Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 11
Hofið frá Pergamon í Litlu-Asíu, sem þýzkir fornleifafræðingar grófu upp seint á 19. öld og fluttu til Berlínar. Það er stærsti „gripurinn" á Pergamon- safninu, en auk þess er þar margt annað að sjá. við að bjarga hofinu í Kalabasha undan vatni þeg- ar Níl var virkjuð. Þetta mektuga stykki er að grunnfleti 5x5m og 7 m á hæð. Svo gengur maður úr einum sal í annan og þeir verða sífellt dimmari, en kastljós á einstökum verkum. Unz hún birtist, drottningin. I þeim sal er ekkert annað en hún, ein á stalli sínum; kastljós baðar hana skærri birtu, en um- hverfis er myrkrið. * Áhrifin eru mögnuð; hér er hún þessi 3.500 ára gamla drottning í myrkrinu; hún sem átti sólina yfir sér og trúði á hana. Og á leiðinni út spyr mað- ur sjálfan sig: .Hefur mannkindinni ekkert farið fram síðan? Er Nefertiti enn einhver fegursta kona sem uppi hefur verið og hafa listamenn ekk- ert lært eða þroskast síðan þau verk voru unnin sem hér eru í sal eftir sal? Nútímalist á Hamburger Bahnhof Norðan við Brandenborgarhlið og Ríkisþing- húsið var fyrr meir ein helzta jámbrautarstöð í nánd við hinn gamla miðhluta Berlínar. Sú stöð hefur nú verið aflögð og breytt í sýningarhúsnæði fyrir myndlist. Þar stóð yfir sýning - og stendur framyfir áramót - sem bar yfirskrift á ensku: Af- ter the Wall. Hugmyndin er sú að draga fram í dagsljósið ungu kynslóðina sem hefur verið að hasla sér völl siðan Berlínarmúrinn féll. í myndlist stórþjóð- anna ríkir mikil þjóðemishyggja og hafa þá Þjóð- verjar ekki sízt verið ötulir að halda sínum mönn- um fram. Því kom það á óvart að einn af þeim fjómm sem urðu fyrir valinu og sýna í aðalsal Hamburger Bahnhof er íslendingurinn Ólafur Elíasson. Framlag hans er múrinn sjálfur; það er mittishár múr úr einhverskonar ljósbrúnni steypu og nær hann enda á milli í salnum. Ekki kom síður á óvart að sjá fréttir af þessu í frétta- þætti CNN, þar sem rætt var við Olaf einan sýn- endanna. Hann sýndi sjónvarpsmönnunum gryfju þar sem hann hafði tekið efnið og var svo að skilja að múrinn yrði molaður niður að sýning- unni lokinni og efnið færi þá aftur á sinn stað. Þá er eins og ekkert hafi gerzt; nákvæmlega eins og með sjálfan Berlínarmúrinn, sem bráðum verður aðeins til í endurminningu og á myndum. Ólafur er ekki almenningi kunnur á íslandi, enda hefur hann kosið að búa og starfa í Berlín, en nafn hans er vel þekkt í listaheiminum. Það kom á óvart að ein þeirra sem urðu fyrir valinu og sýna þama, Katharine Grosse, hefur málað risastórt, abstrakt málverk, en á sýningum af þessu tagi þykir mörgum að málverkinu hafi verið ýtt út af borðinu sem ófullgildum miðli. Það viðhorf sást hjá öðrum listamanni á þessari sýn- ingu. Hann sýndi þokkalega góð málverk, en þau voru eiginlega aukaatriði sem hluti af innsetn- ingu. Salur fyrir „upphafna ró" í safninu Kulturforum skammt frá hljómleika- húsi Berh'narfílharmóníunnar sunnan við Tierg- arten var nýlega byggt yfir nokkur sþfn, en það þykir ekki hafa tekizt að öllu leyti vel. í fyrsta lagi lenti forhliðin á bakhliðinni; á þessari byggingu er eiginlega ekkert andlit. Forsalurinn vekur ein- ungis athygli fyrir fáránlega stærð; hann minnir á flugstöð, en þar er þó ekki neitt annað en miðasal- an. I miðju málverkasafninu, Gemaldegalerie, er annar gríðarstór salur, 80 m langur, um 25 m á breidd. I honum eru tvær súlnaraðir, en annars ekki neitt fyrir utan eitt lítið rýmisverk, varla hnéhátt, á miðju gólfi. , Sjálft málverkasafnið er í hefðbundnum, fi-ekar litlum sýningarsölum í kringum stóra salinn. Eins og aðrar gamalgrónar menningarþjóðir í Evrópu eiga Þjóðverjar kynstrin öll af hollenzkri, spánskri, ítalskii, enskri og að sjálfsögðu þýzkri 15.-19. aldar myndlist. A árum síðari heims- styrjaldarinnar var safnið varðveitt í neðanjarð- arbyrgjum. MorgunblaSið/Gisli í myrkvuðum sal; aðeins dauft Ijós á myndinni til Ijóssins ríki og faraóinn, eiginmaður hennar, tók 3 á sólina. im. í Kulturforum, er Gámeldigalerie - Málverka- ir fyrir „upphafna ró“. Hann á að standa galtómur r de Maria, sem gestir taka tæplega eftir. Þessi stytta af forn-egypzkum faraó stendur fyrir utan Pergamon-safnið. Hún er hálfur þriðji metri á hæð, líklega nokkur tonn á þyngd, og það hefur verið erfitt að koma henni hingað með 19. aldar flutningatækni. drottningar, sem hefur verið fegurst fljóða, er áminning um „das ewig weibliehe" - hina eilífu kvenfegurð - og hún hefur síðan á 19. öld verið verðmætasti gripurinn í Egypzka safninu í Ber- lín. Raunai’ er út í hött að tala um ákveðið verð- mæti þegar hin tígulega höfuðmynd Nefertiti er annars vegar; menn verðleggja hana ekki fremur en Monu Lisu í Louvre. Engin smáræðis vegalengd á Egypzka safnið austan af Alexanderplatz. Það er langt vestan við Tiergarten; eiginlega vestarlega í Vesturbænum. En ég sé ekki eftir þeirri fyiirhöfn til þess að geta átt stutt stefnumót við myndina af þeirri fögru drottningu. Og þá mynd þekkja nánast allir. Fyrir utan að prýða ótal bækur er hún fjöldaframleidd sem minjagripur. Þannig hefur hún minnt á sig á mínu heimili í mai-ga áratugi; þá keypt í París. En hver var Nefertiti? Ef einhver skyldi ekki vera með það á hreinu skal upplýst að hún var drottning faraósins Aknatons í Egyptalandi hinu foma; uppi um 1350 fyrir Krists burð. Þorkell máni, sonarsonm- Ingólfs Amarsonar, fól sig þeim er sólina hefði skapað á dauðastund sinni. Aknaton gekk skrefi lengra og tók upp átr- únað á sjálfa sólina. Á mörgum og fögmm mynd- um af þeim hjónum er sólin alltaf yfir þeim og sendir þeim sérstakan geisla. En Aknaton var ekki lengi við völd og næsti faraó tók upp annan átrúnað. Þau Aknaton og Nefertiti höfðu byggt sér hallir í Amanna, sem nú heitir Tell el Amarma, alllangt upp með Níl í Egyptalandi. Þessar minjar vom óspilltar þegar þær fundust í desember 1912. Þar voru grafnar upp margar vistarverur með þús- undum mynda; höfuðmynd Nefertiti þar á meðal. I nútímanum væri ugglaust ekki hægt að hafa slík verðmæti á brott með sér. Þær reglur giltu hinsvegar í Egyptalandi í þá daga, að sá sem fann fornminjar og gróf þær upp mátti sjálfur hafa heíminginn; hitt fór á safn í Kaíró. Gustave Lef- ebre var í forsvari fyrir þessum leiðangri og með; al þess sem hann valdi var höfuðmynd Nefertiti. í marzmánuði 1924 var hún komin til Berlínar og hefur verið þar síðan. Egypzka safnið er gríðarlegt að umfangi og þyrfti langan tíma til að skoða það vel. Ég varð því miður að fara of hratt yfir það, en staðnæmdist við einstaka verk, þar á meðal mikið en formfag- m-t ferlíki úr steini: Dyr, eða raunar dyraumbún- að, úr hofi í Kalabasha í Egyptalandi. Þær eru þó að minnsta kosti vel fengnar; eru gjöf Egypta til Þjóðveija fyrir aðstoð árið 1963 I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 25. NÓVEMBER 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.