Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 4
UR SOGU AKUREYRAR HVERNIG BIRTIST AKUREYRI ERLENDUM FERÐAMÖNNUM? EFTIR JÓN HJALTASON Út er komið þriðja bindi sögu Akureyrar. Undirtitill bókarinnar er: Fæðing nútímamannsins, 1906- 1918. Stiklað er ó stóru í annól þessara óra, en í bókinni er víða komið við. Hér er birt úr kafla um Ásýnd Akureyrar, en auk hans er kafli um brunaöld ó Akureyri, verzlun og iðn- að, síld og þorsk og Ak- ureyri stríðsóranna. Bókin er ríkulega myndskreytt. Útgefandi er Akureyrarbær. ÞEGAR Friðrik 8. og danskir rík- isþingmenn fóru um ísland í ágúst 1907 leist þeim mætavel á Akureyri. Höfðu þeir orð á því hversu vel bærinn virtist hafa jafnað sig eftir brunann mikla á Oddeyri árið áður og dáðust að því hversu vel í sveit settur kaupstaðurinn var. „Er sérlega tilkomumikið útsýni og fjölbreytilegt af götunum með fram höfninni, og uppi á brekku fyrir ofan bæ sést langt út á fjörð. Gefur þar að líta undursamleg litabrigði í lofti um sólsetur á sumrin." Fannst gestunum mikið til um athafnalífið í bænum. „Fjör og framkvæmdasemi einkennir alla háttu Akureyrar. Bæjarbúar eru hressir í bragði, alúðlegir í garð aðkomumana og ætíð fúsir til að kynnast hvers konar nýjungum.“ I þessum dúr var öll ræða gestanna en þeir stóðu stutt við, aðeins fáeinar klukkustundir. Það sem við þeim blasti var því ekki annað en augnabliksmynd og hún allvel fáguð og pússuð til að geðjast konungi íslendinga. En hvaða bæjarmynd blasti við öðrum út- lendingum er komu til bæjarins og sáu hann á hversdagsfotum? Sumarið 1910 dvaldi sænsk- ur dýrafræðingur og háskólakennari, A. Klinckowström, nokkra daga á Hótel Akureyri hjá „Vigfúsi gamla, kórónu allra gestgjafa", eins og Svíinn kallaði hann í ferðabók sinni. Ekki var laust við að Klinckowström þætti nokkur stórborgarbragur á Akureyri, ekki síst í samanburði við nágrannaþorpin. I kaupstaðn- um væri að finna banka, gagnfræðaskóla, sjúkrahús, héraðslækni, lyfjabúð og gróðrar- stöð. Það væru þó ekki hvað síst hin miklu um- svif við höfnina sem minntu ferðamanninn á stórborg. Skröltið í spilum stóru gufuskipanna lét kunnuglega í eyrum og á bryggjunni hlóð- ust upp heil fjöll af tómum tunnum er biðu þess eins að gleypa í sig silfur hafsins. Stærstu verslunarfyrirtækin norðanlands áttu líka flest höfuðstöðvar á Akureyri og óneitanlega settu þau sterkan svip á bæinn. Verslunarmáti bæjarbúa var Klinckowström þó stöðugt undrunarefni. Allar helstu sölubúð- imar í bænum voru einna líkastar sveitaversl- unum í heimalandi hans. Þar mátti kaupa jöfn- um höndum allt er nöfnum tjáði að nefna, tóbakspípur og stofuorgel, vefnaðarvöru og Ljósmynd/Minjasafnið á Akureyri Torfunefsbryggja og kominn vísir að miðbæ. í júlí 1912 kom dularfullur maður til Akureyrar: George H.F. Schrader, sem hafði auðgast á kaupskap i New York. Hann vildi breyta ýmsu á Akureyri og byggði hús í Grófargili, Caroline Rest, sem var í senn hesthús oggististaður ferðamanna. Þýskir ferðamenn við Torfunefsbryggju árið 1913. Ekki er auðhlaupið upp á bryggjuna þar sem síldartunnum hefur verið staflað. bárujám, silfurslegnar svipur og kom. „Þegar frá er talin ein ketbúð, tvær brauð- búðir og sölubúðir handiðnaðarmanna, skó- smiða, skraddara, úr- eða söðlasmiða, eru þar nær engar hinna fjölmörgu sérverslana, sem vér eigum að venjast heima fyrir.“ Ekki þótti Svíanum mikil reisn yfir þessum verslunarmáta en þó tók fyrst steininn úr þeg- ar hann ætlaði að fá sMpt 50 króna seðli í stórri sölubúð. Það var með mestu eftirgangsmunum að það tókst en Klinckowström var fljótur að finna skýringuna: „Svo má kalla að öll verslun sé einungis með útflutnings- og innflutnings- vörur, þar sem engir milliliðir em aðrir en kaupmennimir. Sérstök afleiðing þessa er að peningar sjást varla við kaup eða sölu.“ Þrátt fyrir þetta leist hinum sænska vísinda- manni allvel á kaupstaðinn og greinilegt var að hann kunni vel við ysinn og þysinn er var þar á götum úti. Mikið var um ríðandi fólk, konur og karla, langar hestalestir bar fyrir augu, létti- vagnar af norskri gerð voru í förum og jafnvel yfirbyggðir leiguvagnar. EkM voru allir öku- mennimir lærðir í ökulistinni og kusu sumir þeirra að ríða með vagninum og teyma vagn- hestinn „ ... rétt eins og hann færi með lest áburðarhesta." Um samkvæmislífið skrifaði Klinckowström og hafði í huga veisluboð sem hann hafði þegið hjá J. V. Havsteen á Oddeyri: „Og þegar ég hugsa um viðtökumar hjá gamla etatsráðinu, hlýt ég að játa, að í mínum kæra Stokkhólmi verð ég oft að gera mér að góðu samkvæmi, sem standa því langt að baki í andlegri reisn.““ Akureyrarlýsingar, áþekkar þessari hjá Klinckowström hinum sænska, má lesa hjá fleiri erlendum ferðamönnum sem komu til Akureyrar á þessum árum. ÞýsM fræðimaður- inn Carl G. F. Kúchler sparaði til dæmis ekM fallegú lýsingarorðin þegar hann heimsótti Ak- ureyri sumarið 1908. „Das liebliche Akureyri", hin elskulega Akureyri, skrifaði Þjóðverjinn, og afsakaði hina viðteknu skoðun erlendra ferðamanna að á Islandi væri að vænta lýsis- þambandi esMmóa. EkM verður betur séð en að skrif útlendinga er sóttu Akureyri heim um og upp úr aldamót- um 1900 hafi yfirleitt verið í þessum dúr. Þeir hrifust af bæjarstæðinu og varð tíðrætt um þau hvörf gamla og nýja tímans er lágu saman í kaupstaðnum. Hestar settu sterkan svip á kaupstaðinn en þar var ekM að finna bíla, spor- vagna eða jámbrautarlestar. Á bryggjunni og á hótelum bæjarins blandaðist saman fjölradda tungumálakliður. Norskir, sænskir og þýsMr sjómenn voru algeng sjón á götum bæjarins og skip, stór og smá, voru sífellt að koma og fara. Þetta svipmót athafnabæjar fór ekki framhjá erlendum rithöfundum og þeir gátu þess í bók- um sínum. „ ... Akureyri [har] alla naturliga förutsáttn- ingar till utveckling och uppblomstring“, skrif- aði Klinckowström, sem myndi útleggjast eitt- hvað í þá veru að á Akureyri var, að hans áliti, að finna alla þá náttúrlegu frjósprota sem leitt gætu til þess að bærinn stækkaði og blómstr- aði. Einn aðfluttur Akureyringur í september 1909 lagðist s/s Flora að bryggju á Akureyri. Meðal farþega var hinn hálffertugi Árni Þorvaldsson, sem fjóra undan- gengna vetur hafði kennt ensku í Reykjavík en var nú kominn norður að taka við kennara- stöðu í gagnfræðaskólanum. Eftir að hafa þegið kaffi og konjak hjá Stef- áni Stefánssyni skólameistara tók við strembin leit að húsnæði. Þetta var sami vandi og blasti við flestum er vildu flytjast til Akureyrar á þessum árum. Húsnæði lá ekki á lausu þótt byggingar hefðu sprottið upp í kaupstaðnum eins og mý á mykjuskán í góðærinu sem var á fyrstu árum aldarinnar. Víða var búið þröngt og ekM við sem bestar aðstæður. Húsin höfðu mörg hver risið í miklum flýti og voru heldur illa byggð. Einangrun var oft ekki önnur en hefilspænir og mosi sem troðið var á milli þilja. Gluggar voru einfaldir og listar lagðir að gler- inu. Þá þekktist ekki að kítti væri smurt að rúðum til einangrunar. Heldur leiddist Árna þennan fyrsta vetur sinn á Akureyri. Hann þekkti fáa og til að bæta gráu ofan á svart hlóð niður óskaplega miklum snjó um veturinn svo að í apríl sást ekM ennþá á dökkan díl í kaupstaðnum. Ámi hélt sig því miMð heima við þegar hann var ekki að kenna. Hann brá sér þó af bæ við og við. Oftast fór hann til fundar við samkennara sinn, Þorlák Þorláksson, er bjó hjá bróður sínum, áður- nefndum Páli kaupmanni, inni í Hafnarstræti. þar komst Ami í kynni við kreppuna sem teMn var að herja á bæjarbúa en Páll hafði tapað töluverðum fjármunum undanfarin ár, sér- staMega á sfldarútgerð sem hann hafði ráðist í þegar allt stóð í blóma. Sá var siður allra heldri manna á Akureyri að hafa opið hús þegar þeir áttu afmæli og var þá stöðugur gestagangur hjá þeim allan dag- inn. Ami var ekM tíður gestur í þessum veisl- um enda óframfærinn svo af bar. En tilstandið var mikið og fór ekM framhjá nokkmm manni, 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 25. NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.