Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 12
UOÐAHATIÐ A SUÐURENGJUM EFTIR JAKOB S. JÓNSSON Sú margraddaða Ijóðasinfónía sem ómaði fró Suður- engjum þessa hótíðardaga var fögur hljómlist í öllum sínum fjölbreytileik. Hótíðin einkenndist af alúð og óst ó Ijóðlistinni og var öllum aðstandendum til sóma. Þar er til að mynda eitt af lykilverkum Tizians, „Venus með orgelspilara" frá 1550, „Píslar- dauði heilagrar Agöthu" eftir Tiepolo, ein af öessum makalausu sviðsetningum með niður- enzku mannlífi eftir Pieter Brueghel eldri frá . 1549 og „Vínglasið“, ein af perlunum eftir Ver- meer frá Delft, ársett 1661. Síðast en ekki sízt er ástæða til að staldra við „Súsönnu og gömlu mennina" eftir Rembrandt; myndefnið úr einni af hinum apókrýfu bókum Biblíunnar. Sterkir 15. aldar Þjóðverjar Þegar litið er til þess elzta; verka frá 15. öld, er framlag Þjóðverja ekki sízt merkilegt; Dúr- er til dæmis og Grúnewald, svo og magnaðar altaristöflur og trúarleg myndlist. Meðal hinna lítt kunnu höfunda eru Limburg-bræður og Martin Schongauer. Þessi verk eru með ein- hverjum hætti nær nútímalist en margt frá síð- ari öldum. Líklega kannast íslendingar ekki almennt við Altdorfer, þýzkan 16. aldar mál- ara, sem var ótrúlegur galdrameistari í sinni kúnst; þekktastur fyrir skilirí sitt af dómsdegi. Löngu seinna, á rómantíska skeiðinu á 19. öldinni, eignuðust Þjóðverjar Caspar David Friedriech, sem varð einn stórfenglegasti mál- ari þeirrar aldar í Evrópu, þó undarlega lítt kunnur hér á landi. Af einhverjum ástæðum er eins og listasagan hafi gert frönskum mynd- listarmönnum hærra undir höfði en þýzkum, að ekki sé nú talað um þá norrænu. Allt frá því þýzkir framúrstefnumenn urðu fyrir áhrifum frá Edvard Munch eftir aldamót- in 1900 hefur verið talið að hin kraftmikla áferð expressjónismans stæði Þjóðverjum hjarta nærri. Sumir brautryðjendanna urðu því mið- ur fallbyssufóður í fyrri heimsstyrjöldinni, en list þeirra lifði og hafði til að mynda áhrif á Finn Jónsson þegar hann dvaldi í Þýzkalandi á v árunum eftir 1920. Merkið var aftur tekið upp af krafti eftir 1980, þegar „Nýja málverkið“ komst í tízku og Þjóðverjar eignuðust aftur stjörnur í myndlist: Immendorf, Baselitz, Polke og Kiefer eru þar á meðal. í hliðarsölum Hamburger Bahnhof mátti sjá hverjir eru þar á bæ taldir þungaviktarmenn í myndlist frá síðari helmingi 20 aldar. Ekki kom á óvart að Anselm Kiefer var gert einna hæst undir höfði ásamt með konseptlistamann- inum Joseph Beuys, svo og bandarísku poppl- istamönnunum Andy Warhol og Robert Rau- ■ schenberg. Myndir Kiefers eru risastórar, unnar með blandaðri tækni. Oft er það áferð sem minnir á steinsteypu; einnig sjást þar blýþynnur og jafnvel hálmur. Þetta eru áleitn- ar myndir og Kiefer er engum líkur. Niðurlag í næstu Lesbók. Gallerí, leik- hús og óperur I BERLIN er meira að sjá og heyra á sviði lista en nokkur gæti komizt yfir. Nokkur söfn hef ég áður minnst á, en þar eru alltaf merkilegar farandsýningar og þeir sem verða á ferðinni fyrir 10. desember geta séð Picassosýningu í Neue Nationalgallerie í Potsdamer Strasse 50. Ugglaust er Picasso mynd- listarmaður aldarinnar, en ekkert frá hans hendi getur lengur komið á óvart; hann er yfirsýndur og yfirútgefinn. I Berlín eru um 200 gallerí og eru 50 nefnd í lista yfir þau helztu. Af þeim virðist Gallerie Michael Haas vera með álitlegasta hópinn á sínum snærum: Braque, Baselitz, Dix, Fautrier, Hodler, Kiefer, Nolde og Picasso. Sem sagt: Pottþétt nöfn sem óhætt er að fjárfesta I Deutsche Oper í Bismarckstrasse var þessa dagana sýnd Töfraflauta Mozarts, Hollendingurinn fljúgandi eftir Wagner og ballettinn Rosalinda og Rig- oletto eftir Verdi. í Staatsoper við Unter den linden var hægt að sjá Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart, Pétur og úlfinn og Rósariddarann eftir Strauss. Til tals hafði komið að sameina þessar tvær óperur, en það mætti mikilU mót- stöðu. í Komische Oper í Behrenstrasse var La Boheme eftir Puccini á fjölunum, einnig Töfraflautan, Káta ekkjan eftir Lehar, Adriane frá Naxos eftir Strauss og Fidelio Beethovens. í Deutsches Theater í Schumanstrasse gekk Sú gamla kemur í heimsókn eftir Dúrren- , matt og í Berliner Ensemble, fyrrum leikhúsi Bertolts Brechts, var Hamlet á fjölum; einnig Tartuffe eftir Ascher, Ríkarður 3. eftir Shakespeare og þar var hátíðardagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Kurts Weil. Ofan á allt annað eru svo musteri tónlistarinnar: Berlínarfflharm- onian og Chamber Music hall. AÐ ER árlegur siður að ljóð- skáld frá Norðurlöndum og víð- ar að safnist saman til ljóðahá- tíðar síðustu helgi í ágústmánuði að Lýðháskólan- um að Sörangen. Skólinn kennir sig við Sörangen sem þýðir í raun „að Suðurengjum", og það þykir bera með sér sumarlegan og frísklegan blæ. Skólinn stendur í útjaðri Nássjö, sem er lítil borg fyrir austan Jönköping í Mið-Sví- þjóð. Nássjö er jámbrautarmiðstöð í þeim landshluta og því hægt um vik að koma þar saman. Ljóðahátíðin að Suðurengjum vekur jafnan mikla athygli; á þeim nær fimmtán ár- um sem efnt hefur verið til hátíðarinnar hafa þangað komið ung skáld og gömul frá nær öll- um heimsálfum og slíkar gestakomur myndu vissulega þykja tíðindi víðar en að Suðurengj- um. Aherslan á þessari ljóðahátíð var þríþætt. Ljóð ungra skálda á Norðurlöndum, ljóðlist frá Bandaríkjunum og suður-amerísk ljóðlist voru að þessu sinni í öndvegi. Alls voru upp- lestrardagskrár hátíðarinnar þrjár talsins, en auk þeirra voru fimm málþing eða skáldþing þar sem fjallað var um sérstök þemu eða ein- stök skáld, þrjár samkomur á síðkvöldum og loks sérstök dagskrá helguð sænska skáldinu og ritstjóranum Olof Lagercrantz, en flytjandi var dóttir skáldsins, Marika Lagercrantz. I heild var hátíðin vegleg og þaulhugsuð. Þó að suður-amerísk skáldsagnalist sé vel þekkt á Norðurlöndum öllum, hefur minna borið á Ijóðlist úr þeim heimshluta hin síðustu ár. Og segja má að bandarísk ljóðlist síðustu ára sé nær óþekkt meðal almennings, a.m.k. í Sví- þjóð, og þess vegna athyglivert að mega sjá og heyra skáldin Kenneth Koch og Susan Howe flytja ljóð sín. Sú venja hefur mótast að helga Norður- landaskáldum að minnsta kosti eina dagski-á á hátíðinni. Islensk skáld hafa lesið ljóð að Suð- urengjum á flestum fyrri hátíðum og má nefna Vigdísi Grímsdóttur, Sjón og Ingibjörgu Haraldsdóttur sem öll hafa vakið verðskuld- aða athygli meðal hátíðargesta. Að þessu sinni var Gerður Kristný þátttakandi fyi'ir íslands hönd. Átti hún hlut að dagskrá sem nefndist „Handan ála“ og vík ég að þeirri dagskrá síð- ar. Valinn var sá kostur að tefla fram yngstu kynslóð skálda frá hverju Norðurlandanna með einni undantekningu þó: finnska skáldið Lars Huldén er kominn á efri ár, en síungur og sómdi sér vel með skáldbræðrum og -systr- LARS HULDÉN LÍF MITT SEM RJÚKANDI HVER MEÐ SJÓÐHEITU VATNI (GEYSIR) JAKOB S. JÓNSSON ÞÝDDI Mér hefur verið gefíð nafn sem hefur enga þýðingu fyrir mig. Mikilvægast er að égfæ aldrei ró. Dagur ognótt til skiptis hjá mér uppsöfnun meðfímmtíu metra háum vatnshrópum. Að loknu hverju hrópi sekk ég örmagna til botns í sjálfum mér. En aðeins nokkrum sekúndum síðar er vöxturinn hafínn á ný. Ég veit ekki hver eða hvað knýrmig. Ég bara verð. Fólk kemur og fer. Það hendir sápumolum í mig til að örva mig til hærra og örara hróps. Yfírborðsspennan minnkar og vatnssúlan rís hærra og hraðar mót himni. Upp, upp, upp. Stundum hugsa ég aðþað væri gaman að beina bununni að öllu þessu sápufólki, sjá það flýja, heyra það æpa þegar það fengi yfír sig 125 gráða heitt vatnið úr mér. Þá myndi fólkið minnast mín, þá myndi það vita erindi mitt sem ég sjálfur kann ekki skil á. Sjá? Sjást? Hver er munurinn? Það hefur komið fyrir að fólk hafí. stigið ofaní mig, látið sjóða sig fyrirvaralaust. Leifunum afþeim sem niðurstigu hendi égíloft upp með tímanum. Vatnið í mér er þykkt af kísli. Þess vegna get ég búið til steingervinga. A þremur vikum get ég búið til steingerving úr sígarettustubb eða öðrum verðmætum. Ég á mér nágranna, dauða sem lifandi. Stærstir eru hinir dauðu. Mig dreymir oft um að mega heyra íþeim. En þá myndu þeir verða fyrir vonbrigðum sem koma með sápuna sína til að sjá hróp mín. Þú sérð auga mitt. Það er blint þrátt fyrir allt sem hefur verið sópað í það eða öllu heldur einmitt þess vegna. Ég fæ ekkert séð og engu spáð. Allt sem ég á er óróinn, hitinn, vöxturinn. I einskis, einskis nafni. Höfundurinn er finnskt skóld. Ljóðið er úr Ijóðabók hans, „Vegas fard" (1997). 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 25. NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.