Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 16
Ljósmynd/E. Guðmundsson Básaglás. ISLAND MEÐ A ART COLOGNE 34. a Iþjóðlega listakaupstefnan í Kc >ln var haldi n dagana 5. til 12. nóvember sl. með þátttöku 276 gall- ería fi rá21 þjóðlandi, og var ísland þar á meða i. EINAR GUÐMUNDSSON brá sér til Kölnar. ESSI kaupstefna í Köln er ás- amt Basel-messunni eitt nafn- togaðasta fyrirbæri sinnar teg- undar. Þangað vilja fleiri gallerí sækja en að komast. Aðsóknin er slík að helmingi fleiri umsóknir bárust en hægt var að sinna. Það geta eklá all- ir verið með; inntökuskilyrði eru ströng, gæðakröfur og verulegur kostnaður fylgir umstanginu. Á blaðamannafundinum fyrir opnunina talaði Karsten Greve, galleristi í Köln, fyrir hönd messumanna. Hann útskýrði m.a. að til þess að gallerí væri gjaldgengt á Kölnar- messuna þyrfti það að starfa á breiðari vett- vangi en þeim sem næmi þjóðlega mæli- kvarðanum. Þá kvaddi sér híjóðs blaðakona frá Suður-Ameríku og kvartaði sáran yfir því að allt tal færi fram á þýzku, það væru engir enskutúlkar. Var lofað bót og betrun á næsta ári. Karsten Greve sagði að afgerandi áherzlu- punkta væri vart að finna á messunni í ár, það væru engir sérstakir straumar í gangi. Síðasta áratuginn hefði tilhneigingin legið í átt til „installasjóna". Hann vildi og meina að manneskjan sæti æ meira í fyrirrúmi í listaverkinu. Fyrir nokkrum árum var heilmikill upp- steytur í Köln, vegna þröngra inntökuskil- yrða og óánægju með ýmislegt annað fyrir- komulag messunnar. Mörg gallerí rifu sig upp og héldu til Berlínar, þar sem stofnað var til nýrrar listakaupstefnu í höfuðborg þýzku endursameiningarinnar. Menn óttuð- ust á tímabili að Berlín myndi hrifsa allt til sín, en nú anda menn léttar í Köln. Berlín er að vísu með spennandi messu, en safnararn- ir og kaupkrafturinn eru í Köln. Þjóðverjar eru fyrirferðarmestir á Kölnar- messunni; 43% þátttakenda er þó frá öðrum löndum. Stóru löndin fyrir utan gestgjafana eru Austurríki, Ítalía, Bretland, Holland, Sviss og Spánn. Ljóst er að Art Cologne er fyrst og fremst evrópsk listamessa. Dræm þátttaka bandarískra gallería var sögð gera messuna í ár evrópskari en ella, og vildu menn líta á það sem plús. Þá vildu menn og meina að fjarvera margra bandarískra gall- ería stafaði af haustuppboðatíðinni vestan- hafs, eða forsetakosningunum! Það sem setur hvað mestan svip á Art Cologne 2000 eru verk eftir svokallaða „klassíska módernista"; þau mynda grunn- inn ásamt verkum sjöunda og áttunda ára- tugarins - allt annað er svo samtímalistin, eins og sagt er á klisjukenndu máli. Nefn- andi nöfn þegar talað er um klassíska mó- dernista, þá er t.d. þarna átt við Kandinsky, Malewitsch, Léger, Picassó, Schwitters, Feininger eða Fontana. Þá eru þarna þýzku nöfnin áberandi, Nolde, Kirchner og Nay. Og svo áfram sé haldið áfram að „droppa nöfnurn" má nefna síðari ára myndlistar- menn sem eru á vegum hvað flestra gallería: Beuys, Warhol, Richter, Cragg, Polke, Judd, Roth, Paik - Lawrence Weiner. - Um glænýjustu myndlistina í heiminum segir kaupstefnan harla lítið. Samtíðin er að vísu þarna að nafninu til, en hún er bara eins og fyrstu úrslitatölur í bandarískum forseta- kosningum; það veit enginn hvað hún ber í skauti sér. Ofannefnd nöfn er öll að finna hjá nokkr- um heimaríkustu galleríum messunnar, sem eru föstu venjulegu liðirnir núna eins og á undanförnum árum: Greve og Gmurzynska frá Köln, að ógleymdum Michael Werner sem er með Baselitz, Penck, Liipertz & Co; Hans Mayer og Konrad Fischer frá Dussel- dorf; Juda, d’Offay og Waddington frá London; Buchmann (Basel, Köln) og Kluser (Munchen). í eðli sínu er Kölnarmessan virðuleg og íhaldssöm stofnun. Það er ekki beinlínis að sjá á kaupstefnulistinni að 21. öldin sé að renna upp. Einhvern veginn er erfitt að koma auga á list sem er sambærileg við vís- indaafrek nútímans t.d. á sviði erfðatækni eða margmiðlunar. Einna helzt dettur manni stundum í hug að stórstígastar séu framfar- imar í prísamálum: metverð á messunni er verk eftir Dubuffet hjá Galerie Greve, verð- lagt á 3,5 milljónir DM. - Ef eitthvað nýtt er á ferðinni í myndlist, þá var það ekki þarna á messunni; Greve sagði á blaðamannafund- inum að það tæki oftast tvær kynslóðir lista- manna að festa fyrirbæri í sessi. „Art is Money“, heitir verk eftir Ben Vautier. Hann er flúxuslistamaður eins og Nam June Paik. Eftir Paik sáust nokkur verk, sem líklegt er að hann hafi aldrei sjálf- ur augum litið. Segja má að Flúxus sé nú loksins búið að festa sig í sessi og orðið „samkvæmishæft" eftir langa útiveru í kuld- anum. Það mætti þó halda að báðir þessir listamenn væru þegar látnir, vegna þess hve mikið er framleitt af verkum í anda og undir þeirra nöfnum. Einnig vekur athygli, að allt- af eru að birtast fleiri og fleiri verk eftir ný- látna listamenn, Warhol, Beuys, Haring og önnur valinkunn nöfn; það er engu líkara en oft sé verið að framleiða áfram á bak við tjöldin - en enginn hefur þetta á orði. Lista- heimurinn kippir sér ekki upp við svoleiðis; þetta er eins og rangfeðranir í ættfræðinni. Á opnuninni kenndi allra venjulegu gras- 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 25. NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.