Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 15
Liberace í sjónvarpsþætti með leikaranum Bob Hope. einhvers konar hermigimd eða sníkjulíf á gleði annarra. Liberace verslaði og verslaði: „I gotta have it“ - saigði hann og vöruskemmurnar fylltust af dóti eins og húsin hans tíu og því meira sem hann keypti þeim mun minna virði virð- ast kaupin hafa orðið. Það er skiljanlegt. Ef þú sérð fallegan stól sem þig langar í en kaup- ir sautján aðra um leið úr því að þú ert að kaupa stól á annað borð er vel hægt að fá sér sæti þó að fyrsti stóllinn komist aldrei til skila. Ofgnóttin gerir allt jafngilt og einskis virði. Hvers vegna ætti einn hápunkturinn að vera meira virði en sá næsti ef um hundrað er að ræða í röð? Liberace var næstum dáinn einu sinni. Hann fékk heiftarlega eitrun, nýrun lömuðust og hans fyrstu viðbrögð við þessum fréttum voru að biðja um síma og panta sportbíla og loðfeldi handa fjölskyldu og vinum í stórum stfl. Hann gerði sitt besta til að eyða aleigu sinni áður en hann dæi. Þetta er skylt viðhorf og fram kemur í Hávamálum þ.e. þú átt að eyða því sem þú átt á meðan þú lifir því að það er ekkert líf eftir dauðann og þú veist ekki hvort einhverjir leiðindapúkar reyna að ná peningunum þínum eftir að þú ert ekki lengur til að passa þá. Þetta er hundheiðið viðhorf og þó að Liberace væri nokkuð oft með nafn Guðs á vörunum trúði hann ekki á neitt nema sjálfan sig og skyldur sínar við áhorfendur. List um landið Ég held að enginn mótmæli því að Liberaee var upphaflega mjög efnilegur einleikari og ákaflega flinkur. Kennsla Ms. Kelly, þrotlaus- ar æfingar hans, stálminni og sjálfsagi voru gott veganesti. Hann fékk alltaf hryllilega dóma í blöðunum eins og þennan í Times eftir tónleika í Camegie Hall árið 1953: „Eins og Salómon konungur hunsar Lib- erace það nafn sem honum var gefið en þar lýkur jafnframt því sem þessir tveir listamenn eiga sameiginlegt... Liberace sýndi fingrafimi og umtalsverða hæfileika til að taka glæsileg- ar syrpur upp og niður nótnaborðið. Hann ræður yfir tveimur stíltegundum: hraðri, há- værri og dugnaðarlegri og hægri, með tilfinn- ingasömum ýktum seinkunum og hraðaaukn- ingum. Það er píanóleikur af þessu tagi sem maður heyrir iðulega á kokteilbörum og það er afar þægilegt að skola honum niður með kokteilunum.“ Gagnrýni af þessu tagi, frá háðskum yfir í beinlínis kvikindislegar úttektir, voru regla en ekki undantekning og að sumu leyti höfðu gagnrýnendur rétt fyrir sér. Liberace var ekki að leika einleik eins og Rubinstein. Hann matreiddi klassísk tónverk fyrir sína áheyr- endur sem voru einfalt fólk með einfaldan tónlistarsmekk. Hann bauð því upp á ná- kvæmlega jafn mikið af klassísku tónverkun- um og það hafði þolinmæði og vilja til að taka á móti. Viðskiptavinir hans voru fólk sem hafði hvorki skólun né skilning á uppbyggingu og undirbyggingu í lengri tónverkum en það vildi fá að hlusta á fallegu kaflana. Fyrir þetta fólk spilaði Liberace fjögurra mínútna Tunglskinssónötu. Hann spilaði fyrstu tólf síðurnar og síðustu ellefu síðurnar af Píanókonsert Tchaikovsky númer eitt, sem er mjög langt verk eða 153 síður, og tengdi hlutana með smábrú sem hann bjó til sjálfur. Hann lék hluta af tónverkum og bjó til Chop- in-syrpur og Liszt- og Gershwin-syrpur. Hann talaði á milli laganna og útskýrði þau og svo bauð hann upp á Beer Barrel Polka og boogie-woogie. Á hverjum tónleikum lék hann lög sem áhorfendur pöntuðu og oft lék hann sér að því að spila sama lagið, t.d. María átti lítið lamb, eins og Bach, Mozart, Chopin og Gershwin hefðu spilað það. Að sjálfsögðu var verið að matreiða klassíska tónlist eins og skyndibita og það er nákvæmlega það sem Liberace vildi og ætlaði sér. Hann vildi gleðja fólk og skemmta því og veita svolítilli fegurð inn í líf þess. Hann gaf sínu fólki hamborgara en hann vildi að það væru bestu borgarar í heimi, Beethovenborgarar sem slægju allt annað út. Hann gaf aðdáendum sínum smekk- leysu eða það sem kallað er „camp“ en í smekkleysunni er fólgin afbökun eða stíl- færsla á alvarlegri listformum, oft galsafengin og húmoristísk eða tilfinningasöm og (meló) dramatísk en alltaf ýkjukennd og stór í stykkjunum. Enginn gerði þetta af jafn mikilli alúð og fagmennsku og Lee Liberace og hann braut í blað í sögu dægurtónlistarinnar. Búningai’nir hans, sem urðu ýktari og fár- ánlegri með hverju árinu sem leið, voru teikn- aðir af tískuhönnuðum sem svifust einskis. Á safninu í Las Vegas gefur að líta dýrðina og það er verulega gaman að sjá handverkið á þessum fötum og fantasíuna í samsetningu lita og forma, applikeringum og perlusaumi. Sumir verða ansi hlægilegir eins og einn sem er skreyttur með íjöði-um og líkist hálfreytt- um kjúklingi og annar sem er búningur haf- konungsins og bleiki liturinn er þar yfirgnæf- andi svo að Lee hefur litið út eins og risarækja eftir myndum að dæma. Aðrir bún- ingar eru ólýsanlega glæsilegir og það mega þeir líka vera því að fyrir þá gaf Liberace rúma milljón dollara. „Þetta er dýrt sport,“ sagði hann, „en á meðan áhorfendur hafa gaman af þessu og brandarinn er á minn kostnað er þetta í lagi.“ Elvis Presley, Elton John og Miehael Jackson urðu fyrir áhrifum af smekkleysustíl Liberace - svo að nokkrir séu nefndir. Síðasta sýningin I fagurfræði nýrýninnar, sem var ríkjandi í bókmenntafræði sjötta áratugarins, sagði að rithöfundar ættu að sýna en ekki segja. Heim- speki Liberace má um margt lýsa með sömu orðum. Snemma á fimmta áratugnum las ' hann bókina Töfrar trúarinnar eftir Prentice- Hall nokkurn og þessi bók varð eins og Biblía fyrir Liberace. Hann kunni hana utanbókar og fylgdi reglum hennar daglega. Bókin boðar að ef þú trúir ó eigin hæfileika verðirðu sig- ursæll. Liberace stillti sér upp fyrir framan spegilinn og æfði sigurvissa framkomu fyrir hverja tónleika og hann sagði sjálfum sér hve hamingjusamur og frábær hann væri. Fyrsta boðorðið eða lífsreglan í Töfrum trúarinnar er nefnilega: „Þú verður að tjá hamingju til að geta upplifað hamingju." Hvemig er hægt að tjá eitthvað sem maður hefur ekki upplifað? Þetta hlýtur að þýða að maður eigi að leika hamingjuna, líkja eftir hamingju annarra eða búa til hamingjusamt ástand. Þá fyrst get- urðu upplifað ástandið sem þú bjóst til? Þessi undarlega heimspeki er kjarninn í tilvistar- stefnu Wladziu Liberace. Fyrst er veruleikinn búinn til. Svo verður hann veruleiki. Annað lykilatriði var að til að hugsa já- kvætt og miðla jákvæðri orku verðurðu að úti- loka hið neikvæða skipulega og neita því um aðgang að þér. Þessi lífsregla gerði Liberace kleift að setja svart strik yfir nafn föður síns og Rudy bróður síns sem varð alkóhólisti sem neitaði að hjálpa sér sjálfur og ofbauð þolin- mæði eldri bróðurins. Eins hætti Scott Thor- son að vera til fyrir Liberace eftir að hann varð erfiður og eftir því sem aidurinn færðist yfir fækkaði vinunum. Ekki tókst Liberace þó að útiloka þá upptroðslu sem þyngst var af þeim öllum. Hann hélt síðustu jólaveisluna fyrir fjöl- skyldu sína árið 1987 og þó að fólk sæi að eitt- hvað var að gmnaði engan af veislugestum nema einn, lækninn hans, að sex vikum síðar yrði Wladziu Liberace dáinn úr eyðni. Þegar við lögðum af stað í eyðimerkurhit- anum í Las Vegas í lok maí til að skoða Lib- eraee-safnið var ég full af háði og spotti og fannst að það væri vel við hæfi að skoða safn þessa hryllilega skemmtikrafts í þessari hryllilegu borg yfirborðs og smekkleysu. En ég skipti um skoðun. Fyrir mér er Wladziu Liberace um margt tákn amerískrar fjölda- menningar, þess besta og þess versta, þess ýkta og agalega en líka fagmennsku, væntum- þykju og einlægni - þrátt fyrir allt. Byggtá: Bob Thomas: Liberace. The True Story, St Martins’s Press, New York, 1987 Dagný Kristjánsdóttir: Undirstraumar, Háskólaútgáf- an, 1999 Liberace - httpT7www.liberace.org Scott Thorson with Alex Thorleifson: Behind the Candelabra, E.P. Dutton, New York, 1988 Höfundur er bókmenntafræðingur. INGÓLFUR SVEINSSON BYGGÐIN HENNAR Þá var hún lítil og dalurinn full- uraffólki, frammi á bæjunum liðaðist reykur úr strompi og vetrarkvöld með kýr í fjósi, krakka og svell í mánaljósi; þá var hún lítil og dalurinn fullur affólki. Þá var hún stærri og stóð brátt við hlið einum manni, stækkaði fjölskyldan hratt, þá var kátt oft í ranni; börnin sérléku á brúnum velli, brugðu á leik á mánasvelli; þá varhún stærri ogstóðþétt við hlið sínum manni. Þá komu árin ogliðuðust hjá einsog áin, ungbarn í vöggu, í túnfæti mað- ur með ljáinn ogfólkið tók að tínast úr daln- um, tómlegt var þá í fjallasalnum og ferðalangarnir liðuðust hjá útí bláinn. Þá kom sá dagur er dalurínn tæmdist af fólki, döpurþau stóðu oghorfðu um öxl o’naffjalli; nú situr hún ínæsta fírði, nú gera minningar lífíð einhvers virði; þá varhún lítil og dalurinn fullur af fólki. Ljóðið er tileinkað Ástu Stefönsdóttur fró Stakkahlíð. SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR VONBRIGÐI Hvar varstu þessa nótt, þessa nótt þegar regnið lamdi rúðurnar ogégbeið þín? í allt kvöld hef ég horft til dyranna oghugsað: Hann hlýtur að koma, hann verður að koma - bara fyrir mig. Á borðinu stendur flaskan full að öxlum, augun fljótandi í tái'um því reykurínn og tíminn liðast um loftið. Enginn kemurinn - aðeins ókunnugt fólk. Svona nótt er einskisvirði án þín. Fólkið dansar, drekkur og hlær - heldur að það skemmti sér. Það lifír í blekkingu eihs og ég. Allsgáð fer égheim, alein, einmana, og vonir næturinnar rígna niður í götuna. Enginn á ferli.... Höfundurinn vinnur við fiskeldi í Mosfellsbæ. LESBÓK AAORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 25. NÓVEMBER 2000 1,5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.