Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 13
ER OKKUR NU ORÐA VANT UMILL- VIÐRIOG ÓFÆRÐ? Ljóðskáldið Lars Huldén. um sem mörg hver eru að feta sín fyrstu spor á skáldbrautinni. Meðal nýgræðinganna í nor- rænni ljóðlist, sem lásu upp á norrænu dag- skránni, má nefna Ása Ericsdotter, Fredrik Nylén og Ola Julén frá Svíþjóð, Mette Moestrup frá Danmörku, Silje Vethal frá Nor- egi og Catharina Gripenberg frá sænskumæl- andi hluta Finnlands. Þau hafa ekki sent frá sér nema eina Ijóðabók hvert, nema Fredrik Nylén, sem á tvær að baki; allt eru þetta skáld yngstu kynslóðar í sínu landi, ómótuð, en líf- vænleg, ef marka má það sem þau höfðu fram að færa á þessari fyrstu ljóðahátíð nýrrar ald- ar. Nokkur greinarmunur virðist á viðhorfi og efnistökum skáldanna og ef till vill má segja að ljóð sænsku ungskáldanna Ása Ericsdotter og Ola Julén beri sterkari keim af angist og tilvistarkvöl en Ijóð norrænna skáldsystkina þeirra. Mette Moestrup, hin danska, setur at- vik hversdagsins í forgrunn og varpar á þau ljósi óvæntrar þróunar bæði í tíma og rúmi. Silje Vethal minnir ekki lítið á hina írsku Sinnead O’Connor þegar hún syngur fram ljóð sín eins og seiðkona liðinna alda. Catharina Gripenberg er þroskað skáld, þótt hún sé yngst í þessum hópi ungra skálda, aðeins 23 ára gömul. Sjónarhornið í ljóðum hennar er opinská sýn þeirrar sálar sem er óðum að uppgötva heiminn og þau hafa til að bera ferskleika í stíl og tilgerðarlausan hljóm. Hinu norræna ljóðakvöldi lauk með því að finnska ljóðskáldið og prófessorinn Lars Huldén, ljóðaunnendum á Norðurlöndum að góðu kunnur, las nokkur ljóð sín, þeirra á meðal eitt um sjálfan Geysi, sem vakti kátínu þeirra er á hlýddu. Lars Huldén hefur að undanförnu fengist við að þýða Kalevala á sænsku ásamt syni sín- um, Mats Huldén. Að eigin sögn hefur ljóða- gerð hans sjálfs orðið að þoka fyrir þessu við- amikla verki, sem hann gerði sérstaklega grein fyrir í erindi á hátíðinni. Víst er að feng- ur verður að Kalevala í sænskri þýðingu þeirra Huldén-feðga. Hér birtist ljóð hans um Geysi, lauslega þýtt með sérstöku leyfi skálds- ins. Á öðrum degi ljóðahátíðarinnar var flutt dagskrá undir heitinu „Handan ála“ sem er skírskotun til Atlantshafsins. Dagskráin var helguð ljóðlist úr vesturheimi, þ.e.a.s. Banda- ríkjunum, Kúbu og Kólumbíu, svo og Islandi og Færeyjum sem hlutu sess innan þessa ramma. Gerður Kristný las sjálf ljóð sín á ís- lensku, en þau voru einnig flest flutt í sænskri þýðingu Johns Swedenmarks. Ljóð Gerðar Kristnýjar vöktu athygli að vonum og þýð- andanum tókst að brúa bilið milli tungumál- anna svo vel fór. Þá lásu einnig skáldkonurnar Aymara Aymerich frá Kúbu og Angela García frá Kólumbíu, báðar verðugir fulltrúar spænskumælandi ljóðlistar nútímans. Angela García hefur auk þess verið einn helsti drif- krafturinn á bak við Ijóðaveisluna í Medellín í Kólumbíu, sem er trúlega fjölmennasta ljóða- veisla í heimi. Frá Bandaríkjum Norður-Am- eríku komu skáldin Kenneth Koch og Susan Howe, sem fyrr er getið. Þau eru bæði há- skólakennarar í bókmenntum, hann við Kól- umbíuháskóla, en hún gegnir prófessorsstöðu við háskólann í Buffalo, New York. Kenneth Koch hefur auk þess að yrkja Ijóð samið leik- rit og kennslubækur í skáldskapargerð fyrir börn og unglinga; má nefna að sænska menntavarpið hefur notað bækur hans til að hvetja börn og unglinga að spreyta sig á skáldskaparlistinni. Susan Howe yrkir súr- realistísk ljóð sem hún flytur á ákaflega frum- legan og seiðandi hátt. Á dagskránni frömdu hún og þýðandi hennar, sænska ljóðskáldið Marie Silkeberg, einskonar gjöming þar sem tungumál og málrómur blandaðist saman á ákaflega sérstakan og magnþrunginn hátt. Loks skal getið þess ánægjulega viðburðar þennan dag, að það var í fyrsta sinn sem Ijóð- skáld frá Færeyjum kom fram á ljóðahátíð að Suðurengjum. Það var Oddfríður Marni Rasmussen, sem las upp á klingjandi fær- eysku sem hátíðargestum þótti bæði framan- dlegt og heillandi á að hlýða. Hinn þriðja dag hátíðarinnar að Suðurengj- um var ekki annað að sjá en öllum viðstöddum hefði vaxið ásmegin við að njóta ljóða og upp- lestrar. Veðrið endurspeglaði mannlegt geð; það var með besta móti þennan dag, en hafði verið í fremur hryssingslegum ham þegar há- tíðin byrjaði. Og að kvöldi hins þriðja dags var komið að því að blanda listgreinum, því hluti dagskrárinnar var dansatriði tveggja dansara frá ELD-hópnum, sem er danshópur listdans- höfundarins Evu Lilja, sem er í hópi fram- sæknustu dansara Svia um þessar mundir. Dagskráin var að öðru leyti helguð sænskri ljóðlist, og á henni komu fram nokkur helstu og þekktustu skáld Svía: Björn Hákansson, Pamela Jaskoviak, Maria Kúchen, Marie Lundquist, Lars Mikael Rattamaa og loks Magnus William-Olsson, en hann stóð fyrir frumlegasta atriði kvöldsins með því að safna saman nokkrum úr hópi starfsfólks hátíðar- innar og áheyrenda úr sal og myndaði þannig talkór sem flutti Ijóð hans ásamt honum sjálf- um. Eins og nærri má geta þótti þetta upp- átæki bæði frumlegt og fyndið. Það var við hæfi að ljúka ljóðahátíðinni að Suðurengjum með dagskrá sænsku leikkon- unnar Mariku Lagercrantz um föður sinn, skáldið Olof Lagercrantz. Hann er mörgum íslendingum að góðu kunnur, enda kunnur íslandsvinur og velunnari íslenskrar skáldlist- ar um árabil. Marika Lagercrantz er þekkt leikkona í Svíþjóð. Hún var einn af frumkvöðl- um frjálsra leikhópa þegar þeir skipuðu sér sess í sænskri leiklist á áttunda og níunda ára- tug tuttugustu aldar og nú er varla gerð svo kvikmynd í Svíþjóð að hún sé ekki í áberandi hlutverki. í dagskrá sinni dró Marika upp ákaflega persónulega mynd af föður sínum, sagði frá minningum úr bernsku sinni og ílutti Ijóð eftir hann við undirleik Hákan Berghes píanóleikara. Sú margraddaða ljóðasinfónía sem ómaði frá Suðurengjum þessa hátíðardaga var fögur hljómlist í öllum sínum fjölbreytileik. Hátíðin einkenndist af alúð og ást á Ijóðlistinni og var öllum aðstandendum til sóma. Hátíðin er þeg- ar orðin ómissandi þáttur í menningarlífi þeirra sem unna norrænni ljóðlist. Ljóðahátíð er vissulega aðlaðandi form bæði fyrir áheyr- endur og áhorfendur - það er í raun ólýsanleg tilfinning að sitja með nær hundrað ljóðfélög- um í einum sal og hlýða á skáld tjá hug sinn og skynjun; og óskandi að enn fleiri mættu njóta slíks. Höfundur býr í SvíþjóS og starfor viS leikhús. SAGT er að fá tungumál búi yfir jafnauðugum blæbrigðum og íslenzkan þegar til þess kemur að lýsa vondu veðri og ýmsu sem af því leiðir. Meira að segja enskan er fátæk af orðum um veðurfar á móti íslenzkunni. Þessvegna stingur í augu að sjá gripið til „Ss- ensku“ í auglýsingum, rétt eins og höfundar auglýsinga hafi aldrei heyrt orð eins og skaflar eða skafrenningur. Ein slík auglýsing kom fyrir augu lands- manna í Morgunblaðinu laust fyrir miðjan nóv- ember. Þá þurfti að minna á, að senn mætti vænta misjafnrar færðar á vegum og gott væri þá að eiga vígalegan jeppa. Einn slíkur var auglýstur með stórri mynd og yfir honum stóð með fyrirsagnaletri: „Snjódrífur“. Ennfremur með smærra letri: „Ekki láta snjódrífur verða þröskuld á vegi þínum í umferðinni í vetur“. Bólu-Hjálmar kvað á 19. öldinni: „Islenzkan er orða frjósöm móðir/ ekki þarf að stela bræð- ur góðir“. Sízt af öllu þurfum við að stela, eða grípa til „ís-ensku“ þegar lýsa þarf illviðrum, snjóþyngslum og vondri færð. Fáein dæmi: Það kastar úr éli og jörð gránar í rót; það verður fol eða grámi. Það verður logndrífa, jafnvel hundslappadrífa, eða það hleður niður og þá verður alsnjóa. Það gerir snjókomu eða ofankomu, bylslitring eða hríðarhraglanda og þá getur orðið þæfingur. Það syrtir í álinn og þá getur orðið ofanbylur, stundum með skaf- renningi, og þá dregur í skafla. Enn versnar; það gerir hríð eða hríðarveður og verður ófærð og enn er það versta eftir: Öskubylur eða stór- hríð og afleiðingin verður umbrotafærð. Auglýsingafólkið sem vann áður nefnda auglýsingu virðist ekki hafa mikla hugmynd um þennan auðuga arf tungunnar. Því virðist tamara að hugsa á ensku. Þar er einungis talað um „snowdrift“ þegar snjó dregur saman svo að færð spillist. Og hvernig þýðir maður ANNA BJÖRNSDÓTTIR STEFNUMÓT Horfst í augn og fjallalindir bugðast upp gilin langt inn í himinbláma andartaks og eilífðar lygnar og bláar sækja sér kraft ífjallið eru alltaf á heimleið. í DJÚPINU I djúpi hafsins bíða glitsteinar eftir því að fá að lýsa ímyrkrinu í djúpi hafsins stendurþú ogbíður öldunnar uppstreymisins lítill bátur vaggar í öldudalnum vindbáran veit hvert för hans er heitið Komið heim um sólarlag Höfundurinn er sköld í Reykjavík. „snowdrift" á íslenzku? Vitaskuld er það skafl eða skaflar og svo hefur þetta fyrirbrigði verið nefnt á íslenzku frá örófi alda. En á „ís-ensku“ auglýsingastofunnar verða úr þessu „snjódríf- ur“ og það orð er að minnsta kosti ekki til í. orðabókum. Daginn eftir að téð auglýsing birtist sagði meðal annars svo í leiðara blaðsins: „í hverri einustu viku verður auglýsingadeild Morgun- blaðsins að gera alvarlegar athugasemdir við málfar í auglýsingum. Aður var um að ræða eitt og eitt tilvik. Nú liggur við að tala megi um flóð af auglýsingum, sem byggjast á ýmiss konar enskuslettum." Fyrirtæki sem standa að auglýsingum á ís- ensku hljóta að bera ábyrgð á málfari í sínum auglýsingum. Varla er hægt að ímynda sér að forráðamenn fyrirtækja þurfi ekki að sam- þykkja auglýsingar, eða komi hvergi nærri og hafi enga hugmynd um málleysur og ensku- slettur í auglýsingum fyrr en þeir sjá þær á prenti. En það er ekki aðeins í auglýsingum að enskan gægist í gegn, og þá þar sem allra sízt ‘ þarf á henni að lialda, nefnilega í veðurlýsing- um. Oftar en einu sinni hefur sloppið i gegn um nálarauga málræktarinnar hér á Morgunblað- inu, að talað sé um „snjóstorm" þegar verið er að lýsa hríð eða byl. Það er dæmigerð „ís- enska“, heitir „snowstorm" á ensku. Síðan gerist það að einn tekur þetta hugsun- arlaust upp eftir öðrum. Umsjónarkona vin- sæls laugardagsþáttar í sjónvarpi allra lands- manna sagði nýlega um einhvern, að „vonandi lendir hann ekki í snjóstormi". Mættum við fá minna að sjá og heyra um snjóstorma og snjódrífur. Við þurfum ekki á þeim að halda. Gísli Sigurðsson BJARNITH. RÖGNVALDSSON ÁRDAGS- ^JARMI ISOKN Hjala vindar bjartir þýtt við blómin, blíðir geislar líða í straumum hlýjum. Vaknar dagur hlýr og hækkar róminn, himinbirtan skín með svala nýjum. Glampa ljósin, liti spegla foldar, lyfta sér mót góðri heillavætti. Skartar landsins gróður grósku moldar, grösin hækka, fyllast auknum mætti. Birtast ægifögur sindur sala, sóley brekkukær mun fegra landið. Blómstra vill hún skær í skjóli dala, skína í kapp við röðuls geisla- bandið. Þjóta vindar vítt um loftin háu, vakir ljósadýrð í gullnum bárum. Lyftir dagur dýrðarbliki smáu, döggin skín í mildum gróðurtárum. Höfundurinn er guðfraeðingur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 25. NÓVEMBER 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.