Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 14
Liberace lagði mikið uppúr stíl. Hér er hann að skemmta og hefur látið sérsmíða píanó með samblandi af barrokk- og rókókóstíl. LIBERACE - SÍÐARl HLUH KLASSÍKIN MATREIDD EINS OG SKYNDIBITI EFTIR DAGNÝJU KRISTJÁNSDÓTTUR Liberace íklæddur síðum og íburðarmiklum pels á sviði Hilton-hótelsins í Las Vegas 1981. ✓ ARIÐ 1977 tók Liberace saman við átján ára strák að nafni Scott Thorson. Sá sem skráir söguna eftir Scott Thorson heitir Alex Thorleifson og má mikið vera ef annarhvor eða báðir eru ekki af íslensk- um innflytjendum komnir aftur í aettum. Scott kom úr uppleystri fjölskyldu í mið- vesturríkjunum eins og Liberace. Hann ólst upp hjá móður sinni sem var geðveik og hraktist víða í uppvextinum. Hann var hommi eins og Lee Liberace en næstum fjörutíu ár- um yngri og hefði getað verið sonur hans eða jafnvel barnabarn. Lee gerði hann að bílstjóra , sínum og lífverði og ef Scott benti á eitthvað fékk hann það. Lee elskaði hann heitt og inni- lega. Hann gat setið og horft hugfanginn á strákinn tímunum saman og hann sagði hon- um að hann ætlaði aldrei að vera með öðrum mönnum, hann hefði fengið nóg af flangsi og væri afar glaður yfir að hafa fundið ástvin til að eldast með og deyja hjá. Þegar hinn elskaði strákur byrjaði að færa sig upp á skaftið og nota vald sitt í Liberace- hópnum hvæstu gamlir samstai-fsmenn að honum: Þú ert ekki fyrsti ljóshærði og blá- eygði strákurinn sem hann tekur sér fyrir elskhuga. Scott svaraði fullur af ungæðisleg- um hroka: Eg veit það, en ég er sá síðasti. Astarsaga þeirra tveggja er færð í letur af Alex Thorleifson og hann er einn af fáum ævi- sagnariturum sem eru svolítið ótrúir þjónar þannig að saga Scott, stútfull af sjálfshafn- ingu og sjálfsréttlætingu, verður margræð á köflum og gagnrýninn lesandi getur auðveld- lega dregið hitt og þetta frá og bætt sjálfur við og fengið út sína eigin niðurstöðu. Scott er ekkert að spara neyðarlegar upp- lýsingar eins og þær að Liberace með hár- makkann sinn fræga hafi verið orðinn nánast alsköllóttur og þess vegna aldrei notað sund- laugarnar sínar af ótta við að hártopparnir syntu í gagnstæða átt. Hann var frábær kokk- ur en barðist við aukakílóin alla tíð og var allt- af að henda sér út í megrunarkúra sem höfðu hin verstu áhrif á húðina eins og keðjureyk- ■ ingamar sem aðdáendumir vissu aldrei um af því að hann leyfði aldrei myndatökur af sér með sígarettur. Hann var vitlaus í klám af öllu tagi og átti myndarlegt safn af mynd- böndum, Scott til nokkurrar hneykslunar. Hann hataði aldurinn og var búinn að fara í eina andlitslyftingu áður en þeir Scott kynnt- ust. Liberace pantaði nýja aðgerð árið 1981 og pantaði aðgerð á Scott um leið. Það átti að hækka kinnbeinin á honum og breyta nefinu svo að hann líktist húsbónda sínum. Fyrst var Scott settur í megrun og lýtalæknirinn gaf honum megranarpillur sem innihéldu kókaín. Hann missti náttúrlega alla matarlyst af því að hann var hálfur út úr heiminum fyrstu dag- ana á „lyfinu góða“. Eftir megran og aðgerð var hann undurfagur og líkur Liberace en j hann hafði fengið eiturlyfjanotkunina í kaup- bæti og líf hans stjórnaðist æ meira af kókaíni með tilheyrandi geðsveiflum og ragli. Liber- ace hafði talað um að ættleiða hann og trúlega vonaði Scott að aðgerðin myndi styrkja þá ákvörðun en „sonurinn" varð æ ógeðfelldari, Liberace hataði eiturlyf, strákurinn var farinn að ganga of langt og lokakaflinn var hafinn. Lokakaflinn var heldur andstyggilegur á báða bóga og þegar Scott gerði sér grein fyrir að gullgæsin hans var flogin burt varð hann alveg óður. Eftir skilnaðinn réðst hann gegn hinni dýrmætu goðsögn sem Liberace hafði byggt upp kringum sig og stefndi elskhuga sínum og krafðist lífeyris eða framfærslu eins og yfirgefin eiginkona. Liberace skoðaði þetta sem fjárkúgun og ákvað að taka upp grimma gagnsókn sem stóð áram saman. Aðdáendur hans tóku afstöðu með sínum manni og enn einu sinni sór hann af sér samkynhneigðina opinberlega. Það var vægast sagt dapurlegt á níunda áratugnum og skaðaði frelsisbaráttu homma og lesbía ef eitthvað var - en hvað gat hann gert? Hann tilheyrði kynslóð sem hafði verið í hinum fræga skáp meirihluta ævinnar, neydd til að ljúga og látast þangað til hið tvö- falda líf í lyginni var orðið „annað eðli“, ljúf- sárt og menn orðnir háðir því. Annað dæmi um það var hinn frægi hljóm- sveitarstjóri og tónsmiður Leonard Bern- stein, sem var af sömu kynslóð og Liberace. Hann reyndi að skilja við konuna, móður fjög- urra barna sinna, til að búa með ungum karl- < manni sem hann elskaði mjög. En hann gat það ekki þegar til kom. Hann var ekki (bara) hommi, hann var klofinn á milli tveggja heima og var í báðum og það var hans heimur, það var hann. Hann reyndi að snúa aftur, konan tók við honum en þetta var of mikið fyrír hana og hún dó skömmu seinna af slysförum eða eigin völdum. Liberace vann þrjátíu og tvær vikur á ári Liberace á veitingahúsi í Boston 1981, en úr því hallaói undan fæti. Hann dó úr eyðni 1987. og tók sér frí í tuttugu. Ekki veitti af því að hann skemmti árlega í Las Vegas vikum sam- an og var þá með tvær tveggja tíma sýningar á kvöldi, sjö daga vikunnar, og gaf allt sem hann gat í báðar. Seinni sýningin var búin um tvöleytið um nóttina og eftir hana tók hann á móti gestum í búningsherberginu. Hann og fylgisveinn hans vora komnir heim um fimm- eða sexleytið og bjuggu þá til mat og slökuðu á. Liberace svaf síðan til þrjú eða fjögur um daginn og átti þá að mæta eftir þrjá eða fjóra tíma og þá notaði hann til að fara í búðir. Peningar geta (ekki) keypt ást handa þér... Hann var neyslufikill segir Scott Thorson. Neyslan, vöravæðing og kaupskapur er far- vegur fyrir' alls konar þrár og langanir hjá fjölmörgum Bandaríkjamönnum, sama af hvaða kyni, kynþætti, menntun og stétt þeir eru. Það „að fara í búðir“ er eins og afþreying og meira en það, það er samfélagsleg, vits- munaleg, fagurfræðileg og persónuleg athöfn, eitthvað sem nánir ættingjai’ og vinir gera saman og hafa gleði af. Ef það að eignast hluti, versla, er bókstaflega orðið lífsinnihald manna má segja að neyslumenningin hafi náð hámarki sínu og verði varla meiri. Liberace varð að kaupa eitthvað á hverjum degi. í neyðartilfellum og tímahraki fóru þeir Seott í matvörabúð og völdu grænmeti og kjöt fyrir næturmatinn. Það var sem betur fór sjaldan. Oftast var tími fyrir svolítið meiri verslun og þegar best lét eyddi Liberace hundrað þúsund dolluram eða rúmlega sjö og hálfri íslenskri milljón. Það var góður og glað- ur dagur. Það var kaupsvall og sukk og orgía sem skapaði mikla hamingju. Hann var ekki safnari í sama skilningi og milljónamæringur- inn Paul Getty sem lagði mikla vinnu í að velja það sem keypt var. Liberace virðist ekki hafa fest aðrar eins tilfinningar við það sem hann keypti og skóflaði oft út úr húsum sínum inn í vörugeymslur eða reyndi jafnvel að selja dótið aftur. Mest var hamingjan og endurgjöfin í des- ember en allan þann mánuð var Liberace að undirbúa jólin og neitaði að vinna að öðrum verkum á meðan. A jólum gaf hann starfs- mönnum sínum og ættingjum gjafir sem hann hafði keypt persónulega. Enginn sem hélt að hann ætti inni gjöf gat búist við að fá neitt sérstakt. Það var Liberace sem skar úr um hver fékk hús, loðfeld, bíl og demanta og hver fékk einn skitinn sjónvarpsræfil eða aum- ingjalegt hljómflutningstæki. Það tók þrjá klukkutíma að taka upp gjafirnar og Liberace var í sælurúsi yfir gleði þeirra sem urðu glað- ir. Til þess var leikurinn gerður. Til þess var hann tilbúinn að borga æ hærri upphæðir ár- lega og þarf ekki mikla menntun í sálgrein- ingu til að sjá hve dofið sálarlífið er orðið þeg- ar eina nautnin sem hægt er að lifa er 1A LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25: NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.