Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 7
KONAN (SÖGUM ANDREIMAKINE EFTIRTONE MYKLEBOST „Hann er meistari flétt- unnar og stígandin og spennan er oft svo mikil, að lesandinn bíður í óþreyju eftir framhald- inu/' hefur stórblaðið Times sagt um rússneska rithöfundinn Andrei Makine. TONE MYKLEBOST hitti mann- inn að móli í París. Andrei Makine. ILFINNINGARNAR verða aldrei settar í bönd, þær munu ávallt finna sér sinn farveg. Hvaða kona getur með sanni sagt, að hún myndi aldrei leggj- ast með syni sínum, jafnvel ekki við alveg sérstakar aðstæður?“ Rússneski rithöfundurinn Andrei Makine hallai’ sér yfir borðið og horf- ir á mig illkvittnislegu augnaráði. Hann nýr saman höndum og grettir sig. „Já, hvaða kona?“ endurtekur hann. „Konur geta auðvitað sagt, að þær muni aldrei geta hugsað sér að leggjast með syni sínum enda væri það líka sifjaspell. Eg held samt, að málið sé ekki svona einfalt. Aðstæð- urnar og tilfinningarnar geta tekið af okkur völdin. Ef einhver ann annarri manneskju nógu mikið getur allt gerst, ég tala nú ekki um þegar vitað er, að dauðinn er á næsta leiti. Tilfinningarnar verða ekki hamdar, þeg- ; ar þær fara af stað falla þær eins og skriða." Makine er mættur á forlaginu sínu, Merc- i ure de France við Odeon í París. Hann býr í íbúð við Montmartre og þetta er í fyrsta sinn, sem hann fellst á að eiga viðtal á ensku. Frakkar tóku vel á móti þessum rússneska i rithöfundi. 1995 fékk hann tvenn bókmennta- verðlaun, Concourt-verðlaunin og Medici- • verðlaunin fyrir metsölubókina „Frönsku • erfðaskrána“. Með henni vakti Makine fyi-st verulega athygli á sér og því fylgdi hann síð- an eftir með „Afbrotum Olgu Ai-bélinas“. í ; bókmenntakálfi stórblaðsins Times í ágúst á síðasta ári sagði m.a.: „Makine er meistari fléttunnar og stíg- I andin og spennan er oft svo mikil, að lesa- 1 ndinn bíður í óþreyju eftir framhaldinu. Stundum verða þó áhrifamiklar lýsingar til að hægja á hinni eiginlegu framvindu sög- unnar. Hvernig hann kallar fram löngu liðnar i gullaldir og hvernig hann fjallar um samband Olgu við son sinn minnir óneitanlega á Nab- okov. Samt fer ekki á milli mála, að Makine talar bara sinni röddu.“ Sagan segir frá rússnesku furstynjunni ) Olgu Arbélina, sem er fædd aldamótaárið / 1900. Hún flýr til Frakklands 1939, býr í Vill- t iers-la Foret, útlaganýlendu Hvítrússa, og stai’far sem bókavörður. Maðurinn hennar er i farinn frá henni og hún býr með ungum syni sínum, sem er dreyrasjúkur. Sumarið 1947 finnst látinn maður á fljótsbakkanum og við hlið hans situr myndarleg kona eins og út úr i heiminum. Orðrómurinn segir, að Olga hafi í verið ástkona hans og hún hafi myrt hann. Hvers vegna? Hvað varð til að leiða þau saman, lítilfjörlegan hrossaslátrara og furst- 5 ynjuna Olgu Arbélina? Hvernig kemur veik- i burða sonur hennar inn í myndina, 14 ára ' gamall drengur, sem upplifir hvern dag sem sinn síðasta? Með honum eru að vakna til- finningar karlmannsins en hann hefur enga í von um að fá að njóta þeirra. p I þrjá daga hef ég farið af einu kaffihúsinu r á annað í Latínuhverfinu í París og gleymt mér í þessum seiðandi og tilfinningaþrungnu 3 fransk-rússnesku sögum. Fyrst í „Frönsku erfðaskránni", frönsku ömmunni á síberísku sléttunum, og síðan í sögunni um Olgu og hennar dulræna glæp. Sterkar, hrífandi kon- ur og skelfileg örlög þeirra hafa sest að í huga mínum. Hvílíkar konur! „Já, rússneska konan er sterk,“ segir Mak- ine brosandi, „en það er sú norræna líka. Þær rússnesku eru hvorki mjög kvenlegar né herskáar en hafa einhvern meðfæddan styrk. Austrið gefur þeim ákveðna dulúð, sem þær norrænu skortir. Þær noiTænu eru aftur á móti hreinar og beinar," segir Makine og segir mér frá ákaflega einlægu bréfi frá sænskri konu, sem talaði alveg tæpi- tungulaust um eina bókina hans. I sögunum hans Makines er konan í fyi-ir- rúmi. „Ég er líklega eins og Gustave Flaub- ert, sem lifði sig inn í Madame Bovary. Þegar ég skrifaði um Olgu Arbélina samsamaði ég mig henni algerlega. Ég var hún. Þegar hún reiddist reiddist ég líka. Ást hennar, óttinn, efinn og óvissan, allar tilfinningar hennar til sonarins, allt þetta upplifði ég.“ Makine segir, að öll séum við blanda af karllegum og kvenlegum þáttum ög það sé bara líffræðileg tilviljun hverjir ráði mestu. Fyrir Makine er konan eins og verkfæri, sem auðveldar honum að fá tilfinningalega og list- ræna útrás. „Karlmennskan er aðal karlmannsins nú á dögum. Tilfinningar sínar má hann ekki láta í ljós, hann er efnishyggjumaður og svo þurr, að brakar í. Konur eru aftur á móti tilfinning- arnar holdi klæddar. Þær eru viðkvæmar og listrænar, sveigjanlegar, sterkar og óútreikn- anlegar á sama tíma.“ Makine segir, að það hafi ekki verið nein tilviljun, að sögupersónurnar hans hafi hing- að til ýmist verið konur eða ungir, óreyndir menn. Sagan sem hann vinnur nú að fjallar hins vegar um fullorðinn mann og það kemur jafnvel honum sjálfum á óvart. Saga um mann sem gafst ekki upp Saga Makines sjálfs er saga um rithöfund sem ekki gafst upp, jafnævintýraleg og sög- urnar úr penna hans. Hann fæddist í borg- inni Síbír 1957, nam við Moskvuháskóla og starfaði sem blaðamaður áður en hann leitaði hælis í Frakklandi er hann var þar á ferð 1987. Segja má, að í París hafi hann lifað frá degi til dags. Hann svaf í grafhýsunum í kirkju- garðinum og skrifaði sína fyrstu sögu á garð- bekk. Með handritið gekk hann á milli for- laganna en enginn vildi gefa söguna út fyrr en hann lét sem sagan hefði verið þýdd á frönsku úr rússnesku. Því var ekki trúað, að Rússi gæti skrifað svona góða frönsku. Fyrsta sagan kom út 1990 og 1995 sló hann í gegn með sinni fjórðu bók, „Frönsku erfða- skránni". Er litið á hana sem eins konar sjálf- sævisögu hans og hefur hún verið þýdd á 26 tungur. í bandarískum blöðum var hún kölluð „meistaraverk! Makine hefur haslað sér völl í heimsbókmenntunum, á milli Lermontov og Nabokov, nokkrum bókum frá Proust". Sagan er ferðalag, sem segir frá mörgum merkustu atburðunum í Rússlandi á 20. öld. Hún er um dreng og hinn harða heim í so- véskum bæ á sjöunda áratug aldarinnar. Á hverju sumri heimsækir hann franska ömmu sína i rykugu þorpi í jaðri sléttunnar miklu. Hún heillar dótturson sinn og önnur börn með sögum sínum um æsku sína í París og um grimmdina og óréttlætið í Sovétríkjunum. Makine átti einnig franska ömmu, sem fræddi hann um franska menningu á rúss- nesku steppunni. Franskan hans er mál genginnar kynslóðar og hann segir, að sé hún of góð sé það vandamál bókmenntarýnanna, ekki hans sjálfs. Hann vill ekkert um það segja hve mikill hluti sögunnar sé sóttur í hans eigið líf. Bókmenntirnar eru það mikil- vægasta, sem til er, segir hann. Tilbúinn raunveruleiki. Manneskjan sem „númer" „Samskipti okkar byggjast m.a. á táknum. Þú ert norsk, kona, blaðamaður en í bók- menntunum getum við gengið enn lengra. Charlotte er frönsk en allt í einu skýtui' henni upp á rússneskri steppu. Það sópar að henni. Um þig veit ég enn ekki meira en þessi fyrrnefndu tákn segja mér, að öðru leyti ertu mér eins og hvert annað vélmenni. Þannig eru samskiptin nú á dögum. Skelfileg, hafa að vísu alltaf verið það en aldrei verri en nú.“ Makine tekur upp veskið sitt og dreifn gi-eiðslukortunum á borðið. „Þetta er ég. Nokkur númer. Já, ég hef áhuga á fólki, sérstaklega fortíð þess. Þegar talið berst að henni tekm- það af sér grímuna og verður öðruvísi. Skáldsagan er mitt samskiptatæki. Þegar ég skrifa hef ég bara einn lesanda og ég reyni ekki að segj:: honum fyrir verkum, heldur bai-a að vekj: með honum tilfinningu fyrir tímalausri til veru, sem er laus við ósannindin og ekki sís; númerin. Þau eru líka eins konar dauði.“ Andrei Makine, hvort er hann franskur eða rússneskur? „Ég þekki Frakkland og ég er upptekinn af því sem franskt er, því besta í franskri menningu. Franska sálin er merkileg en nú líður sagan of hratt áfram. í Rússlandi æðir hún hins vegar áfram með ósköpum og það gefst varla tími til að mynda sér skoðun á því,“ segir Makine. Hann segir, að Frakkland og Rússland séu fulltrúar ólíkra tilfinninga. Sú franska er menningarleg, sú rússneska til- finningin og þjáningin. „Sameiginlega er þetta ég,“ segir hann og kímir. Skáldsagan „Ást við Amúrfljót" frá 1994 er háðsádeila þar sem hin vestræna kvikmynda- hetja Belmondo hefur endaskipti á lífinu í litlu þorpi í Síbír. Hún gerist á áttunda ára- tugnum og segir frá drengjunum Mítja, Út- kín og Samúraí. Þeir þykjast vita allt um ást- ir og kynlíf en þó ekki það sem birtist þeim í gömlum sögum um kósakkana sem nauðguðu konunum, um drykkjuskap og timburmenn eða um hvískrið um skólastýruna og ástar- leiki hennar í vörubflnum. Nei, hjá Belmondo er bara um að ræða ópólitísk kvenlæri og læri læranna vegna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. NÓVEMBER 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.