Hafnarhúsi, í da ig. FRÍÐA BJÖRKINGVARSDÓTTIR ræddj við Eggert Þór Bernharðsson sagnfræð- ing um R ’eyk ;javík braggalífsins, fólkið sem bjó í 1 herskólunum og við- horl annarra til þeirra. SÝNINGIN er samvinnuverkefni á milli Listasafns Reykjavíkur, íslenska myndasafnsins, JPV forlags og Eggerts Þórs Bem- harðssonar sagnfræðings, en forlagið gefur um þessar mund- ir út veglega bók hans um þenn- an tíma og dregur sýningin nafn sitt af bókinni. I bókinni em um 440 myndir sem flestar em að birtast í íyrsta sinn. „Þegar breskur herafli steig á landi í Reykja- vík aðfaranótt föstudagsins 10. maí 1940 urðu þáttaskil í sögu íslands. Hemámið hafði í för með sér margvíslegar breytingar á högum landsmanna sem höfðu búið við langvarandi kreppuástand. A næstu ámm tók samfélagið stórstígum breytingum og þjóðin þurfti að tak- ast á við nýjar aðstæður," segir í upphafi að- faraorða bókarinnar. Þar er lögð áhersla á að F borgarmyndunin á Islandi hafi gengið mjög hratt fyrir sig þegar hún hófst og góð ráð verið dýr til að ráða bót á húsnæðisskortinum í Reykjavík og nágrenni. Eggert Þór segir ennfremur í aðfaraorðun- um að ekki sé „örgrannt um að Reykvíkingar hafi blygðast sín fyrir þetta tímabil í sögu sinni. Ýmsar sögur og hugmyndir hafa þó verið á kreiki um herskálahverfin en margar þeirra virðast þó fremur byggjast á fordómum og fá- fræði en þekkingu á þessu tímabili, forsendum braggabyggðar og lífinu í herskálahverfunum. Braggatíminn var mikill umbrotatími í sögu Reykjavíkur og afar áhugaverður frá sögulegu + sjónarmiði. Þrátt fyrir allt komu braggamir að góðum notum þegar íslenskt samfélag stóð á þröskuldi nýrra tíma, sveitasamfélagið var að kveðja og þéttbýlisþjóðfélagið að taka við með Reykjavík í lykilhlutverki.“ Heimsstyrjöld og „stríðsgróði" I samtali við blaðamann segir Eggert Þór að aðdraganda bókarinnar megi rekja til þess að Sængur og koddar viðruð i Laugarneskampi á sjötta áratugnum. í herskálum bjó fólk af ýmsum stéttum og þar voru ekki síður glæsileg heimili en annars staðar. Myndin er tekin í skála í Camp Knox. hann skrifaði sögu Reykjavíkur frá 1940 til 1990, en hún komu út hjá Iðunni 1998 og er framhald af verki Guðjóns Friðrikssonar. „Þar var ég að fjalla almennt um lífið í Reykjavík á þeim tíma,“ segir Eggert Þór, „og það er engin tilviljun að tímaskilin milli okkar Guðjóns eru 1940, því þá má segja að nútíminn haldi innreið sína til Islands. Allt fer á fleygiferð með her- námi Breta og síðar komu Bandaríkjamanna. Þama leysast úr læðingi kraftar sem vissulega bjuggu með þjóðinni, en hafði verið haldið niðri af kreppunni, sem stóð mun lengur hér en ann- ars staðar. Samfélagið þurfti einhverja vítamín- sprautu og svo kaldhæðnislegt sem það kann að hljóma þá er það heimsstyrjöld og „stríðsgróði" - sem er nú sérkennilegt hugtak - sem kemur þessu ferli af stað. Þegar ég skrifa þessa sögu á vegum borgarinnar kynnist ég þessu braggalífi, og þó það hafi bara verið lítill hluti í kafla um húsnæðismálin þá fékk ég strax mikinn áhuga á þessu.“ „Þetta er mjög spennandi efni, um afmarkað samfélag í raun, sem sker sig svolítið úr,“ held- ur Eggert Þór áfram, „þó ekki væri nema ein- göngu vegna húsalagsins og hvemig þessir braggar eru til komnir. Þetta er bráðabirgða- húsnæði sem á að standa skamma stund og hýsa erlenda hermenn. Það verður hins vegar að bústöðum Reykvíkinga í meira en tvo ára- tugi. Ástæðan fyrir því að fólk flutti í braggana var mjög einföld; það var svo gríðarlegur hús- næðisskortur. Bærinn reyndi að bregðast við með með byggingu húsa, þar á meðal var Höfðaborgin byggð á ámnum 1941-2, og vora húsin byggð þannig að hægt væri að nota þau sem sumarbústaði seinna meir. En húsin stóðu, Fólk reyndi að bjarga sér sem það mögulega gat ,Almennt séð var þetta ósköp venjulegt fólk sem bjó í bröggunum," segir Eggert Þór. „Auð- vitað var fólk í vandræðum innan um, en þannig er það í öllum hverfum. Fólk reyndi að bjarga sér eins og það mögulega gat og gera það besta úr bragganum. Þeir voru þó auðvitað mjög litl- ir, meðalíbúð var ekki nema um 27 fermetrar fyrir fjölskyldu, en sumir bjuggu þó rýmra. Það er mikilvægt að leggja áherslu á að íbúamir reyndu að fegra umhverfi sitt, settu upp sal- emi, leiddu inn vatn og byggðu við. Það er ótrú- legt að sjá hve margir kostuðu miklu til að lag- færa hjá sér, þó aðrir sæju ekki ástæðu til þess. Bæjaryfirvöld tóku þó þá ákvörðun að greiða fyrir ýmsar þær lagfæringar sem fólk hafði lagt í þegar það flutti burt og þvf era til heimildir um framlag þess. Þessar greiðslur urðu síðan inn- borgun að nýjum íbúðum hjá mörgum." Eggert Þór segir að mannlífið sem þróaðist í braggahverfunum hafi verið af öllu tagi, „sumstaðar utan við meginbyggðina í bænum varð lífið í braggahverfunum líkast því sem gerðist í litlum þorpum, enda sveit allt um kring og þar varð samstaðan mikil. Inni í grónum hverfum voru herskálamir aðþrengdari og iðu- lega í hrópandi andstöðu við aðra byggð. Þar urðu því stundum árekstrar og fólk sem ólst þar upp talar um eins konar ósýnileg landamæri." Fordómar gagnvart braggabúum „Það er hægt að sjá af heimildum að ýmiss konar fordómar vora í gangi gagnvart bragga- búunum. Það hafa öragglega ófáir þurft að h'ða fyrir það að hafa búið í braggahverfí. Ef við tök- um eitt dæmi, sem er lítið í sjálfu sér en þó stórt í hugum margra, braggalyktina svonefndu. Þetta var fúkkalykt eða saggalykt, - sumir töl- uðu um „texlykt", en braggarnir vora þiljaðir með texi og mjög illa einangraðir. í þeim brögg- um þar sem mishitnaði við kyndingu svo saggi myndaðist, var nánast alveg sama hversu mikið var þrifið eða heimilið myndarlegt, lyktin fór ekki. Sumum reyndist þetta ákaflega erfitt," segir Eggert Þór. „En það má heldur ekki gleyma því jákvæða við braggalífið svo sem samstöðunni á meðal íbúanna sem var yfirleitt rík. I bókinni era t.d. myndir úr síðdegiskaffi utandyra í Balbokampi við Vatnagarða, en þar var mjög rík kvennamenning. í Neskampi, sem var líka lítill, var einnig mjög rík samstaða. Þar var farið í sumarferðalög og haldnar íþrótta- keppnir innan kampsins og mikið gert úr því.“ „En það sem kom mér mest á óvart við þessa vinnu, er hvað braggahverfin vora ólík innbyrð- is. Húsakynnin era svipuð en það dugai- ekki til að lýsa lífinu þar. Sú mynd sem hefur oftast birst af braggahverfum er frekai- dökk og hún hefur greypst í þjóðina. Enda drógu stjórnar- andstöðublöðin á sínum tíma upp svakalegustu myndirnar sem þeir gátu fundið til að koma sín- um skilaboðum á framfæri og margir bragga- búar voru mjög ósáttir við það. íbúar herskál- anna urðu því iðulega að gjalda fyrir aðstæður sínai-,“ segir Eggert Þór Bernharðsson. Það var sem sagt upp til hópa ósköp venjulegt fólk sem bjó undir bárajámsboga í Reykjavík, fólk sem varð að láta sér lynda bráðabirgðahúsnæði eins og braggana á meðan það beið eftir öðru betra. Sýningin í Hafnai'húsinu verður opnuð kl. 16 í dag og stendur til áramóta. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.